Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 1

Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 1
16 síður 41. árgangur. 95. tbl. — Miðvikudagur 28. apríl 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norrænir forsctar Ekki brezk hern- aðaraðstoð Geniarráðstefmi ræddi Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands ræðir við Paasikivi Finnlands- forseta. — Forseftahjónin komin til Svíþjóðar aftur Kóreu-máiið í gær Frakkar vilja að fndó Kína verði tekið fyrir sm. fyrst GENF, 27. apríl. — Reuter-NTB IDAG lögðu Frakkar áherzlu á, að Genfarráðstefnan tæki Indó- Kína málið fyrir eins fljótt og kostur væri, og munu þeir hafa von um, að það komi til umræðu innan skamms. Upphaflega var ráð fyrir gert, að Kóreumálið yrði rætt fyrst, en Indó-Kína kæmi á dagskrá annan miðvikudag. Verður sennilega reynt að koma því svo fyrir, að bæði málin verði rædd jöfnum höndum. <S>----------------- LUNDÚNUM 27. apríl,' — Churc- hill forsætisráðherra lýsti því yfir í neðri deild þingsins í dag, að á Parísarfundi utanríkisráð- herra Vesturveldanna s.l. laugar dag hefði ekki verið :• gerð nein ályktun um málefni Indó-Kína, er lögð skyldi fyrir Genfarráðs- stefnuna. Kvað hann brezku stjórnina ekki vilja skuldbinda sig til hernaðaraðstoðar í Indó- Kína að svo stöddu.______ Sólarhrings verkfall PARÍSARBORG, 27. apríl: — Verklýðssamband kommúnista í Frakklandi skoraði í dag á félaga að hefja 24 stunda verkfall á morgun, miðvikudag, til að styðja kröfur sínar um hærri lágmarks- laun. Félagsmenn eru 4 milljónir. Verklýðssamband kaþólskra hef- ir sent sams konar áskorun til sinna félagsmanna, en jafnaðar- menn vilja ekki vera með. Telja þeir, að kommúnistar ætli að nota verkfallið til stjórnmálalegs ávinnings. — Reuter-NTB VIÐRÆÐUR MOLOTOVS OG BIDAULTS í morgun ræddust þeir við einslega Molotov og Bidault, ut- anríkisráðherra Frakka. Kváðu þeir hafa rætt um, hvaða ríkjum skyldi boðið til þátttöku í við- ræðum um Indó-Kína. Annan fund eiga þeir ráðherrarnir með sér í fyrramálið. TILLÖGUR UM KJARNORKUMÁL í dag áttu þeir og tal saman Dulles og Molotov. Afhenti Dull- es stöðunaut sínum tillögur Eis- enhowers í kjarnorkumálum. Fleiri ráðherrar ræddust við eins lega áður en fundur hófst. Molotov var í forsæti í dag, en 19 fulltrúar sátu fundinn. Stóð hann í röskar 2 stundir, og tóku 3 fultrúar til máls, utanríkisráð- herrar Norður- og Suður-Kóreu og fulltrúi Kólumbíu. KÍNA BRÝTUR VOPNA- HLÉSSAMNINGINN Utanríkisráðherra Suður- Kóreu, Pyung Yung Tai, sagði í ræðu sinni, að kommúnistar bæru ábyrgð á friðnum í Kóreu. Suður-Kóreumenn æskja friðar, en þeir geta ekki keypt frið við frelsi sínu. Ráðherrann réðst hastarlega á Kína, sem hann sagði, að hefði vitandi vits traðkað á vopnahléssamningnum. Hvað var Khoklov að gera í Kaupmannahöfn 1951? Danska lögreglan segir, að flugumaður Rússa hafi dvalizi þar þá. KAUPMANNAHÖFN, 27. apríl. — Reuter-NTB NIKOLAI KHOKLOV, rússneski lögregluforinginn, sem gaf sig fram við bandarísk yfirvöld í Vestur-Þýzkalandi fyrir skömmu, var í Danmörku sumarið 1951 að sögn dönsku lögreglunnar. Khoklov gaf sig sem kunnugt er fram, er hann hafði verið sendur til að myrða landflótta Hvít-Rússa, sem dvelst í Vestur-Þýzkalandi. Finnland kvaddi með mikilli viðhöfn. KAUPMANNAHÖFN, 27. apríl. — Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. FORSETAHJÓNIN komu í gær frá Helsinki með bifreið til Ábo. Heimsóttu þau þar hina fornu dómkirkju undir leiðsögn Ábo- biskups. Þá skoðuðu forsetahjónin gamlan kastala í borginni og byggðasafn. Að því búnu var Finnland kvatt. JOSEF HOFBAUER Þykist danska lögreglan þekkja Khoklov, en hann sigldi undir fölsku flaggi, er hann, dvaldist i Danmörku, og kallaðist þá Josef Hofbauer. MYND 1 TIVOLI Til er skyndimynd af Khokiov, LAGT ÚR HÖFN & Stór flugsveit tók sér stöðu við höínina, áður en forsetahjónin lögðu frá landi. Einnig var mik- ill manngrúi saman kominn á hafnarhlaðinu og á húsaþökum í grennd. Mannfjöldinn hyllti forsetahjónin ákaft, þegar skipið lét úr höfn. íslenzki þjóðsöng- urinn var leikinn. Siglt var gegnum skerjagarð inn í blíðskaparveðri, stafalogn var og sólarlagið undrafagurt. SKEYTIFORSETA- HJÓNANNA Er út úr finnskri landhelgi kom, sendu forsetahjónin Finn- landsforseta og þjóð hans þetta skeyti: Innilegar þakkir fyrir stórkostlegar og hjartanlegar viðtökur. Guð blessi Finnland og framtíð þess. UTANRÍKISRÁDHERRA HEIMA í dag snæddu forsetahjónin miðdegisverð hjá Helga P. Briem sendiherra ásamt ræðismönnum íslands í Svíþjóð. í kvöld sitja þau samkvæmi hjá frímúrurum. Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, fer í dag loft- leiðis heirn til íslands. ,,EngiIlinn í virkinu” er 29 ára sömul flusrkona ★ Ein kona dvelst í virkinu Dien Bien Phu, en það gengur nú undir nafninu Eldvítið, þar sem linnlaus stórskotahríð dynur á þessari litlu spildu. ★ Stúlkan, sem er 29 ára að aldri, heitir Genevieve de Galard-Terraube og er greifa- dóttir frá Toulon. Er hún hjúkrunarkona og flugkona og stjárnaði einni af þyrilflugun- um, er fluttu særða og sjúka frá virkinu. ★ í seinustu för sinni til virkisins ónýttu kommúnistar þyrilflugu hennar, en sjálf komst flugkonan heil á húfi til jarðar. Síðan hafa allir flutningar frá virkinu stöðv- azt. ★ Þessi kona gengur undir nafninu „engillinn í virkinu" meðal hermanna þeirra, sem verjast þar. Hvíldarlaust V-' hjúkrar hún þeim, sem særðir liggja í neðanjarðarskýlum og í stuttbylgjuútvarpi frá virk- inu hefur verið skýrt frá því, að hún aðstoði við 25 skurð- aðgerðir dag hvern að meðal- tali. ★ Á sunnudag var sérstak- lega beðið fyrir „engli virk- isins“ í kirkju þeirri í Toulon, sem hún sótti barn að aldri. Einnig var beðið fyrir henni í kirkjunni, sem hún hefur oftast sótt eftir að hún komst upp. ★ í París situr 73 ára kona við útvarpstækið sitt og fylgist gaumgæfilega með öllum frétt um frá Dien Bien Phu. Það er móðir „engilsins í virkinu". — Genevieve mín hefur aldrei kunnað að liræðast, ég veit, að hún bjargar sér“, segir gamla konan. er tekin var af honum í Tívolí í Kaupmannahöfn. Stúlka er á myndinni með honum, en hún hefir gefið sig fram við lögregl- una og kvað hafa gefið henni ýmsar veigamiklar upplýsingar. Stúlku þessari var alls ókunnugt um erindi Khoklovs til Hafnar. Myndin, sem til er af honum úr Tivoli, verður birt í dönsku blöðunum á morgun, miðviku- dag, og fólk, sem við hann kann- ast, beðið að gefa sig fram. DANI TIL YFIRHEYRSLU Danska lögreglan hefir snúið sér til Bandaríkjamanna í Vest- u.-Þýzkalandi og látið í ljós þá skoðun, að nauðsynlegt kunni að vera, að danskur lögreglumað- ur fari og yfirheyri Khoklov. KONA OG BARN í RÚSSLANDI Rússinn kvað hafa beðið Eis- enhower ásjár. Biður hann for- setann að beita sér fyrir, að konu sinni og barni verði sleppt, en þau sitja nú austur í Rússlandi. Þá hefir og heyrzt, að hann hafi sent páfa svipað bréf. Fimtn fórusl í jarn- brautarslysi FRANKFURT, 27. apríl. — í dag varð árekstur milli Skandinavíu- hraðlestarinnar og þýzkrar lestar um 20 km fyrir austan Frank- furt. Létu 5 menn lífið, en 85 meiddust. Þeir, sem fórust, voru allir þýzkir. — Reuter-NTB. TILLÖGUR NAMS Nam II, utanríkisráðherra Norð ur-Kóreu, lagði fram tillögur til lausnar Kóreu-deilunni. Hann kvað nauðsynlegt að sameina' Kóreu í eitt ríki. Að hans dómi eiga báðar ríkisstjórnir landsins að stofna til kosninga til þjóð- þingsins, sem síðan myndi eina Kóreu-stjórn. Einnig krafðist ráðherrann, að erlendir herir yrðu á burt úr landinu á misseris fresti. Fulltrúi Kólumbíu lagði til, að landið yrði sameinað undir eftir- liti S. Þ. Kræf kona sijórn ar harmdar- verkamörmum BONN, 27. apríl: — Khoklov lög- regluforingi hefir skýrt svo frá, að kona úr rússnesku leynilög- reglunni, MVD, stjórni þeirri stofnun, sem hefir að markmiði að afmá óvini rússnesku komm- únistastjórnarinnar erlendis. Khoklov, sem eins og kunnugt er gaf sig nýlega fram við yfirvöld Vestur-Þýzkalands,- hefir sjálfur hjotið „þjálfun" þessarar konu. Er hún majór og heitir Tamara Nikolayevna Ivanova. Tortímingardeild þessi gengur í Rússlandi undir nafninu 9. hermdarverkadeildin. KAUPMANNAHÖFN — Allmik- ið var flutt inn af ökutækjum til Danmerkur í fyrra. — I landinu eru nú 75 þúsundir bifhjóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.