Morgunblaðið - 28.08.1954, Blaðsíða 8
8
MORGUISBLAÐIÐ
Laugardagur 28. ágúst 1954
wttlMðMfe
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.)
Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Hvernig ákvörðun var tekin
m örlög
IBLABINU í dag er tekinn upp
stuttur kafli úr æviminning-
um Ribbentrops utanríkisráð-
herra Þjóðverja, þar sem hann
skýrir frá þeim atburðum, er
hann fór til Moskvu 23. ágúst
1S39 og lauk á sama degi samn-
ingi um bandalag við Rússa.
Þessi samningur varð einhver
hinn örlagaþrungnasti, sem um
getur í veraldarsögunni. Hann
þýddi það í stuttu máli, að rúss-
neska kommúnistastjórnin sagði
við Hitler: Þú getur geft hvað
sem þér sýnist í Vestur Evrópu.
Þú getur byrjað nýja heimsstyrj-
öld. Við munum ekkert ónáða
þig í að setja löndin í rústir.
Rússneska stjómin gat valið
annan kost. í fjóra mánuði
höfðu brezkar og franskar
sendinefndir setið í Moskvu
og beðið Rússa um að stofna
samtök til að hindra áfram-
haldandi ofbeldi nazistanna.
Ef slíkt samkomulag hefði
komizt á var Þýzkaland um-
kringt á allar hliðar og hefði
orðið að skipta liði sínu á
tvennar vígstöðvar. En Rúss-
ar kusu hinn kostinn. Með
þessu tóku þeir á sig mikla
ábyrgð og geta aldrei skafið af
sér sökina á því að hin hræði-
lega heimsstyrjöld brauzt út.
Þó er e.t.v. annað einstakt
atriði í frásögn Ribbentrops, sem
hlýtur að vekja ennþá meiri ó-
hugnað, ekki sízt meðal smá-
þjóða. Það er sú staðreynd, að á
tveimur til þremur klukkustund-
um var gert út um örlög smá-
ríkjanna á ströndu Eystrasalts-
ins. Þessum forustumönnum
kommúnista og nazista klígjaði
ekki við því. Var líkast því sem
þeir væru með rjómatertu fyrir
framan sig, hlutuðu hana í sund-
ur og segðu: — Þennan bita skalt
þú fá, — og hinn bitan ætla ég
að éta. Þarna á tertunni var t. d.
eitt jarðarber, borgin Libau.
Þjóðverjar vildu fá hana í sinn
hlut, en þá risu Rússar upp og
sögðu að nú væri ekki jafnt skipt
og urðu nazistarnir þá að láta
undan.
Þannig var þetta furðulegur
leikur og þó ægilegur, því að
borgin Libau var ekki aðeins
depill á landabréfi. Hún var borg
með iðandi lífi og með þessari
laumulegu samningsgerð ofbeld-
ismannanna voru íbúar hennar
ofurseldir, yfir þá steypt rúss-
neskri harðstjórn, sem leiddi af
sér þrælkun og þjáningar.
Tveimur mánuðum eftir
samningsgerð þessa settu Rúss
ar smáríkjunum úrslitakosti.
Þeir voru í því fólgnir að
krefjast þess að þau gengju
í „hernaðarbandalag“ og rúss-
neskt herlið færi til varðstöðu
hvarvetna um löndin. Smárik-
in áttu einskis annars úrkosta
og með komu Rauðahersins
var sjálfstæði þeirra þurkað
út.
Þegar úrslitakostimir bár-
ust hafði það að sjálfsögðu
litla eða enga þýðingu, hvern-
ig svar smáríkisins yrði. Stór-
veldið þurfti ekki að spyrja
það neitt álits um hvort því
líkaði þetta betur eða ver. Því
Evrópumelsiatf&mótið
Eússer úttu 6 meisturu
uf 7 í gærdug
^ Veðrið nú gotf og braulimar betri
Bern 27. ágúst. — Frá NTB.
IDAG var gott veður í Bern þar sem Evrópumeistaramótið í
frjálsíþróttum er haldið. Hsiðskírt vaar og glampandi sólskin
en nokkur gola þvert á brautirnar, sem nú voru góðar. Stemmn-
ingin hefur vaxið með batnandi veðri, keppendur, starfsmenn og
áhorfendur eru í sólskinsskapi.
að bað var þá fyrir löngu búið
að gera út um örlög þeirra yfir
vodkaglösum við samninga-
borð í Moskva.
Og þó er þetta aðeins eitt sýn-
ishornið af vinnubrögðum hins
' rússneska stórveldis. Eftir styrj-
j öldina tók það ekki til greina
nein tilmæli um að endurskoða
aðstöðu Eystrasaltsþjóðanna og í
' stað þess að sigurinn yfir Þjóð-
verjum gæfi smárikjum Evrópu
frelsi, tóku Rússar enn upp sama
þráðinn og beittu valdi til að
fella yfir þær enn meira ánauðar-
' ok en nokkru sinni fyrr. Hvergi
hafa þeir fjötrar verið af leystir.
Það er stundum háttur
kommúnista að taka á sig
falskt gerfi frelsisástar. Nú
fyrir nokkru gerðust t. d. þau
undur að þeir tóku að bera sér
I lega mikla umhyggju fyrir j
mannréttindum í Bandaríkj-
unum. Þessi umhyggja verð-1
ur þó undarlega innantóm, því
að bak við hana vofir stöðugt
einkenni þess, frá samningun-j
um í Moskva, hvernig komm-
únistar vilja að gert sé út um
frelsi heilla þjóða. Þá tókst
þeim bezt upp er þeir áttu
samstarf við nazistana. Og hér
er ekki aðeins um að ræða
minningu frá liðnum dögum.
Undirokun smáþjóðanna við
Eystrasalt er enn í dag stað-.
reynd. Hún er réttlætisbrot,
Sem aldrei verður bætt úr |
fyrr en þessar óhamingju-
sömu þjóðir fá rétt sinn við-
urkenndan að nýju.
RÚSSAR SIGURSÆLIR
Þessi’ þriðji dagur mótsins
var sigurdagur Rússlands. —
Rússar sigruðu í 6 af þeim 7
greinum er í dag var lokið
við. Hinir nýbökuðu Evrópu-
meistarar eru: Ignatiev í 400
m á 46,6 sek., Skobla, Tékkó-
slóvakíu, 17,20 m í kúluvarpi,
Lusnetsov í tugþraut með
6752 stig, Otkalenka í 800 m
hlaupi kvenna á 2:08,8, Tur-
ova í 100 m á 11,8, Ponomer-
eva í kringlukasti með 48,02
og Choudina í fimmtarþraut
með 4526 stig.
★★ Aðeins einn íslending
ur tók þátt í kepninni í dag.
VeU ancíi ólripar:
Orðsending Pélverja
SÍÐUSTU daga hefur staðið
hvirfilstormur af orðsendingum
frá leppríkjum kommúnista í A.-
Evrópu til frönsku stjórnarinn-
ar. Orðsendingar þessar hafa all-
ar miðað að því að auka á úlfúð
milli nágrannaþjóðanna, Frakka
og Þjóðverja. Hafa erlend ríki
víst sjaldan fyrr gert eins ítrek-
aðar tilraunir til að hafa áhrif á
ákvörðun þjóðþingsins.
Ástæðan er sú að í dag tekur
franska þjóðþingið til meðferðar
aðild Frakka að Evrópuhernurrl.
Síðasta orðsendingin, sem Frökk-
um hefur borizt, er frá lepp-
stjórninni í Póllandi. Hún kem-
ur fram með annarlegt tilboð um
varnarbandalag Póllands og
Frakklands. Tilgangurinn leynir
sér ekki. Hann er sá að gefa í
skyn að Evrópu stafi hætta frá
Þjóðverjum. Er reynt að vekja
upp endurminningar frá síðustu
styrjöld.
Hins er að engu getið, að Rúss-
ar hafa fyrir nokkrum árum
fengið Austur-Þjóðverjum vopn '
í hendur. Þar hefur verið stofn- j
aður allöflugur her, sem hlýtir
yfirstjórn rússnesku hernáms-
stjórnarinnar. En aðalkjarninn í
þessu máli er að Evrópuþjóðum
Um hestamenn og
hestatamningu.
EG ÁTTI fyrir nokkru tal við
þaulæfðan hestamann — og
tamningamann, sem upplýsti mig
um ýmislegt, sem að hestatamn-
ingu lýtur. Ég vissi áður, að það
verk er töluverður vandi, en eftir
samtalið við hestamanninn, þyk-
ist ég hafa komizt að því, að það
er hreinasta list, sem ekki öllum
er gefinn hæfileikinn til. Fyrsta
skilyrðið er auðvitað að hafa
ánægju — og yndi af að umgang-
ast hesta og eiga hesta. Já, það er
í rauninni merkilegt hve mis-
jafnt það er með fólk, og snemma
beygist krókurinn, einn krakk-
inn á bænum vill helzt hvergi
vera nema á hestbaki eða innan
um hesta, annar er hræddur við
þá og vill sem minnstvmeð þá
hafa.
Krefst tíma og
þolinmæði.
OG það er ekki einasta, að það
sé vandi að temja hesta, það
útheimtir líka feykilega mikinn
tíma og þolinmæði. Hestur er að
jafnaði ekki fulltaminn fyrr en
7 vetra gamall og ekki má slá
slöku við, meðan á tamningunni
stendur, tamningamaðurinn tek-
ur til við sama hestinn tvisvar á
dag eða oftar. Og smám saman
venzt hesturinn,,.hinu taumlausa
stafar ekki hætta frá Þjóðverjum
|
að þessu sinni. Þar er rniklu öfl- j
ugra herveldi, sem ógnar frelsi
Vestur-Evrópu. Stofnun Evrópu- 1
hersins er einmitt til þess að
bægja þeirri hættu frá.
og kraftmikla fjöri unghestsins er
fyrir snilli temjarans beint í
ákveðna farvegi. Það fer eftir
hæfni mannsins og upplagi hests-
ins hve létt er að bregða á einn
„gang“ eftir annan. Og aðferðirn-
ar, sem við þarf að hafa eru
hreint ekki á allra færi, örlítið
hnipp í tauminn — það eru til
ótal mörg mismunandi „hnipp“
og kippir — ofurlítil sveiging
aftur eða fram á við — eða til
hliðar kann að ráða um hvort
farið er á einum gangi eða öðr-
um.
„Töltið“ vanið í hesta.
HESTAMAÐURINN sagði mér
líka! nokkuð, sem kann að
koma ýmsum á óvart: „Töltið“,
sem kallað er og þykir einn allra
mesti góðgangurinn var alls ekki
þekkt hjá hestum fyrir 40—50
árum, það er að segja orðið „tölt“.
Sjálfan ganginn, sem kallaður
var „lull-gangur“ eða einhverju
öðru nafni, kannaðist fólk hins-
vegar við, en síðar hefir töltið
beinlínis verið vanið í íslenzka.
hestinn. Væri fróðlegt að vita,
hvort þetta hefir verið sama sag-
an um allt land, eða hvort töltið
hefir orðið seinna til hér sunnan
lands en annars staðar á landinu.
Hvað segja Skagfirðingar um
þetta mál?
Hvað um framtíðina?
EN mér varð á að hugsa eftir að
ég hitti þennan snjalla hesta-
mann, sem ég hefi minnzt hér á.
Munu íslendingar halda áfram að
eiga góða tamningamenn, hesta-
menn af lífi og sál, mitt í hinni
sívaxandi vélamenningu. Mun
það svara kostnaði að leggja sig
niður við að temja hesta — gæð-
inga til reiðar eftir nokkur ár. Því
það kostar mikla peninga að eiga
góða og vel tamda hesta. Um-
ræddur hestamaður sagði mér, að
hann hefði fyrir skömmu keppt
reiðhest, afbragðs töltara, en ekki
fulltaminn, á 10 þús. krónur og
hann myndi geta selt hann aftur
á 12—15 þús. —|En hvað um það.
íslendingar mega ekki missa
áhugann á hestinum sínum, hann
er enn hugþekkasta og þjóðleg-
astar farartækið, sem við eigum.
Áfram með skæru litina.
TÚLLI nokkur skrifar:
„Velvakandi góður!
Það hefir mikið færzt í vöxt
í seinni tíð, að fólk máli íverur
sínar með skærum og sterkum
litum, jafnvel 1 mörgum mismun-
andi litum hvert herbergi. Sumir
rótast yfir þessu, tala um ósmekk
og „fígúruhátt". En ég segi: heyr
fyrir sterku litunum, hvílíkur
munur frá lognmollu-grámygl-
unni, sem var í tízku fyrir nokkr-
um árum! heilu íbúðirnar, heilu
húsin — heilu hverfin liggur mér
við að segja í sama brúngráa
ólundarlitnum. Þar að auki hef
ég heyrt, að það sé mjög óhollt
fyrir sjón manna að hafa stöðugt
sama litinn fyrir augunum, þar
sem hins vegar mikil hvíld sé
i því að hafa mismunandi liti í
kringum sig. Því segi ég það:
áfram með skæru litina — en í
öllum bænum, samt smekkvísi
einnig. — Túlli.“
Það er tíma-
spillir að
vonzkast yfir
þeim tíma, sem
búið er að
spilla.
Var það Skúli Thorarensen í
kúluvarpi. í skeytum frá NTB
kom einungis skrá yfir 6
fyrstu menn í úrslitakeppn-
inni, cg er því ekki vitað hvort
Skúli liefur í forkeypninni
náð Iágmarkinu (14,50) og
komist í aðalkeppnina.
★ ÚRSLIT
Hér fara á eftir helztu úrslit
dagsins í gær:
Kúluvarp karla
Evrópumeistari: Skobla Tékkó
slóvakíu 17,20; 2. Grikalka Rússl.
16,69; 3. Heinaste Rússl. 16,27;
4. Nilson Svíþjóð 16,17; 5 Sav-
idge Engl. 16,10; 6. Kövesdi Ung-
verjal 15,70.
400 m hlaup
Evrópumeistari: Ignatiev Rúss-
landi 46,6 (rússneskt met); 2.
Hellsten Finnl. 47,0 (Norður-
landamet); 3. Adamik Ungverjal.
47,6; 4. Haas Þýzkal. 47,6; 5.
Hegg SViss 47,8; 6. Degats Frakk-
landi. Dæmdur úr leik fyrir að
fara inn á aðra braut.
Fimmtarþraut kvenna
Evrópumeistari: Choudina
Rússl. 4526 stig; 2. Sanger Þýzka-
landi 4485; 3. Storm Þýzkal. 4457;
4. (ólæsilegt nafn) Þýzkal. 4436;
5. Burtulenko Rússl. 4265; 6. (ó-
læsilegt nafn) Póllandi 4293,
Kúluvarp kvenna
Evrópumeistari: Chudina Rúss
landi 13,21; 2. Zurulenko Rússl.
12,58; 3. Stumpf Þýzkal. 12,48;
4. Sander Þýzkal. 12,19; 5. Sturm
Þýzkal. 11,88; 6. Bolliger Sviss
11,39. m.
800 m hlaup kvenna
Evrópumeistari: Otkalenka
Rússl. 2:08,8; 2. Leather Engl.
2:09,8; 3. Lensenko Rússl. 2:11,9;
4. Kazis Ungverjal. 2:11.9; 5.
Pestka Póllandi 2:12,9; 6. Winn
Englandi 2:13,3.
Kringlukast kvenna
Evrópumeistari: Ponomereva
Rússl. 48,02; 2. Bellijakova Rúss-
landi 45,19; 3. Titina Rússl. 44,77;
4. Mertova Tékkóslóvakíu 44,58;
5. Vobokilova Tékkóslóvakíu
44,33; 6. Mattew Júgóslafíu 44,09.
100 m hlaup kvenna, úrslit
Evrópumeistari Turova Rúss-
landi 11,8, 2. Brewster Hollandi
11,9, 3. Poshley Englandi 11,9,
4. Leone Ítalíu 12,0, 5. Neszmely
Ungverjal. 12,1, 6. Armitage
Englandi 12,1.
4x100 m boðslaup karla
(Tvö fyrstu í riðli komast i
úrslit).
1. riðill: Rússland 41,0, 2. Eng-
land 41,0, 3. Pólland 41,5, 4. Saar
42.2.
2. riðill: 1. Tékkóslóvakía 41,1,
2. Ítalía 41,2, 3. Frakkland 41.4,
4. Júgóslavía 42,2. — (Hlaup
finnsku sveitarinnar var ólög-
legt).
3. riðill: 1. Ungverjaland 40,8,
2. Svíþjóð 41,1, 3. Holland 41,2,
4. Belgía 41,5 ,5. Sviss 41,9.
Hástökk
í undankeppninni komust eft-
irtaldir menn yfir lágmarkshæð-
ina og taka þátt í úrslitakeppn-
inni síðar: Holmgren, Svíþjóð,
Makjanovic Júgóslafía, Stepanov
Rússland, Nilson Svíþjóð, Palh
Þýzkaland, Fabrykowsky Pól-
land, Kovar Tékkóslóvakía, Lew-
andowsky Póllandi, Lansky
Tékkóslóvakíu, Wahli Sviss og
Boltenev Búlgaríu.
80 m grindahlaup kvenna
(Tvær beztu í riðli komast f
undanúrslit).
1. riðill: 1. Desforges Englandi
11,4, 2. Pocian Póllandi 11,4, 3. J,
Tangen Noregi HT9.
2. riðill: 1. Golbenuekaja Rúss-
landi 11,2, 2. Dunska Póllandi
11.6, 3. (ólæsilegt nafn) Frakk-
landi 11,9.
3. riðill: 1. Laboria Frakklandi
11,4, 2. Steurer Austurríki 11,6,
3. Cronholm Svíþjóð 12,2.
4. riðill: 1. Aleksandrova Rúss-
landi 11,0, 2. Basovic Júgóslaviu
11.3, 3. Feirychova Tékkóslóvakíu
11.6.
» Frh. á bls. 10. >