Morgunblaðið - 29.06.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1954, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 29. júní 1954' ( Barnskór Akureyrar. iftrnikór Akureyrar prýiilegu tekii í Noregi Söng í útvarp og víða um landið i EINS og áður hefur verið skýrt frá fór Barnakór' Akureyrar 1 söngför til Noregs fyrir nokkru. Barnakórinn kom flugleiðiíl heim á sunnudag eftir hina ágætustu ferð hjá frændþjóð vorri og mun halda söngskemmtun í Gamla Bíó í kvöld kl-. 7. G'efst Reylc* víkingum þar tækifæri að hlýða á söng kórsins, en hann er fyrstl barnakórinn, sem utan fer. ágæf frammislðid Islendingaiina í Prag: Friðrik Ólafsson varð ■ 6. sæti með 1114 vinning Guðmundur Pálmason hlaul 7 vinninga j PRAG, 27. júní. — Skákmót- I inu hér er lokið með sigri | | Tékkans Pachmanns. Hlaut i tiann 15 vinninga. Annar varð j Ungverjinn Szabo msð 14V-j j vinning, 3. Sliwa, Póllandi, með 13 vinninga, 3.—5. Stálii- berg, Svíþjóð, og dr. Filip, Tékkóslóvakíu, með 1214 hvor og Friðrik Ólafsson 6. með ' 1114 vinning. — Guðmundur ? Pálmason var með 7 vinninga, í síðustu umferðinni gerða þeir jafntefli Stáhiberg og Friðrik Ólafsson, en Barcza vann Guðmund Páimason. — Einar. o—o Morgunblaðið átti í gaer tal Trið Baldur Möller og bað hann »igja blaðinu álit sitt á skák- mótinu í Pragh. Að sjálfsögðu beinist athygli «kkar ísiendinga fyrst og fremst ja@ árangri Friðriks Ólafssonar,* »tgði Baldur. Hann hefur stað- ferst að frammistaða hans á skák- mótinu í Hasting á siðastliðnum vetri var engin tilviljun og hann skipar nú flokk með þeim skák- meisturum, sem næstir ganga biórmeisturunum. — Skákmenn btða með óþreyju eftir nánari kynnum á skákum þeim, er Frið- rik tefldí á Prag-mótinu, en svo scm Morgunblaðið hefur áður skýrt frá, létu sigurvegararnir á mótinu, Pachmann og Szabo í ijós míkla hrifningu yfir skákstíl 7 JT'FTIRFARANDI grein birt- m-J ist í blaðinu „Evening - Telegraph“ mánudaginn 31. i maí s. 1.: í prédikun við messu á ! Borgarstjóra-sunnudag í St. Jame’s kirkju í Grimsby tal- 1 aði sóknarpresturinn síra G. W. Markham um nauðsyn þess 1 að endurvekja grundvallar- regiur kristinnar trúar bæði í einkalífi manna og í viðskipta- lífinu. Sagði hann að þessar " xegiur, sem hefðu gleymst, væru leið til lausnar í deil- * unni, sem uppi er varðandi löndun á fiski í Grimsby. Við messu voru yfir 1000 manns úr ölium stéttum og samtökum borgarinnar. Sagði 't presturinn að fátt hefði skap- j að meiri óvirsu né valdið meiri óróa í Grimsby á s. 1. ári en löndunardeilan. Hann sagði að spurningin um það fcvort leyfa ætti lönd- nn á islesi7kum fiski eða ekki * hefði íi'ingai hliðar, og yrði að ákveóast af sérfræðingum. En á þtssu sviði eins og öðr- um myndi vera hagstætt að taka málið fyrir á nýjum grundvelli, sem byggja átti á trúarlegum grundvallarregi- * um. „Við getum spurt oss sjálf að því hvers vegna fiskur var 7 í sjóinn settur í upphafi sköp- t unarinnar“, sagði hann, „það 1 var gert til hagsældar fyrir mannkynið, til lífsviðurværis, j en ekki til þess að verða þrætu atriði milli stétta né heldur ^ tii þess að skapa millirikja- deilur um fiskveiðisvæði“. Það ætti ekki að vera markmið fisk verzlunarinnar í Grimsby að 4 hrúga auði tii eigendanna né Friðriks í vinningsskákum hans. Ætla má að Stálberg hafi eng- an veginn teflt til jafnteflis í síðustu umferðinni, þar sem vinn- ingur hefði tryggt honum einum f jórða sætið, eða raunar þriðja og fjórða sætið með Sliwa. Friðrik Ólafsson hefur fengið á skákmótinu níu vinninga, finnn jafntefli og fimm töp. — Hanu fær því 60,53% og nægir það á mörgum skákmótum til þriðja og jafnvel annars sætis. Þrjú töp sín fær Friðrik í skákum sínum við þrjá efstu mennina, en fregn- ir hafa borizt af því, að skák- ina við Sliwa hafi Friðrik tapað eftir að hafa átt gjörunna stöðu. Tvö töp hefur Friðrik svo fengið á móti mönnum, sem eru skammt á eftir honum, en hefur verið mjög öruggur í tafli gegn veik- ari andstæðingum sínum. Menn gerðu sér vissulega góð- ar vonir um frammistöðu Frið- riks, sagði Baldur Möller, en full- yrða má að árangur hans sé enn betri en búast hefði mátt við, þótt álit skákmanna á Friðriki sé það mikið að ekki sé hægt að segja að nein góð frammistaða hans sé óvænt. Guðmundur Pálmason fékk sjö vinninga, fjórar vinningsskákir, sex jafntefli og níu töp, eða 36,84%. Er það mjög góð útkoma hjá Guðmundi, sem lítið heíur teflt undanfarin fimm námsár sín í Svíþjóð, sagði Baldur Möller að lokum. að tryggja stöðuga vinnu lönd- unarverkamanna. Markið er háleitara, það er að segja að útvega öllum fisk að borða og búa góð lífsskilyrði öllum þeim sem að því vinna frá há- setum á dekkinu til fisksendils ins í landi“, sagði hann. Hann sagði ennfremur: „Ef fiskverzlunin er fen, þar sem stríðandi hagsmunir bítast og berjast, eins og sumir halda fram, þá hlýtur henni að halda áfram að hrörna. Ef augu okkj ar eru nægilega opin til þess að sjá íslendinga eins og Guðs böm, værum við e. t. v. ekki. eins áfjáðir í að útiloka þá frá höfninni okkar“. Meirihlutinn féll í kosningmum BONN 28. júní: — Samsteypu- stjórn Adenauers í Þýzkalandi missti meirihluta sinn í West- falen-fylki, einu stærsta fylki Norður-Þýzkalands við kosning- ar er þar fóru fram á sunnudag- inn. Telja stjórnmálafréttaritarar að sosilisk stjórn verði mynduð i fylkinu. Meirihlutinn sem féll í kosningunum hefur sétið við völd um 7 ára skeið. Er úrslitin voru kunngjörð kom í Ijós að stuðningsmenn Aden- auers höfðu hlotið 99 sæti en and stæðingar hans 101 sæti á fylkis- þinginu. Enn er þó flokkur Adenauers langstærsti flokkur fylkisins — hlaut 90 sæti í kosn- ingunum. — Reuter-NTB -------------------------«■ Aðalfundur Fasi- eignaelgendafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Fasteignaeig- endafélags Reykjavíkur var hald- inn í Vonarstræti 4 s.l. mánudags kvöld, 21. þ.m. Formaður félagsins, Jón Lofts- son, forstjóri og framkvæmda- stjóri, Magnús Jónsson, lögfræð- ingur, gerðu grein fyrir störfum stjórnarinnar á síðasta starfsári. Höfðu mörg mál komið til kasta félagsins og voru helzt þeirra húsaleigulagafrumvarpið og brunatryggingar húsa í Reykja- vík, þá hafði einnig verið lögð á það áherzla við bæjarstjórn að bæla úr vatnsskorti á ýmsum stöðum í bænum. Félagsblaðið hafði komið út með ýmsum leið- beiningum til félagsmanna og skrifstofa félagsins og fram- kvæmdastjóri höfðu haft með höndum margvíslega fyrir- greiðslu fyrir félagsmenn. Jón Loftsson baðst eindregið undan endurkosningu og var Jón Sigtryggsson, dómvörður, ‘kosinn formaður í hans stað. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Jón Sigtryggsson og Guðjón H. Sæmundsson. húsa- smíðameistari. Baðst Guðjón und an endurkosningu. Voru kosnir í stjórnina þeir Jón G. Jónsson, umsjónarmaður, og Jón Guð- mundsson, skrifstofumaður. Fyrir voru í stjórninni Hjálmar Þor- steinsson og Friðrik Þorsteinsson húsgagnasmíðameistarar. í varastjórn voru kosnir þeir Valdemar Þórðarson, kaupm., Egill Vilhjálmsson, forstjóri og Sighvatur Einarsson, pípulagn- ingameistari. Endurskoðendur voru .kjörnir þeir Ólafur Jó- hannesson kaupm., og Sigurður Hólmsteinn Jónssón, blikksmíða- meistari og til vara Hannes Jóns son, fulltrúi. Blinda (élkið þakkar SÍÐASTLIÐINN sur.nudag bauð Rebekkustúkan Bergþóra nr. 1 blindu fólki til kaffidrykkju og er það annálsvert hve systurnar lögðu sig í framkróka til að hlynna að þessu blinda fólki og skemmta því á alla vegu. Þá ber og að þakka hinum ungu leikur- um, sem gerðu sitt til að skemmta fólkinu. Blinda fólkið flytur systrum Rebekkustúkunnar og öðrum sem að skemmtuninni stóðu sín- ar hjartanlegustu þakkir fyrir þessar ógleymanlegu gleðistund- ir og alla hugulsemi í þeirra garð fyrr og síðar. Mbl. átti tal við Hannes J. Magnússon skólastjóra Barna- skóla Akureyrar í gær, en hann var með í Noregsförinni. TVEIR EINSÖNGVARAR í Barnakór Akureyrar eru 29 börn á aldrinum 10—14 ára. — Söngstjóri kórsins er Björgvin Jörgensson kennari, en einsöngv- arar með kórnum voru þau Anna G. Jónsdóttir og Arngrímur B. Jóhannsson. Hefur söngstjórinn lagt mikla alúð við þjálfun kórs- ins og hlaut hann mikið hrós í Noregi fyrir þann árangur, sem hann hefur náð. Fararstjóri var Tryggvi Þorsteinsson kennari. í ÚTVARP Barnakórinn hélt flugleiðis til Osló 12. júní og fór þaðan rak- leitt til Álasunds og kom hann þangað 27 timum eftir að lagt var af stað frá Reykjavík. Ála- sund er vinabær Akureyrar og hafði hann sérstaklega boðið kórnum til samsöngs þar. Var þar tekið á móti kórnum af mikilli alúð. Mætti honum for- seti bæjarstjórnar Álasunds, sendiherra Norðmanna á íslandi Anderssen-Rysst og Bjarni Ás- geirsson sendiherra í Osló. — Bjuggu börnin ýmist á heimilum út um bæinn eða í unglingaskóla einum. Annaðist karlakórinn í Álasundi mótttökurnar og vist- ina í borginni. Kórinn hélt eina hljómleika í Álasundi og aðra þar skammt frá við geysimikinn fögnuð áheyrenda og komust færri að en vildu. HJÁ RÆÐISMANNI Hinn 17. júní hélt íslenzki ræðismaðurinn í bænum boð fyr- ir kórinn. Þar voru staddir menn frá norska útvarpinu og tóku þeir upp nokkur lög, sem síðan var útvarpað um kvöldið 17. júní frá Osló. Alls dvaldist kórinn 5 daga í bænum og voru hörnin leyst út með gjöfum, er þau fóru þaðan. Þaðan var haldið sjóleiðis til Bergen, en þar tók barnakór út- varpsins í bænum á móti íslenzku börnunum með söng á bryggj- unni. i í KIRKJU ^ Þar var og staddur íslenzlð ræðismaðurinn Tryggve Rittland* sem greiddi fyrir kórnum á alli an hátt. Kórinn söng tvisvar 1 bænum, í Konserthallen og $ skemmtistaðnum Gamle Bergett við prýðilegar undirtektir. ÞaðaH var haldið til Voss og söng kóc« inn þar í bæjarkirkjunni. I Þá hitti kórinn skömmu seinna í Osló kórana, sem þátt tóku I norræna söngmótinu í Osló m. a, Samkór Reykjavíkur. Söng barnS kórinn í Folketeatret í Bygdö og í Bygdö Söbad. Voru undirtektiB ávallt hinar sömu hvar sem fatw ið var, hinar hjartanlegustu. 1 í Osló sat kórinn síðan boa Bjarna Ásgeirssonar sendihercð og konu hans. 4 W LÆRDÓMSRÍK FERÐ 1 Flest voru lögin íslenzk á söngi skránni, 28 alls, en nokkur norsK og vakti „Sunnudagur SelstúHc-í unnar“ eftir Olav Bull sérstakð hrifningu, en í því söng ArngrírtK ur einsöng bæði á norsku og ís« lenzku. ( Börnin gátu fljótt gert sig skilJW anleg við jafnaldra sína, sagfH Hannes J. Magnússon. Þau hafS haft mjög gaman að förinni, húö hefur í senn verið skemmtileg Og lærdómsrík og örugglega á bocQ við fjölmarga tíma í kennsliÞi stofunum. jí ----------------- i Ferð á hestum wn 1 landið 1 ORLOF gengst fyrir reiðtCtlj þvert yfir landið frá Akureyri tll Borgarfjarðar. Alls geta 6 meiU|| tekið þátt í ferðinni. FylgdaíS maður sem vel þekkir til verðuB með í ferðinni. Lagt verður a£ stað frá Akureyri hinn 12. júli og riðið í 4 dagleiðum til KaI-< manstungu eða í Svignaskarfl eftir aðstæðum. H Hestarnir eru allir valdir me8 þessa ferð fyrir augum og séð verður um heyfeng og allt annað er að ferðinni lítur. Þeir sen( óska að taka þátt í ferðinni ge£| sig fram við Orlof h.f. sem gefus upplýsingar. Irezkur presður \ predikunarstól: Löndunardeiluna á að leysa á trúarlegum grundvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.