Morgunblaðið - 30.05.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1954, Blaðsíða 12
12 MO RGi «**» Sunnudagur 30. maí 1954 — Reykjavíkurbréf Framh. á bls. 9 nýræktarlandið mýri þarf að tví- vinna landið undir grasfræsáning una. Má því gera ráð fyrir, að plæging og herfing á nýrækta landinu þannig unnu verði kr. 1310 og því 655 krónum dýrari á hektarann en hún verður á þurru mólendinu. Að sjálfsögðu verður nraður að gera ráð fyrir að girða þurfi landið. Sé um að ræða samfellda girð- ingu um nokkra hektara lands, kemur um 200 metra girðing að jafaði á hvern hektara hins girta lands. Vírgirðingar eru nokkuð mis- munandi dýrar sem stendur, verð þeirra reiknað kr. 8—11 á hvern lengdarmetra í girðingun- um. Sé reiknað með lægra verðinu verður girðingarkostnaðinn kr. 1600 á hektarann. E'f um mýrajarðveg er að ræða, þarf hann framræslu við. Skurðgröfuvinna hefur reynzt á undanförnum árum að nema að meðaltali á framræstan hektara, 461 rúmmetra. En með verðlag- inu undanfarið sumar ætti sú vinna að kosta kr. 1521. Kílræsi í hektara hvern kostar um kr. 180.00. Svo alls ætti framræslan á hektara að kosta kr. 1700. Hektarinn — kýrfóðursvöllur BÓNDI, sem ræðst í að rækta hektara túns, á senr sagt að geta gengið að því vísu, að hann hafi kýrfóður upp úr nýrækt sinni á fyrsta ári, og að geta haldið þess- um fóðurauka áfram með sama áburðarskammti og hið fyrsta sumar, sem kostar um eða innan við eitt þúsund krónur, og með vinna að kosta kr. 1521. Kílræsi sama tilkostnaði fengið ár- lega kýrfóður sitt, og þannig koll af kolli. Ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að greiða viðbótarkostnaðinn af framræsl- unni og girðingunni haldi hann áfram að nytja tún sitt og halda því í rækt. Enda er auðsætt að þessi hefur reynslan orðið fyrir túnræktar- bændunum, sem hafa gert sér það að reglu, að auk tún sín á hverju ári að undanförnu. Afskekktu jarðimar skapa erfiðieika ÞAR sem Ræktunarsambönd eru starfandi og sæmilega er greið- fært með jarðabótavélar milli bæja, ættu að geta verið góðar horfur á, að bændur sæju sér kleift, að efna til nýræktar á hverju ári, meðan verðlag afurð- anna er álíka hagstætt og það hefur verið á undanförnum ár- um. En nokkuð öðru máli er að gegna þegar jarðir eru svo af- skektar, að örðugleikum er bund- ið að koma jarðýtum og öðrum stórvirkum vélum frá aðalbyggð- inni til viðkomandi jarða. Er mælt að þetta hafi tafið ýmsa bændur við jarðræktarstörf þeirra. En sigursæll er góður vilji. Með sameiginlegu átaki og einlægum ásetningi til úrbóta, ætti að mega takast að koma bændum þeim til aðstoðar, sem útundan hafa orðið að njóta góðs af nýræktinni. Annað mál er svo það, hvernig eigi að halda búunum gangandi þegar fámennið er svo mikið í sveitunum, að aleina tvær til þrjár manneskjur eru starfandi á hverjum bæ. Einyrkjarnir og jarðabætumar ÞEGAR um einyrkja bændur er að-ræða, er hafa Htla aefingU"og~ reynslu við jarðabótastörf er það undir hælinn lagt hve mikla vinnu þeir geta lagt fram sjálfir við jarðabæturnar. En mér skilst, að oft séu það mestu erfiðleik- arnir að koma fram nýrækt í dreifbýlinu. Bændur geta lítið lagt þar til málanna, hafa tak- markaða þekkingu á jarðabóta- störfum. En þegar Ræktunarsam- böndin sjá um jarðabótastörfin, verði þau að annast alla vinnuna og ganga að öllu leyti frá ný- ræktarflögunum. Þá er hætt við, að sum störfin beri upp á óhent- ugan tíma og ræktunin verði af þeim orsökum eitthvað misfalla- söm. Reynist þessi kostnaðaráætlun rétt, sem hér hefur verið gerð yfir nýræktaðan túnhektara, ættu menn að geta gengið að því vísu, að þeir geta komið sér upp túnauka þar sem hektarinn kost- ar þá fjögur til fimm þúsund krónur. Sé sómasamlega frá honum gengið, gefur hann af sér 45—50 hesta af töðu í lélegu gras- ári og meira þegar vel árar. Ætti ekkert að geta haggað þessari framtíðaráætlun, nema ef vera skyldi, þegar túnin skemmast verulega af kali, mm**-' ________ Bæklingur Sturla um kalskemmdimar Á ÁRUNUM 1951 og 1952 voru kalskemmdir í túnum mjög víða um land og þær tilfinnanlegar. Þess vegna hefur magister Sturla Friðriksson tekið sig til og skrif- að ítarlega ritgerð um kal- skemmdir þessar, þar sem hann gerir grein fyrir, hvaða mismun- andi orsakir valda kali og ekki sízt hvaða grastegundir reynast öruggastar í túnum okkar. Sem kunnugt er var það mikl- um erfiðleikum bundið að fá hentugt grasfræ handa nýræktar- bændum á stríðsárunum þegar sambandið rofnaði við Norður- lönd. Eins og áður hefur verið minnzt á hér í blaðinu, hefur Sturla gert sér far um að ná við- skiptasamböndum við frærækt- arstöðvar í nyrstu landbúnaðar- héruðum Norðurlanda. — Gerir hann sér m.a. rökstuddar vonir um, að á næstu árum fáist hing- að til lands fræ af hinni ágætu fóðurjurt, vallarfoxgrasinu af norðlægum stofni. Ættu íslenzkir bændur að geta fengið nægilega mikið af þessari tegund grasfræs, svo hún verði ein meginstoð í nýræktinni hér á landi. Aukin þekking ÞEGAR bændur eru farnir að skilja eða fallast á þá skoðun að atvinnurekstur þeirra byggist fyrst og fremst á vísindalegri þekkingu og þeir keppast við hver sem betur getur að tileinka sér þessa nauðsynlegu kunnáttu í búrekstri sínum, líður ekki það ár í ævi þeirra, a'ð þeir láti undir höfuð leggjast að verða fróðari um rekstur sinn og atvinnugrein Með nákvæmri kunnugleika á öllum greinum búrekstursins verður þeim búskapurinn auð- veldari. Að því verður að koma, að íslenzkir bændur verði sam- keppnisfærir í framleiðslu sinni, við erlenda stéttarbræður sína, svo ein eða fleiri búvörutegundir þeirra verði seljanlegar til út- landa fyrir verð er bændur geta gert sig ánægða með. En þetta er óumflýjanleg nauðsyn tii þess að tryggðar verði hér eðlilegar fram farir í búnaði vorum. En þegar svo langt er komið áleiðis, má segja að búskapur okkar leysist úr læðingi. Þegar við getum aflað okkur markaða í útlöndum fyrir búnaðarafurðir okkar, ætti ökkur ekki að verða skotaskuld úr bví, að fá hagfélld lán, ti lað rækta hinar íslenzku jarðiry en með ræktunarbúskapn- um einum getum við komið rekstri hans á öruggari grund- völl. Fjöruskjögrið rannsakað ÞVÍ fer að sjálfsögðu fjarri að allt sé fengið með því að tryggja sér vissa fóðuröflun með tún- ræktinni. Við þurfum Hka að koma búfjárræktinni í gott horf. Á því sviði hefur ýmislegt eft- irtektarvert gerzt á síðustu ár- um. Einn skemmtilegasti við- burðurinn í þeim efnum er lækn- ingin á fjöruskjögri, sem lýst er í nýútkomnu Búnaðariti. Páll Agnar Pálsson, dýralæknir og Halldór Gíslason gera grein fyrir, hver eru upptök þessa ill- kvæma sjúkdóms í sauðfé, er ranglega hefur verið nefnt fjöru- skjögur. I greininni er stuttlega rakið hvað menn hafa álitið að valdi þessum sjúkdómi, en um hann hefur verið skrifað alla götu frá því að Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson skrifuðu Ferðabók síná um miðja 18. öld. Seinna kom Magnús Ketilsson til sögunnar, er ritaði „undirvísun am þá ís- lenzku sauðfiárhirðing", Jón Hjaltalín landlæknir og fleiri. Að sjálfsögðu' væri hægt að skrifa skemmtilegt mál um alla þá hjátrú og hindurvitni, er menn hafa tengt við þennan leiða kvilla í sauðfé, en nafnið er af því komið að menn hafa talið að mest beri á honum í lömbiím undan ám, sem mikið er beitt í fjöru um meðgöngutímann. Einkennin eru þau að lömþin fæðast aflvana eða máttleysi kemur fram í þeim nokkru eftir burð. „Við krufningu finnast skemmdir í miðtaugakerfinu; einkum heilahvelunum", segja greinahöfundar. „Einkennum fjöruskjögurs svipar mjög til þambasjúkdóms sem þekktur er í Ástralíu og Bretlandi“. Höfundar þessarar greinar Búnaðarritinu, sem eru starfs- menn við stöðina á Keldum, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að lifrum úr sjúkum lömbum er koparmagnið um 20—30 sinnum minna en í lifrum í lömbum und an ám sem aldrei koma í fjöru“. Ennfremur segir að með til ranunum sé sýnt fram á, að mjög megi draga úr fjöruskjögri með því að gefa ánum 0,3 gr. af koþar- súlfat og 6 þúsundasta úr garmmi af kóbaltklóríd á 10 daga frésti um meðgöngutímann. Þessi lyf kosta hverfandi lítið. en eiga að geta tekið fyrir fjöruskjögrið. I greininni segir ennfremur ..Ekki hefur tekizt að sýna frám á að fjöruskjögrið sé næmur sjúkdómur heldur mun hahn standa í sambandi við skort á kopar í fóðrinu". En þó það sýni sig áþreifan- lega að örlíiið af kopar sé sauð- fénu nauðsynlegt, þá er ekki gert ráð fyrir að almennt sé nauðsyn- að sjá skepnunum fyrir þesáu efni sérstaklega, enda er kopaj?- inn talinn til hinna svonefnþu snefillefna, þ.e.a.s. einhver ögn er nauðsynleg í fóðrinu til þeás að það reynist hollt og fullnægý- andi, og þessi ögn er til staðar að jafnaði í fóðrinu, án þess fyrír því sé séð sérstaklega. Skemmitlefra og gaenlegt að fá að vita hið rétta um fjöruskjögr- ið, svo öll hjátrúin og hindurr vitnin geti horfið og eyðst með öllu. BÆJARBIO — Sími 9184 — GLÖTUÐ ÆSKA (Los Olvidados) LILLU- kjarnadrrkkjar duft. — Bezti og ódýr asti gosdrykk- urinn. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Mexikon. lOiaunamynd, sem alls staðar netur vakið mikið umtai og hlotið metaðsókn. Mynd. sem þér munuð aldrei gleyma. Miguel Inclan — Alfonso Mejia Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Bön ð fyrir börn. — Danskur skýringatexti Sýnd vegna mikillar aðsóknar kl. 9. HANS OG PÉTUR í KVENNAHLJÓMSVEITINNI Bráðskemmtileg þýzk gamanmynd. Sýnd kl. 3, 5 og 7. VETRARG ARÐURINN VETRARGARÐURINN DANSLEIBUa í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9. Hliómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur Miðapantanir í síma 6710 eftir kl. 8. V. G. ffiwnmiBMd í kvöld kl. 9. HLJÓMSVEIT Svavars Gests. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 6—7. Hljómsveit Gunnars Ormslev leikur frá kl. 3,30—5. aHNNINGARPLÖTUR á leiði. Skiltagerðin Skólavörðustíg 8. Hiífc Ewskm feipar GULLFOSS Aðalstræti. ÞÍZK SHMARTlZKA Þýzkar STUTTK ÁPUR teknir fram á mánudag. Verzlun Ingibjargar Jónsdéilur KIRKJUHVOLI hujj.ui« fi. ■ MJtóaji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.