Morgunblaðið - 18.08.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.1954, Qupperneq 2
MÖRGtJISBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. ágúst-1951 Tilkyhning frá utanrík- isráðuneytinu um ályktun Norðurlandaráðs TULLTRÚAR íslands á fundi Norðurlandaráðsins, sem nú er lialdinn í Osló, hafa beðið utan- xxkisráðuneytið fyrir eftirfarandi iréttatilkynningu: Norðurlandaráðið samþykkti í dag svohljóðandi tillögu varð- andi verndun íslenzkra fiski- miða: Norðurlandaráði er fullljóst að það er hagsinunamál allra landa, sem stunda fiskveiðar i við strendur íslands og fs- lendingum lífsnauðsyn að gerðar séu ráðstafanir í þeim tilgangi að vernda fiskistofn- inn á þessum slóðum. Að því leyti sem lögmæti þeirra ráð- stafana, sem þegar hafa verið gerðar er deilumál milli ís- I lands og annars ríkis er Norð- uriandaráð ekki bært um að láta í ljós álit sitt. Réttur vett- '■ vangur til þess að komast að þjóðréttarlegri niðurstöðu um ágreiningsefnin er Hagdóm- stóllinn en ekki Norðurlanda- ráð eða Evrópuráðið. Norður- ) landaráð ákveður að beina j þessari ályktun sinni til ) stjórna þeirra landa, sem að- ild eiga að ráðinu. íslenzku fulltrúarnir telja að með tillögu þessari hafi náðst takmark þeirra með flutningi málsins. Norðurlandaráðið lýsir yfir samúð sinni með aðgerðum íslendinga í landhelgismálinu og telur að Evrópuráðið sem Bretar og fleiri hafa lagt málið fyrir, eigi ekki um það að íjalla. Hinn rétti vettvangur þess sé Hag- dómstóllinn en eins og kunnugt cr hafa íslendingar jafnan verið reiðubúnir að leggja málið fyrir hann að því tilskyldu að úrskurð- ur hans yrði raunveruleg mála- lok. (Utanríkisráðuneytið). iMHsvaroi IDAG verður afhjúpuð stand- mynd sú af Skúla Magnús- syni, landfógeta, er verzlunar- menn hafa látið reisa í Bæjar- fógetagarðinum við Kirkjustræti og Aðalstræti. Hefst athöfnin kl. 2 e. h. með ávarpi, er Hjörtur Hansson, stórkaupmaður, flytur. í>á flytur Vilhjálmur í>. Gísla- son, útvarpsstjóri, ræðu. Guðjón Einarsson, form. Verzlunarmanna félags Reykjavíkur, flytur ávarp og afhendir borgarstjóra styttuna sem gjöf til Reykjavíkurbæjar, en borgarstjóri, Gunnar Thor- oddsen, veitir henni viðtöku fyr- ir hönd bæjarins. Erlendur Ó. Pétursson afhjúpar styttuna. Lokaorð flytur Egill Guttorms- son, formaður Skúla-nefndar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á milli atriða. Búðum og skrifstofum verður lokað frá kl. 1—4 e.h. í dag í til— efni þessarar athafnar. I gærmorgun var Vatnsberamynd Ásmundar Sveinssonar afhjúnuð á lóðinni við gatnamót Sigtúns og Reykjavegar, en eins og kunn- ugt er hsfir Fegrunarfélagið fest kaun á listaverkinu fvrir nokkru. — Ljér.n. biaðsins tók þessa mynd í gærmoi-gun af Vatnsberan- um. Við hann standa (talið frá Vinstri): Ragnar Jónsson, forstjóri, i Ásmundur Sveinsson og Vilhj. Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Ásmsindar Sveinssonar- félag stofnað í Reykjavik SÍÐASTLIÐNA viku sátu lækna prófessorar frá 6 löndum, Dan- mörku, írlandi, Hollandi, Júgó- slavíu, Noregi og Engalndi, ráð- stefnu í Róm, til þess að ráðgera nýja aðferð til þess að berjast á móti hinni svonefndu „gin- og klaufaveiki“. — Eftir því sem skýrslur herma hefur sýkin, síð- an 1950, kostað Evrópu um 4 milljónir króna. Af þessum löndum, sem taka þátt í ráðstefnunni, er Danmörk eina landið, sem laust hefur ver- ið við sýkina undanfarin 2 ár, en síðasta tilfellið þar fannst 1951. Prófessorar þessir telja ör- nggasta ráðið til þess að veikin breiðist ekki land úr landi, sé að banna allan inn- og útflutning lifandi búpenings, og einnig að bólusetja búpeninginn stöðugt. „Gin- og klaufaveiki“ er sem kunnugt er mjög smitandi vírus- sjúkdómur. Leggst hann aðallega á kýr, kindur, geitur og svín. Ekki er svo mjög mikil hætta á 'að dýrin drepist af veikinni, en þau tærast upp og líður mjög illa. Nytin dettur úr kúnum að .miklu leyti og jafnvel alveg. Nú firu þekktar þrjár tegundír af fýkinni, og eru þær einkendar lem „H“, „0“ og „C“. N'OKKUR félög, stofnanir og eir.staklingar í Reykjavík og víðar hafa ákveðið að bindast samtökum í því skyni að kynna landsmönnum verk Asrnundar Sveinssonar, myndhöggvara, með því að kosta afsteýpur af verk- um iistamannsins og koma þeim fyrir þar sem almenningur getur notið þeirra, og styðja listamann- inn á annan hátt í starfi hans fyrir þjóðina. Formlegur stofnfundur félags- ins verður haldinn um miðjan október en forgöngumenn sam- takanna hafa kosið sér taráða- birgðarstjóm úr hópi þeirra, sem ákveðið hafa að taka þátt í þess- um samtökum. Mun hún undir- búa fundinn í október og taka á móti nýjum meðlimum, en það geta allir orðið, jafnt einstakling- ar, stofnanir og fyrirtæki, sem greiða árgjald félagsins. j Bráðabirgðarstjórnina skipa: Valtýr Stefánsson fyrir Morgun- j blaðið, Tómas Guðmundsson fyr- ir tímaritið Helgafell, Vilhjámur ' Þ. Gíslason fyrir Fegrunarfélagið Sveinn Guðmundsson, forstjóri, ! Héðni, Óttar Ellingsen fyrir J Verzl. O. Ellingsen, Eggert Krist- * jánsson, stórkaupm., Gunnar Guð j jónsson, skipamiðlari, Ragnar Jónsson, forstjóri. iamnmgar við a hainir Nýr flugstjéri á 6u!ifaia I ALÞINGISHUSINU _ fara nú fram viðræður milli íslendinga og Tékka um nýjan verzlunar- samning. — Kom sendinefndin | hingað á sunnudaginn. Eru Tékk- ! arnir fjórir þar af ein kona, en | í samninganefndinn íslenzku eru sjö menn. j Tékkarnir eru: Frantisek Schlegl forstjóri í viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins, ungfrú Zenka Nemecková frá sömu deild svo og Ing. Bedrieh Pazderský og loks Jaroslav Zantovsky sendi ráðsritari við tékkneska sendi- ráðið í Osló. í íslenzku samninganefndinni eru Þórhallur Asgeirsson, skrif- stofustjóri, sem er formaður nefndarinnar, dr. Oddur Guðjóns son, Davíð Ólafsson, Svanbjörn Frímannsson, Helgi Bergsson, Helgi Þorsteinsson, Björn Hall- dórsson og Stefán Hilmarsson. HoHendingar selja 150 þús. funnur síidar tii Rússðands NEFND hollenzkra síldarsaltenda liefiir verið í Rússlandi undan- farið og komizt að samkomulagi við stjórnarvöldin í Moskva um sölu á 150 þúsund tunnum síldar. Kaupverðið er um 170 kr. á tiufltu. EINN hinna brautreyndu flug- stjóra úr innanlandsflugi hjá Flug félagi íslands, Gunnar Frederik- sen, hefir nú öðlast flugstjóra- réttindi á stórum millilandaflug- vélum. Fer hann í dag í fyrsta sinn sem flugstjóri á Gullfaxa til Kaupmannahafnar. Gunnar hefur verið flugmaður hjá Flugfélagi íslands í rúm 8 ár og hefur nú alls um sjö þús- und klukkustundir í lofti. Hann hefur um alllangt skeið verið flugstjóri á Douglas-vélum, og um nítján hundruð klukkustund- ir hefur hann verið í utanlands- flugi með Gullfaxa. i eyrany \ m ar FYRIR nokkru vildi það til í Suður-Svíþjóð að maður nokkur leitaði læknis vegna heyrnar- depru á öðru eyranu. — Hann kvaðst ekki hafa heyrt með því í þrjátíu ár. Við rannsókn kom í ljós að stærðar rjólbiti var fast- ur langt inni í hlustinni. Læknir- inn spurði manninn að þvi, hvernig rjólið hefði komizt inn í eyrað og eftir nokkra Umhugs- un, skýrði maðurinn svo frá, að þegar hann hefði verið 8 ára gamall hefði hann þjáðst af eyrnabólgu. Faðir hans hafði þá gripið til þess gamla heimilisráðs að lækna veikina með rjóli, og stakk stærðar bita inn í eyrað á drengnum. Síðan voru liðin 30 ár, og rjólbitinn aldrei tekinn úr eyranu. Læknirinn hreinsaði tóbakið burt, og maðurinn fékk fulla heyrn. Þeir fara fyrst á veiðar 11. september. IVOR ÞEGAR fiskmarkaður þrengdist í Bretlandi með hir.ni árstíðabundnu minnkun fisksölunnar að sumarlagi var ákveðið að leggja skyldi 25% af togaraflota Breta. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að þessi skip fari aftur á veiðar 11. september, bar seiri menn búast við auknum fiskmarkaði með vetrinum. 25% STOÐVUN ÞEGAR MEST VAR Takmörkun veiðanna átti fyrst að ná yfir tímabilið 19. apríl til 31. júlí, en þegar ekkert rættist úr fisksölumálunum var það framlengt fram á haust. Um tíma var 25% af fiskveiðiflotanum lagt en síðar var það lækkað í 20%. MIKIÐ FISKMAGN í MJÖL Þrátt fyrir lagningu togara- flotans hefur mikið fiskmagn reynzt óseljanlegt. Skýrir blaðið Fishing News frá því að s. 1. ár hafi 3 milljón stone af fiski farið í fiskimjölsverkmiðjur, þar sem hann seldist ekki. Magnið sem nú hefur farið í fiskimjöl er sízt minna. SNERTI 270 TOGARA Togarastöðvunin náði til þriggja aðaltogarahafnanna, Hull, Grimsby og Fleetwood. Náði hún alis tii 270 skipa. 162 þeirra í Hull, 90 í Grims- by og 24 í Fleetwood. Þegar kemur fram á vctur minnkar afli frá smábátum við strend- ur Bretlands og auk þess auk- ast fiskkaup með vetrinum. Þessvsgna óttast me.nn jafnvel að alvarlegur fiskskortur geri vart við sig í vetur. Er évíst að þýzkir togarar komi J á til hjálpar vegna þess að þeir fengu ekki að selja aflr. sinn í Bretlandi í sumar, þegar þeim reið mest á. Treg síidreiði hjá Akranesbáhim AKRANESI, 17. ágúst. — 4 rek- netjabátar komu hingað í gær- kvöldi. Aflahæst var Hrefna með 128 tunnur af síld. Hinir bátarn- ir voru með allt niður í 27 tunn- ur. 8 trillubátar voru á sjó í gær og var afli þeirra 200—500 kg. í dag höfðu reknetjabátarnir frá 20—54 tunnur. Aflahæst var Aðalbjörg. Reykjafoss kom hing- að í dag og er hann að lesta 800 pakka af skreið. — Oddur. SigHirðinpr SIGLUFIRÐI, 17. ág.: — Um 200 Siglfirðingar tóku þátt í hópferð héðan á sunnudaginn með strand ferðaskipinu Esju út í Grímsey. Var veður sérstaklega gott þann- an dag, og ferðin öll hin ánægju- legasta, að dómi þátttakenda. Úti í Grímsey kepptu Siglfirð- ingar í knattspyrnu viö eyja- skeggja, og unnu þá með tveimur mörkum gegn einu. Hér á Siglu- firði er mikill hugur í mönnum að endurtaka slíka hópíerö til einhvers annars byggðarlags hér noorðan lands, t. d. til Akureyr- ar. -—Stefán. AUGLYSIN€AR Km birtast eiga f Sunnudagsblaðinu þuría atí hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag Háslcélafyrir- lestur í dag í DAG kl. 6,15 e.h. flytur pró- fessor Dieth frá háskólanum í Ziirich í Sviss, fyrirlesíur, er hann nefnir „How I saw Iceland in the Twenties". Prófessor Dieth dvaldist hér á landi tvívegis fyrir 30 árum og mun fyrirlestur þessi fjella um íslenzk menningarmál og iðkun íslenzkra fræða í Evrópu. Fer fyrirlesturinn fram i 1, kennslustofu háskólans og er öllum heimill aðgangur. Leiddur fyrir herrétt LONDON (Reuter) — Ákveðið hefur verið af yfirvöldunum f Teheran að stefna dr. Fatemi, fyrrum utanríkisráðherra Psrsíu, fyrir herrétt. Verður hann á- kærður fyrir að hafa tekið þátt í samsæri til að kollvarpa lög- mætri stjórn landsins. Fatemi var, sem kunnugt er, utanríkisráðherra í stjórnarlíð dr„ Mossadeghs, en komst undan er honum var steypt frá völdum fyr- ir um það bil ári síðan. Fór hann huldu höfði um alllangt skeið og var fé lagt til höfuðs honum. Hann var handtekinn í marz s. 1. í einu af útborgum Teheran og hefir verið hafður í haldi síðaii, j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.