Morgunblaðið - 16.05.1954, Síða 8
8
MURGV íVBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. maí 1954
ntiMðfrifr
Útg.: H.f* Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigui.
Lesbok: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjaid kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Útverðir Norðurlanda
takast í hendur
IFYRSTA skipti hefur nú verið
efnt til finnskrar iðnsýningar
hér á landi. Var hún opnuð hér
í Reykjavík í gær. Má óhikað
telja þessa sýningu merkan við-
burð í viðskiptasögu þessara
tveggja þjóða. íslendingar fagna
henni og bjóða hina finnsku gesti,
sem hingað hafa komig í sam-
bandi við sýninguna, innilega
velkomna til íslands.
Með ísiendingum og Finnum er
margt skylt. Lönd þeirra eru út-
verðir Norðurlanda í vestri og
austri. Báðar þjóðirnar hafa háð
langa baráttu fyrir frelsi sínu og
öðlast það um svipað leyti, í lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Báðar
hafa þær einnig stofnað lýðveldi
í löndum sínum.
fslenzka og finnska þjóðin hafa
því góð skilyrði til þess að skilja
hvor aðra. Þær hafa háð sömu
baráttuna og náð takmarkinu,'
sem að var stefnt með henni.
Við íslendingar höfum að vísu
aldrei þurft að berjast fyrir frelsi
okkar með vopn í hönd á vígvöll-
um. En finnska þjóðin hefur
orðið að fórna lífi mikils fjölda
sona sinna og dætra í sinni bar- !
áttu. Hún hefur einnig orðið að
leggja á sig þungar efnahagsleg- j
ar byrðar, greiða geysilegar
fúlgur í striðsskaðabætur að
loknum styrjöldum, sem hún þó
bar enga ábyrgð á sjálf. En hún
hefur sigrazt á öllum erfiðleik-
um og haldið áfram að byggja
land sitt upp af dugnaði og fórn- t
fýsi. j
Finnska þjóðin verðskuldar
vissulega aðdáun fyrir þrek sitt
og glæsilega baráttu fyrir frelsi
sínu og sjálfstæði. j
Það er okkur íslendingum
mikið ánægjuefni, að viðskipti
okkar við Finna hafa farið
mjög vaxandi undanfarin ár.
Er nú svo komið að í árslok
1953 voru þeir orðnir 4. mesta
viðskiptaþjóð okkar. Fluttum
við það ár út vörur til Finn-
iands fyrir nær 54 millj. kr.,
en keyptum af Finnum vörur
fyrir 55,7 millj. kr.
Árið 1946 nam heildarand-
virði útflutnings okkar til
Finnlands hins vegar aðeins
1,4 millj. kr. Það ár keyptum
við af Finnum vöruru fyrir
2,4 millj. kr.
Síðan hafa viðskipti þjóðanna
farið jafnt og þétt vaxandi. Við
höfum selt Finnum saltsíld, harð-
fisk, freðfisk, niðursoðinn fisk,
lýsi, freðsíld, fiskimjöl, karfa-
mjöl, gærur, garnir, skinn og húð-
ir. Þeir hafa hins vegar selt okk-
ur trjávið, pappa, pappír, vélar,
skófatnað, búsáhöld, veggfóður
og ýmsar fleiri skyldar vörur.
Athyglisvert er að yfir 90% af
því byggingatimbri, sem notað er
hér á iandi kemur frá Finnlandi.
Nær allur sá pappír, sem íslenzk
blöð eru prentuð á kemur einnig
þaðan.
Það er von íslenzku þjóðarinn-
ar, að sú þróun, sem hófst í við-
skiptum þessara þjóða að styrjöld
inni lokinni haldi áfram. Finnska
vörusýningin, sem nú er hafin
hér mun áreiðanlega eiga sinn
þátt í að glæða áhuga íslenzkra
káupsýslumanna og almennings
hér á landi fyrir finnskum vörum.
Framvegis sem hingað til verða
viðskipti þjóðanna að byggjast á
gagnkvæmum vilja og þörf fyrir
þær afurðir, sem íslendingar og
Finnar framleiða.
Báðar þessar þjóðir unna nor-
rænni samvinnu og hafa lagt
fram sinn skerf til hennar. Og
einmitt hin vaxandi viðskipti ís-
lands og Finnlands sýna það
greinilega, að þjóðir þeirra vilja
að norræn samvinna sé ekki að-
eins í orði heldur einnig á borði.
Hin efnahagslega samvinna, sem
felst í vaxandi viðskiptum og
gagnkvæmum vörukaupum Norð
urlandaþjóðanna, þarf að aukast
og verða miklu meiri en hún hef-
ur verið til þessa.
En við höfum ekki aðeins
áhuga fyrir miklum viðskipt-
um á sviði efnahagsmála við
finnsku þjóðina. Við viljum
eiga við hana sem ríkust menn
ingarleg skipti. Við viljum
kynnast sögu hennar, skáld-
skap, fögrum listum og síðast
en ekki sízt sjálfu landi henn-
ar, Þúsundvatnalandinu fagra,
sem er útvörður Norðurlanda
í austrinu. Og við viljum
kynna henni okkar sögu og
menningu, iand okkar og lífs-
viðhorf.
Á grundvelli gagnkvæmrar
þekkingar Finna og íslendinga
á högum hvors annars í fortíð
og nútíð munu vináttutengslin
verða traustari og fjölþættari
milli þeirra. Þannig munu út-
verðir Norðurlanda takast í
hendur yfir lönd og höf, efia
norræna bræðralagshugsjón
og gefa henni aukið gildi og
lífsfyllingu.
Veðdeild Bún-
aðarbankans
UNDANFARIN ár hafa ýmsir af
sveitaþingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins flutt frumvörp um
stofnlán fyrir landbúnaðinn. Sér-
staklega hefur verið ætlunin að
bæta aðstöðu frumbýlinga til
þess að hefja búskap.
Nokkur árangur varð af þessari
baráttu Sjálfstæðismanna á síð-
asta þingi. Samþykkt var frum-
varp, sem flutt var af landbúnað-
arnefnd Neðri deildar um við-
auka við lög um Búnaðarbanka
íslands.
Samkvæmt lögum þessum skal
ríkisstjórnin tryggja veðdeild
bankans a.m.k. 1,2 millj. kr. fram
lag á ári meðan henni hefur ekki
með frambúðarráðstöfunum ver-
ið séð fyrir því fé, sem henni er
nauðsynlegt.
Fé þetta má veðdeildin ein-
göngu lána til jarðakaupa eftir-
greindum aðiljum:
1. Bændum, sem eru að byrja
búskap.
2. Bændum, sem verða að
kaupa sér jarðnæði til þess að
geta haldið áfram búskap.
3. Bændum, sem verða að inn-
leysa til sín eignarhluta meðerf-
ingja sinna í ábýlisjörð sinni.
4. Leiguliðum, sem eiga kost á
að fá ábýlisjarðir sínar keyptar.
Jón á Reynistað var fram-
sögumaður landbúnaðarnefnd
ar Neffri deildar, sem flutti
frumvarp þetta. Gat hann þess
að það væri aðeins bráða-
birgðalausn. Finna yrði fram-
búðarleið til þess að efla starf-
semi veðdeildarinnar.
Jussi Jalas finnur sama áhugann
en aukna æfingu hjá hljómsveitinni
Hinn finnski hljómsveilarsljári rabbar
við Mbl. um tónfeikana í kvöld.
FINNSKI hljómveitarstjórinn
Jussi Jalas var fyrsti útlend-
ingurinn sem stjórnaði hinni
íslenzku sinfóníuhljómsveit
fyrir fjórum árum. Hann er nú
aftur kominn hingað til lands
og mun stjóma hljómsveitinni
á hljómleikum i Þjóðleikhús-
inu í kvöld. Þar syngur óperu-
sönngvarinn Antti Koskinen
og söngva eftir Sibelius og
Leevi Madetoja.
• ;*r
HEFUR ÁÐUR STJÖRNAÐ
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITINNI
Mbl. kom sem snöggvast að
máli við Jussi Jalas. Hann komst
svo að orði:
— Ég átti sérstaklega ánægju-
ríkt samstarf með hljóðfæraleik-
urunum, þegar ég var hér fyrir
nokkrum árum, að það gladdi
mig mjög að fá nú tækifæri til
að heimsækja fsland að nýju
og stjórna sömu hljómsveitinni.
GÓÐUR ÁRANGUR AF REGLU
BUNDNUM ÆFINGUM
— Hvað viljið þér segja um sin-
fóníuhljómsveitina hér að þessu
sinni?
— Þegar ég kom hingað fyrst
var hljómsveitin á byrjunar-
skeiði, í deiglunni ef svo mætti
segja. Hljóðfæraleikararnir voru
þá flestir óvanir að starfa í svo
stórri hljómsveit. Samt tókst
þeim vel þá og vænti ég þess
að þeim takist ekki síður nú, því
að við æfingar hefi ég fundið,
XJelualancL óhrifar:
Brattur hjalli.
SUMARIÐ 1951 syntu 36000 ís-
lendingar 200 metra bringu-
sund og unnu norrænu sund-
keppnina þar meg glæsilega. Nú
hefur verið efnt til annarrar
sundkeppni, sem stendur frá 15.
maí til 15. september. Sú sund-
keppni, sem nú er hafin, er frá-
brugðin þeirri fyrri að því leyti,
að nú má synda hvaða sund, sem
vera skal.
Af því að 4. hver íslendingur
þreytti sundið seinast, verður
okkar hlutur miklu erfiðari nú,
þar sem fyrri úrslif verða nú
lögð til grundvallar.
Samtaka nú.
ÞAÐ er ekki í anda víkingsins
norræna að sýta né kvíða, og
svo verður ekki heldur nú. Þess
í stað skerum við upp herör og
sýnum, svo að ekki verður um
deilt, að við erum „mesta sund-
þjóð í heimi“, eins og Svíar köll-
uðu okkur þá.
Mörg voru dæmi þess 1951, að
aldrað fólk, sem ekki hafði synt
áratugum saman, herti upp hug-
ann og æfði aftur af kappi eins
og á æskudögunum. Sama verður
vafalaust sagan nú. Og þá ætti
ekki að standa á ungu mönnun-
um, sem allir eru syndir eins og
selir.
Við skulum muna, að við erum
ekki aðeins að vinna að heiðri
þjóðar okkar, heldur ræktum við
um leið líkama og sál. Samtaka
nú!
Verndun fugla í
eggtíðinni.
MAÐUR hringdi til Mbl. á
föstudag og skýrði svo frá,
að drengur hefði vaðið útí sef í
Sýðri-Tjörninni með barefli í
hendi, og hafi stráksi ætlað að
lemja á annarri álftinni.
Til allrar hamingju kom fólk
að og skakkaði leikinn.
Maðurinn sagði, að þetta til-
ræði við álftina ætti að minna
foreldra á þá skyldu að brýna
fyrir börnum að vera góð við
fuglana, einmitt nú þegar varp-
tíminn fer í hönd. — Ef það aft-
ur á móti kemur á daginn, að
börn og unglingar hrekki fugl-
ana, þá verði lögreglan að koma
til skjalanna og vernda fuglalífið.
Þá var ég ungur.
Hreppsómaga-hnokki
hírðist inni á palli,
ljós á húð og hár.
Steig hjá lágum stokki
stuttur brókarlalli,
var svo vinafár.
Líf hans var til fárra fiska metið.
Furðulegt, hvað strákurinn gat
étið.
Þú varst líknin, móðir mín,
og mildin þín
studdi mig fyrsta fetið.
(Örn Arnarson)
Þunnt er
móðureyra.
Jussi Jalas hljómsveitarstjóri
að þeir hafa nú fengið mikla
æfingu í hljómsveitarleik. Það
finnst líka fljótt árangurinn af
því, að hljómsveitin æfir og held-
ur tónleika reglubundið.
Og ég finn, heldur Jussi Jalas
áfram, að sami óvenjulegi áhug-
inn og löngunin til að leggja sig
alla fram ríkir enn meðal fcljóm-
listarmannanna.
Á NORRÆNU TÓNLISTAR-
HÁTÍÐINNI
Hinn finnski hljómsveitarstjóri
kveðst minnast þess með ánægju
er hann stjórnaði tveimur íslenzk
um hljómsveitarverkum á nor-
rænu tónlistarhátíðinni fyrir
nokkrum árum. Það var Sögu-
simfónían eftir Jón Leifs og
hljómsveitarverk eftir Jón Nor-
dal. Jussi Jalas er sem kunnugt
er, starfandi hljómsveitarstjóri
við finnsku óperuna og hefur á
síðustu árum s+jórnað hljómsveit-
um víðar um lönd m. a. í París
og Hamborg. Innan skemms mun
hann ferðast til Zúrich í Sviss-
landi og stjórna þar sem gestur
eini fremstu hljómsveit Evrópu.
TENGDASONUR SIBELIUSAR
Hann er tengdasonur hins
heimsfræga finnska tónskálds
Sibeliusar og spurði Mbl. eftir
liðan hins aldna jöfurs.
Antti Koskinen óperusöngvarí
— Sibelius er nú 88 ára. Hann
er góður til heilsunnar. Býr hann
á sveitasetri um 40 km frá Hels-
ingfors og kemur hann að vísu
sjaldan til bo>'garinnar.
— Vinnur hann að tónsmíðum?
— Já, það gerir hann enn, en
fer dult með það. Hefur hann
nokkur síðustu ár ekki viljað láta
í 1 jós hvaða tónverkum hann vinn
ur að.
TÓNVERKASKRÁIN
— Hvað segið þér um verkefnin
á tónleikaskránni í kvöld?
— Þetta eru hátíðatónleikar í
tilefni finnsku iðnsýningarinnar.
Þegar svo er, er tónleikaskráin
nokkuð með öðru móti en á venju
legum sinfóníutónleikum.
— Eitt er það tónverk, alkunn-
ugt, sem er bæði á þesum tón-
leikum og var einnig á hlutverka
Framh. ó bls. 12