Morgunblaðið - 06.07.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 6. júlí 1954 ^ ' ! Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON Ftamhaldssagaii 78 >ví hún hafði ekki hugmynd um, divernig hún ætti að gera við það •aCtur, en til að afsaka það sem hún hafði gert, fór hún út í garð og reif upp runnann. Svo ásakaði hún föður sinn fyrir að hafa gert það og að hann hafði svikið það iem hann hafði lofað. Hún æsti ^ig upp, grenjaði og öskraði eins og hún gat og kallaði hann ýms- um ókvæðisnöfnum. Seinna um kvöldið lá hún á hleri fyrir utan dyrnar og heyrði samtal föður isíns og kunningja hans. Faðir hennar var að segja kunningjan- um frá því sem skeð hafði. „Hún hlýtur að hafa vitað að mér var vel kunnugt um að hún hafði gert þetta sjálf“, sagði hann. „Ég skil hana alls ekki.“ Og Eve fór að hátta og grét sáran „vegna þess ■að hún skildi heldur ekki sjálfa fcig" „Er þetta ekni bamaleg saga“, tagði Silvía. „Nei“, sagði hann. „Ef Eve heldur þannig áfram, þá fer hún brátt að skilja sjálfa sig. Og ef hún heldur áfram á þessari braut l>á getur hún líka orðið góður i ithöfundur." „Ef þér lofið mér að koma með yður þegar þér farið þá skal ég i krifa á hverjum degi“, sagði hún. „Ég ætla að eigna yður fyrstu bók ina mín. Ég hef þegar ákveðið um hvað hún á að fjalla.“ „Um hvað?“ „Um skólann hérna og hvað joér hefur leiðst, og hvag yður hefur leiðst, þangað til við fund- ' urn hvort annað. Og svo hlaup- umst við á brott. Það eina sem er írábrugðig er að við hlaupurnst á brott á miðju skólaárinu. Það er sögulegra þannig.“ „Það væri nógu sögulegt, hvort lældur væri“, sagði hann. „Ég hef líka ákveðið hvað sag- jii á að heita. Ég ætla að láta hana heita „Tindurinn“, vegna J'ess að alltaf þegar illa liggur á okkur, þá horfum við á tindinn, og okkur langar til að klifra upp á hann alveg eins og okkur langar •iil að eignast hamingjuna. Þegar við förum burt förum við í átt- ina að tindinum og bókin endar Joegar við komum upp á tindinn. Það verður fyrsta sagan sem ég skrifa, sem endar vel.“ „Við skulum þá bara láta það vera skáldsögu og ekkert meira“, sagði hann. „Ef þú reynir að upp- hfa slíkt, þá verður þú alltaf fyr- ir vonbrigðum. Þú fótbrotnar í miðju kafi eða tindurinn er hul- inn skýjum þegar upp kemur,“ Hún brosti. Það er líka bara til að krydda SÖguna", sagði hún. „Raunveru- Jegja höfum við engan tíma til að fara upp á tindinn. Við förum toeina leið út á flugvöllinn til að ná flugvélinni til Barbados.“ , Næsta vika leið tíðindalítið. Morgan spáði að vísu miklum ' veðrum sem gætu eyðilagt mikið íyrir þeim á búinu. Hann hafði rneira að segja ruðzt inn í bóka- safnið og sett þar upp töflu fyrir framan arininn og á hana krítaði lihann'við og við ýmsar athugan- ir, er hann hafði gert í sambandi við veðurrannsóknir. Brátt var . ‘taflan orðin útkrotug með rauð- íum og grænum strikum yfir allt karabíska hafið og á miðviku- •dagsmorgun var eitt rauða strik- ið komið ískyggilega nálægt Jamaica. Það var nóg til þess að ýmsar varúðarráðstáfanir voru gerðar. Stólar voru teknir inn sem venjulega stóðu úti á svölun- um. Skömmu eftir klukkan tíu £ór að rigna lítið eitt, en annars var allt kyrrt þá nótt og næsta dag var ágætis veður. Börnin urðu fyrir vonbrigðum, en Dougl- as var feginn fyrir sitt leyti. Frú Pawley lét ekki sjá sig þann dag- inn. Hann beið með óþolinmæði eft- ir að skólatímabilinu lyki, enda þótt hann hefði ekki ákveðið hvað hann ætti að gera af sér. Hann skemmti sér við þá tilhugs- un að taka Silvíu með sér, en auð- vitað ekki sem eiginkonu, heldur sem dóttur, því ef hún elskaði hann raunverulega, þá elskaði hún hann eins og hún hefði með réttu átt að elska föður sinn. Hann sá hana í dagdraumum sín- um sem hinn eina tilgang sinn í lífinu, hálfgerða mynd sem hann var að skapa og kveið að láta í hendurnar á öðrum óvönduðum. Hann sá hana fyrir sér við hlið sína á ströndinni í Barbados, þar sem hún var að skrifa aðra sögu. Og þegar hann væri að kynna hana fyrir Evrópu .. óperunni í París, Scala í Mílanó .. og svo sat hún aftur við skriftir í glugg- anum á enskum sveitabæ og seinna lá hún á hnjánum við hlið hans og sagði honum að hún væri orðin ástfangin af honum. Og hjartað barðist í brjósti hans .. enda þótt hann hafi alltaf vitað undir niðri að þannig mundi fara .. Og svo brosti hann meg sjálf- lum sér að þessum dagdraumum. Því efnið í hann hlaut að eiga rætur sínar í einhverri kvikmynd inni sem hann hafði séð, alveg eins og draumar Silvíu. En þó hafði draumurinn snöggvast ver- ið svo ríkur í huga hans, að hon- um hafði tekizt að gleyma Judy um stund og bréfinu frá henni, sem hann í angist sinni átti alltaf von á en sem aldrei kom. Á laugardagsmorgun nálgaðist rauða strikið á töflunni hjá Morg an aftur Jamaica og við morgun- verðarborðið sagði hann: „Nú held ég að óveðrið lendi hjá okkur. Miðjan á því fer kannske meira til suðurs en hér verða miklir stormar, allt upp í hundrað mílur á klukkustund." Vegna þess að spádómar hans höfðu farið út um þúfur í fyrra skiptið, mátti eins búast við að svo færi í þetta sinn, en nú hafði hann á réttu að standa. Stormurinn byrjaði um kvöld- ið en um þrjúyleytið um daginn fór að rigna, og þá rigndi ofsa- lega. Douglas sat inni hjá sér og horfði á hvernig regnig drundi á laufinu fyrir utan. Og þá birt- ist frú Pawley. Hún var í háum vaðstígvélum og með regnhlíf. „Ég get ekki komið í kvöld“, sagði hún. „Svo ég kom núna í staðinn." HAIMS KLAUFI 1 Úti á landsbyggðinni var gamalt höfuðból og á því bjó gamall herramaður, sem átti tvo sonu. Þeir voru svo gáfaðir,1 að það var nú sitt hvað. Þeir ætluðu sér að biðja dóttur kóngsins, og það máttu þeir, því að hún hafði látið kunn- gera, að þann mundi hún kjósa sér að eiginmanni, sem henni þætti bezt koma fyrir sig orði. Þessir tveir voru nú að búa sig undir í átta daga. Það var lengsti fresturinn, sem þeir gátu haft til þess, en það nægði líka, því að þeir voru vel að sér fyrir, og slíkt kemur alténd í góðar þarfir. Annar þeirra kunni alla latnesku orðabókina spjalda á milli og þrjá árganga af fréttablaði bæjarins, og það bæði ajfturábak og áfram. Hinn hafði kynnt sér öll iðnaðarfélagalög og allt, sem hver iðnaðarstjóri þurfti að vita. Hann þóttist því geta rætt um landsins gagn og nauðsynjar, og í annan stað kunni hann axlabanda-útsaum, því að hann var laghentur og fingra-! fimur. | Ég fæ kóngsdótturina," sögðu þeir báðir hvor um sig, og faðir þeirra gaf þeim sinn hestinn hvorum, og voru það prýðisfailegir hestar. Sá, sem kunni orðabókina og frétta-j blaðið, fékk brúnan hest, en hinn, sem var iðnaðarfélaga- fróður, og útsauminn kunni, fékk hvítan. Báru þeir síðan lifrarlýsi í munnvikin til þess að gera þau liðugri. Allt vinnufólkið var niðri í garðnum til að sjá þá stíga á bak, en í þeim svifum kom þriðji bróðirinn, því að þeir voru þrír, en engum kom til hugar að telja hann með ÞILPLÖTUR - KROSSVIDUR Nýkomið: Birki-krossviður 3—4—5—6 10 mm Gaboon-krossviður 205 x 80 cm. Þilplötur Vs” olíusoðnar og óolíusoðnar. Þilplötur: texgerð Ví” Mahogni-krossviður, hurðarstærðir, kemur næstu daga. HANNES ÞORSTEINSSSON & CO. — Laugaveg 15. ■«n i Afgreiðslu- stúlka óskast í vefnaðarvörubúð, helzt vön. — Nafn, ásamt upp- lýsingum, sendist fyrir annað kvöld, merkt: „Ábyggileg *j — 859“. Umsækjendum svarað á fimmtudag. \\n ferska ilm*n a/ „CHLOROPHYLLNÁTTÚRUNNAR" er í Palmolive sápu Engin önnur fegrunarsápa en Palmolive hefir Chlorophyll grænu — og Olive olíu Læknar segja, aft fegrunaraftferft Palmolive* geri húft sérhverrar konu yndislegri á 14 dögum eða skemur. r—'—-------— Nuddlð hlnnl mlldu, freyðandl, ollve-olíu sápu á húS yðar í 60 sek. þrisvar á dag. Hreinslð með volgu vatni, skolið með köldu, þerrið. Læknar segja, að þessi Palmolive-aðferð geri húðina mýkri, slétt- arl og unglegri á 14 dögum. * CLOROPHYLLf llfskjarnl sérhverrar Jurtar í er i PALMOLIVE sápunnl * tll að gefa yöur hinn ferska ? Ilm náttúrunnar sjálfrar. — | P ^aimoÍive... „ meí íii CCliforopliu- (jrœnu. óupan. lita li víta (iÍri! Einbýlishús óskast til kaups, helst í sjálfum bænum, mikil útborgun S eða allt kaupverðið eftir samkomulagi. — Tilboð óskast jj fyrir næsta föstudag, til Mbl. auðkennt: „Kvart milljón jj| — 860“. | Mgreiðslustúlka óskast til afgreiðslu og eldhússtarfa, aðallega til sumar- afleysinga. — Uppl. frá kl. 2—6, sími 2420, Sólvalla- götu 9. Fritzners orðabók Ákveðið befur verið að gefa Fritzners orðabók út ljósprentaða á næsta hausti. Útgefandinn er Tryggve Juul Möller Forlag í Osló. Auk þess verður gefið út nýtt bindi (4. bindi) með leiðréttingum og viðaukum Og er það væntanlegt á næsta sumri. í útgáfunefndinni eru prófessorarnir Anne Holtsmark, Ragnvald Iversen, Ludvig Holm-Olsen, Tryggve Knudsen dósent og Arup Seip prófessor, sem er formaður nefndarinnar. Þeir, sem vilja tryggja sér þessa merku bók með áskriftarverði, eru heðnir að senda okkur pöntun fyrir 1. ágúst n. k. Áskriftarverðið hefur verið ákveðið 600 ísl. kr. fyrir öil 4 bindin og verða bækurnaC. sendar burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir pöntun. Verð bókarinnar, eftir að hún er komin út og áskriftum lokið, mun verða um 850 ísl. kr. $nabjörnJónsson&G).h.f. THE ENGLISH BOOKSHOP Hafnarstræti 9. Sími 1936. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.