Morgunblaðið - 27.05.1954, Page 1
41. árgangm
119. tbl. — Fimmtudagur 27. maí 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Somningum nm endnrskoðun
Bandaríkin hafa á orði
að hætta aðstoð við
Frakkland og Italiu
WASHINGTON, 26. júlí.
RÍKISSTJÓRN Eisenhowers mun ekki andvíg því, að gerð verði
breyting á lögunum um aðstoð við erlend ríki. Þannig yrði
hægt að hætta aðstoð við þau Atlantshafsríki, sem ekki staðfesta
sáttmála um Evrópuher. Hefir formælandi ríkisstjórnai Bandaríkj-
anna gert grein fyrir þessu.
Á VALDI EISENHOWEKS
Formælandinn bætti því við,
að það væri Eisenhower forseti,
sem réði yfir þeim framlögum,
sem hér um ræðir.
FRAKKLAND OG ÍTALÍA
EFTIR
Áætlað er, að sex ríki gerist
aðilar að Evrópuhernum, Frakk-
land, Ítalía Vestur-Þýzkaland,
Holland, Belgía og Luxemborg.
Frakklad og Ítalía hafa enn ekki
staðfest aðild að varnasamtökun-
um. Það eru því þessi ríki ein,
sem missa af aðstoðinni, ef til
kemur.
<S>-------------------------
Bariit é Pauðársléttu
HANOI, 26. maí. — Barizt hefir
verið á ýmsum stöðum á Rauðár-
sléttu í dag. Franskar sveitir
hafa orðið á burt úr tvennum
varnastöðvum um 80 km suð-
austan Hanoi.
Franskar vélflugur hafa hald-
ið uppi loftárásum á herflokka
kommúnista við suðurjaðar
Rauðársléttu í dag.
I F II
íslonds og
Kristinn GuOmundsson,
utanríkisráðherra.
Attiee cg Bevan
Dýr gesfur
LUNDÚNUM, 26. maí. — Frá því
var skýrt í neðri málstofu brezka
þingsins í dag, að heimsókn Elísa-
betar drottningar til Gíbraltar
hefði kostað stjórnina 2850
sterlingspund. — Reuter.
LUNDÚNUM, 26. maí. — Á mánu
daginn var tilkynnti Westminst-
er Abbey með klukknahringingu
og annarra við höfn, að því marki
væri náð að safna einni milljón
punda til að setja kirkjuna í
stand vegna 9 alda afmælis henn-
ar. Fjársöfnun þessi hófst í fyrra
rétt fyrir krýningu drottningar.
fara tll Kína
LUNDÚNUM, 26. maí. — í ágúst
og september fara 8 menn úr
brezka Verkamannaflokknum í
heimsókn til Kína í boði utan-
ríkisráðuneytis kommúnist.a-
stjórnarinnar. í fararbroddi verð-
ur Attíee, fyrrum forsætisráð-
herra.
Með í förinni verða líka Aneur-
in Bevan og Morgan Philipps, að-
alframkvæmdastjóri flokksins.
Þetta er fyrsta sinni sem fé-
lagar úr brezka Verkamanna-
flokknum heimsækja Kína eftir
að kommúnistar komust til valda.
Aftur á móti fór nefnd á vegum
flokksins til Rússlands 1946.
Embætlismsnn
fiýja vesfur
r
A annði hundrai Eéfust eg
225 særiust, er eldur kom
upp í Marísku ftugþiljuskipi
WASHINGTON, 26. maí. — Reuter-NTB
IDAG varð sprenging í bandaríska flugþiljuskipinu Bennington
undan austurströnd Bandaríkjanna. Á eftir gaus upp eldur í
því og fórust þar á annað hundrað manns, en að minnsta kosti
225 særðust.
1ÆKNAR í
FYRILFLUGUM
Bennington, sem er 38 þús.
smálest að stærð, var við æfing-
ar, er slysið vildi til.
Sendi skipið út neyðarskeyti
og bað um lækna og hjúkrunar-
lið. Læknar fóru á vettvang í
þyrilflugum, en þeir sem verst
særðust, voru fluttir í sjúkrahús
sjóhersins í Newport á Rhode Is-
land, en slysið varð 120 km sunn-
ar. —
Þyrilflugurnar lentu á flug-
þiljum Benningtons.
ELDUR SLÖKKTUR
Tekizt hafði að ráða niðurlög-
um eldsins áður en skipið kom að
landi, þar sem biðu þess læknar
og hjúkrunarlið.
SAMÚÐARSKEYTI
FORSETA
Eisenhower forseti hefir sent
ættingjum látinna og særðra
samúðarskeyti. Thomas flota-
málaráðherra lagði þegar af stað
til Rhode Island til að rannsaka
sjálfur þetta mikla slys.
2000 MANNA ÁHÖFN
Áhöfn Benningston er yfir 2000
manns, og flytur það 100 vél-
flugur. Skipinu var hleypt af
stokkum 1944. í apríl í fyrra varð
sprenging í því, þar sem 11
manns létu lífið, en 4 særðust.
Þetta er annað mesta slys á
friðartímum í sögu bandaríska
sjóhersins.
í apríl í hitteðfyrra varð árekst
ur milli tundurspillis og flug-
þiljuskips úti á Atlantshafi. Þur
létu lífið 178 manns.
Þjóðernissiimar
tekiiir höndum
LUNDÚNUM, 26. maí. — Teknir
hafa verið höndum 11 félagar
þjóðernissinnaflokks Púertó
Ríkós fyrir þátttöku í sam-
særi til að steypa ríkisstjórn
Bandaríkjanna af stóli.
Voru 6 handteknir í Sikagó, 4
í New York og einn í höfuðborg
Púertó Ríkós, San Juan.
Þá hefir og verið tilkynnt, að
6 öðrum þjóðernissinnum verði
haldið í gæzlu áfram. 4 þeirra
skutu á bandaríkska þingmenn
í Bandaríkjaþingi 1. marz s. 1.
BERLÍNARBORG, 26. maí. —
Undanfarna daga hafa 5 háttsett-
ir embættismenn úr ráðuneyti
Austur-Þýzkalands flúið til Vest-
ur-Berlínar. Þeirra á meðal er
Jóakim Röpke skrifstofustjóri
landbúnaðarráðuneytisins og Her
mann Dikkmann skrifstofustjóri
innanríkisráðuneytisins.
Seinustu viku hafa að auki
fjölmargir borgarar flúið vestur
á bóginn.
Vinsomlegar við-
ræður um pers-
nesku olísma
LUNDÚNUM, 26. maí — Spurzt
var fyrir um þag í neðri mál-
stofu brezka þingsins í dag, hvort
rétt væri, að samningar um pers-
nesku olíuna gengju að óskum.
Aðstoðarutanríkisráðherra varð
fyrir svörum og sagði, að hann
gæti ekki að svo stöddu gert
grein fyrir samningum. Svo mik-
ið væri þó víst, að viðræður
hefðu verið afar vinsamlegar.
— Reuter.
hervnmarsamnings
Bandaríkjanna lokið
Samkomulagið stað-
fest s.l. þriðjudag
Útvarpsræða dr. Krisiins Guðmunds-
sonar, uianríkisráðherra í gærkvöidi.
SAMNINGUM þeim, sem yfir hafa staðið undanfarna
mánuði um endurskoðun herverndasamningsins við
Bandaríkin er nú lokið og samkomulag undirskrifað um
tiltekin atriði í framkvæmd samningsins. Var þetta sam-
komulag staðfest með erindaskiptum milli utanríkisráðherra
Islands og sendiherra Bandaríkjanna hér á landi í fyrradag.
Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra skýrði frá
þessu samkomulagi í útvarpsræðu í gærkvöldi. Fer frásögn
hans hér á eftir:
Enginn fundur
í Genf í gær
GENF, 26. maí. — Engir fundir
voru haldnir í Genf í dag, á
morgun hefjast þar aftur fundir
fyrir luktum dyrum um Indó-
Kína.
í dag átti Eden viðræður við
aðalfulltrúa Frakka og Banda-
rikjamanna.
Utanríkisráðherra Ástraliu
komst svo að orði í dag, að stefna
Edens á Genfarráðstefnunni nyti
fulls stuðnings áströlsku stjórn-
arinnar.
Sfyttu prédlkaran-
um aidur
LAGOS, Nígeríu, 26. mai. — í
dag voru hengdir 6 Afríkumenn
í Lagos í Nígeríu fyrir morð á
prédikara Múhameðstrúarmanna.
Lík prédikarans fannst aldrei, en
sexmenningarnir styttu honum
aldur að aflokinni prédikun á
götuhorni. — Reuter.
Sjáífstæðisflokk-
iirinn 2S ára
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
á í dag 25 ára afmæli. Af því
tilefni er minnizt ýmissa atriffa
og þátta úr starfi hans og baráttu
í blaðinu í dag, sem er 32 blað-
síður. *
í blaði nr. I er forystugreinin
helguð flokksafmælinu. Og í
síðara blaðinu eru þessar grein-
ar um það:
Sjálfstæðisflokkurinn hlýddi
kalli hins nýja tíma, heitir grein,
sem hefst á bls. 1.
Þá er grein um hina tvo for-
menn flokksins, þá Jón Þorláks-
son og Ólaf Thors, og næst grein
um þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins í 25 ár. Æskan og Sjálfstæðis-
flokkurinn er næsta grein, en síð-
an er greinin Sjálfstæiðsflokkur-
inn og frjáls samtök fólksins.
Síðasta greinin er um Sjálf-
stæðisflokkinn og höfuðborgina.
Allar eru þessar greinar prýddar
fjölda mynda.
’SAGA SAMNINGANNA
Hinn 13. apríl síðastliðinn lýsti
ég yfir því á Alþingi, að ég myndi
gefa opinbera skýrslu um samn-
ingagerð þá, er staðið hefur yfir
í langan tíma milli ríkisstjórna
íslands og Bandaríkjanna. Samn-
ingsgerð þessari er nú lokið og
get ég því gert grein fyrir niður-
stöðum hennar.
Ég mun fyrst með fáum orð-
um rifja upp sögu þessarar samn-
ingsgerðar.
Með orðsendingu, sem ég af-
henti sendiherra Bandaríkjanna
í Reykjavík 4. desember 1953, var
farið fram á það af hálfu íslands,
að teknar yrðu upp viðræður
milli ríkisstjórnar íslands og rík-
isstjórnar Bandaríkjanna um
nokkur tiltekin atriði varðandi
herverndarsáttmálann frá 5. maí
1951 og framkvæmd hans. Var
þessi upptaka málsins í samræmi
við yfirlýsingu, er ég hafði flutt
á Alþingi 19. október s.l. Á orð-
sendingunni var sérstaklega ósk-
að viðræðna um notkun innlends
og erlends vinnuafls við fram-
kvæmdir varnarliðsins, fyrir-
komulag verktöku fyrir varnar-
liðið, aðgreiningu dvalarsvæða
varnarliðsins og dvalarstaða ís-
lendinga, sem vinna á samnings-
svæðunum, takmörkun á sam-
skiptum varnarliðsmanna og ís-
lendinga, aðstöðu íslenzkra ríkis-
stofnana til starfsemi á Kefla-
víkurflugvelli og ný vandamál í
sambandi við hinar fyrirhuguðu
radarstöðvar. — Orðsendingunni
fylgdi ýtarleg skrifleg greinar-
gerð um framkvæmd sáttmálans
árin 1951—1953 og íslenzk sjón-
armið í því máli.
Framh. á bls. 2
AIGLVSING4R
sem birtast eiga í
Sunnudagsblaðinu
þurfa að hafa borizt
fyrir kl. 6
á föstudag