Morgunblaðið - 14.04.1954, Side 14

Morgunblaðið - 14.04.1954, Side 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. apiíl 1954 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOM Framhaldssagan 16 Louis var f élaus. En J udy haf'ði fengist við tízkusýningar í London og fékk starf hjá kjóla- verzlun. Louis var að leggja drög eð- því að flytja fyrir fullt og ellt til Ameríku, svo hann hafði tenga vinnu. Hann var giftur. CConan hans var svissnesk, forrík *>g bjó í Zúrich. Hann hafði farið íi á henni í fússi þegar hún hafði lýst því yfir að hún vildi aldrei Jiurfa að líta hann augum framar. Dag nokkurn, þegar Judy hafði búið með honum í um það bil sex mánuði, birtist konan hans í París. Hún var hætt við að út- skúfa honum. Louis sagði Judy að sér stæði nákvæmlega á sama um konu sína, en hins vegar væri það ekki viturlega ráðið að xnóðga hana nú þegar einustu hömlurnar á því að hann gæti komizt yfir hafið var fjárskort- ur. Skömmu seinna tilkynnti han henni hálfkjökrandi að hann væri að fara til Venezuela og konan hans færi með honum. Þrem dögum síðar fóru þau með skipi frá Cherburg. Judy lét ekki undan heitum bónum laganemans um að snúa aftur til hans. Hún hélt áfram vinnu sinni í kjólaverzluninni. Sex mánuðir liðu og á þeim tíma fékk hún bara tvö kort með fbynd af Caracas, höfuðborg Venezuela. Svo kom skeyti og á eftit' því bréf með flugpósti þar som Louis sagði að konan hans hefði yfirgefið sig og væri farin til New York. Hún ætlaði hreint ckki að koma til hans aftur. Því miður hafði hún verið í slíkum hugaræsing þegar hún fór að hún athugaði ekki að skilja nógu rnikið fé eftir hjá honum til þess að hann gæti borgað fyrir hana fargjaldið yfir Atlantshafið. — Samt sem áður vonaði hann inni- lega að hún fyndi einhver ráð til þess að koma til hans og þá mundi hann reyna að fá sér ein- hverja vinnu, sem gæfi nógu mikið í aðra hönd ti! þess að hann gæti séð fyrir þeim báðum á sómasamlegan hátt. Judy átti tæpiega nóg fyrir far gjaldinu en þar sem hún elskaði Louis ennþá, keypti hún farseð- ilinn. Sama daginn og hún átti að leggja af stað kom annað skeyti frá honum, þar sem hann sagði að nú væri hann kominn til Mexikó, en þar væru fram- tíðarmöguleikar miklu glæsilegri fyrir þau. Hún breytti farseðlin- um og hélt af stað. Þegar hún kom til Mexikó City bjó Louis í lélegu herbergi, sem minnti einna helzt á íbúð hans í París, atvinnulaus, en alveg að springa •af góðum hugmyndum. — Hann aetlaði að setja á stofn fyrirtæki og flytja vörur til Evrópu. Judy lét þessi lélegu kjör ekk- ert á sig fá. Hún var í sjöunda himni yfir því að vera hjá Louis aftur. Hún mundi fá sér eitthvað að gera til þess að sjá fyrir hon- um eins og hún hafði gert í París. Hálfum mánuði síðar fékk hún starf sem vélritunarstúlka, þar sem hún gat skrifað bréf bæði á ensku og frönsku. Hún átti að byrja í þessu nýja starfi næsta mánudag, en þá birtist kona Louis óvænt og var komin frá New York. Kona' Louis, sem var kölluð Gréta og var sex árum eldri en hann, hafði ákveðið að fyrirgefa honum allar hans syndir. Hún haíði líka ákveðið að gleyma öllu því sem hún hafði lent í í New York. Hún hafði ekki átt von á því að J udy væri komia til Louis, en úr því svo var, ákvað hún að láta eins og hún sæi hana ekki, svo framarlega sem Louis lofaði að sjá hana aldrei framar, nema þá stund, sem þyrfti til að fá hana til að fara aftur til Evrópu. Louis kom frá gistihúsinu, þar sem kona hans bjó og sem var dýrasta gistihúsið í borginni, og lét bílinn bíða fyrir utan á með- an hann fór upp í kyrtuna sína til að sækja föggur sínar og segja Judy frá þessum úrslitakostum. Honum þótti leitt að færa Judy þessar fréttir, þar sem hann elsk- aði Judy miklu meira en konu sína, en hann hafði nú komizt að þeirri niðurstöðu, að Mexíkó var ekki heppilegt land fyrir fagra og menntaða evrópiska stúlku eins og hún var. Auk þess hafði hann líka upgpötvað að samkeppnin var mjög hörð í út- flutningsverzluninni og nýliðar áttu mjög erfitt uppdráttar. Hann ásakaði sjálfan sig mjög fyrir að hafa verið svo hugsunarlaus að fá hana til að koma alla þessa leið. En það bætti þó úr skák að konan hans hafði verið svo örlát að safna saman nógu miklu fé ! til þess að það nægði handa henni fyrir farinu annað hvort til Englands eða Frakklands. — Hann var með seðlana í vasan- um. j Judy hló og sagði að hann skyldi geyma peningana til að eiga þá þegar konan hans hlypi ! frá honum næst. Hún ætlaði ekki að fara frá Mexikó. Henni féll | vel við fólkið þar — það gæti ' jafnvel farið svo að hún giftist innfæddum manni og settist þar ' að fyrir fullt og allt. Louis fannst þetta ágæt hugmynd, ef henni ( væri sama um það þó að hann segði konunni sinni að hún hefði farið. Þetta myndi ekki eingöngu ! verða til þess að konunni hans yrði hughægra, því hún var afar afbrýðissöm að eðlisfari, heldur mundi það líka gera honum kleift að boi'ga nokkrar smáskuldir, sem hann átti útistandandi, en sem hann kærði sig ekki um að láta Grétu vita um. Þegar Loui? var farinn, gekk Judy rakleitt út. Hún leitaði uppi lækni, köld og róleg og sagði honum að hún ætti bág með svefn og hann gaf henni lyfseðil upp á tíu pillur af svefnmeðali. Hún var hrædd um að þessi skammtur mund ekki duga, þótt hún tæki það allt í einu og þar sem hún var stödd á læknastof- unni, kom hún auga á glas með samskonar töflum og þeim, sem hún átti að fá og með leikni tókst henni að ná því og stinga því í töskuna. Hún fór aftur til her- | bergis síns, tók saman pjönkur sínar og leitaði sér að öðru her- I bergi þar sem enginn mundi þekkja hana til þess að ekki bær- ist til eyrna Louis hvernig hún hafði farið að ráði sínu. Þegar hún hafði fengið herbergi, sagði hún húseigandanum að hún væri þreytt og vildi ekki láta ónáða sig fyrr en næsta dag. Svo tók hún vatnsglas, settist á rúmið og gleypti töflurnar tíu, sem lækn- irinn hafði gefið henni og síðan 25 töflurnar, sem voru í glasinu. Síðan hún fór til að leita uppi lækninn hafði hún varla gefið sér tíma til að hugsa um Louis. En hún hafði vitað með sjálfri sér að líf hennar mundi verða óbærilega innihaldslaust án hans. Hún gat ekki hugsað sér að hverfa aftur til Evrópu úr því hún hafði farið þaðan með svo bjartar framtíðarvonir. Vélritunarstarfið væri mein- ingarlaust, ef hún gæti ekki unn- ið við það fyrir Louis. Einasta ráðið var að fyrirfara sér og hún var ekki hrædd við dauðann. Nú þegar hún hafði tekið inn allar töflurnar var hún bara hrædd við að þær mundu ekki verka. Hún fann enga breytingu á sér svo hún stóð upp og tók rakblað úr tösku sinni. Hún stóð snöggv- ast kyrr með rakblaðið í hend- inni áður en hún setti í sig kjark til að skera á slagæðina. Svo dró hún það eftir hörundinu en um leið féll hún í öngvit og d.vnkur- inn þegar hún datt var nógur til þess að vekja grunsemd húseig- andans. Hún mundi ekkert meira fyrr en hún vaknaði á sjúkrahúsi. Þá var búið að pumpa upp úr henni svefnlyfið og lítil mexíkönsk hjúkrunarkona sat við rúmstokk- inn hennar og var að sauma dúk. Hún mundi greinilega hvað hún KÖTLL-DRAUIVIUR Gengum vér inn átta konur saman. Var þar glæsilega fyrirbúið. Skálaveggirnir voru huldir gullofnum tjöldum, silfurker á borðum, og gullbúin drykkjarhorn og skraut- manna lið mikið fyrir í skálanum. í öndvegi hinu æðra sá ég hvílu eina. Þar lá í maður í silkiklæðum. Alvör tók á honum, vakti hann og nefndi Kára. Hann vaknaði og sipurði, hví hún hefði vakið sig, eða hvort hún bæri sér nokkur ný tíðindi. „Eða er Katla komin hér 1 skálann?11 Sá hann þá, að svo var. Vorum við Kári sett síðan bæði á einn bekk, og bað Alvör menn kalla Kára brúðguma. Var svo gert. Tóku menn nú til drykkju, og var drukkið fast um daginn. En er kvöld var komið, sagði Alvör, að ég skyldi hvíla hjá Kára, en ég kvað þess enga von. Miklu elskaði ég Már heitara en svo, að ég mætti yndis njóta með öðrum manni. Alvör sagði ég myndi þess aldrei bætur bíða, ef ég yrði ekki við vilja Kára. — Mér varð ráðafátt við þessi orð, því að ég þóttist sem einmana í vargaflokki. Þegar ég var gengin til hvílu. kom þar maður til mín, og bað mig eiga allt gull sitt og gersemar, en ég gaf honum enga von blíðu minnar. ÞYZK VORTÍZKA Nýkomið úrval af Stuttjökkum og PopSin Regnkápum 66 „iViinningabókin mín er snotur innbundin bók, sem börnin nota til að láta skólafélaga sína rita í — til minningar um samvistir | skólaáranna. Þar verða skráð með eigin hendi nöfn. ssm jj á fullorðinsárum verða til þess að rifja upp gamlar 3 endurminningar frá bernskuárunum. Gefið börnunum þessa bók FRÍMERKJASALAN, Lækjargötu 6 3 Nytt Þrent-í-einu Brjósthaldari Mittisbelti Sokkabandabelti. Nýjasta módelið fyrir samkvæmis- klæðnað og blússur. Ilcildsala Lady h.f. lífstykkjaverksmiðja Barmahlíð 56 — Sítni 2841.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.