Morgunblaðið - 29.06.1954, Side 8
H
MORGUTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. júní 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflc.
yramkv.stj.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyTgðarm.)
Stjómmálarltstjóri: Sigurður Bjarnason fri Vi#ur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanianda.
t lausasölu 1 krónu eintakið.
UR DAGLEGA LIFINU \
Nýtt blómaskeið
íslenzkrar menningar
VIÐ opnun bókasýningar þeirr-
ar, sem Háskóli íslands gekkst
fyrir í tilefni af 10 ára afmæli
lýðveldisins flutti Bjami Bene-
diktsson menntamálaráðherra
ræðu og minntist þar m. a. á gildi
fornbókmenntanna fyrir íslenzka
menningu. Kvað hann þær ekki
aðeins grundvöll hennar heldur
væri það hæpið, hvort þjóðin
hefði lifað af margar myrkar ald-
ir, ef hún hefði ekki sótt kjark,
manndóm og uppörvun í sín fornu
fræði.
Menntamálaráðherra komst síð
an að orði á þessa leið:
„Nú sækja að okkur erlend
áhrif úr öllum áttum. Þau geta
orðið hrettuleg, ef þjóðin gætir
sín ekkj. Fn ef hún kann að meta
sjálfa sig og heldur tryggð við
allt hið bezta úr sinni fornu
menningu, jafnframt því, sem
kynni af umheiminum veita víð-
sýni og margháttaðan lærdóm, þá
kann svo að reynast að við séum
nú stödd við upphaf nýs blóma-
skeiðs íslenzkrar menningar.
Margt bendir til, að svo sé, þó að
mörgu sé ábótavant. Minnkandi
kunnugleiki og lestur almennings
á fornritunum er eitt af því, sem
illu spáir. En þó er það gleðilegt
tímanna tákn, að almannarómur
segir, að ekkert útvarpsefni njóti
meiri vinsælda en þegar beztu
íslendmgasögurnar eru lesnar
þar af ágætum upplesurum, svo
sem sumum kennurum í íslenzk-
um fræðum við háskólann".
Þessi ummæii menntamálaráð-
herrans hafa vissulega við fyllstu
rök að styðjast. í stað þess að
ísland var einangrað og úr þjóð-
braut þvert er það nú mitt á al-
faraleið. Sterk erlend áhrif leika
um íslenzka þjóð og menningu
hennar. Það er fyrst og fremst
afleiðing tæknibyltingarinnar og
gjörbreytingar á sviði samgöngu-
mála. Þessi erlendu áhrif geta
haft neikvæð og hættuleg áhrif
á íslenzkt menningarlíf. En því
fer víðsfjarri að það sé óhjá-
kvæmilegt. Það veltur á þroska
og manndómi þjóðarinnar á
hverjum tíma. Íslendingar verða
að kunna að velja og hafna, til-
einka sér það úr erlendum menn-
ingarstraumum, sem hentar þeim
og samræmist þörfum okkar, en
hafna hinu, sem síður en svo er
fengur að. Við verðum að varast
að gleypa hlutina ómelta aðeins
vegna þess að þeir eru nýir og
erlendir. Slíkur oþingáttarháttur
er hinn mesti vanþroskavottur.
Á hinn bóginn verðum við
einnig að varast þröngsýnan
sjálfbyrgingshátt og þjóðemis-
rembing. Við lifum í einum heimi
enda þótt hann virðist oft vera
skiptur í tvær miklar andstæður
milli austurs og vesturs, frjáls-
lyndrar vestrænnar lýðræðis-
hyggju annars vegar en aust-
rænnar einræðishyggju hins veg-
ar. Framtíð mannkynsins og sið-
menningarinnar veltur á því, að
þjóðunum takist að skilja hver
aðra, kynnast hver annarri og til-
einka sér það bezta úr vísinda-
og menningarstarfi hver annarar.
Til þess að þetta takist þarf ekki
að skafa út þjóðleg menningar-
sérkenni hverrar þjóðar. Með því
væri grundvellinum kippt undan
sjálfstæði margra þeirra. Að hinu
þer að stefna að árangurinn af
mannlegu hyggjuviti, snilligáfu
og þroska verði alþjóðleg eign
og sé notuð til þess að örva og
efla menningarlif fólksins um
víða veröld.
Möguleikar okkar íslendinga
til þess að lifa fjölskrúðugu
menningarlífi eru miklir og vax-
andi. Við höfum nú betri aðstöðu
en nokkru sinni fyrr til þess að
gæta hins forna menningararfs
okkar, bókmennta og sögu. Hvert
íslenzkt barn hefur nú tækifæri
til þess að njóta góðrar og fjöl-
breyttrar menntunar. Við höfum
fjölgað æðri skólum okkar þannig
að fjórir menntaskólar eru nú í
landinu. Háskóli íslands hefur
verið efldur og sérstök áherzla
lögð á að gera hann að miðstöð
norrænna fræða í heiminum.
Þjóðin hefur fyrir skömmu
eignast Þjóðleikhús og sinfóníu-
hljómsveit og með bættum sam-
göngum gefst henni tækifæri til
þess að fá til sín beztu erlenda
listamenn á ýmsum sviðum.
Allt þetta hlýtur að stuðla
að því að auðga og frjógva
íslenzkt menningarlíf. Fram-
undan getur þessvegna verið
nýtt hlómaskeið íslenzkrar
menningar. Við þurfum að-
eins að kunna fótum okkar
forráð, læra af hinu góða og
þroskavænlega, sem utan að
berst en hafna hinu einskis-
verða eða fánýta. Við skulum
byggju menningu hins nýja
tíma á því bezta, sem fortíðin
gaf okkur, vera trúir uppruna
okkar en taka þeim þroska,
sem framvinda tímans færir
okkur.
Á þessum grundvelli mun
íslenzk menning blómgvast og
dafna á komandi árum.
Framsókn sparar!
HÉR í blaðinu hefur áður verið
á það minnst, að sjálfsagt væri
og eðlilegt að sameina embætti
húsameistara ríkisins og skipu-
lagsstjóra ríkiálins. Væri mjög
auðvelt að framkvæma þessa
sameiningu nú, vegna þess að
skipulagsstjóraémbættið væri
laust, þar sem forstöðumaður
þess hefði verið skipaður húsa-
meistari.
Ef þessi háttur hefði verið á
hafður hefði það sparað ríkinu
töluvert fé árlega. Eitt embætti
hefði verið gert úr tveimur. Skrif
stofubákn ríkisins hefði verið
fært lítillega saman og þar með
stefnt í rétta átt.
En Framsóknarflokkurinn, sem
alltaf segist vilja spara ríkisfé
vildi ekki hafa þennan hátt á.
Enda þótt ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins vildu að slík sameining
hinna tveggja embætta yrði fram
kvæmd veitti félagsmálaráðherra
skipulagsstjóraembættið og lok-
aði þar með dyrunum fyrir þess-
ari sparnaðarhugmynd.
Þannig er sparnaðarvilji Fram-
sóknar í framkvæmd. Tíminn er
látinn rausa um hina frábæru
fjármálastjórn Framsóknarflokks
ins. Bændum og búaliði er sagt,
að ekki standi á Framsókn til
þess að draga saman ríkisbáknið.
En ef korrið er með raunhæfar
sparnaðartillögur þá snúast ráð-
harrar Framsóknar hart gegn
þeim.
ALMAR skrifar:
Biskupsvígslan.
SUNNUDAGINN 20. þ.m. var út-
varpað frá Dómkirkjunni vígslu
hins nýkjörna biskups vors herra
Ásmundar Guðmundssonar. Fór
athöfnin fram með miklum
virðuleik og hátíðarblæ. Dr. theol.
Bjarni Jónsson vígslubiskup fram
kvæmdi vígsluna með miklum
skörungsskap og flutti svipmikla
og áhrifaríka ræðu til hins ný-
vígða biskups. Dr. theol. Magnús
Jónsson lýsti vígslu og fórst það
meg miklum ágætum. Aðrir sem
tóku virkan þátt í vígsluathöfn-
inni, svo sem vígsluvottarnir, þeir
séra Friðrik J. Rafnar, vígslu-
biskup, séra Jakob Einarsson pró-
fastur, séra Þorsteinn Jóhannes-
son prófastur og Jón Auðuns
dómprófastur, svo og Björn
Magnússon prófessor og séra
Oskar J. Þorláksson, er þjónuðu
fyrir altari, kcmu allir fram af
miklum virðuleik. — Að lokum
predikaði biskupinn og var ræða
hans þrungin alvöru og virðuleik
þessarar hátíðlegu stundar. —
Söngur kirkjukórsins og orgel-
leikur dr. Páls ísólfssonar áttu
ríkan þátt í því að gera mönnum
athöfnina ógleymanlega.
Frá Lissabon.
ERINDI það um Lissabon, eftir
sendiherrafrú Lissa-Britta Ein-
Jrá útuarpL
í áíÉudta viL
i mvi
u
arsdóttir Öhrvall, er frú Guð-
rún Sveinsdóttir flutti í út-
varpið þennan sama dag, var
hið ágætasta, skemmtilegt og
fróðlegt og afburðavel samið og
framúrskarandi vel flutt, í prýði-
legri þýðingu frú Guðrúnar. —
Slík erindi eru jafnan vinsæl hjá
hlustendum, en því miður er það
mjög sjaldgæft að þau séu eins
vel flutt og að þessu sinni. Þó vil
ég taka hér undan ferðalýsingar
Rannveigar Tómasdóttur, sem
allar voru afbragðsvel samdar og
prýðilega fluttar.
Séra Jón Þorláksson,
SYNODOSERINDI sér Sigurðar
Stefánssonar á Möðruvöllum, um
séra Jón Þorláksson, skáld á
Bægisá, er séra Sigurður flutti
þriðjudaginn 22. þ.m. og útvarp-
að var, er eitt af beztu erindum,
sem heyrst hafa í útvarpinu.
Lýsti séra Sigurður hinu mikla
skáldi og andans manni, skapgerð
hans og lífsstarfi af mikilli þekk
ingu og djúpum skilningi, og
varpaði skýru ljósi á svipdrætti
þessa óvenjulega persónuleika og
Vetud andi óhrifar:
samtíð hans. Þá var og flutning-
ur séra Sigurðar öruggur og
* greinilegur svo að til fyrirmynd-
ar má telja.
Útvarpssagan nýja.
„MARIA GRUBBE“ hin stór-
merka skáldsaga, eftir danska
skáldsnillinginn J. P. Jacobsen, í
þýðingu Jónasar Guðlaugssonar
skálds mun án efa verða vinsæl
meðal hlustenda. Kristján Guð-
laugsson hæstaréttarlögmaður,
bróðir Jónasar skálds les söguna.
Nokkrir annmarkar hafa verið á
fyrstu lestrum hans, en ég tel
öruggt að það séu aðeins byrjun-
arörðugleikar, sem hæstaréttar-
lögmaðurinn komist fljótlega
yfir.
Önnur dagskráratriði.
ÞVÍ MIÐUR gat ég sakir anna,
eigi komið því við að hlusta að
ráði á dagskrá útvarpsins síðari-
hluta vikunnar. Ég hlýddi þó á
upplestur Olínu Jónsdóttur frá
Sauðárkróki. — Frásögn hennar
þótti mér fremur bragðdauf, en
! stökur hennar og kviðlingar
t býsna góðir. — Af öðrum erind-
umum vil ég nefna fróðlegt og
vel flutt erindi próf. Richards
I Beck’s um trúrækni og þjóðrækni
í sögu og lífi Vestur-íslendinga.
( Þ R 0 T I 1 R
w
Ovenjuleg þátttaka í
Seglskipum bannaður
aðgangur.
AGIRÐINGUNNI í götunni fyr-
ir neðan Eimskipafélagshúsið
er rautt og gljáandi skilti með
hvítum bókstöfum. Á þvi stend-
ur: „Bílastæði aðefns fyrir Eim-
skip.“
I Að vísu er þar hvorki tekið
fram, að þar sé um samnefnt
hlutafélag að ræða eða félag yfir-
leitt, svo álykta mætti, að segl-
skipum og skútum væri þar með
j öllu bannaður aðgangur og mótor
' bátar mjög illa séðir. En það er
ekki einungis niðri við höfnina,
sem bifreiðum er bannaður að-
gangur, ef eigandinn er ekki svo
heppinn að vinna í nálægri bygg-
ingu, heldur er það miklu víðar
um bæinn.
Hjá Arnarhvoli, háborg skrif-
stofumennsku og pappírsvinnu ís-
lenzka ríkisins er allmikið bíla-
stæði, enda mjög þarft. Fjöldi
manna leitar bónarerinda í þær
veglegu stofnanir, sem í Arnar-
i hvoli eru til húsa og auk þess er
j þar hinn virðulegi Hæstiréttur
landsins sambyggður, svo allir,
sem eiga rétt sinn að sækja eða
verja ganga þar eða aka um veg.
Langur gangur.
GALLINN er aðeins sá, að við
bílastæðið er snoturt og yfir-
lætislaust skilti, sem á stendur,
að engir aðrir megi geyma sína
bíla í nánd við nefnt hús, nema
þeir, sem þar innan dyra vinna
fyrir brauði sínu. Þess er aftur
á móti hvergi getið á öðru skilti,
hvar þeir sem erindi eiga í nefnd-
ar byggingar — og raunar eru
byggingarnar bara til fyrir þá, —
skuli geyma sína bíla meðan á
erindum þeirra stendur,
Og afleiðingin er sú, að hinir
tiltöluiega fáu starfsmannabílar
standa rólegir og kyrrir 8 tíma á
dag meðan hundruð manna, sem
stutt erindi eiga verða að skilja
sínar bifreiðir eftir órafjarri
ákvörðunarstað sínum. Er það of
mikil kurteisi eða tillitssemi við
viðskiptamenn hins opinbera, að
þeir geti ekið að dyrum musteris-
ins jafnt og þeir sem í þeirra
þágu starfa fyrir innan?
Skáldið mælti.
SVEINN segir: Við lifum á erfið-
um tímum sagði Seinn Stein-
arr í merkri bókmenntaræðu, er
hann hélt í fyrravetur. Orð var
það að sönnu og var víst fátt
réttara sagt á því ári. En skáldið
hefur víst aðallega haft and-
legu málin í huga, er hann
lét hin spaklegu orð út
úr sínum munni, en ekki þau
veraldlegu. í vorum veitSnga-
húsamálum, sem brátt fara nú að
verða eilífðarmál okkar íslend-
inga að því er virðist, horfir
fremur til batnaðar þótt hægt
gangi. Fyrir nokkru tók til starfa
nýtt veitingahús og þó gamalt, að
nafni Röðull hér í bæ. Á sínu
fyrra lífsskeiði var það ósköp
venjulegt veitingahúsj, hávaða-
samt og íótumtroðið í meira lagi
og hafði fátt til síns ágætis.
Nú hefur það hinsvegar kastað
ellibelgnum svo um munar og er
orðið bjartasta, snotrasta og geð-
þekkasta öldurhús höfuðborgar-
innar, ásamt Sjálfstæðishúsinu
við Austurvöll.
List en ekki gróði.
ÞAÐ getur jafnvel hvarflað að
manni, er maður er seztur
þar yfir góðum málsverði, að
þetta hús sé alls ekki íslenzkt
veitingahús, heldur miklu frem-
ur danskt eða franskt, svo yfir-
máta kurteisir eru þjónarnir,
maturinn ljúffengur, húsbúnaður
smekklegur og dyravörðurinn
borðalagður. Borg verður aldrei
stórborg eða mikil borg fyrr en
hún á góð veitingahús og með
Röðli er Reykjavík einni röst nær
því marki en áður fyrr. Og hrós
eiga þeir veitingamenn skilið,
sem hafa einhvern tímann gert
sér ljóst, að veitingahúsarekstur
er annað og miklu meira en sú
list að græða peninga á fljótan
og auðveldan hátt.
frjálsíþróHum
BOÐHLAUP meistaramóts
iReykjavíkur í frjálsum íþróttum
fóru fram s.l. föstudag. Úrslit í
4x100 m boðhlaupi urðu þau að
Ármann sigraði á 44,0 sek., 2. ÍR
45,6; 3. B-sveit KR 47,1; 4. B-sv.
Ármanns 47,5, 5—6. B-sv. ÍR og
C-sv. KR 48,4 sek.
í 4x400 m boðhlaupi sigraði
sveit Ármanns 3:32,0; 2. KR
3:35,2; 3. ÍR 3:45,6; 4. KR (B-sv.)
3:51,2 5. ÍR (B-sveit) 4:00,8; 6.
Ármann (B-sveit) 4:01,0 mín.
| Eftir boðhlaupin eru stig félag-
anna sem hér segir:
' Ármann 18 stig, KR 13'/2, ÍR 12%.
I Fimmtarþraut meistaramótsins
fer fram í kvöld kl. 19,30 svo og
1 keppni í 10 km. í fimmtarþraut
eru 24 keppendur og í 10 km.
i hlaupi 6 keppendur.
Hlaup Bannlsten
á kvikmynd
ÞEGAR Bannister vann hið
mikla afrek að hlaupa míluna
fyrstur manna undir 4 mínút-
um, var hlaup hans kvikmynd-
að. Nú hefur Austurbæjarbíó
fengið þessa mynd og sýnir
hana sem aukamynd á níusýn-
ingum sínum næstu daga. Er
þar ágætt tækifæri fyrir
íþróttamenn að sjá er hi®
mikla afrek var unnið.
Sundmó! í Borgar-
SUNDMÓT Ungmennasambands
Borgarfjarðar var nýlega haldið.
Sá UMF íslendingur um mótið,
sem fór vel fram, en þátttaka var
lítil, því aðeins 2 félög af 15 í
sambandinu sendu keppendur til
mótsins.
18. júlí n. k. fer fram aðal-
j iþróttamót sambandsins við Faxa-
borg. Þar fer fram keppni í starfs-
íþróttum, hin fyrsta á vegum
U.m.s.B.
Helztu úrslit hins nýafstaðna
sundmóts voru þessi:
Framh, á bls. 12 j