Morgunblaðið - 18.08.1954, Qupperneq 16
Veðurúiiit í dag:
SA kaldi. Dálítil rigning.
Adenauer
sonur þýzka forsætisráðherrans á
ferð hér. Sjá grein á bls. 9.
186. tbl. — Miðvikudagur 18. ágúst 1954.
Misfærzlur Tímuns um
bifreiðumálin hruktur
TÍMINN hefur að undanförnu
ritað nokkuð um bifreiða-
iiuiflutningsmálin og átalið Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir þátt hans í
J»ví að leysa þau. Er þar, sem
«ndranær í Tímanum, réttu máli
yríðast hailað og fjölmargt dreg-
ið undan.
Það er alþjóð kunnugt, að Sjálf
stæðismenn hafa á undanförnum
•vikum barizt fyrir því að bif-
Teiðainnflutningur yrði gefinn
frjáls, á sama hátt og mestur
liluti af innflutningi landsmanna
hefur verið leystur úr höftum
íyrir forgöngu Sjálfstæðisflokks-
ins. Bifreiðar hefðu og verið sett-
ar á fríista, ef Framsóknarflokk-
urinn hefði ekki staðið í vegi
íyrir því. Þetta er ómótmælan-
leg staðreynd, sem Tímanum er
ekki unnt að hrekja.
Blaðið heldur því fram, að
Ingólfur Jónsson viðskiptamála-
ráðherra hafi stöðvað innflutn-
ing vörubifreiða í 4 mánuði. Það
sanna í málinu er, að þegar út-
hluta átti í upphafi um 130 vöru-
bifreiðum fór eins og með fólks-
bifreiðarnar, að ógjörlegt reynd-
ist að skipta þeim réttilega, þar
sem umsækjendur voru nær 900
talsins. En afleiðingin, af drætt-
inum á úthlutun vörubifreiðanna
’/arð sú, að fluttar verða nú inn
275 vörubifreiðar í stað 130 sem
Framsóknarmenn telja að við-
skiptamálaráðherra hafi tafið út-
blutun á.
Þá hefir Tíminn haldið því
fiam, að viðskiptamálaráðherra
hafi viljað Iáta skattleggja vöru-
bifreiðarnar. Þetta eru heiber
óannindi, eins og ráðherrar
Framsóknar bezt vita, að hér
-«• farið með alrangt mál. Þótt
það hafi komið til máls í tog-
.iranefndinni að leggja slíkan
skatt á, fékk slíkt engan byr í
Sjálfstæðisflokknum.
Viðskiptamálaráðherra hreyfði
þeirri hugmynd á s. 1. vetri að
myndaður yrði sjóður tii þess
að bæta upp verð á útfluttum
hrossum, ef til tækist um sölu
heirra. Væri hyggilegt fyrir
bændastéttina að byrja þegar á
Kiíkri sjóðsstofnun og leggja til
hennar gjald af innfluttum jepp-
um, þar sem þeir væru mjög
ódýrir í innkaupi frá Evrópu og
BandaríkjOhum hjá því, sem áður
tíðkaðist um ísraelsjeppana. Er
það sannleikurinn í því máli,
Ber hér allt að sama brunni,
að Tímamenn hafa fundið sér
það eitt til ráða að beita hinum
herfilegustu ósannindum í frá-
sögnum sínum af bílamálunum.
Er það ef til vill skiljanlegt, þeg-
ar litið er til þess ,að það er
Framsóknarflokkurinn einn, sem
hefur hindrað, að bifreiðainn-
flutningurinn yrði gefinn algjör-
lega frjáls, og með því fengin
hin eina rétta lausn málsins.
•—•—•
Það hefur komið fyrir áður, að
skriffinnar Tímans hafa hlaupið
í felur strax og þurft hefur að
framkvæma miður vinsælar ráð-
stafanir, svo sem bifreiðaskatt-
inn tii aðstoðar toagraútgerðinni.
Sjálfstæðisflokkurinn telur hins-
vegar bezt, að skýra þjóðinni
hispurslaust frá staðreyndum J
málsins og draga ekkert undan.
Er framkoma Framsóknar-
flokksins lítt skiljanleg og enn
þá síður hinar ofsafengnu árásir
hans á viðskiptamálaráðherra.
Mun það sannast mála, að ráð-
herrann hafi leyst mál þessi á
hinn farsælasta hátt, er efni
stóðu til, og mun hann fremur
hafa veg af árásum hins Ijósfælna
Tímaliðs, er ekkj þorir einu sinni
að taka ábyrgð á sínum eigin
gjörðum.
Nánar er rætt um bifreiðamál-
in í forystugrein blaðsins í dag.
Feprsta húsið í Reykjavík
T
Nefnd sú, er Fegrunarfélag Reykjavíkur skipaði til þess að velja „fegursta húsið“ í Reykjavík hefir
nú skilað áliti. Skoðaði nefndin öll þau hús, sem reist voru á árinu 1953, eða lokið að fullu við það
ár. Eingöngu var farið eftir ytra útliti húsanna. — Nefndin var sammála um, að verðlaun skyldia
veitt húsinu Tómasarhagi 31 en eigandi þess er Gísli Halldórsson, arkitekt. Hefir hann sjálfur
teiknað húsið. — 1 nefndinni áttu sæti Sveinn Kjarval, Atli Már Árnason og Ingimar Magnússon,
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) ,
Ungir Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði
fara í hópferð upp í Borgarfjörð |
Góður heyþiirrkur
í Skagafirði
BÆ Á HÖFÐASTRÖND, 17. ág.
•— Undanfarna daga hefur verið
hér afbragðs heyþurrkunr og
veðurblíða, og hefir bændum í
Skagafirði tekist að ná öllu heyi,
scm þeir áttu á túnum. — Bænd-
ur eru byrjaðir að slá seinni
sláttinn, sem er yfirleitt lítið
sprottinn, vegna kuldanna und-
anfarið. Heybirgðir bænda munu
verða allmiklar, þegar heyskap
hkur, og hey yfirleitt góð, þótt
eitthvað muni þau hrakin í út-
sveitum.
Bátar frá Hofsósi eru með góð-
an afla á handfærum. Hafa trill-
urnar komið með 2—4 þúsund
pund af fiski úr róðri, en á hverj-
um bát eru 2—3 menn.
Nokkuð er unnið að vegabót-
um á Siglufjarðarleiðinni ,og á
Hofsósi er unnið nokkuð að hús-
hyggingum. —Björn.
Fegursti gurðurinn í
Evík við Sigtún 53
Eigendur eru Aðalheiður Gísfadóllir
og Jakob Jónsson, lögreguþjónn.
DÓMNEFND Fegrunarfélagsins hefir nú valið fegursta garðinn
í Reykjavík 1954. Er það garðurinn við Sigtún 53. Eigendur
hans eru hjónin Aðalheiður I. J. Gísladóttir og Jakob Jónsson,
lögregluþjónn.
Aðrir garðar, sem hlotið hafa
viðurkenningu, eru:
Birkimelur 6A (símamanna-
bústaður). Mjög athyglisverður
garður við fjölbýlishús.
Drápuhlíð 18. Látlaus og
snyrtilegur.
Hringbraut 10. Snyrtilegur. —
Athygli skal vakin á limgarði úr
álmi (Ulmus glabra).
Hvammur við Vesturlands-
braut. Snotur garður. Athygli
vakin á jarðlaginu, sem er nær
eingöngu sandur. (Við sandnám
ur bæjarins).
Karfavogur 43. Þokkalegur
garður.
Laugarásvegur 57; Nýgerður
garður. Góð hirðing.
Laugavegur 40A. Athygli vak-
in á sérstöðu garðsins, sem er
haganlega fyrir komið uppi á
húsþaki.
Miðtún 19. Gróðurríkur og vel
hirtur.
Skeggjagata 25. Látlaus og
mjög vel hirtur.
Sörlaskjól 28. Þokkalegur
garður.
Svo segir ennfremur í grein-
argerð nefndarinnar:
Það var ákvörðun dómnefndar,
áður en garðaskoðunin hófst, að
velja aðeins 10 garða til viður-
kenningar og vekja athygli á görð
um, sem undanfarin þrjú ár hafa
ekki hlotið viðurkenningu. Við
val á fegursta garði ársins komu
þó allir garðar í bænum til
greina, að undanskildum þeim,
er hlotið höfðu þau heiðursverð-
laun síðustu þrjú árin.
FYRRI VERÐLAUNAGARÐAR
HALDA REISN SINNI
Flestir þeir skrúðgarðar, sem
áður hafa hlptið viðurkenningu,
hafa haldið reisn sinni og nokkr-
ir aukizt að fegurð. Þykir rétt að
benda sérstaklega á garðana við
Otrateig 6, Miklubraut 7 og
Sörlaskjól 4.
Því miður er vanhirða í skrúð-
görðum í bænum of mikil, og
þeim mjög til lýta.
Blómskrúð í görðum er með
mesta móti. Trjágróður er víða
í góðri hirðu og ársvöxtur í
trjám hvarvetna áberandi mikill
nú í sumar.
SMEKKVÍSI í JURTAVALI
VAXANDI
Smekkvísi í jurtavali og niður-
röðun blómlita fer vaxandi hjá
garðeigendum. Skipulag nýrra
garða er ekki nægilega tilbreyt-
ingarríkt, en þó víða þokkalegt.
Dómnefndin vill biðja fyrir
þakkir til hinna mörgu garðeig-
enda, er veittu henni ánægiu-
legar viðtökur á ferðum hennar
um bæinn, og sendir þeim garð-
eigendum kærar kveðjur, sem
ekki náðist samband við.
í dómnefndinni voru:
Aðalheiður Knudsen, Hafliði
Jónsson og Vilhjálmur Sig-
tryggsson.
Slaiir kaupa fisk
frá Kanada
ÍTALIR hafa leyft innflutning á
hraðfrystum þorski og niðursoðn-
um laxi frá Kanada fyrir 81
millj. króna. Þetta er bundið því
skilyrði að Kanadamenn kaupi
vörur á Ítalíu sem þessu nemur
Taka þált í héraðsmólinu að Glver !
um næslu helgi. i
UM NÆSTU helgi mun stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði, efna til hópferðar á héraðsmót Sjálf-
stæðismanna í Borgarfirði, sem haldið verður n. k. sunnudag að
skemmtistaðnum Ölver í Hafnarskógi. Einnig verður ekið um
Borgarfjörð og ýmsir merkisstaðir skoðaðir. Fargjaldi er mjög
stillt í hóf.
TJALDBORGí
SKÓGARKJARRI
Lagt verður af stað frá Sjálf-
stæðishúsinu í Hafnarfirði kl.
3.30 og verður ekið upp að Ölver
og verður væntanlega komið þar
kl. 7. Verður þá reist tjaldborg
í skógarkjarrinu, ef veður leyfir,
annars verður gist á Akranesi.
Um kvöldið verður dansleikur
að Ölver og hefst hann kl. 9.
EKIÐ UM BORGAR-
FJÖRÐINN
Á sunnudagsmorguninn
verður lagt af stað kl. 8 og
Héraðsmó! Sjáif-
stæðismanna á Snæ-
fellsnesi um næstu
helgi
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis-
manna í Snæfellsness- o?
Hnappadalssýslu verður hald-
ið i Stykkishólmi n. k. laug-
ardag 21. ágúst og hefst kl. 8
síðdegis.
Ræður flytja alþingismenn-
irnir Gunnar Thoroddsen og
Sigurður Ágústsson.
Listamennirnir Brynjólfur
Jóhannesson, Haraldur Á.
Sigurðsson, Guðmundur Jóns-
son og Fritz Weisshapne!
skemmta. Að lokum verður
dansað.
Heimastjórn handa Túnis
LONDON — Forsætisráðherra
Túnis kom til Parísar í gær til
þess að ræða við frönsku stjórn-
ina um undirbúning tillagna er
miða að því að Túnis fái heima-
stjórn. — Reuter.
verður ekið um Borgarfjörð-
inn og komið meðal annars við
í Reykholti, Húsafelli og að
Barnafossi, og verður komið
til baka að Ölver kl. 3.30 e h.
Á HÉRAÐSMÓTINU
Héraðsmótið verður sett kl. 4
af Jóni Ámasyni, bæjarfulltrúa
og verður dagskrá mótsins mjög
fjölbreytt. Ræður flytja þeir al-
þingismennimir Pétur Ottesen og
Jóhann Hafstein, og ávörp flytja
form. Stefnis, Matthías Á. Mat-
hiesen og formaður Heimdallar,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Þá skemmta þeir félagarnir
Haraldur Á. Sigurðsson, Brynjolf
ur Jóhannesson, Guðmundur
Jónsson og Fritz Weisshappel.
I
HANDKNATTLEIKS - J
KEPPNI
Að þessu loknu fer fram hand-
knattleikskeppni karla á milli
Akurnesinga og Hafnfirðinga, ís-
landsmeistara F.H. í 2. fl.
Kl. 9 um kvöldið hefst svo
dansleikur. Leikur hljómsveit
Eðvalds Friðjónssonar fyrir dans-
inum og Öskubuskur murm
syngja.
Að loknum dansleiknum kl. 1,
verður lagt af stað til Hafnar-
fjarðar.
J
Stjérn Stefnis hefur vandað
mjög til ferðalagsins og hefur
stillt fargjaldinu í hóf og kost-
ar farmiðinn kr. 60.00. Ætlazt
er til að þátttakendur hafl
með sér mat og svefnútbúnað.
Þar sem húizt er við mik-
illi þátttöku, eru væntanlegir
þátttakendur vinsamlegast
beðnir að tryggja sér miða i
kvöld eða annað kvöld í Sjálf-
stæðishúsinu, sími 9228, kl.
8—10 e. h. .