Morgunblaðið - 06.07.1954, Blaðsíða 1
16 síður
41. irguiw
150. tbl. — Þriðjudagur 6. júlí 1954
Prentsmiðj* Morgunblaðsins
Frá landsleiknum á sunnudaginn.
L.ítil telpa á upplilut afhenti fyrirliða norska liðsins, Edgar Falck,
blómvönd og síðan voru þjóðsöngvarnir leiknir.
— Sjá um knattspyrnuleikinn á bls. 9. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Sorg í ingierjakndi
effir ésigur þeirra í knatl-
spyrnu fyrir Þjéðverjum.
Undanhald Frakha é Roudór
sléttu heldur enn úírum
ru varnirnar að bila sunnan Hanoi l
Sférkosfleg effir-
spurn effir kjöfi
LONDON, 5. júlí: — í dag var
fyrsti dagurinn, sem kjöt er
selt á frjálsum markaði. Svo
geysileg eftirspurn var eftir
kjötinu að kílóið hækkaði úr
um 10 ísl. kr. í 30 kr. Stór-
kostlegar biðraðir mynduðust
við kjötbúðir svo að þess eru
dæmi að húsmæður biðu svo
klukkustundum skipti eftir
því að fá afgreiðslu. Þess er
vænzt að þegar nýjabrumið
fer af, þá lækki kjötverðið aft-
ur verulega. — Reuter.
Saigon, 5. júlí. — Einkaskeyti frá Reuter.
ORUSTUR hafa staðið yfir fyrir sunnan Hanoi þessa helgi
og hafa uppreisnarmenn nú tekið borgina Phuly, eftir
mörg áhlaup á borgina. Fregnir af Rauðársléttu eru enn óljós-
ar, cn þó er vitað að Frakkar hafa misst marga hermenn í síð-
ustu bardögum. Virðist útlitið sunnan Hanoi enn hafa versnað).
ÆTLUÐU AÐ VERJA PHULY
Svo virðist sem franska her-
stjórnin hafi ekki í fyrstu ætlað
að yfirgefa borgina Phuly, sem er
um 60 km fyrir sunnan Hanoi.
Hafi það verið ætlun þeirra að
hún myndaði suðurvirki varnar-
stöðvanna við Hanoi.
EN VORU TILNEYDDIR
AÐ HALDA UNDAN
Telja fréttaritarar að kommún-
istar hafi byrjað áhlaup á borg-
ina fyrr en Frakkar höfðu búizt
við og áður en vörn borgarinnar
I
Lundúnum, 5. júlí. — Frá NTB-Reuter.
DAG, mánudag, ríkti sorg um gervallt Ungverjaland eftir
ósigur ungverska landsliðsins í knattspyrnu fyrir hinu þýzka
í úrslitakeppni um heimsmeistaratitilinn (3 mörk gegn 2). Sam-
kvæmt frétt frá ungversku ríkisfréttastofunni lék ekki hljómsveit
á neinu gisti- og veitingahúsi í landinu og sala öls og víns, sem
sjaldan hefur verið meiri en þegar Ungverjar sigruðu England,
féll mjög niður — því nú var ekki neitt til þess að skála fyrir.
MEÐ OLUNDARSVIP
Götur allar í Budapest voru
þétt skipaðar mönnum og konum
á öllum aldri. Ólundarsvipur var
á öllum og óánægjan mikil —
umræðurnar voru eftir því há-
værar og það var eins og allir
vildu skamma náungann. Allir
virtust hafa talið það víst, að
Ungverjar myndu sigra Þjóð-
verja eftir hina miklu sigra yfir
Suður-Ameríku liðunum.
Forystumenn knattspyrnumála
í Ungverjalandi skelltu skuldinni
á forráðamenn heimsmeistara-
keppninnar og segja að Ungverj-
ar hafi verið þreyttir eftir leik-
ina við Brasilíu og Uruguay, seg-
ir í tilkynningu fréttastofunnar.
VERÐUR VEL FAGNAÐ
Margir af knattspyrnugagnrýn-
endum ungverksu blaðanna
Árfiaumur eyðir
fndverska byggð
NÝJA DELIII, 5. júlí: — 180
þúsund manns eru nú heimilis
lausar við Darbangha í Bihar-
héraði sakir mikilla vatna-
vaxta. Fljótið Kosi rennur á
þessum slóðum og brýzt á
hverju ári yfir bakka sína,
venjulega án þess að valda
miklu tjóni. En að undanförnu
hefur rignt svo mjög, að stór-
hlaup komu í fimm önnur fljót
í héraðinu. Hið ógurlega vatns
magn hefur sópað burtu heil-
um bæjum og hrísgrjónaakrar
gjöreyðilagzt á stórum land-
svæðum. — Reuter-NTB.
helltu úr skálum reiði sinnar.
Beindist reiði margra að því, að
Puskas hinn frægi skildi hafa
verið látinn leika með, eftir
meiðslin er hann hlaut. — Til-
kynningu fréttastofunnar lýkur
með því, að ungverska liðið muni
hljóta hjartnæmar móttökur, er
það kemur heim — þó það hafi
„aðeins“ náð öðru sæti.
Á íþróttasíðu á bls. 12 er nánar
sagt frá leiknum).
Frú Roosevelt hafnar
boði til Rússlands
Hún féhk ekki að hafa túlk með sér
FRÚ ELEANOR ROOSEVELT, ekkja Roosevelts fyrrum forseta
Bandaríkjanna, hefur nú endanlega afþakkað heimboð ti!
Rússlands. Stafar þetta af því að rússneska stjórnin hefur sett það
skilyrði að frú Roosevelt verði ein í förinni. Með því skilyrði telur
hún sig ekki geta þekkzt boðið, þar sem hún ekki skilur rúss-
nesku og gæti ekki kynnzt Rússlandi nema gegnum lýsingar rúss-
neskra túlka.
SKILYRÐI UM TÚLK
Þegar frú Roosevelt barst boð
Rússa um heimsókn til Sovét-
ríkjanna, setti hún það skilyrði
að hún mætti hafa með í förinni
bandarískan túlk er hún treyst-
ir og sem kann rússnesku reip
rennandi.
GATU SJALFIR
ÚTVEGAÐ TÚLKA
Er rússneska stjórnin
var komin í það horf sem þurfti.
Hafi þá verið tekin sú skyndilega
ákvörðun að yfirgefa borgina.
Ekki er enn ljóst hvar Frakkar
ætla að koma vörnum við á leið-
inni milli Phuly og Hanoi.
ÖFLUGT HERLIÐ UPPREISN-
ARMANNA SÆKIR AÐ H ANOI
Uppreisnarmenn hafa nú
þrjú fullbúin herfylki suður
af Hanoi, sem reiðubúin eru til
árásar. Auk þess hafa þeir um
fimm herfylki norðan borgar-
innar, þeirra á meðal eitt véla-
herfylki, sem er búið skrið-
drekum og fallbyssum. Her-
gögn, skotfæri og vistlr fá
kommúnistar enn í óþrjótandi
mæli frá Kína.
»
SKIPTI Á STRÍÐSFÖNGUM
Enn fara vopnahlésviðræður
fram í þorpinu Trung Gia. Var
tilkynnt seint í kvöld að loksins
hefði náðst samkomulag um
skipti á særðum og sjúkum stríðs
föngum.
Ismay lávarðui*
á leið til íslands
LONDON, 5. júlí. -— Ismay lá-
varður framkvæmdastjóri At-
lantshafsbandalagsins lýsti því á
fundi með blaðamönnum að þátt
taka Þjóðverja í varnarbandalagi
vestrænna þjóða væri ómissandi.
Hann sagði m. a. að hér væri
heyrði]ekki eingöngu um það að tefla
(hurchill og Eden koma heim.
Mörg vandamá! bíða þeirra
London, 5. júlí. — Einkaskeyti frá Reuter.
CHURCHILL og Eden eru væntanlegir heim til Englands á
morgun. Strax og þeir stíga á land af hafskipinu Queen
Elizabeth, mæta þeim mörg vandamál og örðugleikar við að
glíma. Þar er ekki sízt erfitt viðureignar hvernig hægt verði að
tengja og sameina Þjóðverja varnarsamtökum vestrænna þjóða.
FRAKKAR SJALFSTÆÐIR
Meðan þeir ráðherrarnir Churc
hill og Eden voru á leiðinni yfir
hafið hefur ósamkomulagið milli
Frakka og Þjóðverjíi fremur auk-
izt. Frakkar vilja enn sem fyrr
fresta því að taka nokkra ákvörð-
un en Adenauer lýsti því hins-
vegar yfir í ræðu að ófært væri
að Frakkar gætu dregið málið
meir á langinn, heldur yrði að
leita nýrra leiða.
BEITA FRAKKAR
NEITUNARVALDI?
Það er ljóst að Churchill átti
viðræður við Eisenhower m. a.
um það að veita Þjóðverjum fullt
sjálfstæði án þess að Evrópuher-
inn væri stofnaður samtímis En
líkur benda til að franska her-
námsstjórnin geti beitt neitunar-
valdi og krafizt þess að málinu
verði enn frestað.
VARNARBANDALAG I ASIU
Sameiginleg nefnd brezkra
og bandarískra stjórnarfull-
trúa er komin saman í Lundún
um og er verkefni hennar að
rannsaka ýtarlega þörfina og
möguleikana á að koma á fót
varnarhandalagi í Suðustur
Asíu. Búizt er við að Churchill
gefi yfirlýsingu um stefnu
stjórnarinnar á þingfundi í
þessari viku.
þetta snerist hún hin versta við ! að þýzkur mannafli styrkti varn-
og lýsti því yfir að ekki kæmi jrnar, heldur kæmi og annað til
að verjast nútímahergögnum,
til mála að frúin mætti hafa eig- 1
in túlk með sér. Sögðust Rússar
sjálfir geta útvegað nóg af túlk-
um. Samkvæmt þessu hefur frú
Roosevelt lýst því yfir að hún
telji ekki rétt að taka boðinu.
Til þess að finna sannleikann í
hverju máli, verði hún sjálf að
ráða hvað hún skoðar og hverja
hún spyr án þess að vera undir
opinberu eftirliti rússneskra
túlka.
Frú Roosevelt vildi hafa með sér
túlk, er hún treysti.
væri nauðsynlegt að hafa tals-
verða dýpt í vörnunum. Hann
gat þess að ef Vestur-Þýzkaland
væri varnarlaust, eða kæmist
undir yfirráð Rússa, væri svo
skammt fyrir þá, að sækja vestur
til strandarinnar, að slík árás
gæti tekizt í skyndi. Væri Þýzka
land hinsvegar með í vörnunum
væri sá biti svo stór að takast
mætti að koma við frekari vörn-
um áður en árásarherinn gleypti
hann allan.
Ismay lávarður mun dveljast
í Lundúnum fram til sunnu-
dags, en þá leggur hann aí
stað í stutta heimsókn til
íslands. •—Reuter.
Rússar sýna umheim
inum
HELSINGFORS 5. júlí: — Það
er ákveðið að þrír rússneskir
bryndrekar komi í heimsókn til
Helsingfors 10. júlí n.k. Er hér
um að ræða eitt beitiskip og tvo
tundurspilla. Þessi skip eru öll
af nýjustu gerð, enda hafa Rúss-
ar aukið herskipaflota sinn stór-
lega síðustu ár. — NTB.