Morgunblaðið - 18.08.1954, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. ágúst 1954
' 14
N I C O L E
Skáldsaga eftir Katherine Gasin
□c
Framhaldssagan 19
Það verður ekki auðvelt fyrir
hana að aðhyllast okkar venjur.
Hér er allt svo gerólíkt því, sem
hún á að venjast“.
Charles yppti öxlum. „Hún er
gáfuð stúlka, Iris. Ef hún vill
sjálf, þá verður hún ekki lengi
að samrýmast okkur og okkar
venjum“.
„Kannski hefur þú rétt fyrir
þér“.
„Auðvitað hef ég rétt fyrir
mér“, sagði hann hreykinn.
Iris hugsaði sig um nokkra
stund og sagði síðan dálítið
vandræðaleg: „Hefur þú tekið
eftir einhverju einkennilegu í
málfari hennar, Charles?"
„Ja, ég veitti því eftirtekt að
hún talar ekki með amerískum
hreim. Er það það, sem þú átt
við?“
„Já. Finnst þér það ekki dá-
lítið einkennilegt?“
„Nei, ekki ef tekið er tillit til
þess, að hún hlaut menntun sína
i skóla hjá frönskum nunnum.
Hún hefur varla haft mikinn
tíma til að taka upp amerískar
venjur“.
„Það getur verið“, sagði Iris,
en var full efasemda. „Samt væri
það mjög eðlilegt, að hún hefði
lært amerískar málvenjur hjá
móður sinni. Ég get sagt þér það,
Charles, að ég hef mikið verið
að hugsa um konu Stephens, og
einhvern veginn finnst mér að
mikið hafi verið í hana spunnið
og hún hafi verið meira en meðal
manneskja. Bara það, hvað hún
lagði á sig til þess að geta sent
Nicole í heimavistarskóla, finnst
mér lofsvert“.
„Já, ég héf líka verið að hugsa
um það“.
„Ég vildi að við hefðum getað
þekkt hana persónulega. Þessar
upplýsingar, sem við höfum
reynt að snapa uppi um hana eru
reikular og ófullnægjandi. Mig
langar að vita eitthvað um ætt
hennar og um æfí hennar. —
Nicole veit ekkert um það —
eða þó hún viti það, þá vill hún
ekkert um það segja“.
„Það gæti verið, ef þú værir
svolítið kænni og alúðlegri, elsk-
an“, sagði hann þurrlega. „Þá
gæti veríð að þú næðir meiri og
betri árangri".
„Já, en ef hún er ákveðin í
því, að segja ekkert, þá skiptir
engu máli, hvort kænsku er beitt
eða ekki. Hún er ákveðin stúlka.
Það eitt er víst“.
„Það getur líka verið stollt11,
sagði Charles.
„Það hefur hún frá Stephen.
Hann var stoltur“.
„Mér finnst þú alltaf gleyma
móður hennar. Það kann nú að
vera að hún hafi líka verið stolt.
Eg get ekki séð, að Nicole líkist
Stephen i neinu. Eða að minnsta
kosti í mjög fáu“.
„Já. Ég er vonsvikin yfir því“.
Charles brosti. „Mér finnst hún
yndisleg eins og hún er. En að
sjálfsögðu“, bætti hann við, „er
það frá sjónarmiði karlmanns“.
íris andvarpaði og varð hugsi
um stund. „Þetta svarta hár og
hvíta hörund er mjög einkenni-
legt. Charles, ég er að velta
því. ... “
„Hefur þér dottið í hug, að
verið gæti að kona Stephens hafi
verið kreoli? Þar með væri skýr-
ing fengin á litarhættinum“.
Iris varð höggdofa. „Nei, það
hefur mér ekki dottið í hug“, við-
urkenndi hún. „Kreoli. Heldurðu
að ég ætti að spyrja Nicole um
þa«?“
„Nei. Ég held að þú sért þegar
búin að angra hana nóg með
spurningum þínum. Mitt ráð er,
að við hættum að velta þessu
fyrir okkur. Ég ímynda mér, að
ykkur muni koma vel saman.
Hún er kurteis og siðfáguð Ég
veitti því athygli við miðdegis-
verðarborðið“.
„Hún var dálítið óróleg og ó-
örugg er við drukkum teið“.
„Elsku Iris“, sagði hann þolin-
móður, „settu sjálfa þig í spor
barnsips. Mér fannst hún gtanda
sig vel, þegar tekið er tillit til
þess, að þú hafðir ekki augun af
henni. Hún vissi, að allt sem hún
sagði og gerði, myndi verða hár-
togað og gagnrýnt“.
„Það getur vel verið, að ég
hafi starað á hana. Hún er
svo.... “
„Já“.
Iris sagði ekkert. Hún stóð á
fætur og gekk hægt að píanóinu.
Það var ennþá opið, eins og Nic-
ole hafði skilið við það. Hún
renndi fingrum sínum léttilega
yfir nóturnar. „Hún verður að
halda áfram við tónlistina“,
sagði hún.
„Heldur þú, að hún sé góð?“
Iris gekk aftur að sófanum og
settist við hlið hans. „Ég held að
hún sé efni í frábæran píanista.
Scarlatti er ekki auðveldur við-
fangs“. Hún kinkaði kolli eins
og til áherzlu. „Það er engin vafi
á því að hún er hæfileikum gædd
en ég veit ekki hvað við eigum
helzt að gera við hana“.
„Senda hana í skóla í eitt ár“,
stakk hann upp á.
„Nei, það er ekki hægt, Hún
er of gömul. Við verður heldur
að senda hana á leikskóla. Hún
hefur mikla möguleika og tvö ár
þar gætu orðið h^mi til góðs“.
Charles fannst það ekki bera
vott um gestrisni eða vináttu, að
senda stúlkuna í skóla í Frakk-
landi, svo til strax eftir að hún
kom til Englands. En Iris fékk
að ráða. Og nú sem fyrr gat það
orðið farsælt.
2. kafli.
Þegar Nicole kom til Englands,
fyllti angan sumarsins loftið Nú
voru rósirnar horfnar, napur
vindurinn lék um trén í Hyde
Park og þyrlaði upp fölnuðu
laufinu, og kuldagjóstur var á
Piccadilly.
Þegar hún nú fjarlægðist Eng-
land og sá strönd landsins smám
saman óskýrast, þá varð Nicole
hugsað um það, hvort líf hennar
hefði nokkru sinni verið snauð-
ara. Hún var á leið til Parísar —
í skóla. Iris hafði verið ákveðin.
„Ef ég á að kynna þig í sam-
kvæmislífinu og meðal hirðar-
innar, þá verður þú að hafa góða
menntun", hafði hún sagt.
Nú stóð Charles við hlið henn-
ar við borðstokkinn. Nicole vissi
að honum var á móti skapi að
hún færi. Á síðasta augnabliki,
áður en þau fóru frá Victoríu-
stöðinni, hafði hann sagt: „Fari
þetta allt norður og niður, Iris.
Ég get ekki séð nokkra ástæðu
til þess að vera að senda Nicole
til Frakklands. Núna er hún að-
eins að byrja að kynnast Eng-
landi“. Með sínum venjulegu
höstugheitum hafði Iris svarað:
„Vertu ekki með svona fjarstæð-
ur, Charles. Stúlkan verður að
fá að Ijúka menntun sinni. Aúk
þess veit ég, að hún gleymir ekki
Englandi á þessum tveimur ár-
um“.
Nicole varð hugsað um þetta
fyrsta sumarið, sem hún hafði
lifað í London. Það hafði verið
yndislegt, allt svo undarlegt og
nýtt. Það var Charles sem hafði
sýnt henni London — hans
London. Þar hafði hann átt heima
alla sína æfi, þar hafði hann
lært. Hann elskaði borgina. —
Hann þekkti kosti hennar og
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
7.
míns, hvarf ofan í mig viðstöðulaust, og maginn í mér æpti
sífellt eftir meiru.
| Oft varð matargræðgin í mér vitinu yfirsterkari og varð
mér tilefni til refsingar. Frú de Columbieres hafði á meðal
| stúlkna sinna níu ára telpu eina, sem var kölluð Blanch-
I fleur (Hvíta blómið), og nafnið átti vel við hana, því að
hún var hörundshjört með silfurlitað hár.
Þrátt fyrir yndisþokka sinn, var hún óvanalega gáskafull,
— og þegar hinar stúlkurnar voru niðursokknar í hannyrðir
sfnar. laumaðist hún burtu til þjónustusveinanna og tók þátt
í leíkium beirra.
Sérstakles'a var és í uppáhaldi hiá henni — og hún sagði
við mio'. að ég ætti að vera riddarinn hennar, þegar við vær-
um orðin stór. og bera merkið hennar.
Acr ctrfddi h°nr»i. b6 Pð rn^r bæ+ti Trapnt um hpnn. 0£f
r* ^ r. 4- oWí w-i xrr. rl í b*'>^o +vmc> t’ 1 o rS bn rfQO iirvj _
v. -V. A rV Tr<r>vi rir^.’v>vi ViO ff hTVT rf o ínpcfp
r.1—Arý uvrniq bvfMAÍ+o crlpoi-ipfbl,
orí T»rov>T
C? -> w> 4 1A+ Arf V) on o /~>l + n w* i rf nm o 11 + borfnr* búp TV* r»r
b»r< mnn rf lí+lr* b r'v.bovrfi ^ bov* eorvj b l7 c* r*-> A 'X í v* VY'i ' W
b--"-frfí 4-íl <-.«»-*"! rtonl T r$ TTOorJ b A \ror bn^ A rf POtYl r>l + T b ° O
bö^Tivn ttI'JÍ br*Tf3v» rv>ín/itnr o br*<-.r«-nwi ivmrlrob
n + o'X borfov* rf <-> wr 1 t t’ v-> w t t lrr> w «-* v> bomar b Ai c m Af^ ’ i v> rv*i i Trn o V
,v- TT/ty-i cTroTltí a obb11r ljao>ctí r*VT<;i
/~> rf blrnn^í'
TSc + t^i fiIriTU'X bl1^ bn^rl íioYi/lonfi f>v>rfornI»’ t tItV ^ -*->1 ^
h”ewittv* blttb-lv-vttíyv>tv w\ r*/~>i v> va tto-i* riTv> cbv\nt Ttt T
ivwi 1 t1,1 -Iw*m m xro^’dto?? b^ri bo^ rrov* bMrb^C
r»v^T*n otto pr»rbr»cfí3 bf'T”r,‘'^ nrt* bfpTr?. nH nbobVt Moori
úr okkur rokin eftir þessa löngu innisetu í kolsvarta myrkri.
nr írm
vvv br»CQ-
1 Trryi'v'V»vv>
ALLT Á SAHA STAÐ
J4.f. Qpll VilkfáL
móóon
Sími 81812 — Laugaveg 118.
WILLYS STATIONVAGN — Sameinar kosti hinna
þægilegustu fólksbifreiða og nytsemi sendiferðabifreiða. d
Fæst með 4 strokka „Hurricane“ vél, 72 hestöfl, eða 6 3
strokka Hurricane vél, 90 hestöfl. -|
Bæði tveggja og fjögurra hjóla drif. 3
WILLYS SENDIFERÐABIFREIÐ — Með drifi á öllum
hjólum, eða án framhjóladrifs. Yfirbygging öll úr stáli.
Ný kraftmikil 4 strokka „Willys Hurricane“ vél 72
hestöfl. — Fæst einnig 6 strokka, með 90 hestöflum.
Þetta er bifreið f-yrir íslenzka staðhætti.
Einkaumboð á íslandi fyrir WILLYS—OVERLAND
verksmiðjurnar.
:|
■
■«É
Húseign til sölu
á Akranesi. — Neðri hæð og kjallari í húsinu nr. 11 við
Mánabraut, Akranesi, er til sölu. Hæðin er þrjú herbergi
og eldhús. Kjallarinn er að nokkru óinnréttaður og hent-
ugur fyrir verkstæði eða einhverskonar iðnað.
Hagstæðir greiðsluskilmálar. Tilboð sendist undirrit-
uðum fyrir 20. þ. m.
Bæjarstjórinn á Akranesi.
íbúðarhús
við Grensásveg til sölu. — Góðir skilmálar. íbúðaskipti
geta komið til greina. — Tilboð merkt: „600“ —381, send-
ist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ. m.
5 herbergja íbúð
við miðbæinn til leigu. — Mætti einnig notast fyrir
skrifstofur. — Uppl. í síma 7972.
-m
2 eða 3 herb. íbúð
Barnlaus roskin hjón óska að fá leigða litla íbúð
helzt í Austurbænum. Tiilboð sendist Morgbl. fyrir
laugardag merkt: „Kyrrlát hjón“ —385.