Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 10
10 MORGV N BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júlí 1954 '•» Gullbrúðkaup StEFÁN JÓNSSON bóndi á Húki 1 í ’Miðfirði og kona hans Kristín , Kristmannsdóttir áttu 50 ára ; hjúskaparafmæii hinn 8. júli s.l. Stefán er fæddur 20. febr. 1882, i sonur Jónasar Guðmundssonar | bónda á Húki. Móðir Stefáns og j kona Jónasar var Helga Stefáns- ( dóttir. Systkyni Stefáns voru: ’ Jónas, faðir Sigurðar fyrrv. for- ( stjóra, Sigríður móðir Grettis | Ásmundssonar ræðismanns og í þeirra bræðra, og Afndís móðir i Þorsteins Jónassonar bónda á j Oddstöðum og þeirra systkina. ■ Eru þau systkini Stefáns nú öll \ dáin. Kristín kona Stefáns er í fædd 24. nóv. 1870 á Steinum í ; Borgarfirði, en fluttist norður ' hingað barn að aldri. Þau Stefán og Kristín giftust , 8. júlí 1904 ,eignuðust þau fjögur ; börn, tvær dætur giítar, Helgu og Ásu, búsettar í Hafnarfirði, og tvo syni, Jónas og Kristmann, sem nú annast búreksturinn heima á Húki með sínum öidruðu ^ foreldrum. í Sama ár og þau hjón Kristín og i Stefán, giftu sig hófu þau búskap ; á Húki, fengu þó aðeins % hluta , af jörðinni til ábúðar, — bústofn- I j inn aðeins 13 kindur og 1 hross, ! : — húsakynnin hin lélegustu, sem ! j raunar var algengt í þá daga, ekki J. sízt á leigujörðum. Með framúr- ’ I skarandi áhuga og hagsýni tókst ! þéim hjónum að bæta efnahag sihn furðu fljótt, og strax og efni leyfðu, var hafizt handa um ýms- ar framkvæmdir: Jörðin keypt árið 1913, íbúðarhús úr stein- : steypu reist 1916, túnið sléttað og aukið, öll búpeningshús byggð frá grunni með heygeymslum, allt úr steinsteypu. Nærri má geta að erfitt hefur verig um þessar framkvæmdir á Húki í ;>á daga, þar sem flutningaleiði'í var löng vegleysa, svo að allt varð að flytja á hestum. Hafði ég orð á því vig Stefán, — er ég, ásamt vinum og vandamönnum þeirra hjóna, var gestur í afmælisfagn- aði þeirra á Húki hinn 8. júlí, að einhvern tíma hlyti hann að hafa orðið að leggja hart að sér við störfin. Neitaði Stefán að svo hefði verig — og kvast hafa búið „sér til gamans“. Síðan sagði hann: Mér var ekkert erfitt um að vinna, oft ég hafði nægu til að sinna, í því beztan fögnuð var að finna, mín fáu dagsverk yrðu ei minni en hinna. Eftir stundarbið bætti hann við: Siðan að ég sjálfur hætti að vinna, og síðan að ég minna hafði að sinna, síðan er enga sanna gleði að finna, síðan er dund mitt enn þá meira en hinna. Þessi litlu erindi lýsa Stefáni svo vel, að ég freistast til að setja þau hér, þó í óleyfi sé. Jörðin Húkur, eins og hún er nú, vitnar vel um athafnir Stef- áns bónda, — öllu er vel við haldið, umgengni þeirra hjóna úti og inni hefur alla tíð verið með þeim snyrtibrag, að orð hef- .ur af farið. Þau hjón hafa verið gæfumenn, — vel metin og virt að verðleikum. Árna ég þeim allra heilla í framtíðinni og vona, að við megum njóta samveru þeirra enn um langa stund, 10. júlí 1954 Benedikt H. Líndal. » • 14 | Kopsrefni í fisksaifinu veldur gulunni í saiffiskinum Árangur rannsókna Fiskifélagsiiis RANNSÓKNARSTOFA Fiskifélags íslands, telur sig nú hafa rannsakað til fulls, hvað valdi guluskemmdum í saltfiski. Sem kunnugt er, hefur slíkra skemmda orðið alloft vart í ísl. saltfiski til mikils tjóns fyrir saltfiskframleiðsluna. — ,Geir Arnesen efna- verkfræðingur, hefur unnið að rannsóknum þessum og birtir tíma- ritið Ægir niðurstöður hans af rannsóknunum, en hann telur frum- orsök saltfiskgulunnar koparefnasamband eða koparsalt. Ánægjuleg skemmliferð SÍÐASTLIÐINN sunnudag, 11. júlí, fóru félög innan Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík ásamt presti safnaðarins, í skemmtiferð til Akraness. Farið var á þremur stórum langferðabílum, og voru í förinni um 80 manns. Til Akra- ness var komið kl. rúml. 12 á há- degi, var þá snæddur miðdegis- verður í hinu glæsilega hóteli Akurnesinga Hótel Akranes, og var allur viðurgjörningur þar og framkoma hótelstjóra og þjón- ustufólks hin prýðilegasta. Kl. 2 hélt svo allur hópurinn til Akra- neskirkju, en þar skyldi prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík, síra Þorsteinn Björnsson, messa þennan dag, og átti guðs- þjónustan að hefjast kl. 2. Organ- leikari Akraneskirkju og söng- fólk annaðist kirkjusönginn, og gerði það með prýði. Og var þessi stund í Akraneskirkju mjög áhrifarík, og öllum viðstöddum til mikils ávinnings og fagnaðar, enda ræða prestsins og allur flutningur messunnar með snilld- t arbrag. Að lokinni guðsþjónustu i í Akraneskirkju, bauð svo prest- I ur Akurnesinga séra Jón Guð- j jónsson og sóknarnefnd öllum* 1 hópnum til kaffidrykkju í Hótel Akranes. Var veitt þar af mikilli rausn og hjartahlýju, og stjórn- aði hinn þjóðkunni prestur Akur- nesinga því samsæti, og fórst honum þag sem annað vel úr hendi. Þarna voru ræður fluttar, og mikið sungið. Var presti Akur- nesinga og sóknarnefnd þökkuð innilega þeirra mikla hugulsemi og rausn við ferðafólkið, að bjóða því öllu til svo veglegra veitinga og ánægjulegs mannfagnaðar og þarna átti sér stað. Og er það þakklæti enn endurtekið af mér i þessari stuttu frásögn af ferða- laginu. Öll viðstaða ferðafólksins á Akranesi og það sem það naut þar þann stutta tíma, sem það gat dvalið þar, er stærsti við- burður þessarar ágætu skemmti- ferðar fríkirkjufólksins og mun hjá því lengi í minnum höfð. Frá Akranesi var svo ferðinni haldið áfram í Vatnaskóg, og kom ið að hinum prýðilega sumar- skóla K. F. U. M. félaganna í Reykjavík. Fengum við þar ágæt- ar viðtökur og var okkur sýnt umhverfi staðarins og hús öll. Er umhverfi allt þarna dásam- lega fagurt og hugljúfur blær yfir öllu, bæði úti og inni, var ánægjulegt að sjá þetta allt, og svo hóp glaðra og hraustra drengja, sem þarna dveija á veg- um hins ágæta K. F. U. M. félags- skapar. Var svo enn ferðinni haldið áfram eftir stundardvöl þarna, og staðnæmst litla stund í Veitinga- skála Ferstiklu, þar sem drukkið var kaffi, og því ágæta fólki innan félaganna í Fríkirkjusöfn- uðinum, sem skipulagt hafði og haft á hendi stjórn ferðalagsins, var þakkað gott starf. En heim til Reykjavíkur kom I svo allur hópurinn kl. 12 um j kvöldið í sólskinsskapi, eftir ánægjulegt og viðburðaríkt ferða lag þennan vorhlýja júlídag. Kjartan Ólafsson. í stuttum inngangi að grpin sinni, þar sem saga þessara rann- sóknar er rakin, segir efnaverk- fræðingurinn að koparinnihald í salti megi mæla með efnafræði- legum aðferðum og hreinsa megi koparefnið úr saltinu. Segir í formálanum að gera ætti kröfur til þess af framleiðendum fisk- salts, að þeir láti hreinsa saltið, nú þegar fengin er vitneskja um skaðsemi koparsaltsins við fisk- Isöltun. I* Grein Geirs Arnesen er mjög Jítarleg og í lokaorðum kemst ;hann m. a. svo að orði: „Það verður ekki annað séð af iþessum rannsóknum, en að hinir guluvekjandi eiginleikar kopar- saltsins séu skýrir og ótvíræðir. Aftur á móti er ekki vitað hvaða efnabreytingar það eru, sem eiga sér stað í fiskholdinu, þegar fisk- urinn gulnar, en sennilegast þyk- ir mér af þeim athugunum, sem fram hafa farið, að hér sé um svonefnda ildingu (oxydation) að ræða, en ekki skal það rætt frekar að sinni. Það, sem mestu máli skiptir fyrir saltfiskfram- Feiðendur, er hvort nú sé hægt með efnagreiningu að segja fyrir um það, hvort salt valdi gulu við fisksöltun eða ekki. Ef einhver vottur af kopar finnst í saltinu með þeirri mælitækni, sem rann- sóknastofan hefur yfir að ráða, verður saltið að teljast ótryggt, og enda þótt enginn kopar finn- Framh. á bls. 12 Framh. af bls. 6 j (texti eftir S. Stefánsson). Þetta lag Karls er meðal hinna beztu 1 íslenzku sönglaga, — yfir því | dimmur örlagaþungi og seiðandi dulúð, enda nýtur það mikilla og almennra vinsælda. En til leið- 1 . inda er, að lagið kemst ekki allt fyrir öðrum megin á plötunni, svo að slíta verður það í sundur. ! Píanó-undirleikur Fr. Weiss- happels, er sem jafnan endranær, prýðisgóður og öruggur að tækni j og smekkvísi og upptakan hefur | i tekizt ágætlega á öllum plötun-1 um. . Um plötur Hauks Morthens verður rætt hér síðar. Oddvar. Jóhann Haukur Jóhannesson Mmningarorð HINN 8. þ.m. lézt Jóhann Haukur Jóhannesson á Landakotsspítal- anum eftir stutta legu og verður til moldar borinn í dag frá Foss- vogskapellunni. Þegar ég heyrði að Haukur vinur minn væri dáinn fann ég bezt hvað við mennirnir erum smáir og megum okkur lítils í baráttunni víð dauðann, því þeg- ar við Haukur töluðum saman fannst okkur dauðinn vera svo langt í burtu frá okkur, því við vorum enn svo ungir, en var það ekki einmitt að þínu skapi vinur, að kaiina ókunna stigu. Þú vildir alltaf læra meira og vona ég að þú hafir nú fengig svör við svo ótal mörgu sem þig langaði til að vita. Haukur fæddist hinn 21. júlí 1925 hér í Reykjavík og var því aðeins 28 ára þegar hann lézt, sonur hjónanna Oddfríðar Þor- steindóttur og Jóhannesar Ó. Jó- hannssonar sjómanns, og ólst hann upp hjá foreldrum sinum ásamt systkinum sem öll lifa hann nú. Haukur var snemma settur til mennta, eins og liugur hans stóð til, að loknu barnaskólanámi fór hann á héraðsskólann að Laugar- vatni og lauk þaðan prófi 1941, síðan settist hann í Samvinnuskól ann og lauk þaðan prófi með góðri einkunn, því Haukur var góður námsmaður og vel af guði gerður. En jafnhliða þessu námi stundaði hann sjóinn á milli, því þangað leitaði hugur hans jafnan eins og svo margra annarra vaskra manna og af þeirri reynslu fann hann bezt að það vildi hann gera að lífsstarfi sínu. Hann myndaði sér snemma fastar skoðanir á lífinu og vandamálum þess. Um vorið 1946 lauk hann prófi við mótorskólann í Reykjavík og vann við vélstjórn til sjós um hríð, en hugur hans leitaði hærra eins og alltaf áður, fór hann því nú í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi úr fiskimannadeild vorið 1951 og fór síðan til Noregs i siglingar, því hann langaði að sjá sig.um í heiminum. Sigldi hann á ýms" n erlendum skipum. Ag ári liðnu i hann heim aft- ur og hafði hann þá kennt þess meins sem síðar varð honum að aldurtila, en 1953 virtist hann hafa fengið bót á meini sínu og settist því í farmannadeild Stýri- mannaskólans og lauk þaðan prófi síðastliðið vor með fyrstu ágætis einkunn og var hann því vel undir lífið búinn. En var þetta þá allt til einskis, hættir okkur mönnunum við að spyrja. „Nei, ég held ekki því vart get ég hugsað mér betri minningar en þær sem Haukur skilur eftir í hjörtum foreldra sinna, því hann var góður sonur í þess orðs beztu merkingu. Ég sem þessar línur rita kynnt- ist Hauk vel á unga aldri og hélst sú vinátta óslitið síðan, því Hauk- ur var vinur vina sinna, og finnst mér það lýsa honum vel hve innileg vinátta var á milli hans og móður hans og heim á Fram- nesveg 11 var unun að koma í fylgd með Hauk, og vil ég votta ykkur foreldrum hans og systkin- um, mína innilegustu samúð og með þessum fátæklegu orðum minum vildi ég þakka honum sjálfum fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar fyrir samveruna og þær fögru minningar, sem hann skilur eftir hjá okkur. Blessuð sé minning þín. V. G. PíartótóRÍeikar Boherts Riofiings ÞAÐ hefur verið óvenjumikið um góða tónleika á þessu ári. Eru jafnvel farnar að heyrast raddir í þá átt að of mikið framboð sé hér af klassískri tónlist. Það er þó að sjálfsögðu ekki rétt álykt- un, fremur en réttmæti felst í þeirri fárániegu staðhæfingu að ofmikið sé af sinfóníum í Ríkis- útvarpinu, þar sem vitað er að búið er að skera þetta útvarps- efni ofan í eina sinfóníu á viku. Það mætti kannske segja með nokkrum rétti að hér væri að verða of mikið af öllu. En þetta mun alit leita síns jafnvægis ef óeðiilegar hömlur ekki standa í vegi. Þó vil ég eindregið láta í ijós þá ósk að þeir sem hér standa fyrir listrænum tónleik- um, standi fast í ístaðinu og láti ekki hið taumlausa framboð af lélegri list og gerfilist gleypa unga fólkið með húð og hári, en það er af skiljanlegum ástæðum veikast fyrir áróðri þeirra, sem bjóða upp á fljóttekna ánægju, en afimikil list og gróskurík krefst meiri áreynslu og gefur líka afrakstur í hlutfalli við hana. Það fer alls ekki á milli mála hjá uppiýstu fólki, um menning- ar- og uppeldisgildi æðri lista, hitt er mál sem foreidrar, skóla- menn og menningarfrömuðir mega ekki láta sér sjást yfir að list, eins og annað kjarnmikið fóður, krefst áreynslu fyrir hin andlegu líffæri ekki síður en hin aimennu, og veitir að lokum dýpri nautn, leiðir til hærra iífs- mats og skapar hraustari sál og líkama. Það má aldrei gleymast þeim, sem finna til einhverarr ábyrgðar gagnvart þjóð sinni, metnaði hennar og virðingu, að iistin, trúin og vísindin eru und- irstaða sannrar og heilbrigðrar menningar með þjóðum jafnt og einstaklingum. Hljómleikar norska píanósnill- ingsins Róbert Rieflings voru nokkuð seint á ferðinni, og vil ég i vinsemd benda Tónlistarfé- laginu á að það væri að mörgu leyti æskilegt að öllum tónleik- um væri lokið fyrir 17. júní. En þó ég væri kominn í frí gat ég ekki neitað mér um að hlusta á þennan frábæra listamann, sem tvímælalaust er bezti píanóleikari á Norðurlöndum og yfirleitt í fremstu röð píanósnillinga, enda iðraðist ég þess alls ekki og var mjög undrandi er húsið var þétt- skipað áheyrendum tvö kvöld í röð. Leikur Rieflings vúr í senn ákaflega fágaður og með þeim töfrum, sem sá einn nær, sem hefur auðugt hugmyndaflug og skaphita. í fám orðum sagt: Framúrskarandi leikur. Vikar. A BE7T AÐ AUGLÝSA X T í MORGUNBLAÐim T l^iMHiHlHMHÍHÍHlHl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.