Morgunblaðið - 27.05.1954, Page 2

Morgunblaðið - 27.05.1954, Page 2
MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 27. maí 1954 ] Hezvarnarsamninguriius Framh. af bls. 1 "VIÐRÆÐUR HAFNAR Hinn 21. desember s.l. tjáði Bandaríkjastjórn íslenzku ríkis- stjórninni, að Bandaríkin hefðu íallizt á að hefja viðræður og að ■viðræðurnar færu fram hér á landi. Þeir af fulltrúum Banda- iíkjanna, sem þaðan voru sendir, lcomu hingað um mánaðamótin janúar—febrúar, en viðræðurnar milli fulltrúa íslenzku ríkisstjórn ■arinnar og Bandaríkjastjórnar liófust í Reykjavik 2. febrúar. — Fulltrúar íslands í viðræðunum, auk mín, voru tilnefndir alþingis- mennirnir Hermann Jónasson og Björn Ólafsson, Ólafur Jóhannes- ^on, prófessor, Magnús V. Magn- lisson, skrifstofustjóri í utanríkis- i'áðuneytinu, Tómas Arnason, iulltrúi í varnarmáladeild utan- TÍkisráðneytisins, og Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur. DRÁTTUR Á UNDIRSKRIFT Eftir að iíklegt þótti, að sam- kcmulag myndi nást í meginat- riðum, unnum við sendiherra Bandaríkjanna aðallega að því, ásamt starfsmönnum okkar, að ganga frá samkomulaginu í ein- stökum atriðum. Leitað hefur ver ið álits íslenzkra sérfræðinga og stofnana um ýmis atriði, eftir því sem nauðsyn þótti til bera. Það hefur dregizt alllengi að ganga endanlega frá samkomu- laginu. Hefur gætt nokkurrar ó- iþolinmæði hjá almenningi vegna l>essa dráttar, og heíur óánægja ■óspart verið látin í Ijósi í íslenzk- um blöðum. Við, sem við samn- ingana höfum fengizt, höfum íylgt þeirri reglu, að vinna það ekki til að slá af lágmarkskröfu okkar til þess að samriingunum yrði fyrr lokið. SAMKOMULAGIÐ STAÐFEST Samkomulagið hefur nú verið staðfest. Var það gert með því, að utanríkisráðuneyti íslands og sendiherra Bandaríkjanna hér skiptust á orðsendingum í gær. Samkomulag varð um það, að til- kynning um samningana skyldu gefnar út í kvöld samtímis. í Reykjavík og Washington. Samkvæmt þessum orðsending um verður hervarnarsamningur- inn í nokkrum tilteknum megin- atriðum framkvæmdur svo sem nú skal greina: jÞARFIR ÍSLENZKRA ATVINNUVEGA Á það hefur. verið fallizt, að framkvæmdir á vegum varnar- liðsins verði skipulagðar þannig, að fullt tillit sé tekið til vinnu- aflsþarfar íslenzkra atvinnuvega. *TíI þess að ráða íslenzka menn í stað erlendra eins fljótt og unnt ■er, verður með stuðningi Banda- líkjanna komið á fót námskeið- iim til að þjálfa íslenzka verka- menn í tæknistörfum, sem hingað dil hafa að mestu verið unnin af amerískum verkamönnum með dækniþjálfun. Er hér m.a. um að xæða meðferð og viðhald stór- virkra vinnuvéla. 3IAMILTON IIÆTTIR Núverandl aðalverktaki hættir starfsemi sinni hér á landí. Samningar, sem gerðir höfðu verið við þennan aðal- verktaka um tiltekin verk, sem ekki eru hafin, verða aft- urkallaðir, og lögð skal á- herzla á, að útivinnu við þær framkvæmdir, sem aðalverk- takinn byrjaði á s.l. ár, verði j að fullu lokið á þessu ári. Samkomulag er um, að nýjum verksamningum verði ráðstafað íil íslenzkra verktaka, sem viður- Icenndir eru af íslenzku ríkis- atjórrsinni, sé á þeirra færi að inna vsrkið af hendi, en um moguleika þeirra í þessu sam- Þandi hefur orðið samkomulag varðandi verkífni yfirstandandi árs, byggt á áliti íslenzkra verk- íræðinga- Verkefni ársins 1955 yéfði at- huguð á sama hátt fyrirfram á þessu ári. Ríkisstjórnin fylgist með verksamningum. Ef á milli ber við gerð verksamnings, hefur ríkisstjórnin milligöngu um að leysa úr þeim ágreiningi. Verði leyfð hafnargerð í Njarðvík, hafa íslenzkir og bandarískir verktakar jafnan tilboðsrétt varð andi það verk. FYRIRGREIÐSLA VIÐ INNLENDA VERKTAKA Til þess að gera íslenzkum verktökum kleift að taka að sér hlutverk hins erlenda verktaka, verður þeim gefinn kostur á að fá til umráða vinnuvélar og önn- ur tæki og efni til framkvæmda, sem Bandaríkin eiga hér 'á landi, með þeim skilmálum er um sem- ur, sömuleiðis húsahverfi það, er hinn ameríski aðalverktaki nú notar, jafnóðum og verkefni hans minnka, þar á meðal íbúðir og húsnæði mötuneytis, verkstæði, vörugeymslur og húsnæði og tæki til sameiginlegra afnota fyrir verkamenn í tómstundum þeirra, enda komi þetta ekki í bága við skipulag til aðgreiningar á samn- ingssvæðinu. Ríkisstjórnin hefur milligöngu um hvers konar ráðn- ingar íslenzks fólks til starfa á samningssvæðunum. AUKIÐ AÐHALD Gera skal girðingu um dvalar- svæði varnarliðsmanna, á Kefla- víkurflugvelli og annars staðar, í því skyni. að auðvelda hvers konar eftirlit og löggæzlu (þ. á. m. tollgæzlu) í sambandi við þessi svæði. Samtímis hefur verið gert sam- komulag milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar og yfirmanns varn- arliðsins um á hvern hátt ferðir varnarliðsmanna út af snmnings- svæðum og ferðir Islendinga inn á samningssvæði, skuli takmark- aðar eftirleiðis, og gengur það samkomulag í gildi nú þegar. Er þess að vænta, að hinar nýju reglur leysi á viðunandi hátt þau vandamál, sem uppi hafa verið í samskiptum Islendinga og varn- arliðsmanna á samningssvæðun- um og utan þeirra. Hafa íslenzk yfirvöld aðstöðu til að sjá svo um, að eftir þessum reglum sé farið. Ríkisstjórnin hefur áskilið sér og á það hefur verið fallizt, að reglur þessar verði endurskoðað- ar jafnskjótt og ástæða kann að þykja til að svo verði gert. ÁRANGURINN VEL VIÐUNANDI Um samningsgerð þessa í heild vil ég að lokum segja, að ég tel að árangurinn sé eftir atvikum vel viðunandi fyrir íslendinga, að minnsta kosti á þessu stigi málsins. Er það álit mitt, að fulltrúar Bandaríkja- stjórnar, og þá sérstaklega sendiherra Bandaríkjanna hér, hafi lagt sig fram til þess að kynnast sjónarmiðum íslend- inga og sýnt góðan skilning á sérstöðu hinnar fámennu ís- lenzku þjóðar. Ég vil nota tækifærið til að þakka þetta. Jafnframt vil ég þakka hinum íslenzku samstarfsmönnum minum við samningana ágætt starf, sem þeir hafa af hendi leyst. Samkomulag þetta er á ýmsan hátt svo margbrotið, að eigi er unnt að skýra nákvæmlega frá því í einstökum smáatriðum. — Eins og gefur að skilja, er hér mikið undir því komið, hvernig til tekst með framkvæmdina, og mun það sýna sig, hvað auðið verður í því efni. MIKÍÐ UNDIR FRAM- KVÆMDINNI KOMIÐ Ég get fullvissað þjóðina um það, að þessir samningar eru þannig, að mikið hefur áunnizt, ef framkvæmdin fer vel úr hendi, en hún er undir sjálfum okkur komin í aðalatriðum. — Framkvæmdin er vissulega aðal- lega í höndum mínum og þeirra embættismanna, sem starfa við varnarmálin. En ég bið þjóðina að minnast þess jafnframt, og ekki sízt á þessum tímamótum, að framkvæmdin er og á marg- víslegan hátt í hennar höndum. Hér er svo margt sem máli skipt- ir: Óþörf afskipti af hernum, sem alltaf er til hins verra, hins veg- ar góð framkoma þeirra, sem vegna stöðu sinnar eða starfs um- gangast hina erlendu menn. —- Blöðin geta og unnig hér stór- virki til ills eða góðs. Aðhald blað anna og aðfinnslur tel ég eðlileg- ar, en skrif þeirra verða að vera sönn, réttlát og heiðarleg. í samræmi við þetta vil ég bera fram þá ósk til íslenzku þjóðarinnar nú á þessum tímamótum, að hún aðstoði ráðuneyti mitt og ríkisstjórn- ina í heild við framkvæmd hervarnarsáttmálans í hinu nýja formi. J hæsta tÉndi jarðar“—frásögn Hunts af Everest-leiðsngrinum KOMIN er út í íslenzkri þýð-' ingu hin gagnmerka bók Sir John Hunts, foringja hins fræga | Everest-leiðangurs, sem sigraðist á hæsta tindi jarðar. Nefnist bók- in ,,Á hæsta tindi jarðar.“ j í bókinni lýsir Hunt þessu ein- stæða afreki, sem kostaði þrot- I lausa baráttu við hvers kyr.s j torfærur, svo sem sundurtætta skriðjökla, þverbrattar hjarn- brekkur, ofsarok og nístings- kulda, en þó ekki sízt við þunna háfjallaloftið og þá sérstæðu erfiðleika, sem af því stafa. | Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, ritar nokkur inngangs orð að íslenzku útgáfu bókarinn- ; ar. Segir þar m. a.: | „Eitt af furðulegustu æfintýr- um vorra daga gerðist þegar [ þeir Edmund Hillary, býflugna- bóndi frá hinu eldbrunna Auck- landhéraði á Norðureyju Nýja | Sjálands og Sérpinn Tenzing frá hinu náttúrufagra Sola Khumbu ; héraði í Nepal, klifa hæsta tind i jarðarinnar 29. maí 1953. Þetta j æfintýr er því fuíðulegra og 1 ótrúlegra, sem menn kynnast því j betur. Það á sér langa forsögu. , Síðan Dalai lama opnaði Tibet útlendingum eftir lok heims- j styrjaldarinnar fyrstu, hafa ellefu leiðangrar verið gerðir út til að glíma við hið gífurlega fjall. Þessir leiðangrar kostuou ótrúlegt erfiði og mörg manns- líf, og að tíunda leiðangrinum loknum var fjallið enn ósigrað. Það, að ellefti leiðangurinn náði hinu langþráða en torsótta marki, var mörgu að þakka, ná- kvæmum undirbúningi, byggðum á dýrkeyptri reynslu fyrri leið- angra, frábærri skipulagningu og stjórn Hunts leiðangursstjóra, tækni og þjálfun fjallamannanna, þrautseigju og ósérhlífni Sérp- árabía deila um oiíu LUNDÚNUM, 26. maí. — í dag hófust að .nýju í Lundúrium við- ræður Bretlands og Saudi-Arabíu um hinar olíuauðugu Buraimi- vinjar við Persaflóa. Það er ekki lengra síðan en í gær, að Saudi-Arabar sökuðu Bretland um „fádæma yfirgang“ á þessum slóðum og sögðu, að þeir hefðu staðið að drápi 4 Araba 22. maí s.l. — Reuter. Sir John Huist. anna, en þó fyrst og fremst þeim samhug og því félagsiyndi, er sveigði kapp og vilja hvers ein- staks af leiðangursmihmum til sameiginlegs átaks, að koma ein- hverjum á tindinn, án tillits til þess hver það yrði“. Bókin er prýdd fjölda ágætra mynda. Útgefandi er Bókaútgáf- an Heimskringla, en þeir Magnús Kjartansson, Óli Hermanrisson og Ásgeir B. Magnússon hafa ann- azt þýðinguna. Akureyri, 26. maí. EINS og kunnugt er, hefur nú í nokkur ár staðið yf;r bygging innisundlaugar hér á Akureyri. En sakir fjárskorts hsfur þetta dregizt óhæfilega lengi. Er nú í ráði að hefjast handa um sérstaka fjáröflun til handa fyrirtækinu, svo að ljúka megi fram .væmdum við sundlaugina á næsta ári. Emilía Jónasdóttir í hlutverki frú Hádals. Gamanleikurinn GimbiII hefur nú verið sýndur þrisvar sinnum, seinast I gærkveldi, við góða aðsókn og beztu undirtektir áhorf- enda. Höfundur leiksins hefur enn ekki gefið sig fram og er ýms- um getum að því leitt, hver hann kunni að vera. Leikurinn verður sýndur annað kvöld, en í kvöld sýnir Ieikfélagið Frænku Charleys. TILLAGA SJALFSTÆÐIS- MANNASAMÞYKKT í gær báru Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fram eftirfarandi til- lögu sem var samþykkt: Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem nefnist, bygg- ingarnefnd sundlaugarinnar á Ak ureyri. Skal nefndin valin þann- ig, að bæjarstjórn kýs tvo af nefndarmönnum og skal annar þeirra vera formaður nefndarinn ar. Hinn þriðja tilnefnir stjórn íþróttabandalags Akureyrar. — Byggingarnefndin skal hafa með höndum yfirstjórn allra fram- Eiim í fliijívél á leið vestur. um liaf KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 26. maí: — í dag lenti hér á Kefla- víkurflugvelli Beech-Bonanza- flugvél, og var flugmaðurinn einn í flugvélinni. Flugvélin kom frá Stornoway flugvelli í Skotlandi og var á leið til Bandaríkjanna. Flugmaðurinn heitir Leo Serener frá Washington D. C. Hann flaug fyrir rúmum mánuði austur um haf einn í flugvél sinni. Flaug þann þá um Gander og Azoreyjar til Shannon í írlandi. — Hann kvaðst hafa verið á skemmti- ferðalagi í Evrópu undanfarið. Flugferðin frá Stornoway til Keflavíkur tók 4 tíma og 24 mín. Næsti áfangi þessa djarfa flug- manns verður Narsarssuak-flug- völlur í Grænlandi, —*BÞ. kvæmda við byggingu og endur- bætur í sambandi við sundlaug bæjarins. Skal nefndin miða störf sín við það, að framkvæmdum við sund- Framh. á bls. 12 EINS og undanfarin ár efnir Tón- listarskólinn til nemendatónleika áður en skólanum er slitið. Að þessu sinni fara þessir tónleikar fram í Austurbæjarbíói í dag kl. 1 og á sunnudag kl. 1. Efnisskrá þessara tónleika verður mjög fjölbreytt og koma þarna fram nemendur á ýmsum aldri. Tvö verk verða leikin þarna eftir nem endur skólans, og er annað svíta fyrir fiðlu og píanó eftir Fjölní Stefánsson og leika hana þeir Gísli Magnússon píanóleikari og Ingvar Jónasson, fyrrverandi nemandi skólans, og svo er strok- kvartett eftir Leif Þórarinsson, leikinn af Birni Ólafssyni Ingvari Jónassyni, Páli Gröndal og tón- skáldinu. Mun hér vera um at- hyglisvert verk að ræða. Tónleik- ar skólans eru að jafnaði vel sóttir því fólk hefur gaman af að fylgjast með hinu unga fólki, sem nám stundar við Tónlistarskól- ann. Hafa og margir hinna yngrl tónlistarmanna sótt skólann og margir lokið þaðan burtfarar- prófi. Tónleikar þessir verða, eins ög fyrr segir, í dag kl. 1 og á sunnu- dag kl. 1 í Austurbæjarbíói.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.