Morgunblaðið - 06.07.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.1954, Blaðsíða 9
I Þriðjudagui S. (69 ISÍ54 jJ í MORGVNBIAÐIÐ 9 ísland sigraði Noreg í þjóðanna i knattspyrnu Markatalan varð 1:0 — en rétt- látara hefði verið 4 gegn 2 FJÓKÐA landsleik Islendinga og Nor'Ömanna í knattspyrnu lauk með íslenzkum sigri — I mark gegn engu. Á níunda þúsund manns sáu landsleikinn, sem einkenndist öðru frem- Oir af óheppni beggja liða. Fjögur mörk gegn tveimur hefðu verið góð úrslit og allir farið ánægðari heim, því vel hefði ísland mátt hafa 2:0 í hálfleik eftir marktækifærunum og hrein óheppni var það að liðin skoruðu ekki tvö mörk hvort í síðari hálfleik. Engum blandast hugur um að sigur íslands í leiknum var réttlátur og verðskuldaður. SETNINGARATHÖFN Landslig hinna norrænu frænd þjóða hiupu hlið við hlið inn á jeikvöllinn. Lítil telpa klædd upphlut færði fyrirliða hins norska liðs fagran blómvönd og þjóðsöngvar Noregs og íslands voru leiknir. Einföld en hátíðleg setningarathöfn. sem skaut föstu skoti, en varn- arleikmanni tókst að stöðva skot- ið áður en að marki kom. Tveimur niínútum siðar brýzt Ríkharður í gegn allt frá miðju, nálgast markið á miklum hraða, fór helzt til ná- lægt því markiff lokaðist og skaut — en markvörður fékk Allkalt var í veðri og gola af norðvestri, sem betra var að hafa með sér en á móti. Undan þessari golu kusu Norðmennirnir að leika í fyrri hálfleik. * FYRSTA STÓRA TÆKIFÆRIÐ Á fyrstu mínútum leiksins þreifuðu báðir aðilar fyrir sér og voru íslendingarnir nærgöngulli. Á 4. mínútu kom fyrtsa skotið að marki. Það var Pétur Georgsson .. . .. _ : ' ...... .* *. _. ■ —.... - — Há knattsending barst að norska markinu á 29. mín. í fyrri hálf- leik. Þórður og Pétur fylgdu fast eftir og Þórður skoraði sigur- rnark íslands. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) varið. Knötturinn hrökk frá honum út á völlinn aftur. Þar kom Þórður aðvífandi — tæki- færið var stórkostlegt, því markið var opið, — en óheppn in var yfir íslendingum og skotið lenti í markverðinum. Þetta var fyrsta heppni Norð- manna í leiknum. Siðan varð leikurinn nokkuð þófkenndur um tíma. Upphlaup voru stöðvuð í eða skömmu eftir fæðingu — og báðum mistókst margt. Norðmenn gættu fram- herjanna okkar vel, sérstakiega Ríkharðs. Til höfuðs honum var settur Even Hansen og fylgdi hann honum eftir hvert sem Rikharður fór. Þar ofan á bættist að þegar Ríkharður losnaði við „þenan skugga“ tókst oft illa til fyrir honum, hann hrasaði eða eitthvað annað kom í veg fyrir að hann fengi gert það sem. hann getur og gerir oftast. HÆTTULEG UPPIILAUP Norðmönnunum tókst heldur ekki að ná tökum á leiknum, til þess gáfu ísl. piltarnir þeim eng- an tíma, og aldrei í þessum hálf- leik áttu þeir tækifæri til marks — utan einu sinni en því tókst að bjarga. Dybwad (með 11 lands leiki að baki) var þeirra bezti maður, en í viðureign við Dag- bjart vann hann engan sigur. Eftir miðjan hálfleikinn færð- ist aftur líf í leikinn og átti ísl. liðið allmörg hættuleg upphlaup. Á 24. mín. gerði ísl. liðið hættu- legt upphlaup, sem lauk með því að Þórður skallaði — en fram- hjá. Tveim mín. síðar braust Gunnar Gunnarsson upp mjög laglega, gaf til Ríkharðs. Hann lenti í viðureign við þrjá Norð- menn og upphlaupinu varð hrund ið. Á 27. mm. er tvivegis skotið á mark Norðmanna. í fyrra sinn fengu þeir bjargað á línunni, hið síðara fór yfir. Og enn 2 mín. síðar steðjar mikil hæíía að norska mark- inu. Hár knöttur kemur að því. Þórður og Pétur fylgja fast eftir. Þórður á í návígi við markvörðinn sem nær ekki knettinum — og Þórður skor- ar. Þetta varð sigurmark ís- lands. Eftir þetta færðist aftur þóf í leikinn, og fleira markvert skeði ekki í fyrri hálfleik — utan það að Magnús markvörður átti snilld argott úthlaup og bjargaði ef til vill með því marki. LEIKURINN VERÐUR JAFNARI Síðari hálfleikur var mjög jafn. fsl. liðið hafði yfirhöndina fyrstu mínúturnar, en þá tóku Norðmenn frumkvæðið og sýndu nokkra yfirburði um tíma, án þessa að skapa sér nema 2 hættu- leg tækifæri. Um miðjan hálfleik- inn sóttu íslendingarnir sig aftur og hrein óheppni var að þeir skildu ekki skora. Síðustu mínút- urnar urðu aftur jafnar. Þegar á 2. mín. hálfleiksins er Ríkharður kominn upp að mark- inu, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Gunnari. En mark- íslenzka landsliðið er sigraði. Að framan frá vinstri: GuðjÓA Finnbogason, Pétur Georgsson, Magnús Jónsson, Karl Guðmund - son og Halldór Sigurbjrnsson. Aftari röð frá vinstri: Einar Hall- dórsson, Gunnar Gunnarsson, Dagbjartur Hannesson, Ríkharðuir Jónsson, Þórður Þórðarson og Sveinn Teitsson. (Ljósm. Mbl. Ói. K. M.) vörðurinn náði knettinum af tánum á Ríkharði. Á 15. mín. komst Ragnar Larsen (h. inn- herji) inn fyrir og skaut — en rétt yfir. Nokkrum sekundum síðar á Dybwad gott upphlaup og gott markskot — en Magnús var hárrétt staðsettur og varði. Á 17. mín. leikur Ríkharður upp að endimörkum og gefur vel fyrir. Þórður tekur við — vippar knett inum að markinu en Aronsen varði. Örstuttu síðar tekst Norð- mönnum að verja naumlega — í horn. Á. 20. mín. á Pétur gott markskot — en rétt ofan við slá. Á 21. mín. kemst Ragnar Larsen aftur í dauðafæri. Hann komst inn fyrir vörnina, Magnús hijóp á móti honum — en Ragnar gat Þórður miðframherji fylgdi allt- af fast eftir. Hér sést hann í návígi (allundarlegu þó) við Aronsen og Falck. Þetta tókst ver hjá Þórði en efni stóðu til. Augnabliki eftir þetta „heljar- stökk“ Þórðar, sem minnir helzt á hástökk Gunnars á Hlíðarenda, féllu þeir báðir Aronsen og hann, — en knötturinn vildi ekki í norska markið. En söm var gerð Þórðar. — (Ljósm. Ót K. M.) Á 6. mín. brauzt Ríkharður upp frá miðju allt upp undir markteig og skaut, en Aronsen varði. Knötturinn hrökk út á völlinn, Þórð- ur kom aðvífandi. Tækifærið var stórt — en óheppnin var yfir ísl. liðinu. Skot Þórðar kom í bak markvarðarins er var að standa á fætuc (Það sést í handlegg Ríkliarðar t. h.) (Ljósm. Bj. Bjarnl.) Nokkru fyrir leikslok.fékk Ilalldór knöttinn upp við norska mark ið. Hann skallaði og hitti upp undir stöng. Undantekning er ef slíkt verður ekki mark — en þetta varð undantekningin. Knött urinn fór hálfur inn í markið. Það var nóg — fyrir Norðmenn. (Ljósm. Bj. Bjarnleifsson). skotið framhjá honum — en knötturinn rennur rétt utan við markstöngina á auðu markinu. / KNÖTTURINN HÁLFUR í MARKINU Þetta var mesta óheppni Norðmanna í leiknum. Ee. stuttu síðar gátu þeir hrósað mesta happi sínu í leiknum. Halldór Sigurbjömsson fékk knöttinn upp að markinn, skallar og knötturinn lendir upp undir þverslána. Undan- tekning er ef slíkt leiðir ekki til marks. En hér skeði und- antekningin. Knötturinn fór ekki nema hálfur inn í mark- ið — og það var nóg fyrir Norðmenn. Leikmönnum félt allur ketill í eld yfir þessaii, óheppni og hin hættulegu tæhí færi urðu ekki fleiri — og þannig hafði ísland sigrað Noreg með 1 marki gegn engw, en áður hafa Norðmenn þrí- vegis sigrað íslendinga. Dómari var Guðjón Einart- son og dæmdi vel. LIÐIN Allir vita að þetta mun ekki vera sterkasta lið sem Norðmenn. geta sett saman. Hins vegar eiga þeir marga góða knattspyrnu- menn og eiga af þeim sökum auð- velt með að stilla upp tveim góð- um liðum. í okkar fámenni er deilt um það, heiftarlega oft, hverjir skipa eiga landslið. Erf- iðara ætti að vera að velja lands- lið í Noregi þar sem fjöldi knatt- spyrnumannanna er svo marg- falt meiri. Og þeir menn sem eru að berjast við að komast í aðal- liðið eru í flestum tilfellum ákaf- ari og hættulegri en þeir sem þegar hafa þar nokkuð öruggt sæti. Þetta norska lið var"heilsteypt ■ en hefur engum afburðamönn- um á að skipa. Þó ber mest á Dybwad miðframherja, sem er þaulreyndur knattspyrnumaður (11 landsleikir), Falck miðfram- verði og bakvörðunum Brögárd og Lökkeberg, sem allir eru traustir leikmenn og gefa ekki. hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Ragnar Larsen (h. innherji) er fljótastur framherjanna og vinn- ur mikið og honum mistókst herfilega tvívegis á sunnudaginn. Framverðirnir Pettersen og Hnn- sen vinna og mikið. Hansen „lá‘* fast á Rikharði og markvörður- inn átti einna erfiðastan dag. — Hann er góður en var einnig heppinn og slapp vel frá leiknum. Þó ísl. liðinu hafi ckki tekizli upp átti það góðan leik. Magnús varði það sem til hans barst —. en á hann reyndi enki mikið f leiknum. Karl og Einar átti góð- an leik-----og þó Einar betri. Þetta er staða sem hann á að skipa, en gífelldur flutningur Framh. á bls. 12 fjórða landsleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.