Morgunblaðið - 28.08.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. ágúst 1954 MORGXJTSBLAÐIÐ 9 1 Stalin sagði: Ég hef alltaf dóðst að Hitler Úr æviminningum Ribbentiopps, sem nýlega eru komnar út rOACHIM von Ribbentrop, ' utanríkisráðherra Þjóð- verja á Hitlers-tímunum var hengdur í Niirnberg 16. okt.' 1946. Sem einn af helztu for- ingjum nazista var hann dreg- inn fyrir stríðsglaepadómstól-, inn í Niirnberg. Meðan réttarhöldin stóðu yfir var það ekkert leyndar-1 mál að hann vann að samn- ingu æviminninga sinna. Þær hafa nú verið gefnar út í bók- arformi víða um lönd, enda geyma þær margar merkileg- ar upplýsingar um utanríkis- málastefnu Þjóðverja. Sumsstaðar í bókinni gætir þess að vísu, að höfundurinn hafði ekki góða aðstöðu til rit- Brátt hófust gagnkvæmar stjórnmálaumræður og urðu þær vinsamlegri og tóku að beinast að ákveðnum atriðum. Ég fór að undirbúa ekki-árásarsamning milli Þýzkalands og Rússlands. Hitler sendi Stalin skeyti varð- andi þetta mál og árangurinn varð sá að sérstakur sendimaður skyldi fara til Moskvu. RIBBENTROP SENDUR í fyrstu stakk ég upp á að einhver annar en ég færi til Moskvu, hafði einkum í huga Göring. En „foringinn“ hélt fast við það að ég færi, vegna þess að hann áleit „að ég mundi fram- kvæma það betur“. Er ég fór frá Berlín, vissi ég Frá gleðskapnum í Kreml að kvöldi 23. ágúst. Ribbentrop og Stalin sjást á myndinni. Á einu kvöldi var samið um ekkiárásar-samning milli Þjóðverja og Rússa. Þar með var Þjóðverjum gert kleift að hefja hina hræðilegustu heimsstyrjöld, sem yfir heiminn hefur komið. Á sama tíma voru hernaðarsendinefndir Breta og Frakka í Moskvu og reyndu að ná bandalagi við Rússa. Hefðu Rússar þá ■viljað samstarf við Vesturveldin er hugsanlegt að heimsstyrjöldinni Siefði verið forðað. starfa. Hann lá undir dauða- dómi og var niðurbrotinn maður eftir ósigur, óvirðingu «g fangelsun. Hann gat náð í nokkur skjöl og skilríki, sem þýðingu höfðu, en að mestu leyti varð hann að byggja á minni sínu. En Ribbentrop var sjálfur þungamiðjan i nokkr- um stærstu ákvörðunum, sem höfðu áhrif á heimssöguna og því hlýtur hann að verða heimildarmaður um margt. ★ Hér fer á eftir lauslega þýdd frásögn hans af fundinum í Moskva 23. ágúst 1939, þegar hann samdi um ekki-árásar- ■samning við Rússa. En sá samningur gaf Þjóðverjum lausan taum til að koma of- beldisverkum sínum fram í Vestur-Evrópu og þar var einnig samið um það að nokk- ur smáríki Austur-Evrópu skyldu falla í hlut Rússa. ★—•—★ RÆÐA STAUINS UPPHAFIÐ í marz 1939 barst mér í hendur ræða, sem Stalín hafði haldið nýlega og þóttist ég sjá í henni vilja Stalíns til að koma á betri sambúð við Þjóðverja. Ég sýndi „foringjanum" ræð- nna og hvatti hann tií að gefa mér frjálsar hendur til að leita fyrir mér um hvort eítthvað væri til í þessu. Hitler vildi fyrst bíða og hikaði, en þegar þýzk- rússnesku viðskiptasamningarnir gengu vel, lét ég sendinefndar- mennina þreifa fyrir sér, um það hvort hægt væri að jafna póli- tískan ágreining milli Berlín og Moskvu. ekkert um fyrirætlanir „foringj- ans“ um að ráðast á Pólland. Ég held jafnvel, að hann háfi ekki verið búinn að taka endanlega ákvörðun um það þá. Að vísu var sambandið við Pólland orðið stirt og í byrjun ágúst hafði Hitl- er skýrt Ciano utanríkisráðherra frá því að hann ætlaði að leysa deiluna um pólska hliðið og Danzig, hvað sem það kostaði. TIL STYRKTAR í PÓLLANDSDEILUNNI En sem sagt, þegar ég fór til Moskvu höfðu engar hernaðar- aðgerðir enn komið til tals og ég áleit að Hitler ætlaði að komast að stjórnmálalegu samkomulagi um deiluna. En samningur við Rússa gæti einmitt orðið til mik- ils styrktar við samningaborðin. Ég gerði nú uppkast að fyrir- huguðum ekki-árásarsamningi við Rússa og kom það síðar að góðu haldi, þar sem Rússar höfðu ekki gert neitt slíkt uppkast. NAZISTI í MOSKVU Þetta var fyrsta heimsókn mín til Moskvu. Ég fór þangað með hálfum huga, því að við höfðum verið fjandsamlegir Sovétríkj- unum í mörg ár. Auk þess hafði enginn heima fullkomnar né ýtar legar upplýsingar um Rússland og forustumennina þar. Skýrslur sendinefndarmanna voru litlaus- ar í þeim efnum og sérstaklega var Stalín dulárfullur maður í okkar augum. Mér var Ijós sú sérstaka ábyrgð sem ég bar í þessari sendiferð, þar sem ég hafði sjálfur átt frum- kvæðið að henni. Það var enn mikið vafamál hvort hægt væri að samrýma hagsmuni beggja landanna. Auk þess voru sendi- nefndir Breta og Frakka enn i Moskva og reyndu allt, sem þær gátu til að koma á hernaðar- bandalagi við Rússa. HAMAR OG SIGÐ OG HAKA- KROSS IILIÐ VID HLIÐ Flugvél foringjans, sem ég var með, lenti í Moskva að kvöldi 23. ágúst. Þýzki haka- krossfáninn og rússneski fán- inn með hamar og sigð blöktu hlið við hlið og móti okkur tóku Schulenburg greifi, sendiherra okkar og Potemkin sendiherra. Fyrst könnuðum við glæsilegan lieiðursvörð rússneska flughersins og síðan | var farið með okkur að bygg- ingu hins fyrrverandi austur- | ríska sendiráðs, þar sem ég bjó. Schulenburg greifi skýrði mér frá því þegar í upphafi, að min væri beðið í Kreml. Þar yrði haidinn fundur, en ómöguiegt; var að segja hverjir yrðu full- j trúar Rússa á þeim fundi. Svo undarlega háttu höfðu Rússar í viðskiptum við önnur lönd. BEINT Á FUND STALINS Á leiðinni benti Schulenburg greifi mér á nokkra merka sögu- staði, er við ókum framhjá. Loks komum við að Kreml, að lítilli hurð. Þar lá stigagangur, að því er mér virtist upp eftir turni. Efst uppi var langur salur. í hin- um enda hans stóð Stalín og við hlið hans Molotov. Schulenburg greifi gat ekki á sér setið. Hann rak upp undrun- aróp, því að þótt hann hefði dvalizt í Moskva svo árum skipti, hafði hann aldrei talað við Stalin. Fyrst fór fram stutt kurteisis- leg móttökuathöfn og settumst við síðan við borð, Stalin, Molo- tov, Schulenberg greifi og ég. Nokkrir aðrir voru viðstaddir. VINARMÁL í KREML Ég hóf mál mitt. Lagði ég áherzlu á það, að Þjóðverjar ósk- uðu eftir betri sambúð við Rússa. Við óskuðum eftir allsherjarsam- komulagi sem gilti til margra ára. Ég minnti á ræðu Stalins fyrr á árinu og spurði hvort þeir vildu sættir við okkur. Það varð úr að Stalin svaraði, stutt og nákvæmt. Það var ekki hægt að misskilja orð hans, ekki um það að villast, að hann óskaði eftir samkomulagi og skilningi. Ég minnist þess, að hann sagði m. a. að þótt við hefðum hellt úr fötum af aur hvor á annan um áraraðir, þá ætti það ekki að vera neinn þröskuldur í vegi fyrir samkomulagi. Hann sagði, að er hann hélt umgetna ræðu, hefði hann einmitt haft í huga að komast að samkomulagi við Þjóð- verja. Við höfum þá skilið rétt, hvað hann átti við, SAMID UM ÖRLÖG SMÁRÍKJA Svar Stalins var svo jákvætt, að við gátum fljótlega farið að ræða einstök deilu- og hagsmuna- mál. Vilji var fyrir hendi til að gera ekki-árásarsamning og nú var hægt að ræða þýzk-pólsku deiluna. Rússar eru alþekktir fyrir það hve harðir og drumbslegir samningamenn þeir eru, En hér lék allt í Iyndi. Það tók ekki langan tíma að draga upp línurnar fyrir áhrifasvæði Framh. á bls. 10 Freek van Hoorn og Pito Vlug, kona hans. — Ljósm. Mbl.: 01. K. M. rfE| vil reyna að bæfa úr fá- fræði landa nrénna m Island” - segir Hollendingurinn Friðrik frá Hcrni, sent dvelur hér ásamf konu sinni VIÐ erum hingað komin fyrst og fremst til að vinna að framgangi þeirrar hugmyndar minnar — og hugsjónar að efla sambandið milli íslands og Hol- lands og kynna ísland og íslend- inga fyrir Hollendingum. Eins og nú standa sakir er þetta sam- band langtum of lítið og þekk- ingin um ísland sama og engin í Hollandi. Það er ekki hægt að grafa þar upp bók eða bækling um ísland — eða jafnvel landa- kort af íslandi fyrir þá, sem Þetta er hús Hoorn-hjónanna, og er „fljótandi hús“ á einum skurð- inum í Hilversum. í húsnæðis- skortinum, sem Hollendingar hafa átt við að búa eftir styrj- öldina, hafa slík hús færzt í vöxt. Þau eru þannig til orðin, að byggt er yfir hina þungu og breiðu hrúarbáta, sem flotbrýrn-) ar gömlu voru gerðar úr, en þær gerast nú úreltar, og víkja fyrir öðrum fullkomnari brúartegund- um. í þessu fljótandi húsi Frið- riks frá Horni eru þrjú herbergi og eldhús og bað, rennandi vatn og rafmagn frá „fastalandinu“. Það er fest með stálstrengjum við skurðbakkann og gangbrú frá borði til lands. Þessi mynd er tekin á brúðkaupsdegi þeirra hjónanna í vor og sjást þau brúð- arklædd við framgluggann. Þau kunna hið bezta við sig í nýja húsinu sínu. „Það er einfalt en þægilegt" — segja þau. I _ áhuga hafa á að kynna sér þessa hluti. Þetta þarf — og verður að lagfæra. LÆRÐI ÍSLENZKU Á FJÓRUM MÁNUÐUM Á þessa leið fórust m. a. orð Hollendingnum Freek van Hoorn sem við ef til vill þekkjum öllu betur undir nafninu Friðrik frá Horni, er Mbl. hitti hann að máli í fyrradag. Hann kom hingað í vikunni með konu sinni Pito Vlug, en þau giftu sig í s.l. apríl mánuði og eru nú búsett í Hil- versum, þar sem Friðrik er starfs maður, þulur o. fl. við hina um- fangsmiklu útvarpsstöð, — þann hluta hennar, sem annast stutt bylgjuútsendingarnar. I Friðrik hefur komið til ís- lands áður, dvaldi hér um 4 mán- aða tíma árið 1949 sem ungur menntaskólastúdent, í Reykjavík’, og einnig austur að Kirkjubæj- arklaustri hjá Gísla presti Brynj- ólfssyni. Á þessum tíma lærði Friðrik íslenzku svo vél að hann talar hana nú bæði og skrifar nokkurn veginn reiprennandi og má það teljast frábær árangur, sem engum er kleift að ná nema með einstökum áhuga og ástund- un. MIKIÐ OG ÓSÍNGJARNT STARF En Friðrik hefur haft nóg af áhuga. Hann hefur brunnið £ skinninu eftir að kynnast öllu íslenzku sem gerst og jafnframt að kynna ísland út á við í héima- landi sínu. Hann hefur verið ó- þreytandi í að afla sér hvers konar upplýsinga og fróðleiks um land og þjóð, sem hann síðar hef- ur notað sem efnivið í fjölmarg- ar blaðagreinar og einnig fyrir- lestra, sem hann hefur flutt um ísland. Einnig hefur hann sýnt kvikmyndir frá íslandi. Þá hefur hann og skrifað nokkur frétta- bréf frá Hollandi, sem birzt hafa í Morgunblaðinu. Er óhætt að segja, að þessi kornungi Hollend- ingur hefur þegar unnið mikið og ósíngjarnt starf í þágu íslands, og á vafalaust eftir að fá miklu áorkað í framtíðinni tií að kynna ísland í heimalandi sínu. LÆTUR HENDUR STANDA FRAM ÚR ERMUM Að þessu sinni mun Friðrik dveljast hér um þriggja vikna skeið og hann mun áreiðanlega láta hendur-standa fram úr erm- um. „Ég þarf, segir hann, að kom- ast í samband við sem allra flesta einstaklinga og fyrirtæki á með- an ég er hér til að afla mér sem víðtækrastra og beztra upplýs- inga um ótal margt varðandi. land og þjóð, sem orðið geti mér til gagns og styrks þegar heirn kemur. Ég hef mikinn hug á að kynna íslenzkar bækur og bók- menntir í Hollandi, t. d. bækur íslenzkra höfunda, þýddar á ensku, en hollenzkir bókaútgef- endur og bókabúðir hafa hingað til sáralítið haft af þessu tagi. KYNNING Á MYNDLIST OG HLJÓMLIST • Sömuleiðis væri æskilegt að geta komið við einhverri kynn- ingu á íslenzkri list, t. d. mynd- list og tónlist. Með hljómlistina er ég vongóður, -að slíkt mætti takast t. d. með því að skipu- leggja íslenzka hljómleikadag- skrá í hollenzka útvarpinu með samvinnu viðkomandi aðila á ís- landi. íslenzk listsýning, ef hægt væri að afla nægilega margra' íslenzkra listaverka, væri og Framh. á bls. 1Q ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.