Morgunblaðið - 18.08.1954, Qupperneq 4
' 4
MORGUNBLAÐU*
Miðvikudagur 18. ágúst 195Í
230 dagur ársins.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
iunni, sími 5030.
Næturvörður er í lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
Ljósatími bifreiða er frá kl.
22,25—4,40.
-□
Dag
b ók
* Veðrið •
1 gær var sunnan átt um allt
Jand, stinningskaldi og rigning á
Suður- og Vesturlandi, en víða úr-
komulaust og sólskin á Austur- og
Norðurlandi.
1 Eeykjavík var hiti kl. 3 í gær-
dag 13 stig, á Akureyri 17 stig,
iá Dalatanga 12 stig og á Galtar-
vita 14 stig.
Mestur hiti var á Akureyri og
Egilsstöðum, 17 stig. Minnstur
hiti 10 stig, í Vestmannaeyjum.
1 London var hiti á hádggi í gær
18 stig, í Paris 18 stig, í Berlín
18 stig, í Stokkhólmi 17 stig, í
Osló 17 stig, í Kaupmannahöfn
17 stig, í Þórshöfn í Færeyjum
12 stig og í New York 19 stig.
O----------------------□
Brúðkaup
Lag:
ú Skúla íógeta
Efst á Arnarvatns-hæðum.
Hér fógetinn stendur á stalli
og starir þungur á brún
vítt yfir Silla og Valda
og vestur um Landakotstún.
Hann átti hér ótal sennur
okrara danska við,
og lét sig þá litlu skipta
laffrakkans tizkusnið. —
í dag vér hetjuna hyllum,
sem hopaði aldrei um spönn,
og uppdubbum alklæðnaði
frá Andcrsen, H. & Sön.
GORMUR.
Síðast liðinn laugardag voru gef-' er á Austf jörðum á suðurleið.
in saman í hjónaband af séra Áre- Herðubreið er á Austf jörðum á
líusi Níelssyni ungfrú Sigríður suðurleið. Skjaldbreið verður vænt-
Jóhanna Sturludóttir og Haf- anlega á Akureyri í dag. Þyrill er
steinn Baldur Ingvarsson verka- á leið frá Rotterdam til Reykja-
maður. Heimili þeirra verður að víkur. Baldur fór frá Reykjavík
Lundi við Nýbýlaveg. i gærkvöldi til Gilsfjarðarhafna.
Síðast liðinn laugardag voru gef-
in saman í hjónaband á Akranesi Skipadeild S.Í.S.:
af séra Jóni M. Guðjónssyni ung- Hvassafell er í Reykjavík. Arn-
frú Svanfriður Valdimarsdóttir, arfell fór frá Keflavik í gær-
Hóli, Akranesi, og Þorvaldur kvöldi áleiðis til Raufarhafnar.
Loftsson sjómaður. Heimili ungu Jökulfell fór 13. þ. m. frá New
hjónanna verður að Kirkjubraut York áleiðis til Reykjavíkur. Dís-
21, Akranesi.
í arfell fór í fyrradag frá Reykja
vík áleiðis til Bremen, Hamborgar
og Rotterdam. Bláfell er í flutn-
ingum milli Þýzkalands og Dan-
Nýlega hafa opinberað trúlofun nierkur. Litlafell fór frá Norð-
Hjónaefni
«ína ungfrú Ásta Ólafsdóttir, fil'ði
gær áleiðis til Faxaflóa.
Lönguhlíð 19, og Karl Ormsson, Jan er 1 Eeykjavík. Nyco lestar
Borgarnesi. . sement í Álaborg.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Gunnlaug Heiðdal, Eimskipafélag Reykjavikur h.f.:
Glerárþorpi, og Karl Hinriksson,! Katla er 1 Keykjavík.
Smálöndum, Reykjavík. j
Laugardaginn 14. ágúst opinber- Hvað kostar Ulldir bréfin?
Kjartansdóttir frá Höfn í Horna- nEmf°'d flu*P°stbréf **•>;
firði og óli H. P. Þorbergsson, 1N0;err’9 n Z
t. ' ***** x m- -.r. a 2,05: Fmnland kr. 2,o0: Englantí
husgagnasmiður, Tjarnarg. 10 A. og N.-Írland kr. 2,45: Austurríki,
Þýzkaland, Frakkland og Sviss kr,
3,00; Rússland, Ítalía, Spánn og
Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkir
(10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 gr.)
• Flugíerðir •
Flugfélag í»Iand» h.f.:
Millilandaflug: Millilandaflug- £35 _ Sjópóstur til Norður
velm Gullfaxi fór ti Kaupmanna- landa (20 gr.) kr. 1,25 og til ann
hafnar 1 morgun. Flugvélin er arra landa kr lj75>
væntanleg aftur til Reykjavíkur. •
kl. 23,45 í kvöld. n/ f mc ,
Innanlandsflug: 1 dag er ráð- V' S° V
Bert að fljúga til Akureyrar (2 ,kom af Grænlandsmiðum a
ferðir), Hellu, Hornaf jarðar, ísa- manndagsmorguninn með fullfermi
fjarðar, Sands, Si-Iufjarðar og af karfa eft,r 10 daf?a útivist- —
Vestmannaeyja (2 ferðir). SklI,lð fékk fullfermi á tveim sól-
arhringum.
Pan Safn Einars Jónssonar
er opið sumarmánuðina daglega
frá kl. 13,30 til 15,30.
Heimdellingar!
Skrifstofan er opin milli kl. 2
og 3 virka daga.
G engisskráning
(Sölugengi):
1 sterlingspund kr. 45,70
1 bandarískur dollar .. — 16,32
1 Kanada-dollar — 16,70
100 danskar krónur .. — 236,30
100 r.orskar krónur .. — 228,51
100 sænskar krónur .. — 315,50
100 finnsk mörk — 7.09
1000 franskir frankar . — 46,63
100 belgiskir frankar . — 32,67
100 svissn. frankar .. — 374,50
100 gyllini — 430,3E
100 tékkneskar kr — 226,67
100 ve3tur-þýzk mörk . — 390,65
1000 lírur — 26,12
Gullverð íslenzkrar krónu:
100 gullkrónur jafngilda 733,9;
pappírskrónum.
Málínndafélagið Óðinn,
Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð
iahúsinu er opin á föstudagskvöld-
uin frá kl. 8—10. Sími 7104. —
Gjaldkeri tekur þar við ársgjök
um félagsmanna, og stjórn félags
ins er þar til viðtals við félags
menn.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: Ham-
ingjusöm móðir 25,00; Hafdís,
Svala Ragnheiður 50,00; 1. Þ.
150,00; G. J. 50,00.
Lamaði íþróttamaðurinn.
Afhent Morgunblaðinu: K. K.
10 krónur.
Fólkið, sem brann hjá
í Laugarnesscamp.
Afhent Morgunblaðinu: Krist-
ján 500,00; maður og kona 25,00;
S. J. 100,00; norðlenzk kona 200
krónur.
Ekki 1045, heldur 1145.
í fregn Mbl. af bílainnflutn-
ingnum í gær misritaðist tala
þeirra bíla, sem innflutningur
verður leyfður á nú í ár, en það
verða 1145 stykki, en ekki 1045.
Vlgg® Sparr á Eliiheimilinu
Pan American Airways:
Millilandaflug: Flugvél
American frá New York er vænt-
anleg í fyrramálið kl. 9,30 til
Keflavíkur og heldur áfram eftir
skamma viðdvöl til Osló, Stokk-
hóhns og Helsinki.
• Skipaíréttii •
Eimskipafélag fslands h.f.:
Brúarfoss fór frá Rotterdam í
fyrradag til Bremen og Hamborg-
ar. Dettifoss kom til Reykjavíkur
9. þ. m. frá Hull. Fjallfoss fer í
dag frá Reykjavík til Vestmanna-
eyja, Aðalvíkur, Siglufjarðar, Ak-
mreyrar og Húsavíkur. Goðafoss
fór í gær frá Keflavík til Reykja-
víkur. Gullfoss fór frá Leith í
fyrradag til Reykjavíkur. Lagai-
foss fór frá Akranesi 12. þ. m. til
New York. Reykjafoss kom til
Reykjavíkur í gærkvöldi frá Akra-
mesi. Selfoss fór frá Vestmannaeyj-
um 14. þ. m. til Grimsby, Ant-
werpen, Hamborgar og Bremen.
Tröllafoss er í Gautaborg. Tungu-
foss er í Antwerpen. Fer þaðan til
Hull og Reykjavíkur. Vatnajökull
kom til Reykjavíkur í gær frá New
York.
SkipaútgerS ríkisins:
Hekla er væntanleg til Kaup-t
mannahafnar seint í kvöld. Esja Töframaðurinn Viggo Spaar skemmtir vistmönnum á Elliheimilinu.
Minningaspjöld Krabba-
meinsfélags íslands
fást hjá öllum póstafgreiðslum
landsins, öllum lyfjabúðum í
Reykjavík og Hafnarfirði (nema
Laugavegs- og Reykjavíkurapó-
teki), Remedia, verzluninni Há-
æigsvegi 52, elliheimilinu Grund
og skrifstofu Krabbameinsfélag-
anna í Blóðbankanum, Barónsstíg,
sími 6947. Kortin eru afgreidd í
gegn um síma.
• Sofnin •
Frá Bæjarbókasafni
Reykjavíkur.
Útlán virka daga er frá kl. 2—
10 e. h. Laugardaga kl. 1—4. Les-
stofan er opin virka d-aga kl. 10—
12 og 1—10. Laugardaga kl. 10
—12 og 1—4. Lokað á sunnudög-
um yfir sumarmánuðina.
Þjóðminjasafnið
er opið sunnudaga kl. 1—4 og
þriðjudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga kl. 1—3.
Listasafn ríkisins
er opið þriðjudaga, fimmtu
daga og laugardaga frá kl. 1—í
e. h. og sunnudaga frá kl. 1—4
síðdegis.
• Utvarp •
14,00 Afhjúpun minnisvarða um
Skúla Magnússon landfógeta við
Aðalstræti í Reykjavík: a) Vil-i
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
flytur ræðu. b) Guðjón Einarsson
formaður Verzlunarmannafélaga
Reykjavíkur afhjúpar varðánn og
afhendir hann Reykjavíkurbæ. c)]
Félagar úr kai'lakórnum Fóst-
bræðram syngja minningarljóð
eftir Tómas Guðmundsson skáld.
d) Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri veitir varðanum viðtöku fyr-
ir hönd Reykjavíkurbæjar. e) Egill
Guttormsson stórkaupmaður flyt-
ur lokaorð. f) Lúðrasveit Reykja-
víkur leikur; Paul Pampichler
stjórnar. — Hjprtur Hansson stór-
kaupmaður kynnir atriðin. 19,00
Tómstundaþáttur bama og ung-
linga (Jón Pálsson). 19,30 Tón-
leikar: Óperulög (plötur). 20,20
Útvarpssagan: „María Grubbe“
eftir J. P. Jacobsen; XVII. —■
sögulok (Kristján Guðlaugsson
hæstaréttarlögmaður). 20,55 Út-
varp frá íþróttavellinum í Reykja-
vík: Frá úrsitaleik Islandsmóts-
ins í knattspyrnu; Akranes og KR
keppa, síðari hálfleikur (Sig. Sig.
lýsir). 21,40 Frásaga: Litazt um
í Þingeyjai'þingi ^Axel Benedikts-
son skólastjóri frá Húsavík). 22,10
„Á ferð og flugi“, frönsk skemmti-
saga; XXVII. (Sveinn Skorri
Höskuldsson les).- 22,25 Kammer-
tónleikar (plötur) : a) Kvartett í
D-dúr op. 64 nr. 5 (Lævirkinn)'
eftir Haldn (Búdapest-kvartettinn
leikur). b) Tríó op. 70 nr. 5 (Vofu-
tríóið) eftir Beethoven (Adolf
Busch, Hcrmann Busch og Rudolf
Serkin leika). 28,05 Dagskrárlok.
ins Jóns Bjðmssonar á Élsæ
NESKAUPSTAÐ, 16. ágúst.
QÍÐASTL. laugardag fór íram frá Norðfjarðarkirkju útför Jóns
Björnssonar bónda í Miðbæ í Norðfjarðarhreppi. Var jarðar-
för þessi með þeim allra fjölmennustu, sem verið hafa hér um
slóðir. —■
JARÐSETT AÐ
SKORRASTAÐ
Sóknarpresturinn séra Ingi
Jónsson, talaði í kirkjunni og í
Miðbæ, þar sem stutt kveðjuat-
höfn fór fram, en jarðsett var að
Skorrastað. Var síðan öllum við-
stöddum boðið til kaffidrykkju
í skólahúsi Norðfjarðarhrepps.
BÓNDI AÐ MIÐBÆ
Jón Björnsson var 71 árs að
aldri er hann andaðist. Hann
hóf búskap í Miðbæ 1906 og bjó
þar alla sína búskapartíð. Var
Miðbær þá talinn ein lélegasta
jörð sveitarinnar, en er nú ein sú
bezta. Reisti Jón myndarlegt íbúð
arhús og einnig peningshús og er
þar nú mikið ræktað land vél-
tækt.
ANNÁLAÐUR
DUGNAÐARMAÐUR
Jón var annálaður dugnaðar-
maður og vinsæll. Gegndi hann
í sveit sinni um áratugi póst-
störfum. Jón kvæntist árið 1905
Sigríði Björnsdóttur, bónaa á
Þverfelli í Lundarreykjadal. —
Eignuðust þau hjónin 8 börn og
I eru 7 þeirra á lífi. G. S.
★★★★★★★★★★★★★
★★★★★★★★★★★★★
★
★
★
★
★
B
EZT AÐ AUGLÝSA í
MORGUNBLAÐINU
★
★
★
★
★
★★★★★★★★★★★★★
VRSsjár á Kýpurey
BREZKI landsstjórinn á Kýpur-
ey hefur hótað Enosismönnum
(grísk-sinnaðaflokknum) hörðu í
sambandi við endurteknar til-
raunir þeirra til að vekja viðsjár
á eynni. Hefur landstjórinn hótað
að beita lögum, sem hafa verið
í gildi alllengi án þess að koma
til framkvæmda, er ákveða að
vísa megi innfæddum mönnum
úr landi án fyrirvara, er gera sig
seka í mótþróa gegn stjórn henn-
ar hátignar. Ef um brezka þegna
væri að ræða, mætti svipta þá án
tafar stöðu sinni. Blöð sem
hvettu til óróa yrðu óðara gerð
upptæk og ritstjórnin sett á svart
an lista í allt að þrjú ár.
— Reuter.
90 þúsund viskí-
I SIÐASTLIÐINNI viku kvikn-
aði í viskíverksmiðju í Peking
og varð mikill skaði. 90 þúsund
viskýtunnur sprungu og varð
engu af áfenginu bjargað. Sex
starfsmenn verksmiðjunnar létu
lífið í eldsvoðanum, en 30 slös-
uðust. Fjórar byggingar, sem til-
heyrðu verksmiðjunni brunnu
til kaldra kola.
Stærsta og fjölbreytt-
asta úrval bæjarins.
Lempar
ag skermar
SKERMABÚÐIN, Laugavegi 15, sími 82635..