Morgunblaðið - 14.07.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Jóhannes Nordal: TRDBIM A PENIEMGAIMA Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta eftirfarandi kafla úr erindi um daginn og veginn, sem dr. Jóhannes Nor- dal flutti í útvarpið fyrir rúm- uni mánuði. A SÍÐASTLIÐNUM vetri haía farið fram óvenjulega miklar um- ræður um nauðsyn þess að efia sparifjársöfnun landsmanna, en flestum er það ljóst, að ekki verð- Ur hægt að hrinda í framkvæmd hinum miklu fjárfestingaráætlun- um, sem nú eru á prjónunum, nema sparnaður aukist. Með þetta fyrir augum samþykkti Al- þingi í vor að sparifé skuli und- anþegið tekju- og eignarskatti, og jafnframt var afnumin fram- talsskylda á slíkum eignum. Þetta er mikil réttarbót, sem von- andi nær til ætluðum árangri. Nú nýlega var tilkynnt, að Landsbankinn hafi í hyggju að stuðla að sparifjársöfnun skóla- barna með því að gefa hverju skólaskyldu barni á landinu tíu króna innstæðu í sparisjóðs- bók. — Snorri Sigfússon, nám- stjóri hefur átt frumkvæðið í þessu máli, en hann hefur kynnt sér hliðstæða starfsemi í öðrum löndum. Á því er enginn vafi, að hér er merkilegt mál á döfinni. Er það þýðingarmikið, að innræta börnum snemma sparnað og gætilega meðferð f jár, en á því hefur einatt ver- ið mikill misbrestur á seinni árum, en börn og unglingar oft haft mikið fé handa á milli. En slikar ráðstafanir eru að sjálfsögðu ekki til þess falln- ar að leysa fjárhagsvandamál líðandi stundar, heldur ber að skoða þær sem lið í uppeldi næstu kynslóðar, sem aðeins mun bera fullan ávöxt á löngum tíma. Að- alatriðið er, að hér er stefnt í rétta átt. Hið mikla vantraust manna á peningunum er höfuð- orsök lánsfjárskortsins. Hér verður ekki Veruleg breyt- ing á, fyrr en hugarfar verð- bólguáranna víkur fyrir nýrri trú á framtíðarverðgildi pen- inganna. Skólarnir hafa því mikilvægu hlutverki að gegna á þessu sviði. FYRIR SJÖTÍU ÁRUM Það er fróðlegt að líta sjötíu til áttatíu ár aftur í tímann í til- efni af þeim umræðum, sem und- anfarið hafa farið fram um efl- ingu sparifjársöfnunar. í>á var líka verið að brýna fyrir íslend- ingum sparnað, en að öðru leyti voru aðstæður harla ólíkar því, sem nú er, í peningamálum ekki síður en á öðrum sviðum. Verzl- Un fór þá að miklu leyti fram sem hrein vöruskipti, og hinn gamli landaurareikningur var enn í blóma, þar sem einingarn- ar voru vörur og lausafé, kýr, sauðir, vaðmál, smjör og fisk- ur. Forystumönnum þjóðarinnar á þessum tímum var Ijóst orðið, að nauðsynlegt væri að auka peningaviðskiptin í landinu, og örfa þannig bæði verzlun og ann- an atvinnurekstur. Islendingar höfðu búið við nær óbreytta at- vinnuhætti öldum saman. Fjár- festingarhugtakið var enn ekki til í málinu, og meginhluti þjóð- arinnar hafði ekki hugboð um, hve mjög mætti auka fram- leiðslu til lands og sjávar með því að leggja fé í jarðabætur og smíði skipa og báta. Jafnfraint var þess lítill kostur að ávaxta fé, þar sem fyrsti sparisjóðurinn var ekki stofnaður fyrr en 1863 og fyrsti bankinn 1885. Þeir pen- ingar, sem menn áttu lágu yfir- -leitt óávaxtaðir á kistubotnum. Aðeins örfáir menn ávöxtuðu íé sitt í erlendum verðbréfum. Einn þeirra var Þorleifur ríki á Háeyri, en hann átti 50 þús. kr. í dönskum ríkisskuldabréfum, er hann lézt. GREIN EIRÍKS BRIEM Grein, sem Eiríkur presta- skólakennari Briem skrifaði í Andvara fyrir réttum sjötíu ár- um gefur nokkra hugmynd um hugsunarhátt manna á þeim tima. Greinin, sem nefnist, Um að safna fé, er skrifuð sem hvatn- ing um ráðdeildarsemi í fjármál- um. Dregur hann þar upp glæsi- lega mynd af því, hversu mjög megi auðgast á því að spara fé og setja það á vöxtu. Hann lýsir fyrir mönnum undramætti fjár- ins til að aukast og margfaldast, sé því ekki eytt, heldur látið ávaxta sig. Hann segir svo: „Yíir höfuð má segja, að hver króna nú, samgildi þúsundum króna eftir nokkra mannsaldra; en til þess að neita sér um þá nautn, sem hver króna getur veitt eða leggja það á sig, sem þarf til að afla hennar, útheimtist fyrir— hyggja fyrir hinni komandi tíð, sjálfsafneitun og kærleikur til niðja sinna og fósturjarðar, sem eigi nær aðeins til þeirra manna, er maður lifir, heidur og til ann- arra kynslóða.“ Til sönnunar máli sínu sýnir hann, að höfuðstóll á 4% vöxt- um þúsundafaldast á 176 árurn og milljónfaldast á 352 árum. Eitt af dæmum hans um undramátt sparnaðarins er þetta: „Sveit einni til féll arfur eftir þurfa- mann, er nam 500 krónum; sveit- armönnum kom saman um að setja peninga þessa á vöxtu að sinni; eftir 18 ár var höfuðstóil- inn tekin n og honum eytt, en renturnar, sem við höfðu bætzt, látnar vera kyrrar á vöxtum. Nú liðu 135 ár, þá var sjóðurinn orð- inn 100.000 kr., og þurfti ekki nema helminginn af rentunum til að borga öll skylduútgjöld sveit- arinnar." Það er auðséð, að Eirík- ur Briem hefur ritað fyrir þolin- móðara fólk en nú byggir þetta land. TRÚIN Á PENINGANA Annað, sem hlýtur að vekja athygli, er trú hans á gildi pen- inganna. Hvergi kernur fram minnsti efi hjá honum um, að krónan muni halda kaupmætti sínum óbreyttum um alla fram- tíð. Nú á dögum kann mörgum að finnast þessi trú barnaleg, en fyrir sjötíu árum, þegar verð- bólga á okkar mælikvarða var óþekkf fyrirbæri, var hún eðlileg og sjálfsögð. Það var ekki fyrr en í verð- bólgu síðustu fimmtán ára, sem viðhorf manna til peningaeignar breyttist verulega frá því, sem var fyrir aldamótin. Á þessum árum hefur peningaveltan aukizt sífellt og verðlagið hækkað, svo að eignir manna í peningum og verðbréfum hafa misst mikinn hluta af gildi sínu. Það verkefni, sem biður þeirra, sem efla vilja sparifjársöfnun íslendinga nú, er mjög ólíkt því, sem var fynr sjötíu árum. Nú þarf fyrst og fremst að sannfæra menn um, að það sé ekki aðeins hagkvæmt, heldur áhættulaust, að eiga eign- ir í peningaformi, en þetta síð- ara atriði þótti Eríki Briem ekki ástæða til að minnast á, svo aug- ljóst virtist það þeirra tima mönnum. Tilgangur hans var ekki eingöngu að kenna íslend- ingum sparnað, heldur einnig að brýna fyrir þeim að grafa ekki pund sitt í jörðu, láta ekki pen- ingana liggja ónotaða í handrað- anum, heldur leggja þá á vöxtu eða í nytsöm fyrirtæki. íslend- ingar höfðu þá öldum saman bú- ið við nær óbreytta atvinnu- hætti, og gerðu sér flestir litla grein fyrir, hve mjög þeir gæíu bætt afkomu sína með alls kyns umbótum. Nú er enginn þörf að hvetja þá til framkvæmda, fjár- festingin er orðin hið eina sálu- hjálparatriði, og hefur fram- kvæmdahugurinn verið svo mik- ill á síðari árum, að ríkisvaldið hefur neyðzt til að grípa til marg- víslegs eftirlits til þess að halda aftur af mönnum og koma í veg fyrir, að framkvæmdirnar yrðu Samþykktir þinga norð- Eenzkra barnakennara meiri en efnahagur þjóðarinnar leyfði. SPARNAÐUR OG SPARIFJÁR- SÖFNUN Til þess að gera nánar grein fyrir ástandinu í þessum málum nú er nauðsynlegt að blanda ekki saman sparnaði og spari- fjársöfnun. Sparnaður hvers ein- staklings er sá hluti tekna hans, sem hann notar ekki til neyzlu. Þannig er um sparnað að ræða, þegar bóndi notar hluta af tekj- um sínum til endurbóta á jörð sinni, en sparifjársöfnun er að- eins sá hluti teknanna, sem hann leggur í banka eða geymir á annan hátt í peningaformi. Það hefur oft verið kvartað á undan- förnum um eyðslusemi íslend- inga, en sú ásökun á ekki alls kostar við rök að styðjast. Að vísu hafði hinn mikli stríðsgróði í för með sér alls kyns öfgar, einkum hjá þeim, sem aldrei höfðu áður átt yfir peningum að ráða, en varla verður sagt, þegar á heildina er litið, að þjóðin hafi eytt fé sínu í gagnslaus verð- mæti. Þvert á móti hefur fjöldi fólks lagt á sig mikið erfiði og sjálfsafneitun til þess að eignast þak yfir höfuðið eða aðrar eign- ir, sem treyst gætu afkomu þess í framtíðinni. Hvarvetna á land- inu blasa við umbætur og fram- farir, sem átt hafa sér stað að miklu leyti fyrir eigin sparnað manna. Hins vegar hefur verð- bólgan og hinn minnkandi kaup- máttur peninganna valdið því, að menn hafa verið ófúsir til þess að eiga peninga eða sparifé. All- ir hafa kappkostað að koma pen- ingum sínum í „eign“ eins og það er kallað, en með því orðalagi er ótvírætt gefið í skin, að pen- ingar séu ekki venjuleg eign, heldur einhver óæðri tegund vecðmæta. Þessi þróun hefur haft slæmar afleiðingar fyrir þjóðfélagið í heild. Bönkum og lánsstofnunum hefur ekki borizt nóg innlánsfé til þess að uppfylla þær kröfur, sem til þeirra hafa verið gerðar um útlán. Mismunurinn hefur svo verið jafnaður með aukinni seðlaútgáfu og peningaþenslu, sem hefur síðan haft í för með sér enn aukna verðbólgu. Það, sem hér hefur gerzt í raun og veru, er, að peningarnir hafa hætt að gegna til hlítar einu höfuðhlutverki sínu, en það er að vera mælikvarði á verðmæti, sem geymd eru frá einum tíma til annars. Allt efnahagskeifi okkar er byggt á peningaviðskipt- um, og allir samningar um fjár- muni eru gerðir í krónum og aurum. Þegar slíkir samningar eiga að gilda til langs tíma, er nauðsynlegt, að menn geti treyst því að verðgildi krónunnar sé nokkurn veginn hið sama í lok samningstímabilsins eins og í upphafi þess. Á miklum verð- bólgutímum eins og þeim, sem gengið hafa yfir ísland síðan 1940, er þessu skilyrði ekki fuii- nægf. Þá hlýtur hver sá sem leggur fé sitt í sparisjóð að stór- tapa, jafnframt því sem það borg- ar sig alltaf að fá lán og leggja það í einhverja eign, sem hækkar í verði.. Niðurstaðan verður ónóg sparifjársöfnun, en óslökkvandi lánsfjárþorsti. VÍSITÖLUKERFIÐ Á sumum sviðum hefur verið reynt að vega upp breytingarn- | ar á verðgildi krónunnar með því að binda greiðslur við verðlags- vísitölur. Nú eru til dæmis flest- ir kaupsamningar hér á landi þannig, að kaupið er bundið vísi- tölu framfærslukostnaðar eftir ( sérstökum reglum. Rökrétt af- leiðing þeirrar þróunar er sú uppástunga, að binda upphæðir, spariinnlána við vísitölu, eða jafnvel að hafa vísitöluákyæði öllum peningasamningum. í Finn- landi, þar sem verðbólga hefur Framh. á bls. 10 EFTIRFARANDI samþykktit voru gerðar á þingi Sambands norðlenzkra barnakennara í s.l. mánuði: 1) Aðalfundur S.N.B., haldinn á Akureyri vorið 1954, telur, að samvinna presta og kennara um kristindóms- og uppeldismál sé svo mikilvæg, að full ástæða sé til að efnt verði þar til skynsam- legra samtaka. Því beinir fund- urinn þeim tilmælum til forystu- manna þessara stétta, að þeir at- hugi möguleika á skipulegri sam- vinnu um þessi mál. 2) Aðalfundur S.N.B. 1954 ályktar, og leggur á það mikla óherzlu, að miða skuli reiknings- kennslu barnaskólanna eingöngu við það, að hún verði traust undirstaða að þátttöku ungling- anna í daglegum störfum og at- vinnulífi þjóðarinnar. — Álítur fundurinn, að yngstu deildum verði árangursríkast, að kennsl- an sé mjög hlutlæg og starfræn, mikill hugareikningur og talna- þjálfun, en í eldri deildum sé jafnan rækileg munnleg tjáning, samhliða skriflegum verkefnum. Hraðað sé undirbúningi að út- gáfu nýrrar kennslubókar með slíku sniði, og skorar fundurinn á fræðslumálastjórn að stuðla ötullega að samningu og útgáfu þvílíkrar bókar og láta einskis ófreistað, til þess að útgáfan verði vönduð og vel útlítandi og geti sem fyrst komið að notum. 3) Aðalfundur S.N.B., haldinn á Akureyri dagana 30. maí til 3. júní 1954, beinir þeirri áskor- un til yfirstjórnar fræðslumál- anna, að hún hlutist. til um, að upp verði teknar í Kennaraskóla íslands leiðbeiningar í vinnu- kennslu á grundvelli þeirrar starfsuppeldisfræði, sem nú ryð- ur sér ört til rúms í skólum er- lendis. Jafnframt beinir fundur- inn þeim eindregnu tilmælum til fræðslumálastjórnarinnar og til stjórnar S.Í.B., að unnið verði í næstu framtið miklu markvissara en verið hefur að útgáfu bóka og ýmissa gagna, sem nauðsynleg eru, til þess að starfræn kennsla verði almennt upp tekin í skólum landsins. 4) Mót S.N.B. 1954 lítur svo á, að skemmtanalíf æskunnar þurfi nú mikilla úrbóta við, ef vel á að fara. Þess vegna skorar kenn- aramótið á fræðslumálastjórn landsins að ráða nú þegar hæfan mann til þess að hafa á hendi forystu- og leiðbeiningastarf varðandi skemmtanalíf æsku- manna í landinu í þeim tilgangi að færa það til heilbrigðari og siðmennilegri hátta og fegra það. 5) Aðalfundur S.N.B. 1954 lætur í ljós ánægju sína yfir því, að Landsbanki íslands hefur ákveðið að beita sér fyrir spari- fjársöfnun skólabarna, og þakkar jafnframt Snorra Sigfússyni, námsstjóra, fyrir ötult brautryðj- endastarf á þessu sviði. 6) Mót norðlenzkra barnakenn ara 1954 lýsir megnri andúð á starfsemi þeirra manna, er standa fyrir útgáfu alls konar sakamálatímarita, sem flyt.ja glæpa- og afbrotasögur og hófu göngu sína á síðastliðnu ári. Tel- ur fundurinn nauðsynlegt, að nöfn þessara útgefenda séu birt og skorar á viðkomandi stjórnar- völd að hlutast til um, að svo verði gert. Lesefni þessara tíma- rita, ásamt ýmsum kvikmýndum um sama efni, og svonefnd „has- arblöð“ eru tvímælalaust sið- spillandi fyrir börn og unglinga og því óhæf til lestrar eða sýn- ingar hjá menningarþjóð. 7) Mót S.N.B. 1954 telur sér- staka ástæðu til þess að láta í ljós ánægju sina yfir því, að smíði hins nýja kennaraskóla verður hafin á þessu sumri. — Mótið lítur svo á, að framkvæmd þessi sé hin mikilvægasta fyrir alla þróun * kennslumálanna í landinu og lætur í ljós þá ein- dregnu ósk, að byggingu skólans sé hraðað eftir fremstu getu. 8) Mót S.N.B. 1954 fagnar því mjög, að Bókabúð Menningar- sjóðs hefur tekið að sér útvegun og sölu á margvíslegum skóla- vörum, skólatækjum og erlend- um handbókum fyrir kennara. Telur mótið það mikilvægt fyrir kennara og alla starfsemi skól- anna. Jafnframt þakkar mótiií Bókabúð Menningarsjóðs fyrir hina eftirtektarverðu bóka- og tækjasýningu, sem menn hafa notið hér þessa daga. 9) Mót S.N.B. «1954 lítur sv» á, að í uppeldisstarfi skólanrva komi fram margvísleg vandamál, sem ekki er á færi kennaran» eins að leysa, en fást mætti lausa á i samyirmu kennara og sál- fræðilega menntaðs manns. Mót- ið skorar því á hæstvirtan. menntamálaráðherra að skipa skólasálfræðing til að vinna ai* slíkum málum með kennurunv landsins. 10) Mót S.N.B. 1954 telur söng- iðkun í skólum landsins mjögr mikilsverðan þátt í uppeldi og menntun hvers manns og telur því ófært, að lengur haldist hiðl óviðunandi ástand í söngmálum skólanna. Leggur því fundurirua áherzlu á eftirfarandi atriði: Að Kennaraskóli íslands leggl hina mestu áherzlu á að koma sem allra flestum nemendum. sínum til nokkurs þroska í söng- mennt, svo að þeir verði færir úm að kenna sönglög á lipran, og smekklegan hátt, hver í sinni skólastofu. Að nám undir söngkennara- próf verði aukið með þeim náms- atriðum, sem raunverulega koma að gagni. Að komið verði á námskeiðumt í söngkennslu með starfandv kennurum, svo að þeir verðL færir um að kenna sönglög, hver í sínum bekk eða skóla. Að stefna beri að því að fá. hæfan mann til þess að skipu- leggja þessi mál og hafa eftirlit með þeim. Skólunum verði hið bráðasta. séð fyrir kennslubókum í undir- stöðuatriðum í söng- og tónþekk- ingu. Hva3 er „nf" fénlisl! UNDIR þessari fyrirsögn ritar Dr. Ole Mörk Sandvik 21. apríl grein í Morgenbladet i Osló. Tilefni hennar er útgáfa í mörgum bind- um „Ny musik i Norden", sem kemur út á vegum „Nordene publikatiönsnámd“ undir stjórn E. Bjelle. Yfirlitsgrein um tónlist hvers lands fyllir bókina, en £ hana skrifa Frede Schandorf Petersen (Danmörk), Veikko* Helasvuo (Finnland), Baldur Andrésson (ísland), dr. Olav Gurvin (Noregur) og Bo Wallner (Svíþjóð). Um framlag íslandi segir dr. Sandvik: „Lýsingin á. tónlist íslands, samin af Baldri Andréssyni, er aðallega söguleg greinargerð um þróunina frá fornöld fram á vora daga. Við höfum haft tækifæri til að kynn- ast hér nokkrum íslenzkum tón- skáldum nútímans. Ber þar að' nefna Jón Leifs, Pál ísólfsson og: Hallgrím Helgason. Eftirtektar- verðar mótettur hins síðastnefnda i hafa verið fluttar í ríkisútvarpi. i Noregs. Á mörgum sviðum vinn- I ur ísland ósleitilega að eflingu tónlistarinnar. Hið nýreista þjóð- leikhús hefir skapað skilyrði til að flytja ýmsar óperur þótt er- lendir söngvarar væru fyrst un sinn til aðstoðar. Hljómsveitina skipa innlendir kraftar. Olav Kielland hefir stjórnað henni nú um skeið. Kórsöngur þrífst ágæt- lega á sögueyjunni, skólar og há- skóli láta sig söngmennt miklu j skipta. Skilyrði fyrir ríkulegri þróun vitðast þvi vera fyrir j hendi, og við viljum óska þess, ! að tengslin við Noreg megi eftir- , leiðis verða enn nánari en fram i til þessa.“ ♦ BEZT 4Ð AUGLYSA t MORGUISBLAÐIJSU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.