Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1954, Blaðsíða 6
6 MO RGL /V BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júlí 1954 Sendiherra Frakka, Monsieur Henri Voillery, hel 'ur raeðu. Ljósm.: P. Thomsen, 99 Hann kom aldrei aftur44 IGÆR fór fram athöfn í kirkju- garðinum við Ljósvallagötu í sambandi við miimismerki um franska sjómenn, er látið hafa lífið við íslandsstrendur, sem ríkisstjórn íslands hefur látið reisa í grafreiti franskra sjó- manna. Margt manna var viðstatt at- höfnina, þrátt fyrir mikla úr- hellisrigningu, þar á meðal Olafur Thors, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, dómsmála- ráðherra, rektor Háskóla íslands, dr. Alexander Jóhannesson, stjórn Alliance Francaise í Reykjavík og sendiherrar er- lendra ríkja. Minnisvarðinn er gerður af Ársæli Magnússyni steinsmið, úr íslenzku grágrýti með franskri og íslenzkri áletrun. RÆÐA ÓLAFS THORS Ólafur Thors forsætisráðherra rakti atvik að því, að steinninn var reistur, og fórust honum orð á þessa leið: Herra sendiherra Frakka og frú Voillery. Góðir áheyrendur. Þegar forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, ferðaðist um Vestfirði síðsumars 1951, kom hann meðal annars að grafreit frakkneskra sjómanna í Hauka- dal í Dýrafirði. Reiturinn var þá stundina í nokkurri vanhirðu, en annars hefur verið rómað, hve vel og alúðlega var um hann hirt lengi vel af þeim, sem í nágrenn- inu bjuggu. Forseti minntist þá á það við skrifstofustjórann í for- sætisráðuneytinu, herra Birgi Thorlacius, en hann var í fylgd með forsöta, að æskilegt væri að íslenzka ríkið beiddist leyfis til þess að mega láta endurbæta um- búnað þarna og bað skrifstofu- stjórann að minna sig á málið þegar þeir kæmu til Reykjavík- ur. Þegar þangað kom, ræddi forseti málið við þáverandi for- sætisráðherra, herra Steingrím Steinþórsson, og sendiherra Frakka, herra H. Voillery, og skýrði forseti sendiherra frá því, að ríkisstjórnin hefði samþykkt að fara þess á leit við Frakka að mega endurbæta og fegra grafreitina í Haukadal. Lengra var þetta mál ekki komið þegar forsetinn andaðist í ársbyrjun 1952. Nokkru síðar kom sendiherra Hátíðleg athöfn í gærdag við afhjúpun minnisvarða um drukknaða franska sjó- menn í gamla kirkjugarðinum Frakka að máli við skrifstofu- stjórann í forsætisráðuneytinu og j bar fram þá hugmynd, að í stað j þess að endurbæta grafreitinn í Haukadal, yrði grafreitur ! franskra sjómanna í Reykjavík I fegraður á einhvern hátt. Eftir að þessi hugmynd hafði verið at- huguð, fól forsætisráðhérra bisk- upinum, herra Sigurgeiri Sig- urðssyni, skrifstofustjóranum og herra Gunnlaugi Halldórssyni, húsameistara, að gera tillögur um, á hvern hátt væri bezt að snúast við þessu nýja viðhorfi. Lögðu þeir til, að reiturinn yrði sléttaður, gerður að grasflöt og afmarkaður með trjágróðri, en allir krossar teknir í burtu og minnisvarði settur í staðinn. Þetta hefur nú verið gert, svo sem menn sjá, og á minnisvarð- ann, grágrýtisdrang þann, sem hér hefur verið reistur, letruð 1 þessi orð úr hinni frægu bók Pierre Loti ,,Á íslandsmiðum“: „Hann kom aldrei aftur.... Það var eina nótt í ágústmánuði, að brúðkaup þeirra Ránar og hans fór fram langt norður í höfum úti við ísland; var þar skuggalegt umhorfs og hamfarir á alla vegu.“ Og síðan er þessi áletrun: j „Stein þenna reistu íslendingar ; frakkneskum sjómönnum í vin- áttu- og virðingarskyni við hina frönsku þjóð.“ Áletrunin er valin í samráði við sendiherra Frakka. „Hann kom aldrei aftur.“ Það er stefið í íslenzka sorgarlaginu. Engin þjóð ætti betur að skilja harma þeirra, sem heima biðu, en ein- mitt vér Islendingar. Hér eru svo margir, sem biðu og báðu, en „hann kom aldrei aftur.“ Þjóð, sem metur sjómenn eins mikils og íslendingar gera, skil- ur að sjálfsögðu einnig baráttu hinna erlendu sjómanna, er hing- að sækja björg sína og hætta til þess lífi sínu. Ríkisstjórn íslands tók því fegins hendi hugmynd ! hins látna forseta, herra Sveins Björnssonar. Vér vitum að sjómenn Frakk (lands eiga sér hvílu í íslenzkri (mold austan lands, vestan og sunnan, en eru þó fleiri í hinni votu gröf úti fyrir ströndum Is- lands. Vér þekkjum nöfn fæstra. En baráttu þeirra við hamfar irnar þekkjum vér. Steinn þessi er reistur sem vottur þess, að Íslendingar meta og dá hugrekki. Hann mun standa um ókomna tíð sem tákn virðingar íslendinga fyrir frönsk um sjómönnum, franskri hetju lund, frönsku þjóðinni. RÆÐA MONSIEUR VOILLERY Þá tók til máls sendiherra Frakka, M. Henri Voillery, og mælti á þessa leið: Herra forsætisráðherra! Nú eru senn tvö ár liðin síðan Island heiðraði minningu hins mikla franska sjómanns, dr. Charcots, sem fórst með svipleg- um hætti við strönd landsins. í dag heiðra Islendingar af hjarta- göfgi sinni aðra franska sjómenn, fiskimenn, er létu líf sitt á tímum hinna miklu fiskiveiða Frakka við ísland, þegar á hverju ári komu hingað hundruð fiskiskipa frá Gravelines, Dunkerque, Paim- pol og fleiri höfnum. Þessir fiski- menn voru í Frakklandi kallaðir ,,íslendingarnir“. Tímarnir hafa breytzt, en minningin hefur varðveitzt um góða drengi og alúðarvináttu, sem skapaðist milli Frakka og íslendinga á þessum tímum, og þeirrar vináttu sér enn stað í samskiptum þjóðanna í dag. Það hefur ekki farið fram hjá mér þau ár, sem ég hef dvalið hér á landi sem fulltrúi lands míns, hversu sú vinátta er djúp t'Vamh. á bls. 7 Þegar franski þjóðsöngurinn var leikinn. Lengst til hægri á myndinni er sendiherra Frakka, þá for- sætisráðherra, dómsmálaráðherra og sendiherrar erlendra ríkja. — Ljósm.: P. Thomsen Hthugim ú flugvullur- uerð f plr Neskuupstuð Norðfirði, 9. júií 1954. S.L. MIÐVIKUDAG kom flug- málastjóri Agnar Kofoed-Hansen ásamt Sigfúsi Guðmundssyni flug eftirlitstjóra hingað í flugvél með Birni Pálssyni. Tilgangur komu þessara flug- sérfræðinga hingað var að athuga möguleika á að gera flugvöll í Norðfirði, sem nothæfur er fyrir stórar landflugvélar. Fóru þeir um og athuguðu aðstöðu til að- flugs og flugtaks á ýmsum stöð- um. Mun þeim hafa virzt álit- legasti staðurinn fyrir flugvöll á svokallaðri Leiru, næst ósi Norð- fjarðarár. Leiran er undir sjó um flóð. Landfyllingu þarf því að gera þarna, sem ekki þyrfti að vera svo gífurleg, og þar sem þarna er ónytjað -svæði, þyrfti eignarheimild ef til vill ekki að vera svo kostnaðarsöm, eins og reynslan hefir orðið annarsstaðar, mætti því vænta, að sá sparnaður flýtti fyrir flugvallargerðinni og vegaði verulega upp á móti land- fyllingunni og kannske væntan- legri breytingu á farvegi Norð- fjarðarár, sem kynni að verða nauðsynlegur. LOFT- OG SKIPAHÖFN FYRIR KAUPSTAÐINN Við væntanlega gerð flugvall- ar á þessum stað þyrfti að taka tillit til hafnargerðar fyrir kaup- staðinn einnig þarna í leirunni, norðantil, sem mörgum mun hafa komið til hugar — vegna hinna slæmu hafnarskilyrða í Norðfirði, en höfnin er alveg opin fyrir NA- átt, — sérstaklega eftir hina nýju hafnargerð í Patreksfirði. Gætu þessi verk farið vel saman. FLUGVALLARSVÆÐIÐ Sjávarmegin við Leiruna er grandi allmikill og sléttur frá N til S að árósnum, mætti þar strax með litlum tilkostnaði gera 250 metra flugbraut hentauga fyrir sjúkraflugvélar og aðrar litlar vélar. Er brýn nauðsyn að gera slíka braut strax á þessu ári, því svæði það, sem hingað til hefir verið lent á er í stéfnu þverf á ríkjandi vindáttir og auk þess undir sjó um flóð, eins og áður er sagt. Vegna vaxandi erficleika á að halda við sjóflugvélum, gæti komið að því áður en varir, að áætlunarflug til Norðfjarðar legðist niður. Hér getur líka ver- ið erfitt að lenda á sjó vegna öldu. Yrðu Norðfirðingar þá útilok- aðir frá flugsamgöngum 4 til 6 mánuði á ári, þegar Oddskarðs- vegurinn er ófær og samgöngur við Egilsstaði því ú.tilokaðar, nema undinn sé bráður bugur að því að gera flugvöll í Norðfirði. Það er því almennt áhugamál allra Norðfirðinga, hvar í flokki sem þeir standa, að þegar á þessu sumri verði hafizt handa um lend ingarbætur fyrir minni flugvélar og að fullkominn flugvöllur verði gerður svo fljótt sem kostur er. Norðfirðingar eru þeim félög- um því þakklátir fyrir komuna og vona, að hún boði framkvæmdir í þessu nauðsynjamáli okkar og flugmálanna í heild, FISKVEIÐAR Sjö af stærri bátunum eru farn ir á síldveiðar. Nokkrir af minni bátunum stunda enn handfæraveiðar við Langanes, en slæmar gæftir hafa verið hjá þeim undanfarið. Trillubátar hafa aflað vel, þeg ar gefið hefir á sjó. í gær munu flestir þeirra hafa haft um og yfir eitt skippund á hvern áhafnar- innar. Togarinn Goðanes landaði í vikunni 334 tonnum af saltfiski frá Grænlandi, og Egill rauði er væntanlegur nú um helgina. Á báðum togurunum munu hafa verig nálægt 50 Færeyingar á þessum Grænlandsveiðum, en þeir munu ekki fáanlegir til að vera lengur. — Guðm. Nýjar hljómplötnr KOMNAR eru á markað hér fyrir skömmu nokkrar nýjar hljóm- plötur á merki H.M.V., en út- gefandi þeirra er Fálkiim h.f. Er hér um að ræða fimm söngplötur, tvær með söng Karlakórs Rvíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarson- ar, en þrjár með dægurlögum sungnum af Hauki Morthens. — Karlakórinn söng inn á plöturn- ar í Mílanó á söngför sinni til Suðurlanda í fyrra, og fór upp- takan fram þar hjá H.M.V. Ríkis- útvarpið hér sá hins vegar um upptökuna á plötum Hauks Morthens, en hann söng inn á þær nokkru áður en hann fór utan í vetur til Danmerkur og Noregs með KK-sextettinum, sem kunnugt er. Plötur Karlakórs Reykjavíkur eru þessar. 1. Agnus Dei, eftir G. Bizet, radds. af Sigurði Þórðarsyni, með einsöng Guðmundar Jónssonar og píanó-undirleik Fr. Weisshappels. Skín frelsisröðull fagur, eftir Sigurð Þórðarson, við texta eftir Jón Magnússon skáld, með píanó-undirleik Fr. Weiss happels. D. B. 30007. 2. Nú sigla svörtu skipin, I—II, eftir Karl Ó. Runólfsson, við texta Davíðs Stefánssonar og með píanó-undirleik Weiss- happels. J O R. 207. ★ í VETUR sem leið komu út á vegum Fálkans h.f. tvær plötur með söng Karlakórs Reykjavik- ur. Sagði ég hér í blaðinu lítið eitt frá þeim plötum og gat þess að söngur kórsins hefði hlotið t ágætan dóm í hinu merka enska i tímariti, The Gramophone. Söng- j ur kórsins á hinum nýútkomnu I plötum er ekki síðari en á hin- um fyrri. — Hið rismikla og j glæsilega lag, Agnus Dei, nýtur sín afbragðsvel í frábærri með- . ferð einsöngvarans, Guðmundar Jónssonar, og kórsins, sem er ör- uggur og ágætlega samæfður. Hin þróttmikla og blæfagra rödd Guðmundar og fylling raddar hans bregst aldrei lagið á enda og hann túlkar af næmum skiln- ingi hina áhrifamiklu tónlist. Lagið, Skín frelsisröðull fagur, er söngstjórinn Sigurður Sigurð- ur Þórðarson hefur samið við góðan texta Jóns Magnússonar skálds, er svipmikið og „rytm- iskt“, en að því er mér finnst, ekki sérlega heillandi tónlist. En kórinn syngur lagið prýðisvel, af nákvæmni og með hóflegum tilbrigðum í styrkleika. Þá syngur kórinn með mikl- um glæsibrag hið fagra og dramatiska lag Karls Ó. Run- ólfssonar, Nú sigla svörtu skipin Fratnh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.