Morgunblaðið - 28.08.1954, Page 1

Morgunblaðið - 28.08.1954, Page 1
16 síður l 41. árgangur. 195. tbl. — Laugardagur 28. ágúst 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Húsasamstæðurnar í hinu nýja íbúðarhverfi verða allar með nýtizkusniði. BráfSega byrfuð cið grcia iyrir fiyrstu húsunum í nýju ábúðurhúsa* hverfii, sem bærinn lætur byggja Fyrsfl Éfctiginn í byggingu íbúða, sem braggabúum verður gefinn kosfur á Rússneskuf -□ Hagírcæm nyfíika hús fyrir sfærsfu fjölskyldurnar INNAN fárra daga munu fram- kvæmdir hefjast við nýtt í- búðarhverfi, sem Reykjavíkur- bær hefur forystu um að reisa og leysa skal braggana af hólmi. — Verður byrjað á byggingu níu nýtízku íbúðarhúsa með alls 45 íbúðum í. — Hér er um að ræða byrjunarframkvæmdir samkv. samþykkt bæjarstjórnar Reykja- víkur frá því um miðjan apríl- mánuð um húsabyggingar á veg- um Reykjavíkurbæjar samkv. tillögum bæjarfulltrúa Sjálf- stæðismanna. í ályktun bæjarstjórnar segir m.a. á þessa leið: Að hefja byggingu hagkvæmra sambýlishúsa og gefa fólki kost á því að eignast þessar íbúðir fok- heldar með hitalögn, í því skyni að útrýma um leið braggaíbúð- um. Akveður bæjarstjórnin að byrja nú þegar byggingu fjög- urra slíkra sambyggðra raðhúsa, tveggja hæða, með 40 fjögurra herbergja íbúðum. Að hefja nú þegar byggingu á fjórum húsum til viðbótar í Bú- staðahverfinu í því skyni að gefa fjölskyldufólki í lélegum íbúð- um kost á að eignast þau fokheld með hitalögn. Að fela bæjarráði að undirbúa frekari framkvæmdir í samræmi við lið 1 og 2 og athuga sérstak- lega að skipuleggja staðsetningu fjölbýlishúsanna með það fyrir augum, að sameiginleg kynding- arstöð verði fyrir t.d. allt að 100 íbúðir og með því greitt fyrir að hægt verði að hagnýta hitaveitu- vatn í íbúðunum þá tíma árs, sem nægjanlegt heitt vatn er. Að fela bæjarráði að leita samninga við þá einstaklinga og félög, sem á þessu ári hefur verið úthlutað lóðum undir fjölbýlis- hús með um 300 íbúðum, að hluta þeirra íbúða verði fyrir milli- göngu bæjarins ráðstafað.til fjöl- skyldna, sem búa í bröggum eða öðru lélegu húsnæði. Að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis að gera sérstakar ráðstafanir í sambandi við húsnæðismálin, sem miði að því, að útrýmt verði öllum braggaíbúðum á næstu 4—5 ár- um. TIL AÐSTOÐAR ÞEIM, SEM VERST ERU SETTIR Jóhann Hafstein flutti fram- söguræðuna í máli þessu fyrir fulltrúa Sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn og sagði hann þá m.a.: • Meginatriði tillagnanna er að aðstoða þá, sem verst eru settir til þess að eignast íbúðir og í því sambandi sé Framh. á bls. 2 s við Norea OSLÓ, 27. ágúst — Tilkynnt hefur verið að rússneskur her- floti hafi sést á ferðinni suður með Noregsströndum. Flotadeild þessi stefndi til suð- vesturs frá ströndinni í 20—30 mílna fjarlægð frá landi. Voru þetta þrjú beitiskip og 12 tund- urspillar. — Brezka flotastjórnin sagði, er hún frétti þetta, að það væri í fyrsta sinn síðan stríðinu lauk, að svo fjölmenn flotadeild Rússa hefði sést svo fjarri æf- ingarstöðvum sínum. — Reuter-NTB. □- -□ Enn ein sönnun þess ú Rðuði herinn felldi Beria Zhukov tók við sæti hins falla lögregluforingja • • • • • MOSKVA 26. ágúst. — Stjórnmálafréttaritarar þykj- ast nú greina það að vegur og völd rússneska hershöfðingj- ans Zhukovs hafi farið mjög vaxandi. Er það nú komið í Ijós, að hann er orðinn með- limur miðstjórnar kommún- istaflokksins. • • • • • Þess hefur gætt mjög að undanförnu að Zhukov mar- skálkur, sem ekki sat í náð- inni hjá Stalin, hafi komið fram opinberlega við ýmis tækifæri og hefur það þótt sýna völd hans. Ekki hefur samt verið ljóst, hvaða stöðu hann skipaði. • • • © • En fyrir nokkru var gefin út endurskoðuð útgáfa af rúss nesku orðabókinni. í kaflan- um, sem fjallar um æviatriði Zhukovs er þess getið undir lokin, að hann hafi verið skip- aður meðlimur í miðstjórn í júlí 1953. • • • • • Þetta virðist gefa það til kynna að Zhukov hafi tekið sæti Berias í miðstjórninni og styrkir það mjög þann grun að Rauði herinn hafi átt mik- inn þátt í falli Berias. splslpw Zhukov marskálkur. Pólverjar bjóða Frökkusn \imú- arbandalay í stað Evrópuhers Málamyndaorðsending leppsijérnar Rússa London 26. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter. PÓLSKA stjórnin sendi Frakklandsstjórn orðsendingu fyrir tveim dögum síðan og er farið fram á að þessar tvær gömlu vina- þjóðir geri með sér gagnkvæmt hernaðarbandalag til þess að verj- ast ágengni hins verðandi þýzka herveldis. í þessari orðsendingu, sem var birt opinberlega í dag segir ennfremur, að það sé mikil- vægt fyrir framtíð Póllands að Frakkland haldi áfram að vera í tölu stórvelda. GAGNKVÆMAR VARNIR í þessari orðsendingu segir, að báðum þessum ríkjum sé ógnað af hefnigirni hins þýzka stór- veldis og herafla þess, sem það muni vera að byggja upp. Er stungið upp á að löndin geri með sér gagnkvæman varnarsáttmála um, að árás á annað skoðist árás á bæði. HIN ÞÝZKA ÓGNUN Þýzka stjórnin í Bonn og þau öfl sem að henni standa hafi það takmark eitt með sáttmálanum um sameiginlegar varnir Vestur- Evrópu að koma fótunum undir þýzku hernaðarstefnuna á ný. — Evrópuhernum muni verða stjórn að af fyrrverandi nasistum og handbendum þeirra og af upp- byggingu hans muni sjálfkrafa leiða styrjöld. Ennfremur segir i orðsendingu þessari, að tryggja megi sjálf- stæði allra landa Evrópu, frið og gagnkvæmt öryggi með sáttmála um gagnkvæmar öryggisráðstaf- anir og varnabandalag Evrópu í heild, byggðan á tillögum Sovét- stjórnarinnar frá Berlínarfund- inum. — Varnarsáttmáli milli Frakklands og Póllands, hinna fornu vina, væri spor í þá átt. MÁLAMYNDAORÐSENDING Talsmaður frönsku stjórnar- innar hefur lýst því yfir að þessi i uppástunga muni á engan hátt stuðla að lausn alþjóðavanda- mála og skorti alla raunhæfni. Franska stjórnin mun bráðlega afhenda svar gegn orðsendingu þessari til Póllandsstjórnar. I London er litið svo á málin, að þessi orðsending Póllands sé einn liður í tilraunum Rússa við að hafa áhrif í þá átt að gcra Frakka fráhverfa þátttöku í sam- eiginlegum vörnum Vestur-Ev- rópuríkjanna. Slíkt bandalag milli Póllands og Frakklands kæmi því aðeins til greina að Frakkland hætti allri samvinnu við þjóðir V-Evrópu. ÞÝZKA HERLIÐIÐ EÐA SOVÉT Þessi orðsending eigi að höfða til þess hluta Frakka, sem óttast endurvætt Þýzkaland meir en Rússland og sé auk þess ákveðn- ir andstæðingar varna Vestur- landa. Indverska þingið samþykkír sfefnu Nehrus NÝJU DELHI, 27. ágúst — Ind- verska þjóðþingið samþykkti i dag einróma stefnu Nehru-stjórn arinnar gagnvart stofnun varnar- bandalags Suðaustur-Asíu. — En sem kunnugt er berst Nehru gegn stofnun þessa bandalags. Segist hann berjast fyrir sameiginleg- um frið, en er á móti sameigin- legum vörnum. — Reuter. Presturinn pantaði næturklúbbasæti LUNDÚNUM — Nokkra athygli hefur vakið í Bretlandi, að prest- ur í Hampshire pantaði 15 sæti I Folies Bergére næturklúbbnum í París fyrir sóknarbörn sín, en hann er á ferð með þau í Frakk- landi. Manilaráðsteinan hefst innan skamms Dulles verður fulllrúi U.S.A. Washington, 26. ágúst. MIKIÐ er nú rætt um hina fyrirhuguðu Manila ráðstefnu, sem hefst hinn 6. september næstkomandi. Munu fulltrúar frá 8 þjóðum taka þátt í henni, en tilgangurinn er að reyna að koma á samræmdum varnaraðgerðum til styrktar friði og öryggi í Suð- austur-Asíu og um vestanvert Kyrrahaf. 24 FULLTRÚAR FRÁ USA Bandaríkin hafa nú útnefnt sendinefnd sína á ráðstefnu þessa. Fer 24 manna sendinefnd, og verður utanríkisráðherra John Foster Dulles formaður hennar. Bandaríkjastjórn hefur vandað mjög valið til farar þessarar. Eru í sveitinni tveir þingmenn öld- ungadeildarinnar, sendiherra USA á Filippseyjum, Arthur C. Davis varaaðmíráll, Douglas Mac Arthur hershöfðingi auk annarra hernaðar- og stjórnmálafræðinga. INDLAND EKKI MEÐ Indland er eina stóra ríkið á þessu svæði fyrir utan kommún- ísku löndin, sem tekur ekki þátt í ráðstefnunni. Nehru forsætis- ráðherra hefur lýst yfir and- stöðu stjórnar sinnar á ráðstefn- unni og sagt að hún sé ekki lík- leg til að styrkja frið’ á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.