Morgunblaðið - 16.05.1954, Side 9
Sunnudagui 16. maí 1954
MORGUNBLAÐIB
9
Rey kjavíkurbréy; ■ Laugardagtir 15. mai
Vorið — Töðurnar í fyrra reyndust úr sér sprottnar — Rann-
sókn á heygæðum — Kalk til áburðar — Tilbúni áburðurinn
— Kyrrstöðubændurnir — Leiðbeiningastarfsemin — Tómlæti
um Búnaðarfélagið — Þýfðu túnin — Rannsókn Búnaðar-
þings — Tilraunastöðin að Varmá — Grasfræið frá Noregi
Vorið
NOKKRU fyrir mánaðanótin
sSðustu kólnaði svo í veðri, að
meira og minna frost gerði um
land allt á hverri nóttu. Frostið
mun hér hvað eftir annað hafa
verið um 4 stig en hærra fyrir
norðan.
Kom þetta kuldakast ekki von-
um fyrr, enda munu menn al-
mennt hafa litið svo á, að hin
milda veðrátta hafi þá haldizt
svo lengi. að við ættum fyrir
bví, að fá vorhret og það svo
um munaði.
Hér í Reykiavík bjuggust menn
við því dag eftir dag að sjá norð-
anskýjabölstrana hnykla sig upp
yfir Esjuna. En sjaldan kom það
fyrir í kuldakasti þessu að norð-
anáttin gerðist svo eindregin.
Fyrir síðustu helgi brá til suð-
austlægrar áttar með hlýindum
um allt land, og hefur veðrið
suma dagana verið mun hlýrra
norðanlands en sunnan. En öllu
seinna hlýnaði á Vestfjörðum.
Á þriðjudaginn var hiti hér í
Reykjavík 13—14 stig og svipað
fyrir norðan, svo menn eru nú
farnir að vonast eftir, að vor-
batinn sé kominn fyrir alvöru.
Aprílveðráttan
í APRÍLMÁNUÐI var meðalhit-
jnn hér í Revkjavík allan mán-
uðinn 4,4 gráður, þ. e. a. s. 1,8
gráðu yfir reiknaðan meðalhita.
En hinn reiknaði meðalhiti hvers
mánaðar er miðaður við meðal-
tal mánaðanna á 30 ára tíma-
bilinu frá 1901 til 1930.
Á Akureyri var meðalhitinn
í apríl tiltölulega meiri en í
Reykjavík eða 3—4 gráðum hærri
en meðalhitinn á þessu umgetna
30 ára tímabili, því á Akureyri
er meðlhiti í apríl 0,8°. En var í
þetta sinn 4,2 gráður. Úrkoman
ií apríl vr með minna móti að
þessu sinni. í Reykjavík 61,3 mm.
en meðalúrkoman er hér í þess-
um.mánuði 79 mm. og á AVur-
eyri var hún ekki nema 19,3 mm.
en meðlúrkoman í aprílmánuði
þar er 30,7 mm. Og nú er eftir
almanakinu sumarið gengið í
garð eftir einn hinn mildasta
vetur sem sögur fara af.
Heyin frá í fyrra
reyndust léleg
NÚ er að vita, hvemig bændum
okkar tekst að búa sig undir
næsta vetur, með heyfeng og ann-
að. En hvaðanæfa af landinu
hafa menn þær fréttir að hey-
fyrningar hafi verið með mesta
móti, eftir þennan gjafalétta vet-
uf»‘
EN hin mikla spretta í fyrrasum-
ar og fyrningamar hafa kennt
okkur að ekki er allt undir hey-
magningu komið, því heyin hafa
reynzt létt og jafnvel óholl að
vissu leyti, sem eðlilegt er, vegna
þess hv.í túnin voru óvenjulega
síðslegin og úr sér sprottin.
Áreiðanlegt er, að allt of fáir
bændur gera sér grein fýrir hve
fóðurgildi töðunnar breytist þeg-
ar grasið rýrnar að fóðurgildi,
eftir því, sem lengra liður á sum-
arið.
f litlum ritlingi eftir dr. Björn
Jóhannesson og Kristínu Krist-
jánsdóttur efnafræðing eru leið-
beiningar í þessu efni í ritgerð,
sem heitir „Efnasamsetning grass
á ýmsum aldursstigum, og hæfni
þess til votheySgerðar". Þar er
gerð grein fyrir efnasamsetning-
unni i grasi á mismunandi tím-
um sumarsins. Að vísu er hér
aðeins um fá sýnishom að ræða,
hér sunnanlands. En þar eð þess-
ar efnagreiningar koma vel heim
við fyrri athuganir í þessum efn-
um, er ástæða til að gefa þeim
gaum og það því fremur, sem
menn geta átt von á, að bændur
almennt fái hér á eftir meiri og
greiðari aðgang að tilbúnum
áburðarefnum en þeir áður hafa
fengið, og með ári hverju hafi
þeir meiri tök á að koma hey-
verkun sinni í betra horf, ýmist
með votheysgerð eða súgþurrkun
og get'i því hagað sláttutíma sín-
um í meira samræmi við æski-
legt fóðurgildi töðunnar.
Aðalatriðið að heyið
sé kjarngott
í ÁLYKTUNARORÐUM ritgerð-
arinnar segir m. a.: „Kjarnmik-
ið hey fæst naumast, þar sem tún
eru einslegin, því þau eru þá
jafnan fremur síðslegin. Séu þau
í það góðri rækt að hægt sé að
slá þau tímanlega sumars, yrði
háin væntanlega einnig vel slæg.
Kjarnmikla töðu má fá af rækt-
argóðu túni í stuttu sumri, með
því að slá tvisvar.
I löngu og góðu eða meðal-
góðu sprettu sumri fæst hins-
vegar naumast kjarnmikil
taða með því að tvíslá, grasið
nær því að spretta of mikið
úr sér. Ef heygæði eru sérstak-
lega höfð í huga, verður undir
þessum kringumstæðum að slá
þrisvar eða slá tvisvar og beita
stðan á landið og bera vel á“
Ennfremur segir í skýrslugerð-
inni:
„Vinnuaðstæður bóndans ráða
miklu um það, hvernig hann get-
ur hagað heyöflun. Vorannir,
einkum þar sem áherzla er lögð
á sauðfjárrækt,, geta t. d. tafið
sláttarbyrjun beint og óbeint.
Vélakostur býlisins og vinnuafl í
hlutfalli við stærð túnsins svo
og aðstæður til heyverkunar (vot
heysgeymslur, súgþurrkun) að ó-
gleymdu veðurfari setja því tak-
mörk, hve hægt er að slá og
hirða af túninu á skömmum tíma.
í þessu sambandi er það æski-
legt að láta suma hluta túnsins
spretta fyrr en aðra. Töluverðu
má áorka í þessa átt með mis-
jafnlega mikilli vorbeit og breyti
legri áburðarnotkun".
En það gefur auga leið að slík-
ar hugleiðingar eru að mjög litlu
leyti iátnar koma til greina um
sláttutíma og tilhögun túnrækt-
arinnar yfirleitt, en eftirtektar-
vert er það sem dr. Björn segir
um það, hve fóðurgildi snemm-
slegnu töðunnar er mikið sam-
anborið við síðslægjuna, sem
eðlilegt er.
Sorglega fáir bændur hafa
auga með þroskastigi fóðurjurta
sinna, veita því litla athygli, hve
óslægjan er komin langt i eðli-
legum þroska sínum, þó menn al-
mennt viti að þá er í grasfóðrinu
mest af auðmeltanlegpm næring-
arefnum, þegar túngrösin eru
með nýútsprungnu punti. Geta
menn horft á puntbreiður tún-
anna viku eftir viku þó þeir viti
vel að daglega hrakar fóðurgildi
hinna tilvonandi heyja þeirra.
Jarðræktin og kalkið
á Akranesi
í SAMA bæklingi er önnur grein
eftir sömu höfunda, þar sem
gerður er samanburður á eigin-
leikum mýrajarðvegs Suður- og
Norðurlands Þar er sú skoðun
með efnagreiningum rökstudd, að
sunnlenzku mýrarnar séu að
öðru jöfnu óhentugri til rækt-
unar, en þær norðlenzku, m. a.
vegna þess að kalk og önnur
skyld efni hafa þvegist meira úr
mýrarjarðveginum í stórrigning-
unum hér syðra en norður frá.
Á það er bent að við íslend-
ingar ættum að gefa kalkinu
meira gaum í verki heldur en
gert hefur verið í jarðræktinni.
Að sjálfsögðu hafa menn vitað
um gagnsemi kalksins fyrir gróð-
urinn. En hingað til hafa íslenzk-
ir bændur ekki átt þess kost að
afla sér kalks til áburðar, nema
á stöku stað þar sem sjávarsand-
ur er nærtækur.
Nú getur á þessu orðið breyt-
ing, þegar sementsverksmiðjan
kemur til sögunnar og kalksnd-
inum er skóflað í stórum stíl upp
á Akranes. En kalk til áburðar
hefur hingað til ekki verið notað
hér að neinu ráði, nema helzt að
einstaka gróðurhúsaeigendur
hafa séð sér hag 'í því, að kaupa
áburðarkalk frá útlöndum og
bera það í gróðurhúsamold sína.
Tilbúinn áburður
notaður meira
en áður
NOTKUN tilbúins áburðar er
sem kunnugt er í örum vexti á
voru landi. Árið 1953 voru t.d.
notuð hér 3500 tonn af köfnunar-
efni í tilbúnum áburði en árið áð-
ur 2400 tonn, af fosfórsýsru 1670
tonn, en 936 árið áður og af kalí
1380 tonn, en 933 árið áður,
„og telja margir að hér sé aðal-
orsökin til aukningar töðufalls-
ins“, segir Páll Zophoníasson í
nýútkomnu búnaðarriti.
Vegna þess hve túnin spruttu
ört í fyrravor, og framan af
sumri, mátti búast við að taðan
yrði steinefnasnauð. Enda kom
það fram á ýmsan hátt í van-
heilsu búfjársins.
Vik ég þá aftur að gefnu til-
efni að því, hve margir bændur
hafa ekki tekið þátt í nýrækt-
inni á síðustu 30 árum, eins og
kom fram í búnaðarþingsræðu
Páls Zoponiassonar, er nú nýlega
er prentuð í Frey, þar sem hann
segir að 1801 bóndi lætur sér
nægja tún sem eru aðeins eða
innan við 5 hektara að stærð.
Aumt ástand
„TIL ERU enn allmargar jarðir
þar sem engin túnauki hefur ver-
ið gerður síðan jarðræktarlögin
voru samþykkt 1923. Sums staðar
eru bændur enn að slá karga
þýfð tún allt sumarið og allt árið
eru þeir með konu sinni að vinna
fyrir 2—3 kúm, 40—50 ám. Til
þess að koma þessum fénaði
fram, verða tvær manneskjur að
leggja á sig árs-erfiði“, segir Páll
Zophoníasson í búnaðarritinu, og
bendir síðan á til samanburðar,
hver afkoma þeirra bænda er,
sem bezt eiga búin.
Ekki er hægt að leiða hjá sér
hið mikla ósamræmi sem ríkir
í hagsæld bændanna eins og sak-
ir standa, sem fyrst og fremst fer
eftir því, hvort þeir eru í kyrr-
stöðuflokknum er gefur sig lítið
við nýrækt, ellegar þeim hefur
tekizt að breyta um búskaparlag
sitt og allan rekstur. eftir því
sem bezt er hægt að koma í fram
kvæmd.
Ég tek dæmi af bónda á Flóa-
bússvæðinu er hefur 3648 lítra
meðalársnyt mjólkurkúa sinna,
en þær eru 12 að tölu. Hann hefur
að meðaltali 4,38% af fitu í mjólk
sinni og mikla mjólk á haustin,
þegar erfiðast er að afla mjólkur,
fyrir hinn almenna markað, svo
mjólkurbúið kaupir haustmjólk-
ina hærra verði en bændur fá á
öðrum tímum árs.
Að meðaltali fær hann um
9000 krónur fyrir ársnytina. Við
búið vinna 3 fullorðnar mann-
eskjur á ári, og geta menn þess
nærri hve langt bóndi þessi kemst
yfir meðalafurðir íslenzkra búa,
þar eð sem fyrr segir, að um 1800
bú verða að láta sér nægja af-
urðir af innan við 5 hektara mis-
jafnlegra töðuvalla.
Sinna enn lítt
leiðbeiningum
OG SVO eru ýmsir bændur svo
hlálegir að þeir eru ekki enn
farnir að viðurkenna í verki, að
þá vanhagi nokkuð um hagnýtar
leiðbeiningar í búrekstri sínum,
hafa jafnvel árum saman látið
leiðbeiningar sér fróðari manna
að miklu leyti sem vind um eyru
þjóta, eins og greinilega kemur
fram í því hve lítig þeir skipta
sér að ráðleggingum og leiðbein-
ingum búnaðarráðunautanna.
Árlega eru í búnaðarritinu
merkar upplýsingar, sem fram
koma á hverjum tíma viðvíkj-
andi íslenzkum búnaði og bún-
aðarháttum og því sem til fram-
fara horfir á því sviði.
En ævifélagar Búnaðarfélags
íslands eru enn ekki nema um
3600, enda þótt íslenzkir bændur
séu alls um 6300. Allir félags-
menn fá búnaðarritið. Ævigjald
félagsins var lengi ekki nema 10
krónur, en síðar 20 krónur, en
nú með minnkandi verðgildi pen-
inga hefur það verið hækkað í
kr. 120.
Að sjálfsögðu eru í búnaðarrit-
inu ýmislegt það sem aðrir lands-
menn láta sig varða en bændur
einir. Væri- því eðlilegt að láta
jafnvel ekki útbreiðslu ritsins
nema staðar þegar ævifélagarnir
eru orðnir jafnmargir bændun-
um.
Á 19. öldinni
Á öldinni sem leið, kom hingað
til íslands nafntogaður norskur
rithöfundur, er hafði fengið náin
kynni af forni menningu íslend-
inga og þekkti fornsögur okkar
álíka vel og þær væru þjóðar-
eign Norðmanna.
Er hann kom heim orkti hann
kvæði um áhrif þau, sem hann
hafði orðið fyrir í íslandsförinni.
Lýsti því m.a. hvert hlutskipti
hefði orðið eftirkomenda hinna
frægu víkinga er nágrannaþjóð-
unum stóð stuggur af, þegar þeir
nutu sin á þeirra tíma mæli-
kvarða.
Hann gat ekki orða bundist hví
líka þolinmæði afkomendurnir
hefðu til að bera, er þeir allan
bjargræðistíma sinn börðust vid
túnþýfið með orfi og ljá.
70—80 ár eru liðin síðan Norð -
maðurinn hafði orð á þessu. Hætt
er við að honum brygði í brún
ef hann eða einhver samlandl
hans sæi aðfarir kyrrstöðubænd-
anna, er þeir hafa ekki annan
Hfsveg en við annan eða þriðja
mann að framfleyta lífinu með
því að afla fóðurs fyrir 2—3 kýr
og 40—50 sauðkindur.
En þannig er ástandið í íslenzk
um búskap í dag, þó menn i
öðrum héruðum á sama tíma,
geti haft fyrir augum fyrirmynd-
arbúskap t.d. á mjólkursvæðum
sunnan- og norðanlands.
Það er nauðsyn að „leysa þetta
fólk úr álögum“ gagnslítillar erf-
iðisvinnu, og skapa því tækifæri
til að bjarga sér með því að
rækta jörðina, sem þeir hafa und-
ir höndum.
Rannsókn
Búnaðarþings
ÞÓ MÖNNUM kunni að sárna
það, hve hægt nýræktinni hefuff'
miðað áfram, síðan jarðræktar-
lögin gengu í gildi fyrir 30 ár-
um, að um 1800 bændur verða
að láta sér nægja 5 hektara tú»
eða minni, þá yrði það ekki rétt
viðbrögð í þessu máli, að hreyta
ónotum í þá bændur, sem hafa
orðið aftur úr í nýræktinni.
Enda ákvað búnaðarþing að
rannsaka orsakirnar, og gerði
ályktun þess efnis að hún fól
stjórn Búnaðarfélagsins að hlut-
ast til um að ráðunautar búnað-
arsambandanna og trúnaðarmemx
geri skýrslu um þau býli, er ekkt
hafa a. m. k. 5 hektara af vél-
tæku túni. Skulu þessi býli flokk-
uð í 6 flokka með tilliti til þess,
hvaða ástæður munu valda þvi,
að ræktunarlönd þeirra eru ekki
meiri.
6 flokkar
SÚ FLOKKUN verði þannig:
1. fl. Þeir bændur er virðast
hafa sæmilega aðstöðu og af-
komu, þó ræktunarlönd þeirra
séu ekki aukin, vegna þess að
þeir hafa góð engjalönd eða aðr-
ar tekjulindir.
2. fl. Þeir sem ekki hafa aö-
stöðu til að auka ræktun vegna
landsleysis, eða annarra ann-
marka á landi.
3. fl. Þeir sem ekki virðast hafa
áhuga á að auka ræktun, þó að>
þeir hafi efni og aðstöðu til þess.
4. fl. Þeir sem hvorki hafa
áhuga á ræktun né efni til að
rækta.
5. fl. Þeir sem hafa áhuga og
aðstöðu til að auka ræktunarlönd
sín, en geta ekki fengið jarðrækt-
arvinnu einhverra hluta vegna.
Og loks 6. fl. Þeir sem hafa
áhuga og aðstöðu til að auka
ræktunarlönd sín, en hafa svo
lítil efni að þeir treysta sér ekki
til að leggja í nýrækt.
Ennfremur segir í ályktuninni
m. ‘ a. að skýrslur þessar skuli
liggja fyrir næsta búnaðarþingi.
Að sjálfsögðu verður lagt kapp
á, að þetta mál fái gaumgæfilega
rannsókn.
En að fengnum þessum upplýs-
ingum er munu liggja fyrir næsta
búnaðarþingi, kemur til úrslita-
álits um það, hvað gera skuli í
málinu, því augljóst er, að við
svo búið má ekki standa fram-
vegis.
Framh. á bls. 10