Morgunblaðið - 28.04.1954, Page 12
12
MORGUNBLAÐI9
Miðvikudagur 28. apríl 1954
Samúðarkveðja
SAMÚÐARKVEÐJA til Matthías
ar Guðmundssonar, póstfulltrúa,
vegna fráfalls móður hans, Guð-
rúnar Davíðsdóttur.
Þó að dauðans beiskjubikar
burtu þoki gleðiskál,
þó að titri tár á hvörmum
tregi lami sjón og mál,
vefur ljóma sorgarsortann
sæluminning hugarkær,
mitt í dauðans dapra húmi
dásemd lífsins birtist skær.
Þó að sollnir stormastrengir
stynji biturt heljarlag,
þó að hyljist maður moldu
myrkvist sól um hæstan dag,
máttur lífs og ljóssins varir
lægir storm og gefast hlé.
—r- Upp af lágu leiði vaxa
lífsins fegurst minjatré.
M. Jónsson.
f - Grein Stangerups
Framh. af bls. 9
ár bækur höfunda, sem eru hon-
úm skyldir og vinna eftir sömu
Hnum og hann, vöktu at-
hygli fyrir nokkrum árum síðan.
Þarna var áreiðanlega eitthvað
annað en frásagnir og realismi,
markviss symbolistísk framsetn-
ing og leikið handbragð í áttina
til að nota sér hugmyndaflug
skáldsögunnar, en eins konar
millistig hins eiginlega rómans
og arfsagnar. Truman Capote hef
ur ekki getað efnt þær miklu
vonir, sem við hann voru tengdar
eða engir af lærisveinum hans.
Og þó hann sé skammt á veg
kominn hefur hann þegar mynd-
að sérstakan „skóla“ þó menn
geri sér ekki von um að úr hon-
um verði nokkurn tíma mikið
skáld.
Einnig þetta er í anda Alex-
andríu, með nokkrum annmörk-
um, en hefur vakið eftirtekt og
hneykslun meðal almennings í
Bandaríkjunum, er ekki hefur
átt því að venjast eins og fransk-
ir lesendur að fá kynni af kyn-
villulýsingum fyrir 30 árum
síðan.
Mitt í hinum miklu bókaút-
gáfuframkvæmdum örlar á
fyrstu frjóöngum nýjustu bók-
menntanna. En þó útgáfan sé
fyrirferðamikil í Bandaríkjunum,
þá er hlutverk ungra rithöfunda
ekki í miklum metum enn. Þetta
vekur vonbrigði meðal almenn-
ings. En slíkt er ástæðulaust. —
Andi Alexandríu er ekki nýtt
fyrirbrigði, sérkennilegt við bók-
menntir Bandaríkjamanna. Víða
verður þess sama vart á vorum
tímum í bókmenntum vorra daga,
og betri er vakandi og velviljað-
ur Alexandríismi en sofandaskap
ur og kyrrstaða.
Að vísu lá leiðin niður á við
frá Aþenu til Alexandríu, frá
amerískum bókmenntum á árun-
um 1920—40 og til síðustu ára.
En bókmenntir Bandaríkjanna
eru svo ungar. Þjóðin svo þrótt-
mikil og þrungin möguleikum og
gáfum, að það sem gangrýnendur
Bandaríkjanna telja í dag vera
afturför, getur vel sýnt sig að
vera hvíld á framþróunarbraut
og undirbúningur að því að morg
ungjöf amerískra bókmennta geti
sprungið út, sem fjörmikil Aþena
úr enni síns áhyggjufulla föður.
Hakon Stangerup.
TIL LEIGU
á góðum stað í austurbæn-
um 3 herbergi í kjallara
fyrir saumastofu eða annan
' Iéttan iðnað. Eldunarpláss
getur fylgt. Mikil fyrirfmm-
greiðsla nauðsynleg. Uppl. í
skrifstofu minni, Vonar-
stræti 12; ekki svarað í
síma.
Ragnar Ólafsson hrl.
X BEZT AÐ ALGLÝSA A
T í MORGVISBLAÐIIW T
Agóðf sumarfagnaðs Murnes-
inga varið fil dagheimilis
Akranesi 23. apríl.
OUMARDAGURINN fyrsti var á Akranesi helgaður börnunum
eins og víðar annars staðar á landinu. Hátíðahöldin hófust með
guðsþjónustu í kirkjunni kl. 10.30 f. h. Sverrir Sverrisson cand.
theol. talaði.
VETRARGARÐURINN VETRxARGARÐURINN
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur
Aðgöngumiðar eftir klukkan 8.
TCl. 1 var lagt af stað frá barna
skólanum í skrúðgöngu. Hljóm-
sveit lék í fararbroddi, fánar
blöktu af stöngum, sem bornar
voru til og frá í fylkingunni, auk
þess sem fánar voru dregnir að
hún á hverri fánastöng í bænum.
Fjöldinn allur af börnunum báru
litla handfána. Skrúðgangan end-
aði á blettinum fyrir framan
gagnfræðaskólann. — Þar flutti
próf. Sigurbjörn Einarsson ávarp.
Þrefaldur kvartett söng þar nokk
ur vorlög.
SKEMMTANIR FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA
Eftir þgtta var keppt í hand-
knattleik og síðan var barnasýn-
ing í bíóhöllinni kl. 3, en kl. 5
hófst þar skemmtun fyrir alla.
Þar flutti próf. Sigurbjörn Ein-
arsson erindi. Þá var sungið og
frú Jónína Björnsdóttir og Þor-
valdur Þorvaldsson kennari, lásu
upp. Að lokum voru sýndar kvik-
myndir, er teknar hafa verið á
ferðalögum gagnfræðinga á Akra
nesi.
ÁGÓÐINN
TIL DAGHEIMILISINS
Öllum ágóðanum af þessum
skemmtunum á að verja til þess
að koma á stofn dagheimili fyrir
börn hér á Akranesi í vor. Standa
7 -félög að þessari nýjung hér í
bænum. Samþykkti bæjarstjórn-
in hér á síðasta fundi sínum að
láta húsnæði í té, í kjallara barna
skólans, fyrir starfræksluna, svo
að gert er ráð fyrir að dagheim-
ilið taki til starfa 1. júní í vor.
Hefur þegar verið sótt um vist
fyrir 30 börn.
Þrjár konur veita upplýsingar
um dagheimilið, og eru það þær
frú Ólína Þórðardóttir, frú Dóra
Erlendsdóttir og frú Herdís Ól-
afsdóttir. — Oddur.
Danslagakeppni X.K.T. lokio
Jenni Jónsson og Svavar BenedHrtsson
hlufu fyrstu verðlaun
ITRSLITIN í danslagakeppni SKT voru birt á skemmtun í Austur-
J bæjarbíói s. 1. miðvikudagskvöld. Alls tóku yfir 2200 þátt í
atkvæðagreiðslunni, 1135 um nýju dansana og 1066 um gömlu
dansana. Bárust atkvæðaseðlar úr öllum sýslum landsins.
í nýju dönsunum hlaut lagið
„Brúnaljósin brúnu“ eftir Jenna
Jónsson langflest atkvæði, eða
419 (ljóð einnig eftir Jenna), en
í gömlu dönsunum var lag Svav-
ars Benediktssonar, „Fossarnir“
( fyrsta sæti með 204 atkvæð-
um (ljóð eftir Kristján Einars-
son).
2. verðlaun í gömlu dönsunum
hlaut lagið: „Ég veit að þú kem-
ur,“ eftir Bjarna J. Gíslason,
Keflavík og 3. verðlaun „Á
Hveravöllum“ eftir Ástu Sveins-
dóttur, Rvík. — Viðurkenningu
hlutu: ,,Göngulag“ Jóhannesar
Jóhannessonar, Rvík og „Ásta-
vísa hestamannsins" eftir Carl
Billich.
2. verðlaun í nýju dönsunum
hlaut ,Kom þú til mín“, eftjr
Kristin Magnússon, Rvík, og 3.
verðl. „Síðasti dansinn", eftir
Óðinn G. Þórarinsson, Akranesi.
Viðurkenningu hlutu: „Ó, Stína“,
eftir Árna ísleifsson og „Nú ertu
þriggja ára“, eftir Jón M. Kjer-
úlf, Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.
Ríkistúvarpið veitti tvenn
verðlaun fyrir bezta danslagið.
Fyrstu verðlaun hlaut Sverrir
Haraldsson, Selslundi, Rangár-
völlum fyrir - „Ástavísu hesta-
mannsins" og 2. verðlaun Krist-
ján Einarsson frá Djúpalæk.
Verðlaun Vikunnar fyrir rétt-
ar ágizkanir um úrslit hlutu Sig-
urður Jóelsson, Rvík, í gömlu
dönsunum og Gunnar Gíslason,
Stað í Hrútafirði, í nýju dönsun-
um.
Karlakórimt Þrymur
jyngur við góðar
undirfekfir á Húsavík
HÚSAVÍK, 11. april: — Karla-
kórinn Þrymur, Húsavík hefir að
undanförnu sungið á nokkrum
stöðum í Þingeyjarsýslu, fyrst í
Reykjavík, síðan að Laugum og
Hólmavaði og nú síðast hér á
Húsavík í gærkvöldi við ágætar
undirtektir áheyrenda.
Söngstjóri Þryms er Sigurður
Sigurjónsson, undirleik annaðist
Steingrímur Birgisson. Einsöngv-
arar með kórnum voru Eysteinn
Sigurjónsson, Stefán Sigurjóns-
son og Þorgeir Gestsson.
— Fréttaritari.
Karlakórinn Fóstbræður
Kvöldvaka
í Sjálfstæðishúsinu föstudag klukkan 9.
Gamanþættir. Eftirhermur. Gamanvísur. Söngur o. fl.
Aðgöngumiða má panta í síma 81567 og einnig verða þeir
seldir í Sjálfstæðishúsinu á morgun kl. 4—7, sími 2339.
Bezta skemmtun ársins.
Dansað til klukkan 1,
Nemendasamband Verzlunarskóla íslands:
Nemendamót
I
Hið árlega nemendamót Nemendasambandsins verður 'J
haldið að Hótel Borg föstudaginn 30. apríl og hefst með
borðhaldi klukkan 6 e. h.
Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg (suðurdyr)
í dag kl. 5—7 e. h.
Stjórnin.
g
DET DANSKE SELSKftB I REYKJAVlK
Aftenunderholdning for foreningens medlemmer med
gæster afholdes
torsdag den 29. april kl. 8,30 i „TJARNARCAFÉ“
Der forevises de islandske film:
„Redningsdaaden ved Látrabjarg“ og
„Lakse-udklækning i Elliðaár“.
Billetsalg: Skermabúðin, Laugaveg 15 og
K. A. Bruun, Laugaveg 2.
BESTYRELSEN
VERZLUNARMANNAFELAG
'j) REYKJAVÍKUR
4’ verður haldinn í fundarsal félagsins að Vonarstræti 4,
3. hæð í kvöld klukkan 20,30.
tFUNDAREFNI:
% 1. Samningarnir.
2. Framtiðarskipulag félagsins.
I
Félagar, sýnið skírteini við innganginn.
STJÓRNIN
MÍARKrt' *mJP B4 DtM CTN^J
YOU K*<OW TH£ KID WHO'5
P-.JSH'HG T HI5 HIGHT TO SAVE
THS MIDLAHD SAHCTUAR'/,
,\_.^MARK?
DANCE OUT 1
TERCACE...I VVANT TO
TALK TO VOU-
TT^
1) — Markús, þú hefir heyrt
getið um piltinn, sem skeleggast
hefir barizt fyrir því að fá land-
spildu eina hér í ríkinu friðaða?
2) — Já, svo vissulega. Hann
er bezti vinur minn. Og nú ætla
ég að halda þangað rakleitt.
3) — Kæru gestir, nú verður
næsta lag tileinkað ungfrú Hönnu
aðalleikkonunni í kvikmyndinni
„Paradís otranna".
4) — Hanna, við skulum koma
hérna út fyrir — ég þarf endi-
lega að tala við þig einslega.