Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 Jarðneskar leifar Djengis Khan ætlaðar til ai auha kommum Yinsældo ÆvKerill þessarar grimmu, fornu sfríðshetju var blóði drlfinn. KOMMÚNISTASTJÓRN Kína hefur nýlega afhent Innr/ Mon- golíu að gjöf gröf furstans Djengis Khan, sem stundum hefur verið nefndur „drottnari heimsins“, eða „svipa guðs“, en í Innri Mongolíu eru afkomendur hinna sigursælu hermanna Djengis Khans r.ú lénsmenn. Þannig hafa jarðneskar leifar þessa mikla fursta verið færðar vestur yfir Gula fljótið. ER ÞETTA RETT GROF? En í raun og sannleika, eru menn alls ekki vissir um að hin raunverulega gröf Djengis Khan hafi nokkurn tíma fundizt, þrátt fyrir mikla leit. Margir fornleifa- íræðingar hafa leitað að gröfinni í vísindalegum tilgangi. Langt- um fleiri hafa þó leitað að henni í því augnamiði að komast yfir hina miklu fjársjóði sem þar eiga að vera. Það sem menn vita er það, að Bjengis Khan dó í herbúðum skammt frá Peking 18. ágúst 1227. Einnig það, að gröf hans var höggvin djúpt inn í fjall sem samtíðarmenn hans nefndu Burk- an-Kaldun. Fjall þetta er ein- hvers staðar í fjallgarðinum Delygyn-Bolkok, en evrópískir Og amerískir fornleifafræðingar fullyrða að engin hafi fundið þetta ákveðna fjall, þar sem gröf- in er sögð vera. Og að Mongólar sjálfir hafi annað hvort gleymt staðnum, eða að þeir vilji ekki af ásettu ráði segja til hans HAFA JARÐNESKAR IÆÍFAR FURSTANS VERIÐ FLUTTAR TIL? Nýjustu upplýsingar frá kín- versku kommúnistastjórninni, eru þær, að fyrrverandi stjórn Kína, Kuomingtang-stjórnin, hafi árið 1939 flutt jarðneskar leifar Djengis Khans burt frá sinni upphaflegu gröf Og jarðsett þær í Kansu í Kína. Eftir að Mao 3949 hafði náð völdum í Norður- Kína, hafi hann flutt kistu furst- ans í hof nokkurt í Ching Hai, Og til þess að uppfylla óskir Innri Mongólíubúa, um að fá að hafa gröf hins mikla forföðurs þeirra í sínu fylki, hefur stjórnin nú látið flytja kistuna til höfuð- Staðar Innri Mongólíu, Kweisui. Þaðan á að flytja hana til síns upprunalega grafreits, sem er á bakka Gula fljótsins. DAUÐA HANS VAR HALDIÐ LEYNDUM Þessi gjöf kommúnistastjórnar- jnnar til Mongólíubúa er mjög kænn pólitískur taflleikur. Á þennan hátt verður hinn hrekk- vísi undirhyggjumaður, Djengis Khan, mörg hundruð árum eftir öauða sinn pólitískur liður milli stjórnarinnar og Mongólíubúa. En eins mikil leynd hvílir yfir gröf hans og yfir dauða hans fyrir 700 árum, þegar hann dó sóttdauða í tjaldi sínu, dauð- dagi sem hann hafði ekki hugsað sér. Dauða hans var lengi hald- ið leyndum, eftir fyrirskipun Djengis Khan hans sjálfs. Enginn vissi að hann var dáinn fyrr en mongólskir sendiherrar komu til herbúðanna til þess að veita honum hollustu sína. Það var nefnilega hans síðasta fyrirskipun, að sendiherr- ar þessir skyldu teknir af lífi, vegna þess að þjóðin hafði verið honum óhlýðin. En ef þessi sendi- sveit hefði vitað að hann var dauður, hefði hún snúið við á miðri leið, og þar með sloppið undan dauðarefsingunni. LAGÐI NIÐJUM SlNUM LÍFSREGLUR Djengis Khan var hugumstór maður, og kjarkur hans var óbil- andi. f banalegu sinni lagði hann á ráðin hvernig haga skyldi her- ferð á fylki nokkurt í Kína sem honum vannst ekki æfi til að sigrast sjálfur á. Á banadegi sín- um gerði hann boð eftir sonum sínum og sonarsonum og lét fá þeim bogaörvar og sagði þeim að brjóta þær. Þegar þeir höfðu gert það, lét hann þá binda margar örvar saman í kippu og sagði þeim að brjóta þær allar í einu. Það gat enginn þeirra. Þá mælti hinn deyjandi forfaðir til þeirra „Svona sterkir eruð þið, ef þið sameinist. Treystið engum nema sjálfum ykkur, og standið sem einn maður á móti fjandmönn- um ykkar, í baráttunni". En þess- ari ráðleggingu gleymdu afkom- Hersveitir úr liði Djengis Khan endur hans fljótt eftir dauða hans. Hinn mikli fursti, trúði á mátt sinn og megin, fjöllin, vind- ana og sléttuanda. Hann var miskunarlaus við stríðsfanga sína, sérstaklega þó við þá sem kristnir voru. MORÐFÝSN HANS KOM SNEMMA í LJÓS Æviferill Djengis Khans, er einn sá stórbrotnasti og blóð- ugasti sem sögur fara af. Faðir hans sem var fursti var drepinn þegar Djengis var ungur að ár- um, og snemma byrjuðu ofsóknir Mongóla á hendur honum, þar sem þeir vildu svæla undir sig arfleifð hans. Hann barðist eins og ljón og var grimmur eins og tigrisdýr. Þrettán ára að aldri myrti hann hálfbróður sinn. Hann hafði um sig flokk hraustra og grimmra ræningja, og á fáum árum hafði hann unnið svo mikil hryðjuverk, að slíks þótti ekki dæmi. Þegar keisarinn í Kína fékk fregnir af hinum herskáa unga manni útnefndi hann hann sem kínverskan embættismann og honum var fengið það verk- efni að hafa eftirlit með Mongól- um og halda þeim niðri svo þeir réðust ekki á Kína. En í þessu tilfelli mat hann meira að þjóna sinni eigin lund en skipun keis- arans. Hann braut undir sig fylki Mongóla hvert eftir annað Og gerðist einvaldsherra yfir þeim. Mongólar voru vanir að berjast í smá flokkum, en hann samein- aði herina og æfði þá eftir sínu höfði. Þegar hann hafði þjálfað heri sína, réðst hann á norður- hluta Kína sem þá var skipt í tvö keisaradæmi. Hann drap og herjaði af mikilli grimmd. Því næst sótti hann til vesturs Og sigraði hinn mikla stríðsmann, tyrkjasoldáninn Muhammed sem þá ríkti í Turkasten og nærliggj- andi ríkjum. í þessari herferð lét hann strádrepa íbúa Bucharia, Khiva og Samarkand. Hann taldi hættulegt að skilja við fjendur sína lifandi og lét þess vegna útrýma þeim með öllu. HANN BARÐIST MEÐ SVERDI OG LENSU 1222 kom Djengis Khan til Evrópu. Þá sigraði hann heri Rússa og gerði þá að þegnum sínum. Þar með réð hann yfir voldugasta ríki heimsins. Her- menn hans börðust með bogum, kastspjótum, lensum og sverðum. Þeir tóku jafnskjótt upp vopn óvina sinna og þeir féllu. Þeir notuðu einnig slöngvivað, Og það var jafnvel skæðasta vopnið sem þeir fóru með. Þegar Djengis Khan dó, var her hans á sigur- göngu í Evrópu. í bardaganum við Liegnitz gjöreyddi hann herj- um óvinanna. En þá gripu ör- lögin inn í ráðagerð hans. Hann tók veiki sem dró hann til dauða, og þar með dró allan mátt úr Mongólum. SIGURINN VIÐ LIEGNITZ VARÐ AÐ ENGU Hinn mikli fursti hafði mælt svo fyrir, að þegar dauða hans bæri að höndum, skyldu allir ætt- ingjar hans, og liðsforingjar her- sveita hans ásamt tignustu mönn- um allra þeirra ríkja sem hann hafði lagt undir sig, sameinast í Mongólíu til þess að kjósa eftir- mann sinn. Til þess að óhlýðnast ekki þessari skipun, brugðu a.'lir herforingjar hans við, sem börð- ust í Evrópu og fóru til Mongólíu. Hirm mikli sigur við Liegnitz féll um sjálfan sig, vegna þess, að kosning hins nýja drottnara, og eftirmanns Djengis Khans leiddi til borgarastríðs, sem tvístraði ríki Mongóla, en Evrópu var þar með borgið. Framh. á bls. 13 Framtíðaratvinna 1 Röskur maður óskast til að annast fasteignasölu hjá ;l , *! málflutningsskrifstofu her í bæ halfan eða allan daginn. 3 Tilboð, ásamt uppl. um fyrri atvinnu, aldur og menntun, 3 sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ. m. merkt: „Fasteignasala ;j — 992“. I 3 ottar Hinir margeftifspurðu ensku hattar teknir fram í dag.f ] ■ Verð frá kr. 98,00. ú HattabúðÍKi Huld Kirkjuhvoli — Sími 3660 Til sölu Nckkur hjálparmótorhjól og bifreið, Ford ’42, hvort tveggja óýrt, með góðum greiðsluskilmálum. Hj álparmótorhjól til leigu. inn Fischerssundi 3 — Sími 80151 »*«»B«BaBaaa«ia«avflBBB*«aa«aBBBBBBSBBBBVBaaaaaaaBaaaiRa,HBsaaaasai(> FRAMTIÐARATVIIM1MA Stórt umboðs- og heildsölufyrirtæki óskar eftir dug- legum og reglusömum manni. Æskilegt er að umsækj- andi hafi kunnáttu í bókhaldi og enskum bréfaskriftum. Tilboð, með upplýsingum um fyrri störf, sendist afgr. blaðsins fyrir 20. þ. m. merkt: „Framtíð — 999“. Rakari óskast Reglusamur bakari óskast út á land strax. Upplýsingar í síma 5696. H eildsöiufy r irtæki ■ • sem starfað hefur í mörg ár, með góðum viðskiptasam- | böndum, er til sölu, af sérstökum ástæðum. — Tilboð ■ ; merkt: „Heildverzlun — 979“, sendist afgr. blaðsins ■ sem fyrst. Heildverzlun ■ óskar eftir stúlku m m ; til símavörzlu og aðstoðar við bókhald. — Vélritunar- ■ ■ kunnátta æskileg. — Tilboð leggist inn á afgreiðslu • blaðsins merkt: „Samvizkusöm — 990“ 1 í a 3 Í I 3 ■ Úl •■■■■•■■•*••■■••■■■■■■*■*■■•■■*•»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■*■■■■•■■* ■••■■■■■••«■■■*■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■»■ Í B II Ð Óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð til leigu strax eða 1. október. — Uppl. í síma 5222. Bára Sigurjónsdóttir. 3 aaal ■ riMt 3 3 3 ■ ' í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.