Morgunblaðið - 28.08.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.08.1954, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1954 Dr. med. Kurl Kroner — In memoriam — ara; Guðjón Mapússon, Ingibjörg Jónsdóftir áttræð DR. KARL KRONER, er hér var búsettur um nokkurt árabil, varð bráðkvaddur að heimili sínu skammt frá New York þ. 6. þ.m. Hann var fæddur í Berlín 21. ágúst 1878. — í æsku stundaði hann læknanám við Berlínarhá- skóla og lauk því árið 1902 Sér- grein sú, er hann valdi sér, var tauga- og lyflækningar. A sér- sviði sínu var hann hinn lærðasti maður og liggja eftir hann marg- ar merkar ritgerðir um þau efni. Dr. Kroner var einnig hinn ágæt- asti læknir, afbui ðaglöggur, gæt- inn og samvizkusamur svo að af bar. Meðal stéttarbræðra sinna í Þýzkalandi og hér naut hann mikils trausts og oft heyrði ég lækna róma mjög sjúkragrein- ingar hans. Dr. Kroner var af merkum Gyðingaættum kominn. Hann var fjölgáfaður maður og unnandi fagurra bókmennta og lista. Vin- margur var hann og þó mjög vinavandur. Af nánum kynnum mínum af honum í Þýzkalandi, einkum á árunum 1926—33, er mér kunnugt, að í hópi þeirra, er hann þá umgekkst er hann átti hvíldarstund frá önn og erli dagsins, voru margir af ágætustu mönnum þarlendum á sviði vís- inda og lista, m. a. prófessor Al- ber Einstein. Sumarið 1926 kom Dr. Kroner ásamt frú sinni, Dr. Irmgard Kroner, í fyrsta skipti til íslands. Frú Króner, sem einnig er lækn- ir að mennt, hefur jafnan haft mikinn áhuga á norrænum fræð- um. Jafnhliða húsmóður- og læknisstörfum sínum stundaði hún um alllangt skeið norræn fræði, einkum þó forníslenzkar bókmenntir, við háskólann í Berlín. — Af fyrstu kynnum sínum af íslandi, sumarið 1926, spratt vin- átta til lands vors og þjóðar, er entist Dr. Kroner til æviloka. Hér er ekki tóm til að rekja það, er þau hjónin síðar unnu íslandi og íslendingum. Heimili þeirra í Berlín stoð jafnan opið íslend- ingum og veittu þau hverjum landa, er að garði bar, alla þá stoð og fyrirgreiðslu, er þau máttu. Margur ísl. námsmaður- inn, er á þeim árum lagði leið sína til Þýzkalands, mun jafnan minnast þeirra með virðingu og þökk. I byrjun nóv. 1938 hófu nazist- ar grimmile^a sókn á hendur Gyðingum. Tugþúsundir þeirra voru teknir höndum og varpað í fangabtiðir, sviftir eignum og æru. Einn af fjölmörgum var Dr. Kroner. Bar þá ísland gæfu til að gjalda þeim hjónum nokkra þakkarskuld. Dvalarleyfi hér, sem ísl. rikisstjórnin veitti fús- lega og tafariaust, greiddi Dr. Kroner veginn til fulls frelsis á ný. Og fáum vikum síðar stigu þau hér á land, Dr. Kroner, frú hans og ungur sonur þeirra, Klaus. — Með tvær hendur tóm- ar hófu þau nú lífsbaráttuna hér. Þótt bæði væru þau hjónin lækn- ar heimiluðu ísl. lög þeim eigi læknisstörf hér á landi. En ein- hvernveginn bjargaðist þetta allt. Frúin stundaði tungumála- kennslu. Og á stríðsárunum stund aði þessi gáfaði, viðkvæmi lær- dómsmaður almenna erfiðis- vinnu, „Bretavinnu“. — Er að stríðslokum leið, hófu þau undir- búning að því, að flytjast til Bandaríkjanna. En um svipað leyti beittu margir vinir þeirra, einkum í læknastétt, sér fyrir því, að Alþingi veitti Dr. Kroner fullt lækningaleyfi hér á landi og var það gert. Er hann einasti er- lendi læknirinn, sem slík undan- þága hefur verið veitt. Man ég vel hve hjartanlega þakklátur Dr. Kroner var íslendingum og löggjafarþingi voru fyrir þenna einstæða greiða og viðurkenn- ingu. En samtímis því að þetta komst í kring höfðu þau hjónin að fullu lokið öllum ferðabúnaði og töldu sig ekki geta horfið frá vesturför, eins og þá var komið málum. Fóru þau alfarin héðan til Bandaríkjanna nemma í maí 1945. Er vestur kom settust þau að í nágrenni New York-borgar. Þrátt fyrir það, að þau eignuðust þar annað heimili og kæmust sæmilega af, hygg ég, að fáa daga hafi Dr. Kroner litið þar vestra, að hann ekki langaði aftur ,,heim til fslands". Og fyrir andlát sitt hafði hann svo fyrir mælt, að jarðneskar leifar sinar skyldu fluttar „heim“ hingað og jarð- settar í íslenzkri mold. Ekkja Dr. Kroners og Klaus sonur þeirra eru væntanleg hing- að flugleiðis í dag. — Flytja þau með sér ösku Dr Kroners og verður hún jarðsett í kirkjugarð- inum í Fossvogi. Lúðvig Guðmundsson. Alhelms kirkjuþing í Chicago CHICAGO, 20. ágúst: — Kirkju- höfðingjar víðsvegar að úr heim- inum söfnuðust saman til að hlýða messu við hátíðlega opnun alheimsprestastefnu, sem haldin er í Chicago þessa dagana. Prestastefnan hófsf hinn 15 þ. má og sækja þangað klerkar hvaðanæva úr heiminum, og mun hún standa í 17 daga. 1600 klerkar hófu skrúðgöngu í áttina að hinum risastóra her- æfingavelli utan við borgina, og 125 þús. manns söfnuðust þangað til þess að taka þátt í trúarhátíð, sem haldin var í sambandi við stefnuna. Þar voru skrautklæddir klerkar grísk-kaþólsku kirkjunn ar við hlið hempusvartra Norður landaklerka og borgaralega klæddra presta Methodista og Anglikana. Allur mannfjöldinn tók undir, er sungið var: Hjá Kristi gr hvorki austur né vestur. í ræðu sinni markaði Oxnam biskup stefnu þá, sem þingað starfar eftir: „.. vér dirfumst ekki að kenna guðspjöll Krists við nokkurt stjórnmálalegt, þjóð félagslegt eða hagfræðilegt kerfi“. Reynt að leysa verkfall MÍÍNCHEN, 28. ágúst. — í dag var sett á laggirnar nefnd með sérstöku umboði, til þess að reyna að finna lausn í verkfalls- deilu þeirri, sem málmiðnaðar- verkamenn hafa átt í að undan- förnú í Bæjaralandi. Verkfallið hefur nú staðið í þrjár vikur og orsakað framleiðslutap upp á hundruð milljón marka. » — Reuter-NTB. MARGIR Hafnfirðingar leggja leið sína í húsið Strandgötu 43, en þar hefur Guðjón Magnússon skósmíðameistari vinnustofu sína. í dag, 28. ágúst, er Guðjón sjötugur að aldri og stundar enn- I þá iðn sína, þó að vinnuþrekið sé allnokkuð farið að bila eftir langan og erfiðan starfsdag þess manns, sem hefur orðið að koma áfram stórri fjölskyldu við engin og lítil efni. Guðjón er fæddur og uppalinn að Þurá í Ölvusi, en þar bjuggu foreldrar hans. Veturinn eftir að hann fermdist, fluttist hann til Reykjavíkur til að nema skósmíði hjá Jóni Brynjólfssyni, og hefur stundað þá iðn síðan — fyrst jafnframt því, sem hann stundaði sjómennsku, en óslitið síðan 1930. Guðjón hefur verið mjög at- hafnasamur í félagslífinu og lagt þar fram mikið starf. Hann hef- ur verið i Iðnaðarpaannafélagi Hafnarfjarðar frá upphafi og átt sæti í stjórn þess í 17 ár, og af þeim tíma formaður í 8 ár -- í stjórn Landssambands iðnaðar- manna hefur hann verið í 6 ár og öll þing þess hefur hann set- ið. I Fríkirkjusöfnuðinum hefur Guðjón starfað allt frá stofnun hans, og hefur hann verið for- maður safnaðarstjórnar óslitið i 15 ár en átt sæti í stjórn einu ári lengur. í Góðtemplarareglunni ; hefur Gijfijón verið síðan 1935 og hefur hann gegnt þar trúnaðar- störfum af flestum stigum, m.a. verið æðstitemplar st. Morgun- stjörnunnar um skeið. Guðjón I hefur verið í ýmsum fleiri félaga- I samtökum eins og slysavarna- J deildinni Fiskakletti, en þar hef- ur hann verið endurskoðandi um mörg ár og mætt sem fulltrúi á j þingum Slysavarnafélags íslands. Þá hefur Guðjón verið í Mál- fundafélaginu Magna og fleiri félögum. Hefur það einkennt Guðjón mjög í félagsstarfinu, að þar hefur hann starfað heill og af dugnaði hins vökula og áhuga- sama manns. | Guðjón hefur verið traustur i sjálfstæðismaður, og hefur hann 1 gegnt ýmsum trúnaðarstörfum ' fyrir flokk sinn. Hann hefur ver- ið varabæjarfulltrúi og því oft setið fundi bæjarstjórnar, setið í skólanefnd barnaskólans,-nið- urjöfnunarnefnd, húsnæðisnefnd og stjórn Sjúkrasamlags Hafnar- fjarðar. Hann var einn af stofn- endum Landsmálafélagsins Fram og hefur átt sæti í stjórn þess, og einnig hefur hann setið í fulltrúa ráði Sjálfstæðisfélaganna. Guðjón er einn af þeim mönn- um, sem ekki áttu þess kost að afla séF menntunar í æsku, og hefur því reynslan og starfið ver- ið hans skóli. En þar hefur hann mörgum öðrum stundað námið af kostgæfni þess manns, sem hafði mikinn áhuga á því að láta ekki sinn hluta eftir liggja í því að gera samtíð sinni sem mest gagn. Árið 1910 fluttist Guðjón til Hafnarfjarðar og stofnaði heim- FRÚ INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Grettisgötu 83, er áttræð í dag. Er hún fædd 28. ágúst 1874 að Skálmadal í Múlahreppi á Barða- strönd. Ólst hún upp á þeim slóðum til 16 ára aldurs, að hún flutti til Dýrafjarðar ásamt móð- ur sinni, Björgu Guðmundsdótt- ur. Er til Þingeyrar kom vann hún þar fyrir sér, við ýmis störf, oftast við hússtörf, enda vegna dugnaðar- og góðrar framkomu eftirsótt á beztu heimili, Meðal annara heimila var hún hjá Fr. Wendel er var þar verzlunar- stjóri og konu hans Svanfríði. Á þeim tímum var það talinn vottur um dugnað og myndar- skap að komast á slíkt heimili, enda var hún þar mikils metin og tengd vináttúböndum síðan. Hún hefir alla tíð verið þeim kostum búin, er afla traust og virðingar, enda hefir alltaf verið vinmörg, elskuð og virt af öllum er henni hafa kynnzt. Þann 25. sept. 1898 giftist hún Sveini Bergssyni, er þá var til heimilis í Meðaldal í Dýrafirði. Þau eignuðust 10 börn, tvo drengi og átta stúlkur. Af þeim eru sjö á lífi, en þrjú látin. Á Þingeyri áttu þau heimili til ársins 1915, að þau fluttust til Akureyrar. Undu þau sér þar vel, því þar, sem annarsstaðar, eign- uðust þau, vegna mannkosta sinna, óteljandi vini. Árið 1925 fluttust þau til Reykjavíkur, því börn þeirra voru þá flest flogin úr hreiðrinu og eins og svo mörg ungmenni, fóru þau til Reykjavikur til náms og atvinnuleitar og kusu þau því frekar að eiga heima í námunda við börnin og til að skapa þeim heimili hér, og hefir frú Ingi- björg verið búsett hér síðan. Þótt oft væri þröngt í búi, s°m eðlilegt var, með hinn stóra barnahóp, sást það aldrei hjá þeim hjónum, því þar ríkti hin mikla lífsgleði og hamingja, sem fleytir yfir alla erfiðleika. Og þótt oft væri lítið til af verald- argæðum til að miðla hinum mörgu vinum og gestum er að garði bar, var þar meira til af lífsgleðinni og ánægjunni með lífið, eins og það var á hverjum tíma, og af því var óspart miðl- að. Svo það var óhætt að segja að þaðan fór enginn synjandi, heldur allir glaðir og ánægðir, og skilningsbetri á hin hörðu lífskjör, sem margir eiga ávallt við að búa. Meðal vina og kunningja er Ingibjörg alltaf kölluð Inga Sveins, og finnst öllum það eðli- legt. Mannkostir þeirra hjóna voru svo saman ofnir, að sjálf- sagt var að kenna þau bæði í einu. Ég, sem þessar línur rita, hef þekkt þau hjón frá unga aldri, enda mikil vinátta milli foreldra minna og þeirra, og komu þau oft hvort til annars, enda var það okkur alltaf óblandin ánægja og tilhlökkun, ef þau voru væntan- leg til okkar. Og ef við komúm til Þingeyrar eða annars staðar, sem þau áttu heima, fannst okk- ur það viðburðaríkast og mest ánægjan, að hafa komið til Ingu Sveins. Þótt góðgerðir væru allt- af miklar og góðar, var það ekki beint vegna þeirra .heldur var það eitthvað sérstakt, sem lað- aði alla til sín, og gerði mann glaðan og ánægðan. Sem ungl- ingur skyldi ég ekki hvað þetta „sérstaka“ var, en með aldrinum hefir mér orðið Ijóst, að það yoru hinir miklu mannkostir Ingu Sveins og þeirra hjóna beggja. ili ásamt Guðrúnu Einarsdóttur. Hafa þau alltaf búið í Hafnar- firði og eiga nú heima að Öldu- slóð 8. Eiga þau 7 börn á lífi og eru þau öll gift og eru 5 þeirra búsett í Hafnarfirði. Það er víst, að hugir margra leita til Guðjóns með þakklæti fyrir unnin störf, og blessunar- óskum honum og heimili hans til handa á þessum tímamótum Eiginmann sinn, Svein Bergs- son, missti Ingibjörg 14. des. 1950. Var sárt saknað hins góða og göfuga eiginmanns, sem hafði verið henni svo góður og traust- ur förunautur á lífsleiðinni. En þar sem áður, á erfiðleikastund- um, kom henni til hjálpar hinn víðsýni skilningur hennar á líf- inu og tilgangi þess, og hinar ljúfu endurminningar um kæran lífsförunaut milduðu sorgina og voru henni styrkur. Enda þótt degi sé farið að halla og þróttur og heilsa séu farin að láta á sjá, er hin hlýja hugs- un og lífsgleðin hin sama ennþá og brosið, sem alltaf hlýjar og gleður. Það er síst að undra þótt hönd- in sé farin að lýjast, því vinnu- dagurinn er orðinn langur og höndinni oft lyft til starfs og hjálpar þeim, sem minni máttar var, en henni hefir aldrei verið lyft til höggs. Þótt Inga Sveins hafi nú 80 ár að baki ,hefir hún samt áræði hins unga og hrausta, því hún fór fljúgandi til Danmerkur fyr- ir nokkrum dögum, og dvelur nú í Kaupmannahöfn, ásamt tveim dætrum sínum og heldur þar upp á áttræðisafmælið, og fer líklega í Konunglega leikhús- ið um kvöldið. Þangað sendum við þér, kæra vinkona, okkar árnaðaróskir. Megir þú hafa ánægju af ferð- inni og heil heimkoma. Þorv. Björnsson. Fékk 600 þýs. kr. hans. P. MAÐUR nokkur sem var að fisk- veiðum í á, sem rennur meðfram herragarðinum „Constantinborg" í Árhúsum, gerði þar fyrir nokkr um dögum mikinn peningafund. Það voru hvorki meira né minna en 600 þúsund krónur í ávísun- um, auk fjölda af ábyrgðarbréf- um, sem öll höfðu verið opnuð og innihaldið fjarlægt. Ávísan- irnar voru vandlega innpakkað- ar í vatnshelt efni, og kom bögg- ullinn upp á öngli veiðimannsins. Fyrir 4 mánuðum var framinn stórþjófnaður í pósthúsi við Hammelbangarðinn í Árhúsum, þar á meðal upphæð í ávísun- um, sem var nákvæmlega sú sama og upphæð þessara ávísana. Einnig var stolið þar um 21 þús. kr. í lausu fé. Lögreglan sem all- an tímann síðan þjófnaðurinn var framinn hefur verið að leita að þjófnum eða þjófunum, hefur mikið að gera um þessar mundir og þykist nú komin á gött spor. Þeim, sem getur ljóstrað upp um þjófana, hefur verið heitið um 4 þús. kr. verðlaunum. KASABLANKA 19. ágúst: — Tveir Márar voru felldir og fjór- ir særðir í morðtilræði er framið var í Kasablanka á vesturströnd Marokko. Er talið að ætlunin hafi verið að stytta furstanum af Kasablanka aldur. Aðstoðarmað- ur hans var felldur og tveir fylgd armenn hans, er árásarmenn, vopnaðir rifflum, þustu út úr þröngri hliðargötu. —< Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.