Morgunblaðið - 05.05.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.05.1954, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. maí 1954. j Félag fyrrverandi drykkju- manna slofnað í Reykjavík Örlycfur Sioiirdsson opnar málvsrkasýnmgu í dag AFÖSTUDAGINN langa, 16. apríl s.l., var stofnað í Reykjavík fyrsta deildin hér á landi úr hinum alþjóðlega bindindisfélags- *kap fyrrverandi drykkjumanna, en sá félagsskapur nefnist á ^nsku Alcoholic Anonymus, sem er skammstafað A. A. Stofnend- •urnir voru 14 og voru félagsskapnum settar bráðabirgðareglur og Jcosin fyrsta stjórn félagsins, en hana skipa Guðni Þór Ásgeirsson, íormaður, Jónas Guðmundsson og Guðmundur Jóhannsson. Félagið Jilauf nafnið „Reykjavíkurdeild A. A.“ Félagsskapur þessi er eingöngu^ íyrir menn og konur, sem viður- kenna fyrir sjálfum sér og öðr- um, að drykkjuhneigð þeirra sé «ða hafi verið orðin svo sterk, að það var eigin viljakrafti þeirra •ofvaxið að hafa taumhald á lienni, og því leita þeir hjálpar «eðri máttar til lausnar undan d rykj uskaparböli sínu. Félagsskapurinn starfar í smá- Jiópum, sem halda vel saman inn- ibyrðis og þar hjálpar hver ein- *taklingur öðrum sem bezt hann má til að verjast fali, en auk þess leitast hóparnir hver um »ig, við að ná til nýrra manna, sem hjálparþurfi eru. Einu sinni í mánuði halda hóparnir allir sameiginlegan fund og ræða á- hugamál sín og viðfangsefni. Engin félagsgjöld eru í félags- skap þessum og deildirnar mega •engin fjármál hafa með höndurn, né heldur hóparnir. Allt starf verður þar að vinnast án endur- .gjalds. En þar sem nokkurt fé J»arf stundum til þess að hjálpa 'Jaeim, sem verst eru staddir og skjótrar hjálpar þurfa, svo og •til þess að greiða þóknun fyrir störf, sem ekki verða unnin end- urgjaldslaust, er yfirstjórn sam- takanna heimilt að vera aðili að sjóðsstofnun, sem tekur við gjöf- um og frjálsum framlögum frá oinstaklingum og opinberum aðil- um, en sá sjóður er ekki í nein- mm tengslum við deildir A. A. •og stjórn félagsskaparins til- nefnir aðeins einn af þremur stjórnendum sjóðsins. Opinberir aðilar tilnefna hina tvo stjórnar- menn. Sjóður þessi hefur þegar verið stofnaður og heitir „Styrkt- arsjóður áfengissjúklinga". Þeir, sem vilja setja sig í sam- hand við A. A. ættu að skrifa fáar línur og senda bréfið til Eeykjavíkurdeildar A.A., Póst- fcólf 1139, Reykjavík, eða hringja í síma 1196 eða 6549, meðan sam- •tökin hafa ekki fastan síma og samastað. Refum fer ijölgsndi á Ves. ÞÚFUM, 30. apríl: — Tíðarfar hefúr verið með eindemum gott nú um tíma. Gróður farin að sjást í úthaga og tún byrjuð að grænka. Fyrir nokkru er búið að sleppa geldfé og reka það á af- rétt. Tún ávinnsla er að byrja. Er nú í ráði að vegagerð út í sveitina byrji bráðlega, og hyggja menn hér gott til ef ríf- legum áfanga yrði náð á þessu sumri. Þá er ákveðin bygging brú ar á ísafjarðará í sumar VART VID ERNI Ernir eru hér alltaf, og mun bólfesta þeirra vera árlega, því þeir verpa og koma upp ungum árlega. — Þórarin bóndi á Látr- um, sá nýlega 3 erni saman í hóp og er það fágætt. Hrognkelsaveiði er lítil hér og hefur farið minnkandi hin síðari ár. REFUM FJÖLGAR Mikið ber á f jölda refa, og virð- ist sem þeim fari fjölgandi. — Stafar það efalaust af hinu góða tíðarfari undanfarin ár. Þá munu þeir leggja greni sín fjarri byggð og fá þar óáreittir að koma upp fjölskyldum sínum. Er kostnaður við grenjavinnslu og útrýmingu þeirra vaxandi. — P. P. LUNDUNUM. — Skozkt viskí var flutt út fyrir nálega 10 millj. punda á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Voru flutt út 125 þús. gallon meira en á sama tíma í fyrra. I kvöld kl. 8,30 opnar Örlygur Sigurðsson, listmálari, málverka- sýningu í Listvinasainum við Freyjugötu. Á sýningunni verða yfir 40 myndir, flest olíumálverk, en þó nokkrar vatnslitamyndir. Þar eru allmargar mannamyndir og myndir úr athafnalífinu. Þetta er 5. sjálfstæða sýningin, sem Örlygur heldur hér í Reykjavík, en einnig hefur hann haldið sýningar á Akureyri og í Vestmanna- eyjum. — Myndina hér að ofan hefur Örlygur gert af M. E. Jessen skólastjóra. Sandgerði, 3. maí. 4FLI hefur verið ágætur og gæftir góðar hjá Sandgerðisbátum síðasta hálfa mánuðinn. Hefur verið róið á hverjum virkurn degi, og er róðrafjöldinn á þessu tímabili alls 127 hjá 13 bátum. Samanlagður afli er 1378 lestir. — Sandgerðisbátar hafa aflað 6961 lest á vertíðinni til þessa. Síðasta háifan mánuðinn var Mummi með mestan afla í ein- um róðri, 18,5 lest, en Muninn II. var með 17 lestir. Afli er ennþá góður í Sand- gerði og er það mjög óvenjulegt á þessum tíma. Á undanförnum árum hafa bátar almennt verið Ungur söngvari kveöur sér hljóös hættir veiðum hér um þetta leyti. Er allt útlit fyrir áframhaldandi veiði, og í dag er Mummi þegar kominn að með 10 lestir. — Axel. Frá Skólaslitum barnaskóle Sauóár- króks 20 þús. kr. í klukkna- sjóð Laugarnes- kirkju UNDANFARNA tvo mánuði hef- nr staðið yfir fjársöfnun í Laug- arnessókn, til kaupa á klukkum í kirkjuna. Hafa nokkrir sjálf- boðaliðar, bæði úr kvenfélagi og bræðrafélagi sóknarinnar, gengið nm með söfnunarlista og tekið á jnóti framlögum í klukknasjóð- inn. Þátttaka hefur verið mjög .góð. Hafa flestir, er leitað var til, lagt fram nokkurn skerf, og marg ir af miklu örlæti. Hafa safnast alls rúmlega 20 þúsund krónur. IMun sú upphæð vera næstum jióg til greiðslu á klukkunum, en -eítir er þá að flytja þær til lands- dns og setja þær upp. Nú sem .stendur er beðið eftir innflutn- ingsleyfi, en vonandi fæst það bráðlega, og verða þá klukkurn- ar settar upp í sumar. Söfnunarnefndin tjáir hér með J»akklæti sitt öllum þeim, er gefið Ivafa i klukknasjóðinn, og þeim, *em að söfnuninni hafa unnið. Ílf ennþá skyldu vera einhverjir «em ekki hefur náðst til, en sem leggja vildu eitthvað í sjóðinn, þá •eru þeír vinsamlega beðnir að antiá sér txl frú Herþrúðar Her- mannsdóttur, Laugárnesvegi 61, aíma 3405, eða Ingólfs Bjarna- aonar, kaupmanns, 'Silfurtéigi 2, síma 6150. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mvnd af Magnúsi Jónssyni söngvara á fyrstu söngskemmtun hans, sem var í Gamla Bíói síðastliðinn mánudag. — Magnús endurtekur söngskemmtun sína í kvöld, og voru allir miðar uppseldir í gærdag. — Við hljóðfærið er Fritsi Weisshappel. SAUÐÁRKRÓKI, 3. maí. — Að venju gengu nemendur barna- skólans og gagnfræðaskólans hér, ásamt kennurum, í fylkingu, und- ir fánum, frá barnaskólanum til kirkju á sumardaginn fyrsta og hlýddu þar messu. Fyrsta sunnudag í sumri var sýning á handavinnu, teikningu og skrift úr báðum skólunum, og var hún fjölsótt af bæjarfólki. Barnaskólanum var slitið sunnudaginn 2. maí. Skólastjóri, Björn Daníelsson, sagði frá starf- semi skólans síðastliðinn vetur. Alls voru 112 börn í skólanum. Þar af luku 22 barnaprófi, 3 með ágætiseinkunn, og 87 ársprófi og 3 voru forfölluð vegna veikinda. Annars hefur heilsufar yfirleitt verið gott. Lesstofa hefur verið starfrækt tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og var hún töluvert sótt. Þorvaldur Guðmundsson, kenn ari við barnaskólann, lætur nú af störfum, en hann hefur verið kennari við skólann um áratugi. Skólastjóri og Helgi Konráðsson, prófastur, formaður fræðsluráðs, þökkuðu honum vel unnin störf á liðnum árum. Einnig tók til máls Jón Þ. Björnsson, fyrrver- andi skólastjóri. Torfi Bjarnason, héraðslæknir, forseti bæjarstjórnar, afhenti skólanum málverk af Jóni Þ. Björnssyni. Það er gert af Sig- urði Sigurðssyni, listmálara. Er málverkið gjöf til skólans frá Sauðárkróksbæ, í tilefni af sjö- tugsafmæli Jóns. — jón. Aðalfundur Svifflug- félagsins NÝLEGA var haldinn aðalfundur Svifflugsfélags íslands. Starfsemi félagsins á síðastliðnu ári var að ýmsu leyti hagstæð, sérstaklega hvað snerti árangur af sviffiug- kennslu, þar sem alls voru flogin um 1400 flug á vegum félagsins, sem er rösklega helmingi íleiri flug en áður hafa verið flogin á einu ári í sögu íélagsins. Félagið gerði tilraun með rekst ur svifflugsskóla á Sands.ieiði, og var árangur svo góður, að nú er í athugun að koma upp á Sand skeiði föstum skóla íyrir svifflug menn. Stjórn félagsins hefur ýmiss áform á prjónunum, svo sem bygg ingu húsnæðis á Sandskeiði, aukn ingu á sviíflugum og ýrnislegt annað, er kann að verða svifílug- málum til framdráttar. Stjórn félagsins skipa nú: Ás- björn Magnússon, formaður; Árni Valdemarsson, varaform., Ólafur Magnússon, gjaldkeri. Axcl Aspe- lund, ritari, og Hilmar Kristjáns- son, meðstjórnandi, en varamenn þeir Gunnar Zebitz, Sigurður Kristjánsson og Haraldur Ágústs- son. Aðalkennari félagsins er eins og áður Helgi Filippusson. Félag garieigfsada HÉR í Reykjavík hefur verið myndað félag garðleigjenda Reykjavíkur. Félagið á að vinna að ýmis konar hagsmunamálum garðleigjenda, einkanlega á fé- lagið að láta til sín taka um kart- öfluframleiðslumálin. Mikið fram boð er á kartöflum og jafnvel svo að margir kartöflueigendur telja nauðsynlegt að koma verði allmiklum kartöflubirgðum þeg- ar í verð, ef þær eiga ekki ella að skemmast. Bráðabirgðastjórn félags þessa á að kanna eftir beztu getu hve miklar þessar birgðir eru og athuga sölumögu- leikana. Stofnfundur félags þessa var haldinn fyrir nokkrum dögum í Baðstofu iðnaðarmanna og kaus hann bráðabirgðastjórn og fól þenni jafnframt að boða til fram- haldsstofnfundar. í bráðabirgða- stjórninni eiga sæti: Hafliði Jóns- son, garðyrkjumaður frá Eyrum, Gísli Sigurðsson, kennari, Sigríð- ur Ó. Húnfjörð, Jón H. Björns- son, garðyrkjumaður og Jón Bjarnason, trésmiður. 25 þús. frjéplðnlur í happdrælti UNGMENNAFÉLAG Reykjavík- ur efnir til nýstárlegs happ- drættis, þar sem vinningarnir verða 25 þús. trjáplöntur að verð mæti kr. 27.260,00. Fjöldi mið- anna er aðeins 2700 og þessum 25 þús. trjáplöntum er skipt í 36 vinningsnúmer. Verð hvers miða er 50 krónur. Ágóða af happdrættinu hyggst félagið verja til byggingar húss fyrir starfsemi félagsins, en fé- lagið hefur fengið landssvæði í Laugardalnum við Holtaveg fyrir leikvang, Miirni skemmdir en talið var VIÐ athugun á brunaskemmdum í vélskipinu Oddi, sem kviknaðí i seint í gærkvöldi, kom í ljós að ekki urðu eins miklar skemmdir í lúkarnum og talið var í fyrstu. í gær voru nýir plankar settir í hvalbakinn í stað þeirra, sem brotnir voru við slökkvistarfið. Síðdegis í gær sigldi Oddur full- hlaðinn af sekkjavöru til hafna á Norðurlandi. Óvíst er hver upptök eldsins séu, en talið ósennilegt að það hafi orðið út frá ljósavél skips- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.