Morgunblaðið - 30.05.1954, Blaðsíða 7
Sunnu.dagur 30. maí 1954
MORGVNBLAÐIÐ
7
Henmm Wildenvey
HERMAN WILDENVEY — eins
og nafn hans á að vera ritað —
er boðinn i heimsókn til
íslands, og í tilefni þess er ég
foeðinn um að skrifa nokkur orð
um þetta ástsælasta ljóðskáld
okkar Norðmanna. Mér er það
að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni,
eins og ég gladdist strax er ég
heyrði þess getið, að Wildenvey
setti að koma hingað í sumai'.
Herman Wildenvey er einmitt
skáld sumarsins, þó að hann
einnig á eins glæsilegan hátt hafi
slegið hörpustrengi vorsins og
haustsins. Erfiðast mun vera að
miða ljóð hans við kulda og vet-
ur. Þess vegna hæfir vel að bjóða
hann velkominn einmitt nú.
Með fyrsta kvæðasafni Wilden-
veys, „Nyinger“ (1907), hljómar
ný rödd í norskri lýrikk. Hin
syngjandi ljóð hans með hinu
sérkennilega, sveiflukennda
hljómfalli voru nokkuð, sem var
alveg nýtt, og skáldið vann
hjörtu manna samstundis. Hann
segir í fyrsta kvæðinu:
„Disse vers er ville vekster i en
sommer drysset hen
hver gang gleden over livet var
meg ung og nær og ny.
- De er skrevet av en hedning som
vil leve av sin penn.“
Þetta sérkennilega Wilden-
veyshljóðfall hefur skáldið And-
ré Bjerke, sem er lærisveinn
Wildenveys í norskum skáldskap,
kallað hermanapestina (anapest:
öfugur þríliður) eftir skírnar-
nafni Wildenveys, Herman. Wild-
envey á til lipurð og músikalsk-
an léttleika í ljóðum sínum frem-
ur en nokkur annar norskur höf-
undur, og það er ekki of sterkt
að orði kveðið, að með honum
komi upp eins konar renessanse
(endurnýjun) í norskum bók-
menntum. Nú þurftu menn ekki
lengur að skammast sín fyrir að
yrkja kvæði, eins og reyndin
hafði verið á árunum eftir 1880,
þegar natúralisminn eða brand-
esianisminn krafðist þess, að höf-
undar skuli fyrst og fremst taka
mannleg og þjóðfélagsleg van.ia-
mál til meðferðar í verkum sín-
um. Wildenvey hefur’ alltaf ver-
ið sérstaklega vinsæll, og hann
er eina norska ljóðskáldið, sem
hefur getað lifað á penna sínum.
Sem skáld hefur hann til að bera
leikandi glettni, og lífsviðhorf
hans er mótað fjöri og lífsgleði.
Hann hefur geysilegt vald á
húmor og hefur ort fjöldamörg
lipur og létt háðkvæði. Helzti
lærimeistari hans er Heine. Mál
Wildenveys er sérlega blátt
áfram, og hann hefur meira vald
en nokkur annar lýriker í Noregi
á að gefa daglegum orðum og at-
höfnum skáldlegan blæ. — Af
íslenzkum skáldum mun ekkert
vera honum skyldara en hinn
fíngerði og fágaði ljóðameis+ari
og húmoristi Tómas Guðmunds-
son, sem eins og Wildenvey gelur
slegið á fagra og angurværa
strengi.
Olav Bull, hið mikla norska
Ijóðskáld og samtímamaður
Wildenweys (lézt 1933), hefur
sagt um Wildenvey, að hann væri
fæddur lýriker, náttúrugert
skáld, þar sem hann sjálfur væri
„lært“ skáld. Wildenvey fæddist
á Eiker við Drammen (bær í
nágrenni Olsóar) og hét Herman
Portaas, en tók sér ungur skáld-
heitið Wildenvey. „Jeg vil den
vei“ (vil þann veg, þ. e. verða
skáld) er álitið hann einu sinni
hafi sagt, þegar hann var spurð-
ur, hvert hann stefndi! Eiker
liggur á vesturströnd Oslóar-
fjarðarins, og má geta þess í
því sambandi, að margir af
mestu húmoristum í norskum
bókmenntum éru runnir einmitt
frá ströndum þessa fjarðar, t. d.
Johan Herman Wessel. Með
aldrinum hefur Wildenvey þó
orðið alvörugefnari, og yrkisefni
hans kunna stundum að vera
dáiítið fjarlæg, eins og t. d. þegar
hann tekur þau úr hinni grísku
goðafræði; en það vekur engu
að síður furðu manna og hrifn-
Herman Wildenvey
ingu, hversu frjóar og sístreym-
andi skáldæðar hans hafa hald-
izt öll þessi ár.
Wildenvey er eitt þeirra norsku
skálda, sem Stefán frá Hvítadal
var hrifnastur af, og má jafn-
vel segja, að Stefán hafi lesið
hann til persónulegs gagns, ser-
staklega hvað sn-ertir boðskap og
hugblæ. Hið sérkennilega hljóð-
fall Wildenveys hefur Stefán
ekki tekið upp; á því sviði sótti
hann kennslu hjá öðrum Norð-
mönnum, Henrik Ibsen og Per
Sivle. En bragliðinn anapsst
(öfugur þríliður) notar hann t.d.
í ,,Hún kyssti mig“, ort í Noregi,
og er ekki ósennilegt að þar sé
um að ræða áhrif frá Wilden-
vey. („Öfugir bragliðir eru frek-
ar sjaldgæfir í íslenzkum kveð-
skap. Þeir koma helzt fvrir í
þýddum ljóðum og íslsnzkum
textum við erlend sönglög." —
Sveinbjörn Sigurjónsson: Brag-
fræði, bls. 4)
Wildenvey er sem skáld og
upplesari þekktur víðs vegar um
heim. Hann hefur gefið út um
20 Ijóðabækur, þar að auki
skáldsögur, leikrit óg þýdd ljóð.
Hann hefúr þýtt leikrit eftir
Shakespeáre og Ijóðasöfn eftir
Heine. Fvrsta bók hans var end-
urprentuð þrisvar sinnurn, Ijóða-
bókin „Kjærtegn“ (,,Ástaratlot“)
tólf sinnum og „Ildorkestret“
(„Hljómsv-eit loganna“) sex
sinnum. f „Ljóð frá ýmsum lönd-
um“ eftir Magnús Ásgeirsson má
finna tvö ljóð eftir Wildenvey:
„Vísur Ferdínands smiðs“ og
„Dísa á Felli.“ í síðustu bók hans,
„Ugler til Athen'' (1953) eru
aðallega sonnettur, 80 að tölu.
Húmor hefur Wildenvey ennþá,
en eins mikill „heiðingi“ og hann
áður var, er hann ekki. Frekar
má segja, ag hann sé orð-
inn hinn aldni spekingur með
hið síunga hjarta, sem svarar
spurningunni miklu, hvort heim-
urinn farizt eða ekki, á þennan
stutta, meistaralega hátt:
„Det kommer an pá om en spurv
vil falle
til jorden uten at Varherre vet
det“.
Velkominn, Wildenvey!
Ivar Orgland.
SUMIR menn taka á sig ellimörk
strax á unga aldri og tillíkjast
fólki á gamalaldri fyrir tímann.
Kunna ekki við sig öðru vísi.
Aftur eru aðrir, er aldursskeið-
in hrína ekki á. Þeir eru alltaf
ungir í anda og útliti, hversu
gamlir sem þeir eru. Æskufjörið
samlagast þeim, skilur ekki við j
þá. Elliklókir menn geta haft orð
á því að þessir menn séu sífellt
barnalegir og hafi ekki tekið út
sinn eðlilega þroska. En þetta
er einmitt þeirra styrkur og náð-
argjöf.
Einn þessara gæfusömu sér-
kennilegu manna átti óttræðis-
afmæli í gær, Gísli Guðmunds-
son bókbindari, er allir bæjar-
menn þekktu náið meðan Reykja-
vík var lítið annað en fiskiþorp
umhverfis Tjörnina með byggð-
inni við Vesturgötu og Lauga-
véginn er blasti við hinni hafn-
lausu strönd. Þá þekktu þeir all-
ir, ungir og gamir, Gísla Guð-
mundsson, söngvarann mikla, er
hélt sinn fyrsta „prívat konsert“
á Geirstúni, þegar hann var 7
ára, svo að glumdi í öllum Vest-
urbænum.
Hann hefur sannarlega frá
mörgu að segja, því hann man
tvenna tímana, m. a. þegar allir
bæja.rbúai' voi'u fátækir að kalla
sson
ara i gær
þykir það kurteisi að lofa mönn-
um að njóta friðar á merkisdög-
um æfinnar og því var ekki sagt
frá þessu fyrr en í dag.
— V. St.
Leikfél. Isafj. sýnir Hiírra krakki
Haraldur L Sigurðsson leikstjóri
ísafirði, 26. maí.
LEIKFÉLAG ísafjarðar hafði frumsýningu á gamanleiknum Húrra
krakki, eftir þýzku gamanleikahöfundana Arnold og Back, í
Alþýðuhúsinu á ísafirði, síðast liðið föstudagskvöld. Húrra krakki
J hefur tvisvar áður vei’ið sýndur hér á ísafirði og er hann Isfirð-
ingum því að góðu kunnur.
hvergi vonum manna á föstudags-
kvöldið og var leikur hans bæði
hressandi og skemmtilegur frá
upphafi til leiksloka.
AÐRIR LEIKENDUR
Prófessor Guðmund Goðdal
leikur Jónas Magnússon og getir
hann hlutverkinu hin ágætustu
skil. Eru svipbrigði og' lótbragð
allt í fyllsta samræmi við per-
sónuna. Thorkelssen sýslumaður
er leikinn af Hauki Ingasyni.
Er gerfi hans sérstaklega gott og
leikur hans einnig ágætur. Úlfur
Austmar lögfræðingur er Ieikirn
af Gunnlaugi Janasyni. Er leik-
ur hans léttur og skemmtilegur.
— Sýslumannsírúna leikur frú
Kristjana Jónsdóttir, prófessors-
______, ................ frúna Goðdal leikur frú Guðný
a uQf,,v Magnúsdóttir og Helgu Stefáns
leikur ungfrú Selma Samúeis-
dóttir. Fara þær allar einkar lag-
kga með hlutverk sín. Þjónustu-
HARALDUR A. SIGURÐSSON
LEIKSTJÓRl
| Eigi að síður vakti það mikla
ánægju þegar það spurðist að
leikfélagið væri byrjað að æfa
t leikritið, og að Haraldur Á. Sig-
I urðsson væri kominn til bæjar-
' ins til að stjórna sýningum og
leika krakkann. Eins og áður seg-
J ir hefur Har. Á. Sig. sett leikinn
á svið og stjórnað sýningum og
j fer hann jafnframt með aðalhlut-
I verkið, Hilarius Foss, apa- og
| slöngutemjara.
Á MIKINN ÞÁTT
ií VINSÆLDUM LEIKSINS
i Það er kunnara en frá þurfi að
Isegja, að Iiaraldur Á. Sigurðsson
Já sinn drjúga þátt í þeim vin-
i sældum, sem Húrra krakki hefur
notið hér á landi. Enda hefur
hann stjórnað sýningum og leik-
ið krakkann víðsvegár á landinu
við mikla hrifningu. Brást hann
Gísli við bókbantlsbekkinn
í ísafold.
mátti og aðeins fáir útvaldir gátu
leyft sér þann munað, að sækja
nám til útlanda. Þá bauð erlend-
ur söngvinur að kosta hinn efni-
lega ungling' til utanlandsdvalar
og náms. En svo stóð-á fyrir Gísla
þá, að hann átti engin föt nema
bætta ræfla og kunni ekki við
að sýna sig þannig „með þjóð-
um“. En þrátt fyrir slík smá-
vegis mistök í lífinu hefur hann
unað glaður við sitt og fagnað
I vori sem nrest hann má fyrir
] annríki og dagsins önn, því hann
er sannkallað vorsins barn.
| Og nú eru liðin 64 ár, frá því
hann „hóf bókbandsvinnu fyrir
alvöru“ hjá Birni Jónssyni rit-
stjóra ísafoldar og hefur stundað
þá atvinnu síðan jafnframt
söngnum er hann hefur haft á-
nægju af sem aðrir bæjarbúar.
Það kann að vera að mörgum
góðkunningjum og vinum Gísla
hefði koniið það betur ef átt-
ræðisafmælis hans hefði verið
minnst á afmælisdaginn. En nú
SuntafRáitiskeíð á
Löngumýri fyrir
SU nýjung verður framkvæmd í
sumax’, að stofna til einskonar
sumarrkóla fyrir ungar stúlkur.
Á Löngumýri í Skagafirði cr
starfandi húsmæðraskóli, seni
kunnugt er. —- Stofnandinn og
stjórnandinn er frk. Ingibjörg
Jóhannsdóttir, sem með framúr-
skarandi dugnaði og fórnfýsi
hefur komið þessari stofnun á
fót og rekið hana með myndar-
brag. Er það raunar furðulegt og
sannarlega frásagnarvert, þegar
einstaklingar brjótast í slíkt af
einskærum áhuga og löngun til
að láta gott af sér leiða. Ég hcf
í mörg ár verið gestur á þessu.
sltólaheimili, þegar leið mín hef-
ur legið um Skagaf jörð, og marg-
oft rætt þar við hinn myndarlega
ungmeyjahóp. Hef ég jafnan far-
ið þaðan ánægður. Ég hef séð
það með eigin augum hve annt
skólastjórinn iætur sér um hóp-
inn sinn, hve umhugað frk. Ingi-
björgu er um það, að skólavist
in auðgi hann fyrst og fremst af
þeim verðmætum, sem mikil-
verðust eru og mölur og ryð fá
ei grandað. Þar er hugur og hönd
þjálfuð í starfi, en hinu ekki
gleymt, að þekkingin „hjaðnar
sem blekking sé hjarta ei mcð
sem undir slær“.
Viða erlendis eru sumarskólar
starfræktir fyrir ungar stúlkur
frá fermingaraldri til tvítugs.
Hafa þeir hvarvetna þótt reynast
vel. Eru þetta skólar kiusir í snið-
um, lítið um bækur og blöð, e»
meira hirt um það, að kynnast
náttúrunni, fegurð hennar og
fjölbreytni, að glæða fegurðar-
skyn og andlegt líf nemendanna
og göfga hugarfar þeirra og
framkomu. Nokkuð af timanum
er varið til söngs og leikja, og á
allan hátt er reynt að gera skóla-
lífið frjálslegt og menntandi. —
Þannig mun þetta verða reynt á
Löngumýri í sumar. Þar munu
starfa 2—3 kennarar auk skóla-
stjórans, frk. Ingibjargar. Skól-
inn mun hefjast síðari hluta
júnímánaðar, og er skemmstur
dvalartími 10—14 dagar, cn
kostnaði öllum stillt mjög í hóf.
Ég óska frk. Ingibjörgu Jó-
hannsdóttur til hamingju með
þessa byrjun, og væntanlegum.
þátttakendum með dvölina á
Löngumýri. Ég hef trú á því, að
hún muni verða þeim til góðs.
Snorri Sigl'ússon.
stúlkuna á heimili prófessors-
hjónanna leikur Svala Veturliða-
dóttir, og Tomma tútommu Jón
Bjarnason.
MIKII,
FAGNAÐARLÆTI
Heildarsvipur sýningarinnar
var með ágætum og hraði leiks-
ins góður. Leiktjöld voru smekk-
lega gerð, en þau annaðist Sig-
urður Guðjónsson. Að leikslokum
l var leikendum og leikstjóra ákaft
I fagnað og barst leikstjóranum
fagur blómvöndur. — Jón.
ils. „Fjallíoss“
fer frá Reykjavík sunnudaginn
30. maí kl. 1 e. h. til Akraness.
Skipið fer frá Akranesi samdæg-
urs kl. 8 e. h. til Reykjavíkur.
Farþegar verða teknir á þilfar,
og skal á það bent, að skiplð get-
ur ekki teið nema íakmarkaðan
farþegaf jölda.
Farseðlar verða seldir í skrif-
stofu félagsins, forþegadeild, kl.
10—12 f. h. á sunnudag.
H/F EIM'-KfPAFJFf «0 ISI.ANDS