Morgunblaðið - 27.05.1954, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 27. maí 1954
- NÝJAB VðRUR -
Sumarföt
STUTTBUXUR
Verð frá kr. 85;00
HÁLFSÍÐAR BUXUR
Verð frá kr. 95.00
SÍÐBUXUR
Verð frá kr. 185,00
PILS .......frá kr. 59,00
PEYSUR ..........39,00
BLÚSSUR .........49,00
SUNDBOLIR
Austurstræti 6
Laugaveg 116
Giuggatjalda-efni
Bankastræti 7
Töskicr
og
Hanzkar
Laugaveg 116
Austurstræti 10
poPLÍpy
og
Hayon-kápur
í miklu úrvali.
Bnnkastræti 7
STUTTKÁPUR
DRAGTIR
KÁ P UR
3—4 herbergi
■ til leigu í Miðbænum. Hentugt fyrir skrifstofur eða léttan •
; iðnað. — Tilboð merkt: Skrifstofa —323, sendist Morgbl. \
• fyrir 30. þ. mán.
* •
Athiigasemdir við reikninga Reykja-
víknrbæjar fyrir árið 1953 og svör
bæjaryfirvalda við þeim
ÞJÓÐVILJINN hefur undanfarið
birt athugasemdir Eggerts Þor-
bjarnarsonar varðandi reikninga
Reykjavíkurbæjar og fyrirtækja
hans fyrir síðastliðið ár. Blaðið
hefur hins vegar ekki birt svör
borgarstjóra eða forstjóra við-
komandi bæjarfyrirtækja, heldur
þagað yfir þeim, en hins vegar
birt alls konar rangfærslur í
þessu sambandi.
Eru hér birtar athugasemdir
endurskoðanda kommúnista, sem
eru aðeins fjórar að tölu og svörin
við þeim. Það er raunar athyglis-
vert að endurskoðandinn treystir
sér ekki til að gera fleiri athuga-
semdir en raun ber vitni um við
hinn umfangsmikla rekstur bæj-
arins og reikninga fyrir þann
rekstur og talar það sínu máli.
BÆJARÚTGERDIN
1) Samanlagður rekstrarhalli
togara Bæjarútgerðar Reykja-
víkur er bókfærður með kr.
6.695.886.11, eða kr. 836.985.76 að
meðaltali á hvern togara. Olíu-
kostnaður togaranna hefur num-
ið samtals kr. 6.108.975.25, við-
haldskostnaður kr. 3.422.145.62
og veiðarfærakostnaður kr.
5.200.235.49. Tryggingariðgjöld
vegna togaranna námu samtals
kr. 1.615.011.60, en vaxtagreiðsl-
ur vegna togaranna, fiskverkun-
arstöðvarinnar og harðfiskverk-
unarinnar námu samtals kr.
3.000.042.69, þar af kr. 1.997.197.25
vegna togaranna einna.
Ég tel nauðsynlegt, að rann-
sakaðir verði til hlítar möguleik-
ar á lækkun ofangreindra kostn-
aðarliða, sem nema samanlagt
kr. 19.346.410.65.
Svar forstjóra
Bæjarútgerðarinnar:
Rekstrarhalli Bæjarútgerðar
Reykjavíkur árið 1953 er kr.
863.996.06, að fyrningarafskrift-
um undanskildum, eða kr.
107.999.50 að meðaltali á hvern
togara, en kr. 6.509.353.41, þá er
fyrningarafskriftir allar eru með-
reiknaðar.
Olíuinnkaup
Bæjarútgerðin hefur átt við-
skipti við þrjú stærstu' olíufélögin
á landinu og er hluthafi í einu
þeirra, Olíufélaginu h.f. Hafa því
ávalit verið tök á að fylgjast með
verðlagi á olíu hjá hverju félag-
anna um sig, enda njóta öll skip-
in beztu kjarasamninga hjá sér-
hverju félagi. Samkvæmt áreið-
anlegum heimildum munu engir
togarar, sem í viðskiptum eru við
olíufélög þessi, njóta betri kjara-
samninga en togarar Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur.
•
Veiðarfæri
Bæjarútgerðin hefur jöfnum
höndum flutt inn veiðarfæri fyr-
ir eigin reikning, þegar um hag-
kvæm viðskipti hefur verið að
ræða erlendis frá, og keypt af
innlendum framleiðendum og
iðnfyrirtækjum. Hefur jafnan
verið tryggt, að innkaup hafa
verið gerð á lægsta verði á hverj-
um tíma.
Vaxtakjör #
Að sjálfsögðu hefur Bæjarút-
gerð Reykjavíkur notið söfnu
vaxtakjara hjá lánsstofnunum
og önnur útgerðar- og fram-
leiðslufyrirtæki, enda ber skulda-
hlið efnahagsreiknings þess
glögglega með sér, sé hún athug-
uð.
Vaxtabyrði hinna fjögurra nýju
togara er að verulegu leyti þyngri
en vaxtabyrði hinna fjögurra
eldri. Greiddu hinir yngri í vexti
af stofnlánum til ríkissjóðs sam-
tals kr. 1.532.550, en hinir fjór-
ir eldri í vexti til Stofnlánadeild-
ar kr. 200.537.36, mismunur kr.
1.332.012.75. Stafar þetta af því,
að byggingarkostnaður nýju tog-
aranna er hærri, og jafnframt
verða þeir að greiða sömu vexti
til ríkissjóðs og ríkissjóður greið-
ir brezkum lánveitendum. Njóta
þeir því ekki þeirra hlunninda,
er Stofnlánadeildin veitir hinum
eldri togurum.
Tryggingargjöld
Hin lögboðnu tryggingargjöld,
svo sem sjúkrasamlagsgjöld skip-
verja, slysatryggingargjöld skip-
verja, stríðstryggingargjöld skip-
verja og tillög í eftirlaunasjóð
yfirmanna, ásamt öðrum trygg-
ingargjöldum vegna þeirra, sem
i landi vinna, hefur Bæjarútgerð
Reykjavíkur innt af hendi eins
og henni ber skv. lögum og samn-
ingum við skipverja og verka-
fólk í landi. Vátryggingar- og
stríðstryggingariðgjöld skipanna
eru greidd til Samtryggingar ísl.
botnvörpunga, og sem meðlimur
í þeim félagsskap fær Bæjarút-
gerðin greiddan ágóðahlut, sem
af tryggingarstarfseminni verð-
ur, í hlutfalli við viðskipti út-
gerðarinnar við Samtryggingu
ísl. botnvörpunga.
Viðhald
Viðhald og viðgerðir hafa nær
eingöngu verið framkvæmdar af
innlendum vélsmiðjum og iðn-
fyrirtækjum, smáum og stórum.
Jafnframt hefur vélaeftirlitsmað-
ur starfað við skipin til þess að
tryggja eftir megni, að vinnu-
gæði og verðlagning vinnunnar
væru sanngjörn.
Það væri að sjálfsögðu mjög
æskilegt, ef unnt væri að lækka
verð á olíum, útgerðarvörum,
viðhaldi, vöxtum og tryggingum.
Hins vegar er það ekki á valdi
stjórnar og framkvæmdastjóra
Bæjarútgerðar Reykjavíkur að íá
því framgengt frekar en orðið er.
Veiðarfæraeyðsla hjá sumum
skipanna hefur orðið óeðlilega
mikil, og stafar það annars vegar
af veiðum á ókunnum miðum, þar
sem er vondur botn, og hins veg-
ar af óhöppum. Að sjálfsögðu
verður leitazt við að koma í veg
fyrir, að þvílíkt endurtaki sig.
INNKAUPASTOFNUN
2) Innkaupastofnun Reykjavík-
urbæjar hefur á árinu keypt vör-
ur fyrir kr. 4.350.337.17, eða kr.
1.695.431.38 minni upphæð en á
árinu 1952.
Vörukaup hinna ýmsu bæjar-
stofnana og fyrirtækja bæjarins
nema hins vegar miklu hærri
upphæðum, auk þess sem um-
talsverður hluti vörukaupa
þeirra er gerður á smásöluverði.
Við athugun á fylgiskjölum yf-
ir innkaup á síðastliðnu ári sem
undanförnu, h.ef ég komizt að
þeirri niðurstöðu, að hægt mundi
vera að spara bæjarfélaginu og
þar með skattgreiðendum stórar
fjárfúlgur með hagkvæmari vöru
kaupum.
Ég tel því nauðsynlegt, að sann-
prófaðir verði möguleikar Inn-
kaupastofnunarinnar á mun víð-
tækari vöruútvegun fyrir stofn-
anir og fyrirtæki bæjarins og að
hert verði mjög á öllu eftirliti
með innkaupum þeirra. Enn-
fremur að athugaðir verði mögu-
leikar á því, að stofnanir og fyrir-
tæki bæjarins geri áætlanir um
nauðsynleg vörukaup fyrir hvert
ár.
Svar borgarstjóra:
Ég hef falið borgarritara og að-
alendurskoðanda bæjarins að
rannsaka starfsemi þessarar stofn
unar. Á niðurstöðu þeirrar rann-
sóknar veltur hver afstaða verður
tekin til starfsemi þessarar stofn-
unar í framtíðinni.
BIFREIDAR
OG VINNUVÉLAR
3) Rekstrarkostnaður á bif-
reiðum og vinnuvélum Reykja-
víkurbæjar nam á árinu kr.
5.677.701.76 og á bifreiðum Raf-
magnsveitu Reykjavíkur kr.
2.115.410.72.
Ég tel nauðsynlegt, að gengið
verði úr skugga um það, hvort
ekki sé arðvænlegra og heppi-
legra, að Reykjavíkurbær reisi
fullkomið viðgerðarverkstæði,
sem annað geti öllum nauðsyn-
legum viðgerðum og viðhaldi bif-
reiða og vinnuvéla bæjarkerfis-
ins, í stað þess að framkvæmdir
á þessu sviði eru nú dreifðar á
smiðjur ýmissa bæjarfyrirtækja
og einkasmiðjur. Slíkt sameigin-
legt bifreiða- og vinnuvélaverk-
stæði (e. t. v. að Strætisvögnum
Reykjavíkur undanskilduml
mundi að öllum líkindum hafa
betri aðstöðu til þess að hafa all-
ar nauðsynlegar birgðir vara-
hluta til staðar, í stað þess að
hinar ýmsu stofnanir kaupi þá
jafnvel á smásöluverði í næstu
búð.
Svar borgarstjóra:
Oft hefur verið ymprað á hug-
mynd þeirri, sem endurskoðand-
inn slær hér fram, en ávallt þó
horfið frá framkvæmd hennar,
sérstaklega af tveim ástæðum:
Annars vegar vegna þess, að
reynslan hefur sýnt, að viðgerðir
á verkstæðum í einkaeign eru
yfirleitt sízt dýrari en á verk-
stæðum, sem opinberir aðilar
eiga, og hins vegar vegna hins
gífurlega stofnkostnaðar, sem
slíkt verkstæðisbákn hlyti að
hafa í för með sér.
LOFTVARNIR
4) Á reikningsárinu heíur
Reykj avíkurbær varið kr.
953.752.41 til „ráðstafana vegna
ófriðarhættu“ (loftvarnanefnd),
auk framlags annars staðar frá.
Af þessari upphæð hefur kr.
219.564.39 verið varið til skrif-
stofukostnaðar.
Ég legg til, að afstaða Reykja-
víkurbæjar til þessa háa útgjalda
liðs væri endurskoðuð, m. a.
vegna breyttra viðhorfa.
Svar borgarstjóra:
Á bls. 56 hér að framan er gerð
grein fyrir heildárkostnaði við
ráðstafanir vegna ófriðarhættu
hér í bænum árið 1953 og skipt-
ingu þess kostnaðar milli ríkis
og bæjar. Sést þar, að kostnað-
inum ér skipt til helminga á þessa
aðila. Samanburður endurskoð-
andans á skrifstofukostnaði og
útgjöldum er villandi, þar sem
fyrrnefnda upphæðin er talin að
fullu, en aðeins helmingur hinn-
ar síðarnefndu. Má þó geta þess,
að í svonefndum „skrifstofukostn-
aði“ eru fólgnar launagreiðslur
fyrir eftirlit og umönnun birgða
þeirra, sem loftvarnarnefndin
hefur aflað sér.
Annars er réft að benda á það,
að útgjöld þessi eru lögð á bæjar-
sjóðinn með 1. nr. 52/1941, sbr.
1. nr. 103/1951, og hafa því stjórn-
völd bæjarins aðeins takmarkað-
an ókvörðunarrétt um upphæð
þessara útgjalda.
DIESELLA
er jafnt fyrir unga
sem gamla.
BÍLABÚÐIN
Hafnarstræti 22. Sími 3175.
X liEZT AÐ AVCLfSA X
▼ t MORCUNBLAÐIMJ T