Morgunblaðið - 18.08.1954, Page 12

Morgunblaðið - 18.08.1954, Page 12
12 MORGVNBLAÐIB Miðvikudagur 18. ágúst 1954 l Tilkynning um náms styrk irá British Council EINS og undanfarin ár mun British Counsil veita einum náms manni námsstyrk til ársdvalar í Bretlandi. Umsækjendur, sem mega vera hvort sem vill, karlar eða konur, skulu vera á aldrin- um 25—35 ára, og hafa lokið há- skólaprófi í einhverri grein eða hafa tilsvarandi menntun. Lækna stúdentar skulu, auk embættis- prófs, hafa starfað sem læknar í minnsta kosti tvö ár. Umsækjendur skulu og hafa góða þekkingu á enskri tungu, ekki einungis vera færir um að lesa ensku og fylgjast með fyrir- lestrum, heldur einnig að hafa nægilega talæfingu til að geta rætt um hvaðeina í hinu daglega lífi. Einkum er þetta mikilvægt fyrir læknastúdenta, sem munu þurfa að tala daglega við sjúkl- inga. Umsóknareyðublöð eru fáan- leg í brezka sendiráðinu, og þarf að skila þeim þangað útfylltum fyrir 15. nóvember 1954. Hundruð |>úsunda fluttar sjóieiðis WASHINGTON, 17. ágúst: — Bandaríska flotamálaráðuneytið hefur boðið stjórnum Frakklands og Vietnam að Ijá skipakost til brottflutnings flóttafólks af Rauð ársléttu. Hefur boðið verið þegið Og munu flutningarnir hefjast á næstunni frá hafnarborginni Haiphong. Þetta verða einhverjir stærstu mannflutningar, sem um getur í mannkynssögunni, því að hundr uð þúsunda kristina Vietnam-búa vilja fremur yfirgefa óðöl sín en komast undir harðstjórn komm- únista. Nú þegar hafa Banda- ríkjamenn lánað nokkrar stórar farþegaflugvélar til fólksflutn- inganna og starfa þær dag og nótt að því að flytja fólkið til Saigon í suður Vietnam. — Reuter. Framh. af bls. i flokkanna í Noregi, sem voru andvígir tillögunni og Bern- harð Stefánsson frá íslandi. Aðalefni tillögunnar er að koma einum markaði á um öll Norðurlönd á sem flestum sviðum og er ætlunin að gera það með afnámi tolia og inn- flutningstakmarkana. Sumir Norðmenn óttast að þeir kunni að bera tap af þessu, þar sem þeir hafa ekki eins öflugan iðnað og hin löndin. — NTB. - Ufskúfun F •amh. af bls. 1 bókm ’itagagnrýnandi Sovét ríkjanna. ★ í stað hans hefur IConstantin Simonov, varaformaður rit- höfundafélagsins, verið skip- aður ritstjóri tímaritsins, en hann cr einn af yngri rithöf- undunum, sem er á hraðri upp siglingu vegna þess, að honum hefur tekizt að verða sér úti um hylli valdhafanna. ★ Ákvörðunin um brottrekstur Tvardovich var tekin áfundi í rithöfundaíélaginu rússneska sem haldinn var í morgun. Var rithöxundurinn sakaður um að hafa tekið upp stefnu, sem færi í bág við tilskipanir konxmúnistaflokksins til rit- höfunda. Á þessum fundi var einnig tekin ákvörðun um að herða til muna eftirlitið með því að rithöfundar fylgi til- skipunum flokksins. Laxvciði freg í Laxá í Aðaida! PATREKSFIRÐINGUR nokkur, í sem dvalizt hefur síðastliðna ! viku við laxaveiðar í Laxá í Að- | aldal, skýrði blaðinu svo frá í gær að laxveiði væri þar mjög i treg. Veiddust að meðaltali í ánni síðastliðna viku 5—6 laxar, en 14 stangarveiðimönnum er leyft að vera þar í einu. Maður þessi stundaði veiðina í tvo daga | og dró á land tvo laxa, og þótti það góð útkoma eftir því hvað veiði er þar lítil um þessar mundir. Stærsti laxinn, sem veiddist yfir vikuna, var 22 pund. Laxveiðin mun hafa verið eitt- hvað að glæðast um helgina, en þessa viku taka Reykvíkingar við veiðileyfinu í ánni. — Kvað maður þessi, en han er allkunn- ugur laxveiðiám hér á landi, að Laxá í Aðaldal væri ein allra ákjósanlegasti laxveiðistaður, sem hann hefði komið á, og taldi hann Norðlendinga mjög slungna laxveiðimenn, enda kunnugir sínum ám, sem eru all frábrugðn- ar vestfirzkum vatnsföllum. Herflutningar frá Súez PORT SAID 17. ágúst. — Hreyf- ing er nú farin að komast á brott flutning brezka herliðsins frá Súez-skurði. Stigu um 2000 j brezkir hermenn með fullum út- j búnaði á skip í Port Said í dag. 600 landgönguliðar flotans fóru i um borð í beitiskipin Glasgow og Gambía sem flytja þá 11 Malta og 1400 fótgönguliðar og fallhlífarhermenn voru fluttir í herflutningaskip, sem siglir með þá heim til Stóra Bretlands. - íþrófíir Framh. af bls 11 lipran samleik allan fyrri hálf- leikinn og fengu þeir fyrir þann j leik verðugt hrós, en þessi sam- leikur hefir bara ekki sézt hja þeim síðan. Hvað veldur, Þrótt- arar? Lið Fram er létt og vel leik- andi, notar völlinn veþ en hefir hingað til átt fremur erfitt með að skora mörk. Nú komu mörk- in og það mörg og er vonandi að leikmennirnir geri sér það ljóst, að þeir eru töluvert góðar skytt- ur, án þess þó að fyllast ofmetn- aði yfir mörkunum 12. Það er æði sjaldgæft að 14 mörk séu skoruð í meistara- ! flokksleik, eða mark á 5. mínútna ífresti til jafnaðar. Munurinn j milli liðanna sex, sem fá að taka ( þátt í landsmóti á ekki að vera það mikill að jafnmikil marka- tala og hér varð raunin á sé ' möguleg. Svona gífurlegur markamunur bendir til þess eins, að ýmislegt sé ábótavant við leik þess liðs, sem fær jafn herfilega útreið í einum leik, sem Þróttur í þetta sinn. Þetta atriði verður að vera Þrótturum ljóst og leik sinn verða þeir að bæta, ef beir hugsa sér til áframhaldandi dval- ar í meistaraflokki. Hans. Hemaðarbandalag milli Syngman Rhees og þjóðernissinna á Formósu. MANILA 17. ágúst. — Dag- blað eitt hér í borg, sem er óflokksbundið, skýrir frá því, að það hafi fengið óyggjandi upplýsingar um það, að Suður Kóreu stjórn og þjóðernis- sinnastjórnin á Formósu ætli að gera hernaðarbandalag á næstunni. Ríki þess vilja enga aðild eiga að varnarbandalagi Suðaustur- Asiu, vegna þess, að það er eingöngu vamarbandalag. — Vilja bæði Syngman Rhee og Sjank Kai Shek a ðefnt verði til innrásar á meginland Kína. —Reuter. Framh. af bls. 1 mokrata fram breytingartillögu, þar sem lögð var margra ára fangelsisrefsing og háar fjársekt- ir á þá, sem yrðu sekir fundnir um kommúnistíska starfsemi eða væru meðlimir flokksins. Þessi gangur málsins kom mjög á óvart. FULLTRÚADEILDIN FELLIR . . Er frumvarpið kom til umræðu í fulltrúadeildinni s. 1. mánudag, var það samþykkt með 305 at- kvæðum gegn 2, að svipta komm- únistaflokkinn þeim réttindum og sérréttindum, sem pólitískir flokk- ar njóta í Bandaríkjunum. Enn- fremur var samþykkt að svipta þau verkalýðsfélög réttindum, sem kommúnistar hafa yfir að ráða. En fulltrúadeildin felldi þau á- kvæði, sem leggja fangelsi eða fjársektir við því að vera starf- andi kommúnisti. EKKI FÖÐURLANDSSVIK Fulltrúadeildin hefur því orða- lagi Öldungadeildarinnar að yfir- lýsa kommúnistaflokkinn sem „samsæri manna til að kollvarpa stjórn Bandaríkjanna", en vill ekki túika ákvæði frumvarpsins þann- ig, að refsa beri kommúnistum sem föðurlandsvikurum. Eins og frumvarpið er nú, sviptir það kommúnista öllum möguleikum til þess að berjast opinberlega fyrir skoðunum sínum, án þess að litið sé á þá sem glæpamenn. BANN.4Ð AÐ IIALDÁ FYRIRLESTRA Kommúnistum er nú bannað að halda opinbera fyrirlestra, hverr- ar tegundar sem þeir nefnast. Nefnd, skipuð þingmönnum úr báðum deildum, mun nú koma saman og ganga frá frumvarpinu endanlega, áður en það verður lagt fyrir stjórnina til staðfestingar. Talsmaður ríkistjórnar Banda- ríkjanna hefur lýst yfir, að stjórn- in muni geta samþykkt frum- varpið í þvi fonni sem það er nú. LONDON — Ný gerð af brezk- um þrýstiloftsflugvélum, orustu- flugvélin P 1, hefur flogið hraðar en hljóðið á láréttu flugi. Fram til þessa hafa flugvélar einungis getað náð þeim mikla hraða með því að steypa sér. Skemmtiferð fil Vestmansiaeyja með m.s. E S J U um næstu helgi. Farið héðan kl. 10 á föstudagskvöld og komið aftur kl. 7 á mánudagsmorgun. Skipið verður sem hótel fyrir farþegana meðan staðið er við í Vestmannaeyjum. Lausleg áætlun um ferðartilhögun: Laugardagur: Komið til Vestmannaeyja kl. 7 ái'd., kl. 2 síðd. gengið á Helgafell, og mun útgerðin án aukagjalds leggja til bifreiðar til þess að auðvelda ferðalagið. Kl. 5 síðd. siglir Esja með þá farþega, er þess óska, kynnisför í kringum eyjarnar. Kl. 9 síðd. dansleikur í samkomuhúsinu, og greiði hver þáttakandi aðgangseyri. Sunnudagur: Kl. 2 síðd. lagt af stað í IV2—2 klst. öku- ferð á Stórhöfða og um eyjuna í bifreiðum, sem útgerðin leggur til á sinn kostnað. Kl. 8 síðd. lúðraleikur og dans á bryggju. Leiðsögumenn verða með í ofannefndum ökuferðum og á skipinu í siglingu kringum eyjarnar. Ofanrituð áætlun er auðvitað að nokkru leyti háð veðri og öðrum ástæðum. Nánari upplýsingar í skrifstofu vorri. Skipaútgerð ríkisins. íslandsmótið 1950 vann K. R. 1951 vann Akranes 1952 vann K. R. 1953 vann Akranes. I»au eru jöfn! Akranesingar hafa verið mjög sigursælir á vellinum undanfarið — en oft hefur K. R. komið á óvænt með sigrum síxium. Hver vinnur 1954? Sjáið leikinn! síðasta stórleik sumarsins * ursEitaleik Islandsmótsins verður í kvöld kl. 8 Dómari: Hannes Sigurðsson. Aðgöngumiðar: Börn kr. 2,00. Stæði kr. 15.00. Sæti 20.00 Kl, 6,15 keppa Fram og Víkingur. Dómari: Haraldur Gíslason. (Hótanefndin ■; Bezt að auglýsa í IVIorgunblaðinu 1MARKÍJS Eftir F*í fV»dd BUT IN H!S MIND HE And IN THE BLINDING FOG HE HURRIEDLY DRIVES HIS TEAM TOWARD A GEEAT YAWNING CEEVASSE „OB OPENING... IN THE ICE CAP CUNHINGLY FOEWULATES A DESPEPATE PLAN... •• rs/lír. Although he has lcst his FEAS or- MAEK'S "POWEP." AS A MEDICINE MAN, TOMMY PELUCTANTLY MOVES AHEAD iiil 1) Tommi heldur förinni á- fram af ótta við hnefa Jóa. En hann veit að Markús býr ekki, yfir neinu töfravaldi. 2) Þessvegna undirbýr hann í huga sér aðferð til að losna við félaga sína. 3) Hann ekur sleðanum með- fram djúpu gljúfri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.