Morgunblaðið - 12.06.1954, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.06.1954, Qupperneq 7
Laugardagur 12. júní 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 olfíþróttin er skemmtilegur eikur og hressundi GOLF er sú íþróttagrein, scm allir vita að til er, en fáir Jþekkja svo, að þeir geri sér i grein fyrir hve yndisleg sú í- jþrótt er. Gönguferð í góðu veðri er alltaf skemmtileg. — Oftast leggjum við leiðir okk- ar um göturnar í Miðbænum. — En því ekki að ganga í létt- um sportfötum um grasi gró- ínn og ræktaðan golfvöll og i spreyta okkur á því að slá lítinn, harðan knött eftir gras i hraut — yfir sandgryfju og ofan í litla holu. Það er leik- ur, sem allir hafa gaman af, ef þeir einu sinni reyna. En jafnframt öðlast golfmaðurinn hreysti og heilbrigði, sem leiðir af útivistinni og göng- unni. GAMALL LEIKUR Golfíþróttin á — eins og allir aðrir knattleikir — langa sögu. Menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvort leikurinn sé upprunn- inn-í Hollandi, þar sem þegar á 14. öld var iðkaður leikur er mjög líktist golfi og var sá leikur kallaður „Kolf“. Aðrir vilja halda því fram að leikurinn sé skozkur að uppruna, og hafi hann þá verið kallaður „Gouf“. Hvernig sem því er háttað, hefur leikurinn þróast í Skotlandi og þekktist þar þegar á dögum Maríu Stuarts, því hún var ákærð fyrir að hafa verið að leika golf daginn sem maður hennar var myrtur. Elzti golf- klúbburinn er sögur fara af er Royal Blackhead frá 1908. Einn af elztu klúbbunum — og sá frægasti — er Royal and Ancient Golf Club í St. Andrews nálægt Edinborg. Hann var stofnaður 1754 og er nú leiðandi golfklúbb- ur veraldarinnar og sá klúbbur- inn, sem gert hefur reglur þær, sem nú er farið eftir um heim allan. FJÓRIR GOLFKLÚBBAR Hér á landi hefur golf ekki verið iðkað lengi. 1934 var Golf- klúbbur Reykjavíkur stofnaður. Hefur klúbburinn komið sér upp ágætum golfvelli á Öskjuhlíð — þó völlurinn sé ekki stór. Félagar í klúbbnum eru 240 talsins — þar af æfa um 40 manns er taka þátt í keppni. Klúbburinn hefur reynt að búa félögum sínum eins góða aðstöðu til golfiðkunar og unnt hefur verið. Erlendir golf- kennarar hafa um mörg undan- farin ár starfað hjá klúbbnum og veitt félögum ókeypis tilsögn. Fjórir aðrir golfklúbbar eru nú starfandi á landinu — í Vest- mannaeyjum, á Akureyri, í Hveragerði og á Hellu. Tveir þeir fyrstnefndu af þessum klúbbum eru fjölmennir og í þeim góðir golfmenn Hinir eru nýstofnaðir, en þar er áhuginn mikill — og allir eiga klúbbarnir sinn völl, þótt aðstæðurnar séu sums staðar slæmar sakir þrengsla. Golfsam- band íslands er samnefnari þess- ara klúbba. Á vegum sambands- ins hafa erlendir golfkennarar komið hingað árlega og verið hjá klúbbunum til skiptis Núverandi kennari sambandsins er W. West, Englendingur, rúmlega þrítugur. Hann er nú í Reykjavík og veitir ókej'pis tilsögn, sem fyrr segir. GOLFKEPPNIN Öil keppni í golfi að landsmóti undanskildu er forgjafarkeppni — og forgjöfin er ákveðin af þar til skipaðri nefnd, sem starfar jnnan hvers golfklúbbs. Nýlið- inn, sem keppir við meistarann, getur fengið allt að 24 högg í for gjöf og stendur þannig jafnt að vígi. Þegar menn reyna með sér í golfi leika þeir 18 holur, sem kallað er. Það er, slá knöttinn í 18 holur. Á golfvellinum hér í Reykjavík eru aðeins 9 holur, svo fara verður 2 hringi. Knett- inum er stillt upp á ákveðinn stað — þetta 100—400 m frá hol- unni. Á milli „start“-staðarins og holunnar eru ýmsar torfærur, sem golfmaðurinn verður að sneiða hjá. I keppninni reynir fyrst og fremst á taugarnar, þol- inmæði og umfram allt verður að sýna rólyndi og flasa ekki að neinu. Golf er því íþrótt, sem er spennandi auk þess sem hún er holl og skemmtileg. FJOLBREYTNI Ýmislegt er gert til að auka fjölbreyttnina í golfleiknum með ýmiskonar „tilbrigðum" í leikn- um. Má þar nefna Bogey-keppni, Fjórboltaleik, Flaggkeppni, Fjór- leik' o. fl. — Öll keppni er hins vegar nokkrum takmörkunum háð vegna þess hve vellirnir eru litlir. Völlur Golklúbbs Reykja- víkur er 9 hektarar en þyrfti að vera 36 hektarar. Hafa klúbbfé- lagar fullan hug á að leita eftir fyrir þá peninga, t d. afnot af velli, tilsögn hjá góðum kennara o. fl. Það er þess vegna óhætt að hvetja alla þá er útivist unna að leggja leið sína á golfvöllinn. — Hann tekur ekki langan tíma frá manni — 114 tíma í senn eða eins og bíóferð — en veitir manni ó- endanlega ánægju og er sann- kölluð heilsulind í mörgum til- fellum. — A. St. öðru svæði þar sem gera mætti bæði ferðin Skemmtilegt frjálsíþrótta mót á Akureyri EINS og frá var skýrt í miðviku- dagsblaðinu fóru 2 hópar frjáls- íþróttamanna frá Reykjavík í keppnisferðir um hvítasunnuna. Ferðirnar tókust báðar vel. KR- ingar fóru til Keflavíkur og hef- ur helztu úrslita keppninnar þar verið getið. 25 frjálsíþróttamenn úr IR fóru til Akureyrar. Var fullkominn völl. EKKI DYR IÞROTT Margir halda að golf sé dýr íþrótt. Að vísu er stofnkostnaður nokkur hár, því kaupa þarf kylf- ur. 5—6 kylfur nægja til að byrja með, en þær kosta allt að 1000 krónum. Fullt sett kostar hins vegar 2—3000 krónur. En eftir að kylfurnar eru fengnar eru ekki önnur útgjöld en félagsgjöld í golfklúbbnum — en margt fæst Fimleika- mót skóianna FIMLEIKAMÓT íþróttabanda- lags framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni fór fram 1. apríl s.l. Keppt var í tveimur flokkum karla. — Keppninni var hagað þannig, talin voru saman stig hjá 6 efstu mönnum hvers skóla. — Keppendur voru alls 34 frá þram- ur skólum. Úrslit urðu þau í I. flokki að Háskólinn hlaut 510,8 stig, Kenn- araskólinn 500,2 stig, Mennta- skólinn 400,7 stig. — Þetta er i annað sinn í röð sem Háskólinn sigrar. Árið 1952 sigraði Kenn- araskólinn og 1951 Menntaskól- inn. Nú var í fyrsta sinn keppt í 2. fl. karla. Þar sigraði Kennara- skólinn 426,6 stig. Menntaskólinn hlaut 393,2 stig. Stighæstu einstaklingar í 1. flokki urðu: Stig Ingólfur Halldórsson, Hásk. 94,9 Gunnlaugur Sigurðss., Kenn. 89,4 Jóhann Antoníusson, Kenn. 88,3 Hörður Rögnvaldsson, Kenn 88,7 Kjartan Kristjánsson, Hásk. 88,5 í 2. fl. urðu stighæstir: Þorvaldur Búason, Menntask. 77,7 Jón Pálsson, Kennarask. 76,4 Garðar Ólafsson, Kennarask. 74,1 og kepnin hin Gamla Bíó: ÆVINTÝRI í PARÍS HÉR ER á ferðinni amerísk söngva- og gamanmynd í litum, frá MGM, gerð af Joe Pasternak. Textinn er eftir Dorothy Cooper og Sidr.ey Sheldon, en söngvana hafa gert Sammy Cahn og Nic- holas Brodszky. Myndatökumað- ur er Robert Planck, en Nick Castle hefur sett söngsýningarn- ar á svið. Leikstjórn hefur Nor- man Tanrog haft á hendi. Eins og titillinn ber með sér, gerist myndin í París. Birtist borgin áhorfendunum í allri sinni fegurð og glaðværa og fjöl- breytta skemmtanalifi. Fornar ástir, sem entust skammt, sýna mönnum fallvaldleika hamingj- unnar, en unga fólkið tekur upp þráðinn sem sleppt var og halda áfram hinni ævarandi leit manns og konu að lífshamingjunni hvort við annars hlið. Hvort þau hafa fundið hana og öðlast til fram- tíðar, — um það segir myndin ekkert. Myndin er glæsilega á svið sett og mörg atriði hennar skemmti- leg og söguþráðurinn er, þó ekki sé hann veigamikill eða marg- brotinn, eðlilegur og öfgalaus. Leikurinn er yfirleitt prýðis- góður, enda eru aðalhlutverkin í höndum ágætra leikara. Dan- ielle Darieux fer þarna með hlut- verk Marie Devarone, frægrar söngkonu,'er á örlagaríka sögu að baki sér. Darieux er kunn hér af mörgum ágætum kvikmynd- um, sem hún hefur leikið í aðal- hlutverk af mikilli list. enda mun hún talin í fremstu röð kvikmyndastjarna veraldarinn- ar. Leikur hennar og söngur í þessari mynd er einnig með miklum ágætum. Dóttir Marie skemmtilegasta. Náðist í ýmsum greinum góður árangur. — Það, sem mesta athygli vekur er 62,20 hjá Jóel í spjóti, 14,29 hjá Skúla Thorarensen í kúluvarpi og 13,59 í kúlu hjá Vilhjálmi Einarssyni, og 23,2 sek. í 200 m hjá Leifi Tómassyni. — Helztu úrslit keppninnar voru þessi: 100 m hlaup: Vilhjálmur Ólafs- son ÍR 11,2; Höskuldur Karlsson KA 11,4; Leifur Tómasson KA 11,6 (Höskuldur átti 11,2 í und- anrás og Leifur 11,4). 200 m hlaup: Leifur Tómasson KA 23,2 (bezti tími í ár); Vil- hjálmur Ólafsson ÍR 23.4; Hauk- ur Böðvarsson MA 23,7 800 m hlaup: Ingimar Jónsson KA 2:12,2; Marteinn Guðjónsson ÍR 2:15,8; Örn Jóhannsson ÍR 2:17,6. 1 míla: Sigurður Guðnason ÍR 4:33,0 mín. 3000 m hlaup: Sigurður Guðna- son ÍR 9:44,6; Kristinn Bergsson Þór 10:12,4; Hilmar Guðjónsson ÍR 10:13,5. 4x100 m boðhlaup: Sveit KA 45,6 (Ak.met); sveit ÍR 47,6 Kúluvarp: Skúli Thorarensen ÍR 14,29; Vilhjálmur Einarsson MA 13,59; Jóel Sigurðsson ÍR 12,32. Spjótkast: Jóel Sigurðsson ÍR 62,20; Hjálmar Torfason ÍR 51,47; Haukur Jakobsson KA 46,10. Kringlukast: Kristbjörn Þórarins son ÍR 36,19; Hjálmar Torfason ÍR 34,59. (Aðstæður við kringlu- kast voru mjög slæmar). Langstökk: Vilhjálmur Einars- son MA 6,58; Höskuldur Karls- Sigurður Elíasson, Hveragerði, 50 ára FIMMTUGITR vár í gær Sigurður Elíasson trésmiðameistari, Aðal- bóli, Hveragerði. — Sigurður er fæddur að Aðalbóli á Jökuldal, sonur hjónanna Eliasar Jónssonar og Auðbjargar Sigurðardóttur. Árið 1947 setti Sigurður á stofn trésmíðaverkstæði í Hveragerði, sem má teljast nokkuð djarft í svo fámennu þorpi sem Hvera- gerði er En glöggur, sem Sig- urður er, kom hann auga á þá kosti, sem Fveragerði hefur upp á að bjóða, en það er gufan, til þurrkunar á smíðatimbri. Eru son KA 6,44; Leifur Tómasson I Þeir víst orðnir æðimargir, sem Devarone — Elisabeth Rogers — er Marie hefur ekki átt kost á að> sjá síðan Elizabeth var smábarn — leikur hin fræga kvikmyndadís Jane Powel. Fer hún einnig ágæt- lega með hlutverk sitt, bæði aif því er snertir leik og söng. AC öðrum athyglisverðum leikend- um má nefna Wendell Corey í hlutverki Jim Stanton Rogers, föður Elizabeth, Vic Damone cr leikur Andre Milan unnustu Elisabeth og Fernando Lámas, er fer með hlutverk Paul Sarnac's, hljómsveitarstjóra og elskhuga Marie Devarone. — Söngvar eru margir í myndinni og vel með þá farið. — Myndin er sem áður er sagt, ekki veigamikil en fremur skemmtileg. Tjarnarbíó: BRÚÐKAUPSNÓTTIN MYND þessi er frönsk, og þaiJ eitt nægir án efa ti) þess, aA marga mun fýsa að sjá hana, —• Hún hefur einnig á sér mörjí beztu einkenni franskra kvik- mynda, efnið er bráðfyndið, leik- urinn afbragðsgóður og sviðsetn- ing og taka myndarinnar, hvort tveggja sérstaklega vel af hend* leyst. — Það sem gefur mynd- inni og sérstakt gildi frá sjónar- miði íslenzkra bíógesta, er þaö, að hún fjallar að nokkru um þann vanda, er stafar af nærven* amerísks setuliðs í borginni, þar sem atburðirnir gerast, án þes» þó að um nokkurn áróður sé aíl ræða í myndinni. En við könn- umst þar við margt, frá reynslt* okkar hér og sannfærumst um að kvenfólkið er hvarvetna sjálfi* sér líkt, hvort heldur er á hjara veraldar, eða undir suðrænni sól, þar sem sagt ep að blóðið sé heit- ara og renni örar í æðum. Myndin fjallar um ung brúð- hjón á leið til Monte Carlo, þat sem þau ætla að njóta brúðkaups næturinnar. En margt fer oft öðru vísi en ætlað er, og svo var það um ungu hjónin, sem lenda í miklum brösum og ævintýrum áður en áfangastaðnum er náð. „En ekki meira um það“, eins og norrænufræðingurinn sagði forð- um. Aðalhlutverkin leika Francois Perier er fer með hlutverk brúð- gumans ög Anne Vernon er leik- ur hina ungu og fögru og skap- heitu brúður. Þess skal að lokum getið að myndinni fylgir allgóður íslenzk- ur texti, sem Eirikur Hagan hef- ur samið. Stjörnubió: IIRAKFALLABÁLK- l’RINN ÞETTA er amerísk mynd frá. Columbiafélaginu, tekin í litum. — I myndskránni segir að efnt myndarinnar sé ekki aðalatriði hennar, heldur skemrntani* Mickey Rooneys (sem er „stjarn- an“ í myndinni). Þetta er satt, það sem það nær. Efnið er svo sem ekki neitt og leiðinlegt það sem það er, en hitt er verra, að Mickey Rooney er lika leiðinleg- ur. Annað er eiginlega ekbi um myndina að segja. KA 6,43; Helgi Björnsson IR 6,24 m. Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson MA 13,72; Helgi Björnsson ÍR 13,13; Hörður Pálsson UMSS 12,03 m. Hástökk: Gunnar Bjarnason IR 1,70; Leifur Tómasson KA 1,65; Heiðar Georgsson IR 1,60. Stangarstökk: Valgarður Sigurðs- son Þór 3,40; Bjarni Linnet ÍR 3,15 m. hafa notið smíði Sigurðar. Enda er hann smiður góður og vand- virkur. Alltaf er Sigurður glað- ur og spaugsamur og mjög greið- vikinn. Að endingu vil ég þakka þér, Sigurður, fvrir mína hönd og iðn- aðarmanna í Hveragerði. Þau góðu kvnni sem við höfum haft af þér og megi gæfan fylgja þér um ókomin ár. G. B. Micheísen. Nýja bíó: SÖNGVAGLEÐI MYNDIN er amerísk músikmynd í. litum frá 20th Century-Fox-fé - laginu. Hún er að gæðum mjög svipug myndinni hér á undan, —■ efnið ekkert og söngvarnir lé- legir, en ekki illa með þá farið, Er sérstaklega góður trompetleik- ur Harry James. Leikarar eru. flestir eða allir í tölu minni spá- mannanna. Aukamyndin, Næturvörðurinn, kvikmynd í litum af málverkum eftir Rembrandt var hins vegar mjög athyglisverð og fróðleg, þó litir málverkanna njóti sín hvergi nærri. Ego.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.