Morgunblaðið - 03.07.1954, Qupperneq 10
10
MÖRGUNBLABIB
Laugardagur 3. júlí 1954
Borgin í Mnchu Picchu-fjöllum
seisi mi Sýnd í mörg hundruð úr
Hverjir eiga að skapa
heilbrigt almenningsálit?
Stærsii íornleiiaíundur aldarinnar
ÞEIR SPÁNVERJAR, sem lögðu undir sig ríki Inkanna, leituðu
í mörg hundruð ár að gulluppskeru þeirra, sem þeir vissu að
þjeir höfðu falið mjög vandlega, en þeir fundu það aldrei. Spán-
vjerjar vissu einnig að hofembættismenn Inka ásamt prestum og
„sóljómfrúm" (heimilisgyðjum), höfðu flúið upp í fjöliin í bovg
sem var síðasti höfuðstaður þjóðarinnar, en Spánverjar fundu
hgnn ekki heldur. í*að var ekki fyrr en á þessari öld, að þessi
hjeilaga borg, höfuðstaður Inkanna, fannst.
ÞRJÁR KRÓNURí
SÖGULAUN
fÞað var ekki fyr en árið 1911,
ao amerískur milljónamæringur
afe nafni Hiram Bingham komst
ájsnoðir um hvar borgin var. Það
vfir Indíáni, sem ekki stóðst mál-
ið, er milljónamæringurinn bauð
honum að borga honum sem svar-
a'r þrem krónum fyrir að ljóstra
leyndarmálinu upp. — Með þess-
ári lágu upphæð keypti hann
sér ódauðlega heimsfrægð, vegna
þéss að þessi bær sem hann og
hinn lausmálgi Indíáni gerðu
uppskátt um efst uppi í óbyggð-
um Machu Picchu-fjöllunum er
stærsti og þýðingarmesti forn-
minjafundur þessarar aldar.
Þessi sögufrægi Inka-bær, sem
hvorki grafræningjar eða spánsk-
ir i yfirgangsseggir hafa grandað.
Sú staðreynd, að borg þessi var
byggð á mjög afviknum og óað-
gengilegum stað í fjöllunum
sannar það ótvírætt að hér er
um að ræða síðasta afdrep Ink-
anna.
ÆSh
SSwíí I|
WWmWm T'\
flwill," '
/ mm: ' V
r f XWk !Wwfj |v \ ■
^ ' í
* <. , \Mw%
- <. m I ■
GULLBIRGDIRNAR
ÓFUNDNAR ENN
Frekari sannanir fengust einn-
ig við fund af konunglegum
Inkamúmíum og heilmikið af
beinagrindum bæði af körlum og
konum er virtust hafa verið mjcg
grannvaxin. Það gætu hæglega
verið leifar prstanna og jóm-
frúnanna. Eftir öllum merkjutn
að dæma, hefur þjóðflokkurinn
liðið undir lok vegna sértrúar og
einlífis þegnanna. En gull Ink-
anna hefur ekki fundizt enn þann
dag í dag og er þó stöðugt leitað
eftir því. Og það er enginn vaíi
á því, að það eru fleiri Inka-
borgir faldar inn á milli hinna
háu hnúka Machu Picchu-fjalla.
STEINNINN ÞAR SEM SÓLIN
V^R BUNDIN
Það er næstum ósiljanlegt!
húernig Inkarnir hafa getað flutt
þunga og stóra bergdranga upp
þelta háa og yfirferðarilla fjall,
og fengið nægilegt byggingarefni
til borgarinnar er þeir' reistu, aí
þvílikri snilld að vart hefur jaxn
fagur byggingarstíll sézt í heim-
Þannig Ieit skrift Inkanna út. —
Það er ekki á færi allra að lesa
hana. —
inum. í hinum afskekta og djúpa
Urumbambadal, sem liggur mitt í
þessum volduga fjallageim, rís
höfuðborgin með turnum, súlum,
listigörðum, hallarbyggingum,
minnisvörðum og grafhvelfing-
um, allt umgirt háum og veg-
lega gerðum borgarmúrum. Mit.t
í borginni gnæfir hér pyramidi.
Á teppi hans liggur margstrend-
ur fórnarsteinn, sem Inkar köll-
uðu „steinin, sem sólin var bund-
in á.“ Margir álíta að þetta sé
gamalt altari og frá því haíi
gullin sólskífa endurkastað geisl-
um yfir hina heilögu borg Ink-
anna. Aðrir fullyrða að þetta haíi
verið sólklukka, og þar hafi sol-
prestarnir gert trúarlegar athug-
anir sínar á sól og stjörnum.
SLÖNGURNAR f
MUSTERINU
Menn koma sér heldur ekki
saman um hvað nokkrar kringl-
Hinn heilagi bær Inkanna í Urubamba-dalnum í Machu Picchu-
fjötlum fannst ekki fyrr en 1911. — Þessi síðasti griðarstaður
þeifra var vandlega falinn í faðmi hinna víðáttumiklu fjalla.
óttar holur, í vinkilmyndaðri
byggingu, sem álitin er vera sól-
musteri, hafi táknað. Ein af sög-
unum, sem hefur geymzt af þjóð-
flokki þessum er að prestarnir
hafi haft heilagar slöngur í múst-
erinu og að holurnar hafi veríð
útidyr slanganna. En í þessum
fjöllum er aragrúi af eiturslöng-
um svo varla verður þverfótað
fyrir þeim. í nokkrum muster-
um hafa fundizt vatnsleiðslur
gerðar af mannahöndum. Inkarn-
ir böðuðu sig í musterunum og
hafa fundizt minjar hinna frægu
Inkabaðkera. Þá hafa fundizt í
borginni ýmissir heilagir átrún-
aðarsteinar Inkanna, kirkjugarð-
ar og hellar, sem þeir notuðu
fyrir dýflissur, þar sem fangarn-
ir voru pyndaðir með því að þeir
voru klemmdir fast upp við
gr-anitvegginn með útrétta arma
og síðan pressaðir með gapastokk
eins og ástæða þótti tíj, eftir því
hvað sök þeirra var mikil. Al-
gengustu íbúðarhús Inka hafa
verið aðeins eitt herbergi, sem
náði yfir helming hússins. Hinn
helminginn hafa þeir notað til að
vinna í og einnig til vöru-
geymslu.
ÞEIR KUNNU EKKI
AÐ SKRIFA
Engin skrifuð fornrit eftir
Inkana sjálfa hafa fundizt vegna
þess að þeir kunnu ekki að skrifa.
Það er þessvegna erfitt að afla
fullkominna upplýsinga um lifn-
aðarhætti þeirra. Fyrirliðar þjóð-
arinnar notuðu í stað skriftar
einkennilegt rúnaletur með marg
litum strikum og punktum. —
Sérfræðingum hefur að nokkru
tekizt að þýða þessar rúnir en
á þeim er yfirleitt lítið að græða.
Mest varðandi stjórn borgarinn-
ar og helgisiðahald. Þeir héldu
nokkurn hóp hofembættismanna,
sem þeir nefndu „sögufróða
menn“ og þeir voru nokkurs
konar alfræðiorðabók þjóðarinn-
ar. Þeim var sagt allt af hinura
svokölluðu „hvíslandi sendiboð-
um hofsins“, sem þeyttust uin
landið þvert og endilangt og söfn-
uðu fréttum. Annar hópur manna
var sá, sem safnaði fréttunt um
allt hvað fólk sagði, sín á milli,
sérstaklega hvað sagt var um
prestana. Þessir menn fengu
einnig sínar fréttir gegn um
sendiboða. Þeir voru nefndir
„hin stóru eyru“.
SKIPANIR FRÁ ÆÐRA
HEIMI
Ríki Inkanna var vel skipulagt
og menning þeirra var að vissu
leyti á háu stigi. En þeir höfðu
einræði og af þeim orsökum var
ekki mikið um frjálsræði. Það
voru prestarnir, sem tóku við
skipunum æðri valda og stjórn-
uðu síðan þjóðinni eftir þeim. —
Prestarnir höfðu vald til þess að
láta þegnana vinna hvað sem
þeim datt í hug, engin þorði að
mótmæla neinu, sem þeir sögðu.
Þeir ákváðu hvaða fæðu þjóðin
neytti og sögðu einnig til um
hvenær átti að gleðjast og hve-
nær átti að hryggjast. Þetta voru
skipanir frá æðri heimi og ægi-
leg refsing lá við að óhlýðnast.
Öllum leið vel og allir höfðu nóg.
En allir urðu að hlýða. Undir
ströngum aga varð þjóðin að
mikilli menningar- og dugnaðar-
þjóð og átti slíka listamenn að
þess mun varla dæmi annars
staðar í heiminum.
Lestinni seinkaði
STOKKHÓLMI — Hraðlestinni
milli Stokkhólms og Málmeyjar
seinkaði um 7 mínútur á dögun-
um, því að eimreiðarstjórinn
hafði ekki brjóst í sér til að aka
yfir villikanínu, sem hafði búizt
um á járnbrautarteinunum.
„ÞAÐ þarf að taka föstum tökum
á drykkjnskap og óreiðu.........
Það verður að skapa almennings-
álit, sem fordæmir slíkt fram-
ferði og upprætir þann hugsun-
arhátl, sem liggur til grundvallar
fyrir því“. Mbl. 9. júní 1954.
Morgunblaðið gerir að umtals-
efni 9. þ. m. „margskonar spjöll,
framin á Þingvöllum um hvíta-
sunnuna". Segir blaðið frá skríls-
legum aðförum ölvaðra unglinga
þar og flvtur ritstjórnargrein
með fyrirsögninni „Sorglegir at-
burðir á Þingvöllum“.
Fyrirsögn þessa greinarstúfs
tek ég úr ritstjórnargreininni,
Og er ég þeim ummælum alger-
lega sammála. Það er hverju orði
sannara, að ,.það verður að skapa
almenningsálit, sem fordæmir
slíkt framferði og upprætir þann
hugsunarhátt, sem liggur til
grundvallar fyrir því“.
En nú vil ég spyrja ráðamenn
Morgunblaðsins: Hverjir eiga að
skapa slikt almenningsálit 0. s.
frv? — Það hefir oft andað kalt
frá þessu blaði til bindindismanna
og allra ráðstafana gegn áfengis-
nautn. Þeir, sem láta vel yfir
neyzlu áfengra drykkja, skapa
ekki slíkt almenningsálit, sem
Mbl. nú aUt í einu kallar á.
Þeir, sem neyta áfengis daglega
og kenna bindindismenn við of-
stæki, skapa heldur ekki almenn-
ingsálit, sem fordæmir drykkju-
skap.
Þeir kennarar, sem neyta
áfengis við öll svokölluð hátíð-
leg tækifæri (og þau eru oft
mörg), skapa ekki almennings-
álit, hagstætt bindindisstefnunni.
Þeir heimilisfeður, og þeir eru
margir, sem neyta sjálfir áfengis,
bæði heima og annars staðar, og
veita áfengi, skapa heldur ekki
almenningsálit, sem er vel fallið
til þess að draga úr drykkju-
skapnum, heldur þvert á móti.
En lítum á, hvað Mbl. segir
ennfremur!
Það vill almenningsálit, sem
fordæmir drykkjuskap og óreiðu
og upprætir þann hugsunarhátt,
sem liggur til grundvallar fyrir
honum.
Hugsunarhátturinn, sem ligg-
ur til grundvallar fyrir drykkju-
skap, er á þá leið, að öllu sé
óhætt, þó að menn neyti áfengra
drykkja. Hófleg neyzla þeirra sé
ekki athugaverð. En allir þeir,
sem eru drykkjumenn í dag, voru
einu sinni hófdrykkjumenn. Eina
ráðið til þess að koma í veg fyrir
drykkjuskap er bindindi og ekk-
ert annað en bindindi.
Sá, sem því vill „uppræta þann
hugsunarhátt, sem liggur til
grundvallar fyrir drykkjuskapn-
um“, eins og Mbl. orðar það,
verður að segja sig í flokk bind-
indismanna. Annars er hann
„grautarhaus"!
Hverjir eiga að skapa almenn-
ingsálitið, sem Mbl. réttilega kall-
ar á? Ekki gera þeir hinir mörgu,
er nú hafa verið taldir, neitt í
þá átt. Þeir halda þvert á móti
við spilltu almenningsáliti, og
þess vegna má búast við að at-
burðirnir, sem gerðust á Þing-
völlum um hvítasunnuhátíðina,
endurtaki sig oft. — Það
er deilt hart á veslings ungmenn-
in, sem standa að atburðum eins
og á Þingvöllum 1954, að Þjórsár-
túni 1953 og á Hreðavatni 1952,
og það er réttmætt, en ég held,
að aðrir beri þyngri sök. Þeir,
sem standa að drykkjutízkunni í
dag og hafa skapað hana, eru
ekki 15—18 ára unglingar. Það
er fullorðna fólkið og einkum
þeir, sem „hátt“ eru settir í þjóð-
félaginu, eins og það er kallað —
Þessi ungviði eru fórnarlömb
drykkjutízkunnar.
Forkólfar félaga, sem geta ekki
hugsað sér að halda aðalfund eða
árshátíð nema með áfengis-
drykkju, eiga vissulega nokkra
sök á því, hvernig komið er sam-
kvæmisháttum í þjóðfélaginu.
Heimilisfeður Og mæður, sem
geta ekki hugsað sér að taka á
móti gestum nema með „coctail"-
drykkju, eru engan veginn laus
við ábyrgðina, sem kannske þau
sjálf, blöðin Og allur þorri drekk-
andi fullorðins fólks skellir á
æskulýðinn, þegar svo tekst til
sem á Þingvöllum um seinustu
helgi.
Tíu ára afmæli hins íslenzka
lýðveldis er í nánd.
Eigum vér íslendingar að minn
ast þess með því að krjúpa að
altari Bakkusar með öllum þeim
tilburðum, sem slíkri þjónustu
eru samfara — eða eigum vér aU
láta þau tíinamót oss að kenn-
ingu verða og snúa lélegri vöm
gegn ískvggilegum og smánarleg-
um drykkjuskapar-faraldri upp «
drengilega og dáðmikla sókn á
hendur drykkjutizkunni í land-
inu með öflugum bindindis- og
menningarsamtökum, til verndar
ungskóginum, börnum og ungling
um, og allri íslands þjóð til bless-
unar?
Vill Morgunblaðið vera með og
önnur lardsins blöð? Engir
standa jafn vel að vígi til þess
að skapa heilbrigt almennings-
álit eins og blaðamennirnir.
Stærsta blað landsins hefir sagt,
að það verði að skapa slíkt al-
menningsálit. Auðviatð stendur
það við orð sín.
Vér tökum það á örðinu! Þaðan
eigum vér þá vísa von öflugs
fylgis.
Ársþing sambands íslenzkra
barnakennara stendur yfir þessa
dagana. Hverjum er skyldara en
kennurunum (og auðvitað á öll-
um skólactigum) að hefja sókn
gegn mesta óvini æskunnar?
Bindindisfélag íslenzkra kennara
er fámennt. Látum það verða
fjölmennt og athafnasamt!
Biskupsvígsla og prestastefna
stendur fyrir dyrum. Ég get ekki
hugsað mér annað en hinn nýi
biskup og prestar hans vilji fylla
flokk „Bindindisfélags íslenzkra
presta“, sem enn mun vera fá-
mennt. — Bindindishreyfingin
vill byrgja brunninn, áður en
barnið er dottið ofan í hann. —
Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóð-
kirkju fasr hér mikið verkefni og
fagurt undir stjórn hins nýja
biskups. Ekki efa ég, að það muni
vilja leggja hönd á plóginn.
Margir tala um að hjálpa of-
drykkjumönnunum, og það er
vissulega gott verk. En drýgst til
mikils árangurs er það starf, sem
kemur í veg fyrir drykkjuskap-
inn, en það er bindindisstarfsem-
in,
Kvennaþing munu verða haldin
að venju mörg þennan bjarta
júnímánuð. Við væntum þaðan
mikils styrks. — Ef konurnar
neita að dansa við drukkna pilta,
ef konurnar neita að bera áfenga
drykki á borð á heimilunum, oft
að börnunum ásjáandi, ef kon-
urnar hafna áfengi með öllu,
vegna barnanna sinna, þá er
mikill sigur unninn.
Ef allir þessir aðiljar, sem nú
hafa verið nefndir, vilja taka
höndum saman og hefja sókn
gegn drykkjutizkunni, þá mun
þeim takast „að skapa almenn-
ingsálit, sem fordæmir skrílslegt
drykkjuskaparframferði og upp-
rætir þann hugsunarhátt, sem
liggur til grundvallar fyrir því“.
íslendingar eiga að velja' milli
bindindis annarsvegar og drykkju
skapar hinsvegar.
Drykkjutízkumeinið stendur
djúpt, en þó ekki svo djúpt, að
það verði ekki upprætt.
Þú átt að velja, íslendingur,
milli bindindis og drykkjutízku.
Ef þú velur drykkjutízkuna, styð-
ur þú að því, að minnsta kosti
Framh. á bls. 12 ,