Morgunblaðið - 03.07.1954, Side 2
2
) i
MORGVnBLABlB
Laugardagur 3. júlí 1954 |
Byggingarfélag verkamanna
Framh. af bls. 1
jnannabústaði breytt með bráða-
birgðalögum og Byggingarfélagi
-ilþýðu gefinn kostur á að breyta
samþykktum sínum í samræmi
•við þau. Varð niðurstaðan sú að
íéiagið taldi sér það ekki fært.
Var Byggingafélag verkamanna í
Seykjavík þá stofnað. Hefur það
síðan starfað af miklum þrótti,
•enda þótt skortur á fjármagni
hafi torveldað framkvæmdir þess
verulega.
BYGGING AFR AM K VÆMDIR
MEFJAST
Strax eftir stofnun félagsins
tók það að undirbúa bygginga-
framkværndir. Það sótti þegar
•um lóðir fyrir 100 íbúðir í tveggja
hæða húsum. Brást bæjarráð og
bæjarstjórn vel við þeirri beiðni
og út.hlutaði félaginu umbeðnum
lóðum. Voru þær í Rauðarárholti
norðan Háteigsvegar. I svipaðan
mund samþykkti byggingarsjóður
•að veita félaginu 500 þús. kr. lán
til byggingar verkamannabú-
ístaða. Þau hús, sem félagið hefur
byggt hefur það öll rcist í Rauð-
•arárholti, í þríhyrningi, sem tak-
markast af Einholti, Háteigs-
vegi, Nóatúni og Skipholti. Er
þetta svæði eingöngu byggt verka
mannabústöðum að undantekn-
Tim nokkrum húsum efst við Stór
iiott að norðan.
Fyrstu húsin sem félagið
byggði voru reist á timabilinu
sept. 1939 þar til í ágúst 1940.
Vöru reist í þessum flokki 10 hús
við Háteigsveg, Meðalholt og Ein-
liolt. Voru í þeim 20 þriggja her-
bergja íbúðir og 20 tveggja her-
bergja íbúðir. Sameiginlegt fyrir
Grímur Bjarnason,
gjaldkeri
allar íbúðirnar í hverju húsi voru
miðstöð og þvottahús. En þurrk-
Jiús voru 2 í hverju húsi, eitt
fyrir hverjar 2 íbúðir. Þriggja
berbergja íbúðirnar voru 62 fer-
metra og tveggja hebergja íbúð-
irnar 52,7 fermetrar. Kostnaðar-
verð hinna síðarnefndu var tæpar
16 þús. kr. og bar hverjum íbúð-
areiganda að greiða í útborgun
15% af áætluðum kostnaði, áður
«n hann fengi umráð yfir íbúð-
inni, en mánaðarafborganir af
íbúðunum voru ákveðnar kr.
•74,70.
Þriggja herbergja íbúðirnar
iostuðu aftur á móti kr. 18.805,00.
Lánsskilmálar voru þeir sömu.
HVER BYGGINGARFLOKKUR
REKUR ANNAN
Eftir að byggingu húsanna í 1.
i.1. var lokið varð nokkurt hlé
hjá félaginu í framkvæmdum
vegna fjárhagsörðugleika. En í
júiímánuði árið 1941 hófust þó
framkvæmdir að nýju. í 2. flokki
vo,-u nú reist 14 hús við Meðal-
iiolt og Háteigsveg. Voru þau
dekin til notkunar á tímabilinu
frá því í ágúst 1942 og þar til í
september 1943. Voru þetta
jþriggja og tveggja herbergja
íbúðir.
Svo að segja strax eftir að flutt
hafði verið í síðustu húsin í 2.
flokki hófust framkvæmdir að
byggingu húsa í 3. flokki en þau
voru reist við Stórholt og Há-
teigsveg. I þessum flokki voru
byggð 7 hús. í þeim voru 24
þriggja herbergja íbúðir og 4
tveggja herbergja íbúðir.
I júní árið 1945 var enn byrjað
á nýjum byggingaflokki, þeim 4.
í röðinni. í honum voru 9 íbúðar-
Guðmundur í. Guðmundsson,
fyrsti formaður félagsins.
hús með 36 þriggja herbergja
íbúðum og 1 skrifstofu og verzl-
unarhús. Hús þessi voru byggð
við Meðalholt og Stórholt.
Á næsta byggingarflokki var
byrjað vorið 1949. í honum voru
10 hús. Standa 9 þeirra við Stang-
arholt en 1 við Stórholt. í þess-
um húsum eru allt þriggja her-
bergja íbúðir en hver íbúð á hæð
80 fermetrar. Kaupverð þessara
íbúða varð 169 þús. kr.
í apríl árið 1952 hófust svo
framkvæmdir við byggingu 6.
flokks. í honum eru 5 hús með
20 þriggja herbergja íbúðum og
er fyrirkomulag þeirra og stærð
hin sama og húsanna í 5. flokki.
í fyrstu íbúðirnar í þessum
flokki var flutt í ágúst 1953 og
í þær síðustu í nóvember sama
ár.
Á 7. flokki var svo byrjað sum-
arið 1953 og mun verða flutt í
þær á þessu sumri eða í haust.
Eru 4 hús í þessum flokkí með
samtals 24 íbúðum, 16 fjögurra
herbergja og 8 þriggja herbergja.
Er hver fjögurra herbergja íbúð
80 fermetrar en þriggja herbergja-
íbúðirna 68 femetrar. Kostnaðar-
áætlun íbúðanna í þessum flokki
eru 200 þúsund kr. fyrir hinar
stærri en 160 þús. kr. fyrir hinar
minni. Standa hús þessi við Skip-
holt og Nóatún.
Samtals eru byggingar Bygg-
Bjarni Stefánsson,
meðstjórnandi
ingafél. verkamanna í Reykjavík
73,4 þús. rúmmetrar. En á næsta
ári verða þær orðnar um 78 þús.
rúmmetrar.
AFBORGANIR OG KJÖR
ÍBÚÐAREIGENDA
í júlímánuði 1953 ákvað stjórn-
in síðast samkvæmt samþykkt
næsta aðalfundar áður, að mán-
aðargreiðslur íbúðareigenda í
hinum ýmsu flokkum yrðu frá
1. janúar það ár sem hér segir:
íbúðareigendur í I. flokki greiði:
Kr. 125.00 á mánuði fyrir 2ja
herbergja íbúðir.
Kr. 150.00 á mánuði fyrir 3ja
herbergja íbúðir.
íbúðareigendur í II. flokki greiði:
Kr. 200.00 á mánuði fyrir 2ja
herbergja íbúðir.
Kr. 235.00 á mánuði fyrir 3ja
herbergja íbúðir.
íbúðareigendur í III. fl. greiði:
Kr. 255.00 á mánuði fyrir 2ja
herbergja íbúðir.
Kr. 305.00 á mánuði fyrir 3ja
herbergja íbúðir.
íbúðareigendur í IV. fl. greiði:
Kr. 360.00 á mánuði fyrir 3ja
herbergja íbúðir.
íbúðareigendur í V. fl. greiði:
Kr. 530.00 á mánuði fyrir 3ja
herbergja íbúðir.
Mánaðargreiðslur íbúðareig-
enda í VI. flokki hafa ekki verið
endaniega ákveðnar, en eru áætl-
aðar 600 krónur. — Ekki er held-
ur enn vitað, þegar þetta er rit-
að, hver mánaðargreiðsla íbúð-
areigenda verður í fjögurra og
þriggja herbergja íbúðunum, sem
eru í byggingu í VII. flokki.
Af framanskráðu sést, að íbú-
ar verkamannabústaðanna búa
Tómas Vigfússon,
formaður síðan 1949
við mjög hagstæð kjör varðandi
íbúðirnar, enda eru lánin, sem
til verkamannabústaðanna eru
veitt, með góðum lánskjörum,
bæði hvað snertir vexti og láns-
tíma.
Samkvæmt ákvæðum laganna
um verkamannabústaði, skal
íbúðarkaupandi greiða ákveðna
hundraðstölu af byggingarkostn-
aði íbúðarinnar í upphafi, en eft-
irstöðvarnar skulu greiddar á
löngum tíma, en heimilt er kaup-
anda þó að greiða byggingarlán
sitt að fullu, hvenær sem hann
óskar þess. Með lögum frá 1929
og 1935 var miðað við 15% út-
borgun og 42 ára lánstíma. En
með síðari lagaákvæðum hefur
verið heimilað að veita lánin í
42 til 75 ár, en heimildarinnar
um lengri lánstímann hei'ur fé-
lagið ekki notið enn. Hins vegar
hafa íbúðareigendur orðið að
greiða 25% af byggingarkostn-
aði um leið og þeir hafa fengið
úthlutað íbúð, í öllum flokkum
nema I. flokki, en þar var út-
borgunin 15%.
IIAGKVÆM KJÖR
I mánaðargreiðslum þeim, sem
íbúðarkaupanda er gert að greiða
eru því fyrst og fremst fólgnar
afborganir og vextir af stofn-
kostnaðarlánum, sem tekin hafa
verið hjá Byggingarsjóði verka-
manna, en ennfremur ber þeim
að standa undir gjöldum, sem á
íbúðirnar eru lögð af ríki og bæ
sem gjaldstofnar. Einnig eiga
þær að ganga til viðhalds hús-
anna að utan og brunatrygginga.
Loks ber að greiða af þeim ár-
gjald í varasjóð félagsins, sem á
að vera 1% af viðskiptaveltu
þess, en hún telst vaxta- og af-
-i
Verkamannabústaðir, sem eru í byggingu við Skipholt og NóatúQ
borganatekjur félagsins á árinu,
sem félagsmönnum ber að greiða,
enda greiði hver félagsmaður
gjald þetta af sinni viðskipta-
veltu. Árlegt tillag í stofnsjóð
skal greitt af þeim félagsmönn-
um, er keypt hafa verkamanna-
bústaði hjá félaginu, og nemur
það 3% af viðskiptaveltu hvers
félagsmanns.
En þrátt fyrir öll þessi gjöld,
sem innifalin eru í mánaðar-
greiðslunum, má fullyrða, að eig-
endur íbúða í verkamannabústöð
unum búi við hagstæðari hús-
næðiskjör en flestir aðrir íbúar
höfuðborgarinnar.
MYNDARLEGT AFMÆLISRIT
I tilefni af 15 ára afmæli Bygg-
ingafélags verkamanna hér í
Reykjavík hefur stjórn félagsins
gefið út myndarlegt afmælisrit.
í það rita greinar og ávörp, Stein-
grímur Steinþórsson félagsmála-
ráðherra, Stefán Jóhann Stefáns-
son fyrv. félagsmálaráðherra,
Bjarni Benediktsson dómsmála-
ráðherra, Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri, Ingólfur Kristjáns-
son ritstjóri, sem skrifa sögu
byggingarfélagsins í 15 ár, Guð-
mundur í. Guðmundsson sýslu-
maður, Jón G. Maríasson banka-
stjóri, Þór Sandholt arkitekt og
Tómas Vigfússon byggingameist-
ari. Rit þetta fá félagar bygging-
arfélagsins ókeypis en nokkur ein
tök af því verða seld í bókabúð-
um. Felst í riti þessu mikill fróð-
leikur um starfsemi félagsins og
byggingasjóðs verkamanna.
ÁRNAÐARÓSKIR
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
í niðurlagi greinar þeirrar sem
Bjarni Benediktsson dómsmála-
ráðherra skrifar í afmælisritið
Magnús Þorsteinsson,
varaformaður frá upphafi
kemst hann að orði á þessa leið:
„Frá þeim árum, er ég átti sæti
í bæjarstjórn Reykjavíkur, var
hér borgarstjóri og um skeið
eftirlitsmaður byggingarfélags-
ins, er mér ljúft að minnast
ágætrar samvinnu við þá ötulu
menn, er valizt hafa til forustu í
Byggingarfélagi verkamanna. —
Það er einlæg ósk mín, að árang-
ur af starfi félagsins verði sem
mestur og heilladrýgstur og fé-
lagið megi ætíð vinna í þeim
anda athafna, framtaks og sam-
hugs, er stjórnað hefur orðum
þess hingað til.“
VORIIUGI OG ÁRÆÐI
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri lýkur sinni grein í afmælis-
ritinu með þessum orðum:
„Til þess að bæta úr húsnæðis-
ástandinu og auka verulega
byggingar í Reykjavík þurfa all-
ir byggingaraðilar að leggjast á
eitt. Það er gleðiefni, hversn
mikill vorhugur og áræði er nú
með mönnum til byggingarfram-
kvæmda. Byggingarfélag verka-
manna hefur mikinn hug á að
færa út kvíarnar og auka starf-
semi sína. Að því verður að vinna
á alla lund, að veita því aðstöða
Alfreð Guðmundsson,
ritari
til þess að gegna í enn stærri stíi
því hlutverki sínu að byggja ó-
dýrar, hagkvæmar íbúðir fyrir
hina efnalitlu borgara þjóðfélags-
ins.“
IIEILDARLÁN ÚR
BYGGINGARSJÓÐI
í mjög fróðlegri grein sem Jón
G. Maríasson bankastjóri skrifar
í ritið skýrir hann meðal annars
frá því að heildarframlög bæjar-
og sveitarfélaga til Byggingar-
sjóðs verkamanna hafi á árunum
1930 til 1952 numið 13,2 millj.
króna. Þar af hafi Reykjavík;
greitt rúmar 8,3 millj. kr.
Samtals hafi hinsvegar tekjur
sjóðsins á tímabilinu 1930 til 31.
okt 1953 orðið 57,4 milljónir kr.
Skiptast þær þannig að 13,2 millj.
kr. eru framlög bæjar- og sveita-
félaga, framlag ríkissjóðs 13,2
millj. kr., frá Tóbakseinkasölu
og árlegt ríkisframlag 2,2 millj.
kr., óafturkræf framlög ríkisins
8,7 millj. kr., skuldabréfalán 9,4
millj. kr„ vaxtatekjur 7,6 millj.
kr. og afborganir af lánum 3,1
millj. kr. ,
Lán veitt einstökum bygginga-
félögum hafa á fyrrgreindu tíma-
bili numið 47,9 millj. kr.
Frá því að Byggingasjóðurinn
tók til starfa og til októberloka
ársins 1953 hafá samtals veriS
veitt lán úr sjóðnum til 833 íbúða,