Morgunblaðið - 30.05.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1954, Blaðsíða 8
8 HUURGtJ ' t,AÐttí Sunnudagur 30. maí 1954 Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakiS. áfli Hver er grundvöllur lífskjaranna? ÚR DAGLEGA LÍFINU ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að á liðnum tíma hefur íslenzka þjóðin lengstum lifað við fátækt og þröngan kost. Á- stæða þess var fyrst og fremst sú, að land og fólk var ófrjálst og atvinnuvegir þess voru frum- stæðir. Landsmenn skorti tæki til þess að bjarga sér með. í. þúsund ár má segja að ræktun j landsins hafi að mestu staðið í. stað eða jafnvel hrakað. Korn- yrkja lagðist af og skógar lands-! ins eyddust. Rányrkjan setti svip sinn á búskapinn. Við sjávarsíðuna var róið til fiskjar á smá kænum löngu eftir að erlendar þjóðir tóku að hag- nýta sér hin gjöfylu íslenzku fiskimið á stórum þilskipum. Þeir, sem hófu viðreisnarbarátt una gerðu sér Ijóst að þjóðin j þurfti fyrst og fremst að eign- ast tæki til þess að bjarga sér með. Skúli Magnússon lét kaupa stærri skip til fiskveiða og verk- 1 smiðjuvélar til iðnaðar. Hann vildi einnie glæða áhuga bænda á ræktun og fullkomnari búskap- arháttum. Það eru þannig þeir, sem mesta áherzlu hafa lagt á að afla íslendingum framleiðslu- tækja til þess að hjarga sér með, til lands og sjávar, sem á raunhæfastan hátt hafa bar- izt fyrir bættum lífskjörum alls almennings i landinu. Ef litið er yfir síðustu 2 til 3 áratugina kemur það í Ijós, að einn stjórnmálaflokkur í þessu landi hefur átt langsam- lega ríkastan þátt í atvinnu- lífsuppbyggingu þjóðarinnar. Sá flokkur er stærsti flokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefur jafnan unnið að því af ötulleik og framsýni að tryggja almenningi sem bezt og afkastamest tæki í lífs- baráttunni. Hann hefur harizt fyrir stærri og fullkomnari veiðiskipum og verzlunarskip- um. Hann hefur beitt sér fyrir f jölþættri löggjöf til stuðnings landbúnaðinum og haft for- ustu um að taka tæknina í þágu búskaparins. Hann hefur haft forgöngu um uppbygg- ingu innlends iðnaðar og iðju. Þetta er staðreynd, sem ekki verður breitt yfir með innan- tómum slagorðum um að Sjálf- stæðisflokkurinn sé „íhald“, sem fyrst og fremst berjist fyrir hags- munum „auðmannastéttarinnar". Blöð hinna sósíalísku flokka, kommúnista og Alþýðuflokksins, grípa bæði til þessara gatslitnu slagorða, í gær, er þau gera 25 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins að umræðuefni. Þau hafa engin rök fram að færa fyrir þessum fullyrðingum sínum. Þau hamra aðeins á þeim enn einu sinni, sann færingarlaust og í fullkomnu rakaleysi. áfram að framleiða þessar gömlu lummur, þessar ára- tugagömlu lummur. En þetta sakar ekki Sjálfstæð- isflokkinn vegna þess, að hann hlýddi kalli hins nýja tíma og tók upp þróttmikla forustu fyrir raunhæfum kjarabótum almenn- ings á íslandi. Hann hefur að vísu aldrei sagt launþegum, að það eina, sem máli skipti fyrir hagsmuni þeirra væri krónu- fjöldi tímakaupsins. Hann hefur iagt áherzlu á hitt, að auka arð fólksins af starfi þess með því, að fá því sem bezt og fullkomn- ust framleiðslutæki. Og það er einmitt þetta, sem hefur bætt lífs- kjörin. Þess meiri, sem arður framleiðslutækjanna varg þess meira kom til skiptanna í hlut einstaklingsins. Af fullkomnum atvinnutækjum leiddi ekki fyrst og fremst stórfellda auðsöfnun örfárra einstaklinga, eins og kom- múnistar spáðu fyrir. Þvert á móti höfðu þau í för með sér auðjöfnun þ.e.a.s., jafnari skipt- ingu arðsins af hinu skapandi starfi. ★ FYRIR nokkru var Owen- fossa stíflan vígð, og er þar með stigið stórt skref í þá átt að hafa hemil á vatnsmagni Hvítu-Nílar. Er ætlað. að öllu því verki verði ekki lokið fyrr en eftir 15—20 ár og kosti um 4500 millj. Owen Falls er í Uganua-ríki 3-4 km frá Viktoríuvatninu. Stífl- an, sem tekur bakka í milli, er 870 m löng og í henni eru 200 þús. rúmmetrar af steinsteypu. Þar sem hún er hæst, er hún 30 m. ★ MANNVIRKIN við Owen- '4 fossa gegna tvíþættu hlutverki. Aðalatriðið er að stífla hið mikla fljót. Viktoríuvatn, sem er eitt stærsta stöðuvatn heims, er 1150 m yfir sjávarmál. Fallhæð er því feiknarleg ‘ og þungi árstraums- ins mikill. En vatnsmagnið er breytilegt, enda hefir það valdið Egyptum baga um árþúsundir. Sum árin flóir áin yfir bakka sína, næsta ár er hún e. t. v. dddeltu oý möcjru árin liowia ehl?L prarnar í dd^ijptaíandi vatnslítil, svo að þau héruð, sem hún fellur um skortir vatn. Hvergi er þessu betur lýst en í Biblíunni, þar sem hún talar um feitu og mögru árin sjö. Með svipuðum mannvirkjum og stífl- an við Owen-fossa er verður með tímanum hægt að hafa hemil á vatnsmagninu, sjálfir geta menn þá ráðið, hversu mikið er í ánni, hversu miklu er hleypt gegnum flóðgáttirnar. ★—•—★ ★ ANNAÐ hlutverk mann- VeU andi óhri^ar: Einnig þetta veit íslenzka þjóðin, að er satt og rétt. Nið- urstaðan hlýtur því að verða sú að það hafi verið Sjálfstæð- isflokkurinn, sem ríkastan þátt átti í, að bæta lífskjör almenn- ings á íslandi. Af því leiðir svo aftur þá staðreynd, að hann er sá flokkur, sem nýtur j flestra traust og flestir trúa fyrir að stýra málum hinnar íslenzku þjóðar. ( Þessu fær grýlutrúin og slag- orðadýrkunin ekki breytt. I Brýnt vandamál. VÍSINDAMENN úr læknastétt margra landa verða nú ekki um annað tíðræddara en lungna- krabba og hvort eða að hve miklu leyti hann stafi af reykingum vindlinga. Þessi kenning um skaðsemi reykinga er ekki ýkja- gömul, en allra seinustu ár hefur hún fengið byr undir vængi, svo að hvert mannsbarn er henni nú orðið kunnugt. Því ber ekki að leyna, að menn eru ekki á eitt sáttir í þessu efni frekar en endra nær. Þeir vís- indamenn eru til, sem neita, að þessi hætta geti stafað af reyk- ingum, svo bölvaðar séu þær þó ekki. Hvað má til varnar verða? OG eðlilega láta tóbaksfyrir- tækin ekki sitt eftir liggja að kveða niður grýluna, benda á, að hér megi engu slá föstu fyrr Kynþáffamisréflið Þessi málflutningur dugir ekki hinum sósíalisku flokk- um lengur. íslenzkt fólk trúir ekki lengur á grýlur. Það veg- ur og metur stjórnmálamenn og flokka þeirra eftir verkum þeirra, en ekki eftir hrópyrð- um andstæðinganna. Á þessu hafa kommúnistar og einstak- ir Alþýðufiokksm. ekki áttað sig. Þess vegna halda þeir SÁ ÚRSKURÐUR, sem hæsti- réttur Bandaríkjanna kvað upp fyrir skömmu, um að alskilnað- ur hvítra manna og svart.ra skyldi afnuminn að fullu í skól- um Bandaríkjanna, hefur vakið fögnuð um allan heim. Banda- 1 ríkjamenn eru tvímæalaust með- J al fremstu menningarþjóða heimsins. í stjórnskipulagi sínuj hylla þeir frelsi og lýðræði, e. t. ‘ v. í ríkara mæli en flestar aðrar þjóðir. Kynþáttamisréttið, sem birtist í aðskilnaði hvítra og svartra barna í skólum sumra ríkja Bandaríkjanna var því ómótmælanlega blettur á þessari glæsilegu menningarþjóð. En þennan blett hefur hún nú þveg ið af sér. Því miður verður alda- gömlu misrétti ekki útrýmt í einu vetfangi. Bæði í Banda- ríkjunum og víða annars staðar um heim ríkir enn þá ýmiss konar mismunur á að- stöðu manna eftir litarhætti þeirra. En þróunin gengur örugglega í rétta átt. Þá að gera alla menn jafna, hvernig sem þeir eru á hörundslit. Úrskurður háestaréttar Bandarikjanna er einn hinna merku áfanga á leiðinni að lokatakmarkinu. en fullsannað sé, að reykingar valdi þessum banvæna sjúkdómi. Satt að segja hefur það ekki held- ur verig sannað með óyggjandi rökum, heldur færðar að því sterkar líkur. Sé þetta svo, að krabbamein stafi af reykingum, þá er eðli- legt, að menn spyrji, hvað megi til varnar verða. Sumir hafa jafn vel viljað ganga svo langt að banna sölu vindlinga, og studdi stórt erlent læknatímarit þá skoðun eindregið. En ekki þarf neinn speking til að sjá, að sú leið er með öllu ófær. Ásakanir. OG læknar halda áfram að brjóta heilann um, hvar sé fær leið út úr ógöngunum. Það er ekki nóg, að vara fólk við, heldur verður að grípa í taum- ana, úr því að þúsundir manna verða þessum skæða sjúkdómi að bráð. Hvassyrtustu vísindamenn saka yfirvöldin um slóðaskap og stétt- arbræður sína um óraunsæi. H Sía í munnstykki. ÁVÆRAR raddir eru upp um, að yfirvöld eigi ekki að leyfa sölu annarra vindlinga en þeirra, sem hafi síu í munnstykki. Telja þeir ekki loku fyrir það skotið, að slík ráðstöfun mundi lækka dánartölu vegna krabbameins í lungum. Að vísu vita menn ekki enn, hvers eðlis það eitur er, sem krabbameininu veldur, en það er ekki heldur hægt að bíða aðgerð- arlaus, meðan menn hrinja niður úr voveiflegum sjúkdómi. Gagnrýnendur mega vara sig. KÆRJ Velvakandi! Sökum þess, að þú ljærð því oft lið í dálkum þínum, sem til bóta horfir, langar mig til að biðja þig um rúm fyrir nokkrar línur. Ég er ein þeirra, sem hef mik- inn áhuga á góðum kvikmyndum. Því miður eru þær raunalega sjaldan á boðstólum. En þá sjald- an kvikmyndahússeigendur bjóða upp á slíkt, þykir mér bæði synd og skömm, þegar blaðamennirnir vinna að því að spilla ánægju okkar áhorfenda með því að rekja efni myndarinnar lið fyrir lið í ritdómum sínum. Ef þeir hafa ekkert að segja frá eigin brjósti um myndirnar, væri þeim bezt að skrifa alls ekki neitt, því að það eitt að rekja efni myndarinnar, er ekki rit- dómur, heldur „prógram“, og það geta þeir, sem kæra sig um, keypt um leið og aðgöngumiða að sýn- ingunum. — Kvikmyndahúss- gestur“. Vorvísa 1854. Vorið er komið, og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún; syngur í runni, og senn kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur í tún; nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðra sig blikinn og æðurinn fer; hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þar smalinn og rekur á ból; lömbin sér una um blómgaða bala, börnin sér leika að skeljum á hól. (Jón Thoroddsen). Hljóður skyldi beggja vin og báðum trúr. virkjanna í Hvítu-Nil er að skapa raforku. Við stífluna er komið upp orkuveri þar sem verða 10 túrbínur með 15 þús. kv. orku hver. Við þessa geysilegu orku- lind rísa vafalaust á komandi ár- unj iðjuver. Fyrstu verksmiðj- urnar eru begar komnar á fót. Mest verður þar um loftáburð, vefnað og málmvinnslu. ★—®—★ ★ LITLU ofar við ána og nær Viktoríuvatni er Ripon-foss, sem varð frægur eftir að Churchill j heimsótti staðinn fyrir mörgum árum. Við Ripon-fossa er há- i markshraði vatnsins 1200 rúm- metrar á sekúndu. Með leyfi egypzku stjórnarinnar var vatns- hraðinn minnkaður um helming. Ekki er furða, þó að sækja yrði um leyfi til Egypta til þess arna, því að tæknilega er því ekkert til hindrunar, að svipta Egypta- land öllu vatni frá Ripon-fossi. Elisabet d.rottning vígði Owen- fossa mannvirkin fyrir nokkru með því að styðja á rafhnapp Og setja eina af risatúrbínunum 10 af stað. Um leið má segja, að gamall draumur Churchills for- sætisráðherra rættist. í bók sinni „Ferð mín um Afríku“, sem út kom 1908, benti hann á, hversu miklir möguleik- ar væru bundnir við virkjun stríðra strauma Hvítu-Nílar við Viktóríuvatn. „Væri það ekki dásamlegt", ritar hann, „að koma hinni eilífu Níl til að hefja för sína gegnum túrbínu" Þessi draumur hefir nú rætzt til mikillar gleði Egyptum og Bretum. ★—•—★ ★ EN bað eru fleiri, sem fyll- ast sigurvímu, þegar þessum fyrsta áfanga mannvirkjanna miklu er náð. Verkfræðingar og verkamenn margra þjóða hafa lagt hér gjörva hönd á. Hafa brezk, hollenzk og dönsk fyrir- tæki annazt framkvæmdir við Owen-fossa. ^Þau hafa lagt þar saman, eru sameinaðir verktak- ar, er koma út á við fram sem heild, og er látið vel yfir sam- starfi þeirra og atorku. Sýslufundur V,- Skafiafeilssýshi VÍK í MÝRDAL, 29. maí. — Sýslufundur Vestur-Skaftafells- sýslu var haldinn í Vík dagana 19.—22. maí s.l. Allir sýslunefnd- armenn sátu fundinn. Helztu tekjur sýslunnar eru sýslusjóðsgjöld, sem áætluð eru alls kr. 117,000,00. Helztu gjalda- liðir eru áætlaðir: Menntamál kr. 32,500,00, heilbrigðismál kr. 22, 00,00, samgöngumál kr. 22,200,00 og stjórn sýslumála kr. 10,250,00. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar sýslunnar eru kr. 175.792.97. — Úr sýsluvegasjóði voru alls veitt- ar kr. 78,300,00. Samþykkt var að skora á Al- þingi og ríkisstjórn að hefja þeg- ar á næsta ári lagningu rafmagns línu frá Sogsvirkjuninni austur til Víkur. Vegna þéttbýlis á því svæði, mundi slík lína vera mjög hagstæð. Ennfremur var skorað á Al- þingi að hækka verulega flutn- ingastyrk til sýslunnar vegna vaxandi dýrtíðar. Bent var á al- gera sérstöðu sýslunnar í sam- göngumálum, vegna hafnleysis og langra flutningaleiða. Nokkuð var rætt um byggða- safnið í Skógum, sem er sameign með Rangárvallasýslu. Var sam- þykkt nokkur fjárveiting til þess. Föstudaginn 21. maí kom sýslunefnd Rangæinga í heim- sókn í boði Skaftfellinganna, en hún sat á fundum í Skógarskóla undir Eyjafjöllum sömu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.