Morgunblaðið - 18.08.1954, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
]VJIðvikudagur 18. ágúst 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
- Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Dr. Haakon Stangerup og sam<
starf hans við Morgunh!
Tíminn 02 bifreiðamar
TÍMINN hefur undanfarna daga
gert tilraunir til þess að
sanna, að það hafi helzt verið
Framsóknarmönnum einum að
þakka, að leyfi verða gefin fyrir
um 1200 bifreiðum, á næstu vik-
um. Hefur blaðið sýnt ennþá einu
sinni, að á skrifstofum þess eru
orðin sannleikur og sómatilfinn-
ing gjörsamlega óþekkt, en þess
i stað hefur Tíminn reynt að
þyrla upp blekkingum og ósann-
indum um bifreiðamáln.
Það er allri þjóðinni löngu
kunnugt, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur á undanförnum árum
komið þeirri grundvallarstefnu
sinni í framkvæmd með aðgerð-
um á þingi og í stjórn, að leystar
hafa verið höft og hömlur, ríkis-
afskipti og nefndafargan af at-
vinnu og viðskiptalífi lands-
manna nær því til fulls.
Engum flokki nema Sjálf-
stæðisflokknum er það að
þakka, að um 70% af ínnflutn-
ingi landsmanna, sem áður var
allur bundinn höftum, hefur
nú verið gefinn frjáls.
Um leið og núverandi ríkis-
stjórn var mynduð var samið um
það, að undirlagi Sjálfstæðis-
flokksins, að Fjárhagsráð skyldi
lagt niður og var með því skap-
að stóraukið frelsi í viðskiptum,
. byggingum og öllu atvinnu og
efnahagslífi landsmanna. Ekki
ÓKMENNTAFRÆÐIN GUR
Kaupmannahafnarblaðsins
Nationaltidende, dr. phil. Hákon
Stange^up og kona hans ,frú
Betty Söderberg, hafa um tíma
dvalið hér í Reykjavík. — Sem
kunnugt er hefur Stangerup
skrifað greinar fyrir Morgun-
blaðið um nokkurra mánaða
skeið um menningarmál. — Úr
íslandsför sinni mun Stangerup
skrifa greinaflokk um nútíma
menningarmál fyrir Nationaltid-
ende, Svenska Dagbladet í.Stokk
hólmi, Morgenposten í Oslo og
að ekki væri hugsanlegt að fram- TT . ’ . , TT , .
,., . ; Uusi Suomi i Helsmgfors.
kvæma slik aform, sem augljost
er.
Ræður því haftastefnan,
stefna Framsóknartlokksins,
enn um hríð og bifreiðar
verða áfram bundnar leyfum.
Það er höfuðnauðsyn, að bif-
reiðaumsækjendum og allri al-
þýðu manna sé fullljóst hvern
blekkinga- og baktjaldaleik
Framsóknarflokkurinn hefur leik
ið í þessu máli og hví ekki má
flytja bifreiðar óhindrað inn í
landið.
★ ★
Fullyrðingar Framsóknar-
flokksins um, að Ingólfur Jóns-
son viðskipamálaráðherra, hafi
viljað tefja vörubifreiðaúthlutun
ina og skattleggja þær, eru hrakt-
ar á öðrum stað hér í blaðinu í
dag. Er þar sýnt fram á, að fyrir
atbeina viðskiptamálaráðherra
verða nú fluttar inn 275 vörubif-
reiðar í stað þeirra 130, sem Fram
sóknarmenn töluðu um.
Stendur sú staðreynd óhrakin
og mega þeir bezt um það vita,
sem hljóta hinar 145 bifreiðar,
sem við bætast.
Varðandi það atriði, að við-
skiptamálaráðherra hafi viljað
láta skattleggja jeppabifreiðar er
þetta að segja:
Ingólfur Jónsson hefur frá því,
Dr. Hákon Stangerup hefir m.
a. átt tal við Ásgeir Ásgeirsson
forseta, átt samtal við Gunnar
Gunnarsson, Kristján Albertson,
Ragnar Jónsson, Tómas Guð-
mundsson, Pál ísólfsson, Alex-
ander Jóhannesson, Vilhjálm Þ.
Gíslason, Guðlaug Rósinkranz,
Hjörleif Hjörleifsson o. fl. Mun
hann enn eiga eftir að ræða við
nokkra fremstu menn á sviði. inn var í fyrrnefndum fjórum
Dr. Haakon Stangerup og frú Betty Söderberg.
er hann skrifaði hér, er samtal
við forsetann, kom á sunnudag-
stjórnmála og menningarmála,
áður en hann heldur heim.
Fyrsta grein dr. Stangerups,
blöðum Norðurlanda.
Dr. phil Hákon Stange-
rup, er einn af helztu bók-
'\jelvaba.nJ.i ihrifar:
í
maður þekkir kosti þá og hags-
bætur sem hið stór aukna athafna
frelsi hefur haft í för með sér af
eigin sjón og raun.
Þótt Tíminn geri lítið úr þeirri
breytingu á högum þjóðarinnar,
sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk
hrundið í framkvæmd með af-
námi Fjárhagsráðs og tali um
aukið frelsi í háði, þá er það eitt
víst að almenningur kann góð
skil á því, hvernig svara ber slíku
fleipri.
★ ★
Þegar að því kom, að leysa
þyrfti bifreiðainnflutningsmálin
og fundir um þau hófust í ríkis-
stjórninni fyrir nokkrum vikum
lögðu ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins á það megináherzlu, að
bifreiðar yrðu settar á frílista,
jafnt sem aðrar innflutningsvör-
ur. Með því hefði öllu nefnda-
valdinu og leyfabraskinu verið
útrýmt í einni svipan til stór-
felldra hagsbóta fyrir alla, sem
óskuðu að festa kaup á bifreiðum.
Gegn þessari tillögu Sjálfstæð-
ismanna barðist Framsóknar-
flokkurinn af oddi og egg og gat
komið í veg fyrir, að bifreiðarn-
ar yrðu settar á frílista. Sönnuðu
þeir þar rækilega haftaeðli sitt
og braskstefnu svo ekki verður
lengur um villzt. Heimtuðu þeir
Ósanngjörn skattheimta.
BREFI frá móður nemanda í
framhaldsskóla segir svo:
,X október s.l. gáfu framhalds-
skólar hér í bænum nemendum
sínum auka frídag. Orsökin var
sú, að bæinn vantaði vinnukraft
til þess að taka upp kartöflur.
Telpan mín var ein af þeim, sem
vann við kartöfluupptekning-
una og fékk hún borgaðar kr.
45,40 fyrir vinnuna.
Ég leit ekki á þetta sem raun-
verulega kaupgreiðslu, heldur
sem glaðning eða verðlaun fyrir
að vinna þetta, þ.e.a.s. fyrir þau
börn, sem notuðu þetta frí til
vinnu (mér er kunnugt um, að
mörg börn notuðu þennan dag
aðeins fyrir frídag). Því síður
datt mér í hug, að þetta bæri'að
færa heimilinu til tekna á
skattaskýrslu. Sú varð þó raun-
in á, að þessi upphæð kom þar
fram.
Um helmingur
ofreiknaður.
NÚ er það regla, að draga megi
frá beinan kostnað við
lögu sinni, að 20 jeppar væru hverja atvinnu, sem um er að
fluttir inn frá ísrael og 60 frá ræða. Sökum kulda varð telpan
Evrópu eða Bandöríkjunum. Var að vera í skjóljakkanum sínum
það með það fyrir augum að afla við upptekninguna og það kost-
tekna með innflutningi jeppanna aði svo hreinsun á honum — fyr-
til þess að verðuppbæta hross, 1 ir 20 krónur, svo að vinnulaunin
þarf að rekja þá sögu lengra,hver að fyrst var hafið að ræða um
innflutning á jeppum, tekið það
skýrt fram, að hann vildi ekki
hækka verð jeppanna frá því sem
þeir hafa verið seldir á tvö s.l.
ár, og væri þá útsöluverðið ca.
40—42 þús. kr. á bifreið. Hins-
vegar hefir viðskiptamálaráð-
herra og fleiri Sjálfstæðismenn
talið hæpið að lækka jeppana
mikið í verði á sama tíma og aðr- .
ar bifreiðar hækka stórkostlega. *
A s.l. vetri, þegar rætt var um !
innflutning á 80 jeppum, gerði •
viðskiptamálaráðherra það að til- '
að bía yfir krökkunum! Varla
geta þær að jafnaði verið það
léttar upp á fótinn eða upptekn-
ar við að ralla úti um borg og
bí, aði þær telji eftir sér að sitja
heima kvöld og kvöld!
Margt til í dæminu.
ANNARS vitum við öll, að
ástæðan fyrir því, hve ung-
um hjónum gengur illa að fá
einhvern til að sitja yfir krökk-
unum er ekki fyrst og fremst sú,
sem verið var að reyna að selja
á þessum tima í Evrópu. Tókst
salan þó ekki að þessu sinni. Hins
vegar hlýtur þeim tilraunum að
verða haldið áfram og væri því
hagkvæmt, að sjóður væri fyrir
hendi til þess áð verðuppbæta
hrossin ef söluverð þeirra reynd- 1
urðu einar kr. 25,40. Utkoman á
þessum tekjum barnsins eru því
um helming ofreiknaður á
skýrslunni.
Lúaleg aðferð.
EN það var samt ekki kostnað-
arhliðin, sem kom mér til að
ist of lágt. Jafnframt kemur og þrífa til pennans, því að sú iðja
mjög til greina, er fram líða tím- j er mér ekki töm, heldur hitt, að
ar, að hefja útflutning annara
landbúnaðarvara, en útflutnings-
verðið er mun lægra en innan-
landsverðið. Er því bráðnauðsyn-
legt fyrir bændastéttina, að
mér finnst þetta hálf lúaleg að-
ferð.
Ef bænum lá á hjálp barnanna
við þessa vinnu, þá finnst mér,
að vinnulaunin til þeirra hefðu
að viðskiptamálaráðherra legði mynda verðjöfnunarsjóð og er átt að vera nokkurs konar verð-
£______________... 1. ......... nví TlllcfmvnH __ £___i. _ .*•
fram yfirlýsingu frá bönkunum
um það, að alltaf væri til nægur
gjaldeyrir til yfirfærslu fyrir
bifreiðum, þótt þeim væri full-
ljóst að viðskiptamálaráðherra
hvorki gat né vildi fara fram á
slíkt við bankana og jafnframt,
að bankarnir hefðu aldrei gefið I
slíka yfirlýsingu.
Heimtuðu þeir jafnframt, að
yfirfærslan fyrir bifreiðunum
hefði algjöran forgang fram yfir
matvörur, veiðarfæri og aðrar
brýnustu lífsnauðsynjar, og sýnir
það heilindi þeirra hvað bezt.
Notaði Framsóknarflokkurinn
síðan það sem tylliástæðu til að
sporna við frjálsum innflutningi,
því hugmynd viðskipamálaráð-
herra um gjald af jeppum í því
skyni hin viturlegasta. Mun það
sannast síðar, þegar farið verður
að flytja út dilkakjöt og e. t. v.
smjör og osta, vegna stöðugt vax-
andi nýmjólkurframleiðslu.
laun fyrir vilja þeirra til að
vinna, í staðinn fyrir að nota
þau sem einskonar bakreikning
á foreldrana. Þetta er það, sem
á leiðinlegu máli er kallað að
„plokka". — Móðir“.
★ ★
Segja má að lokum, að þetta
sýni glögglega, að ekki stend- |
ur steinn yfir steini í fullyrð-
Hví ekki lang-
ömmurnar?
1AMALL afi hefur orðið:
r „Fyrir nokkru las ég í pistli
1 Daglega lífsins í Mosgunblaðinu
ingum Tímans um bifreiða- I hugleiðingu, sem hafði yfirskrift-
málin. Er það enn einn dóm-’ina: „Of ungar ömmur“. Mér
urinn um hvernig framsóknar-1 varð á að brosa að lestri hennar
siðferðið verkar í framkvæmd 1 loknum og það fyrsta sem hvarfl-
og hver heilindi og sannleiks- ' aði að mér var þetta: hvers vegna
ást þeirra Tímamanna er. þá ekki að fá langömmurnar til
Ekki um annað að ræða en
sitja heima.
að ömmurnar eru svo óhæfilega
ungar nú á dögum. Það er margt
annað, sem hér kemur til greina.
Eitt ler það, að nú er það lang-
samlegur minnihluti ungs fólks,
sem hefur nokkur ráð á að hafa
fastar hjálparstúlkur — og hafa
heldur enga þörf fyrir það, þegar
unga frúin lætur vélarnar vinna
hússtörfin í staðinn fyrir vinnu-
konuna áður fyrr.
oc
Alltaf eitthvað
um að vera.
G svo er það líka annað. Það
voru ekki bíó og leikhús á
hverju horni hér áður fyrr til að
glepja ömmur og aðra út á
kvöldin. Nú er alltaf eitthvað að
ske einhvers staðar, sem allir,
ungir og gamlir þurfa endilega
að sjá — og ekki missa af fyrir
nokkra muni.
Þetta hjálpaðist allt að til að
gera ungu hjónunum óhægt um
vik. Öll þægindin — allar
skemmtanirnar, sem flæða í
stríðum straumum um höfuð-
borgina — eiga sinn þátt í því,
hversu hlálega, sem það kann að
láta í eyrum. — Gamli afi“.
Sulturinn ger-
ir sætan mat.
menntafræðingum og gagnrýn-
endum Dana. Á undanförnum
árum hefur hann aðallega skrif-
að hverja bókina af annarri um
danskar og norrænar bókmennt-
ir. M. a. hefur hann skrifað marg-
ar mjög lofsamlegar greinar um
fornbókmenntir íslendinga.
Hann hefur í mörg ár verið
menningarmála ritstjóri danska
blaðsins Naticnaltidende og
sjálfur skrifað um allar nýungar
á sviði bókmennta frá ýmsum
Evrópulöndum.
Ennfremur hefur dr. Stangerup
kennarastól við Verzlunarháskól-
ann í Kaupmannahöfn Flytur
hann þar að staðaldri fyrirlestra
um aiþjóðlega menningarsögu.
Einnig hefur hann haft mikil af-
skipti af stjórnmálum Dana.
Fylgir hann þar íhaldsflokknum
að málum. Um tíma átti hann
sæti í Ríkisþinginu.
Á háskólaárum sínum nam
hann íslenzku hjá prófessor Jóni
Helgasyni. Alla tíð síðan hefur
hann haft mikinn áhuga á ís-
landsmálum og menningarmál-
um íslendinga. Hann er einn
þeirra Daea, sem bezt og drengi-
legast hafa stutt íslenzkar kröf-
ur um endurheimt handritanna.
Skrifaði hann m. a. fyrir nokkr-
um árum grein, þar sem hann
lagði eindregið til að handrit-
unum yrði skilað aftur til ís-
lands.
Síðastliðinn vetur ferðaðist
hann um Bandaríkin í boði
Bandaríkjastjórnar. Hefur hann,
eins og lesendunum er kunnugt,
skrifað margar greinar frá því
ferðalagi um menningarástandið
og menningarlíf með þeirri stór-
þjóð, er vakið hafa mikla at-
hygii, meðal blaðalesenda Norð-
urlanda, enda skrifar hann mjög
fjörlegaf og skemmtilega og er
einkar lagið að vekja áhuga á
málum þeim, sem hann fjallar
um.
Kona dr. Stangerups er með
honum í þessari ferð hans, hin
fræga leikkona, frú Betty Söder-
berg. Hún er dóttir sænska
skáldsins Hjálmars Söderbergs.
Margir íslendingar munu minn-
ast þess með ánægju, að hafa séð
þessa nafntoguðu leikkonu, bæði
í dönskum kvikmyndum og á
dönsku leiksviði. í mörg ár var
hún fastur starfsmaður í Betty-
Nansens leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn.
Ritstj. blaðsins þakkar dr.
Stangerup fyrir ágætt samstarf
og aðstoð undanfarna mánuði og;
væntir þess að það muni hald-
ast framvegis.
íslendingar! — Takið þátt í nor-
rænu suiulkeppninni og tryggiS
sigur vorn.