Morgunblaðið - 28.08.1954, Side 16

Morgunblaðið - 28.08.1954, Side 16
Veðurúflif í dag: Norðaustan kaldi. Víðast létt- skýjað. 195. tbl. — Laugardagur 28. ágúst 1954. Aðdáun Sfalins á Hitler. Sjá kafla úr minning- um Ribbentrops bls. 9. Hlaða brann að morgni — \lý risin af yrunni ú kvöldi UM KLUKKAN fimm í gær-- morgun varð vart við það að farið var að rjúka úr hlöðunni að Brúnastöðum í Hraungerð- ishreppi. Hafði hitnað þar svo í heyi að kviknað var í því. Var þegar leitað aðstoðar fólks af næstu bæjum og einnig var slökkviliðið á Sel- fossi fengið til þess að ráða niðurlögum eldsins. Hlaðan brann alveg og er áætlað að um helmingur heys- jns, sem í henni var, hafi eyðiiagzt, en í hlöðunni munu hafa verið um 500 hestar HLAÐAN REIST AÐ NÝJU Er búið var að slökkva eld- inn, var tekið til við smíðar. Sent var eftir timbri niður á Selfoss og mannsofnuðurinn, sem þarna var kominn hóf þeg ar að reisa hlöðuna að nýju. Miðaöi því verki svo vel áfram, að í gærkveldi var hún fullsmíðuð nema hvað eftir var að járnklæða hana. Mun það einsdæmi, að hús, sem brennur að morgni, sé risið af grunni að nýju að kvöldi. TILFINNANLEGT TJÓN Bóndi að Brúnastöðum er Ágúst Þorvaldsson, oddviti. Heytjón hans er tilfinnanlegt, en ef tíð helzt góð ætti að vera hægt að bæta það að mestu með aðstoð nágrann- anna, sagði sr. Sigurður Páls- son í Hraungerði, er blaðið átti tal við hann í gærkveldi. Brezk bókasýnlng opniið nk laugardag í Þjóðminj Eriissh Counci! ag Angfia sfanda sameiginfega sýningunni — Á henni verða 1350 bækurr aðallega vísindalegs og sérfræðilegs efnis Grunnteikning Gísla Halldórssonar arkitekts af íbúð í hinum nýju húsum, sem Reykjavíkurbær lætur reisa. — Lengst til vinstri er kjallarinn, þá kemur hæðin með stofunum, anddyri, eldhúsi og borðkrók. — Á 2. hæð eru svefnherbergin og baðið. IþREZKI sendiherrann í Reykjavík, Mr. J. T. Henderson, kvaddi ^ í gær fréttamenn á sinn fund og skýrði þeim frá brezkri bóka- sýningu, sem í ráði er að verði opnuð hér í Reykjavík n.k. laugar- dag. Að sýningu þessari standa British Council og ensk-íslenzka félagið Anglia í Reykjavík og mun hún verða opin almenningi í 10 daga frá 2—10 e. h. dag hvern. 1350 BÆKUR Þessi brezka bókasýning mun hin fyrsta, sem efnt hefur verið til hér á landi. Verða á henni um 1350 bækur og auk þess 6—700 ýmiss konar blöð og tímarit. Sendiherrann gat þess, að þessi bókasýning væri til komin aðal- lega fyrir þá sök, að tilfinnanleg- Ur skortur væri hér á ýmsum vísindalegum og sérfræðilegum bókum. Þær ensku bækur, sem hér væru fáanlegar væru mest- megnis skáldsögur og fagurfræði, icn námsmenn og fræðimenn fyndu til slæmrar vöntunar á liauðsynlegum bókum. Ætti sýn- ingin að bæta að nokkru úr þeirri vöntun. UM VÍSINDI OG SÉRFRÆÐILEG EFNI Samkvæmt því er meginhluti bókanna vísindalegs og sérfræði- legs eðlis, t. d. mjög góðar bæk- ur varðandi nýjustu læknisfræði, einnig fjöldi bóka er fjalla um eðlisfræði (rafmagnsfræði og út- varpsfræði o. fl.), verkfræði, landbúnaðarfræði, hagfræði, sál- fræði, sagnfræði og prentlist. MEGINHLUTI BÓKANNA VERÐUR HÉR EFTIR Þá eru og bækur almennara leðlis um bókmenntir, listir, trú- fræði og heimspeki, ævisögur og endurn?inningar, barnabækur, bækur um Bretland o. fl. Allur þorri bókanna mun verða hér eftir að sýningunni lokinni, nema þær, sem eru eru eign British Cöuncil erlendis, svo og prentlistarbækurnar og nokkrar fleiri. Verða bækur þær, sem hér verða eftir skildar látnar renna til bókasafns Anglia í húsakynn- um brezka sendiráðsins í Þórs- hamri, þar sem fólk getur haft not af þeim áfram. FULLTRÚI FRÁ BRITISII COUNCIL Mr. Goffin, sem hafa mun um- sjón með uppsetningu sýningar- innar, sem verða mun til ^húsa í þjóðminjasafninu, en af íslands hálfu eru verndarar sýningar- innar menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, próf. Einar Ólafur Sveiiisson, Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Björn Pétursson bóksali. Á sýningunni, sem almenningi er ókeypis aðgangur að munu liggja frammi pöntunarlisti, sem fólk getur pantað eftir bækur og tímarit gegnum bóksala hér í bænuim___________________ Íslaíidssuiidið fer fram í dag í DAG fer fram í Nauthólsvík hið árlega íslandssund. Verður keppt í fjórum sundum fyrst og fremst íslandssundinu 500 m frjálsri aðferð. Meðal keppenda þar eru Helgi Sigurðsson, Ægi og Pétur Kristjánsson Á. Auk þess verður keppt í' 50 m stakkasundi, 100 m bringusundi og 100 m skrið sundi. Ern keppendur bæði frá Reykjavík og Keflavík. Akranes hefur enn forystuna KEFLAVÍK og Akranes keppa sín á milli innan ramma sam- norrænu sundkeppninnar. Hefur keppnin verið hörð milli bæj- anna. Um miðja vikuna stóðu leikar þannig að 18% Keflvík- inga höfðu synt 200 metrana en 18,3% Akurnesinga. — Nú fer að líða að lokum sundkeppninn- British Council Bretlandi ar og til þess að Island sigri verða allir að synda 200 metrana jnun senda hinag fulltrúa sinn, fyrir 15. september. Algjör óvissa ríkjandi um at- vinnumöguieika Siglfirðinga við lok 10. síldarleysissumarsins Aiskið einkaframtak eina von- in í bæ sem sosialismi og síldar- Eeysi fhafa nær lagt að veSli SÍLDARLAUST sumar er að kveðja hér á Siglufirði. — Eftir standa atvinnulausir menn með rírar sumartekjur, horfandi fram á óvissuna. Flest síldveiðiskip og allar söltunarstöðvar, sem hér eru maigar, hafa tapað stórfé. Siglufjörður hefur hlotið eitt áfallið enn, tiunda síldarleysissumarið. MA EKKI LEGGJAST f AUÐN Um 8. september er svokallað tryggingatímabil á enda, og verð- ur þá þorri verkafólks hér með | öllu atvinnulaust. — Er fyrirsjá- ! anlegt, verði ekkert að gert, að í fólksflóttinn úr bænum mun ! frekar örvast en minnka. Telja | verður það andstætt hagsmun- ■ um þjóðarheildarinnar að stað- ur, sem gegnir sama hlutverki og Siglufjörður í þjóðarbúskapn- um á normaltímum, tæmist af íbúum. SIGLUFJÖRÐUR FORÐUM OG NÚ Áður fyrri þegar sildin veidd- ist varð hér til verulegur hluti útflutningsframleiðslu þjóðarinn ar. Hér var ein stærsta útflutn- ingshöfn og héðan kom bróður- partur þjóðarauðsins. Síðan þá a (Siglufjörður væntanlega inni- I stæðu hjá þjóðarbúinu þótt , hvergi muni hún skráð. | Hér eru tveir togarar eign bæj- arins, en undir framkvæmda- stjórn SR. -r- Þeir lágu óstarf- ræktir í sumar. — Hér er nýtt hraðfrystihús eign SR óstarfrækt sem stendur. Þessi atvinnutæki I verða að starfrækjast og geta, ef rétt er á haldið, orðið veruleg stoð í stórri neyð, sem reynslan frá síðastliðnum vetri sannar ljóslega. Hér eru tvö önnur hraðfrysti- hús, ísafold, sem um margra ára skeið hefur verið myndarlega rekið af Þráni Sigurðssyni og hitt er Hrímnir, sem einstaklingur hefur nýlega tekið við yfirstjórn þess, -og stendur til að maður þessi flytji hingað í bæinn með þrjú skip, og stækki hraðfrysti- húsið. Frá samningum um þetta hefur þó ekki verið endanlega gengið. — En verði þessi at- vinnutæki starfrækt með fullum afköstum og starfstími Tunnu- verksmiðju ríkisins lengdur að mun, en hún starfar aðeins örfáa mánuði ársins síðla vetrar, er sárasta atvinnuleysið á brott. — En svo vel sé þarf vitanlega ann- að og meira til að koma. GERA ÞARF FREKARI RÁÐSTAFANIR Með tilliti til fyrra innleggs Siglufjarðar í atvinnulíf og auð- sköpun þjóðarbúsins og þeirrar þarfar sem fyrir er, væri ekki óeðlilegt að Alþingi og ríkis- stjórn gerðu frekari ráðstafanir til atvinnuaukningar hér. — Það virðist stundum minni orsök eða ástæða en tíu síldarleysissumur knýi fram sérstakar ráðstafanir ísl. stjórnvalda. LEIÐIN TJL ÚRBÓTA • Heppilegasta ráðstöfuninj til atvinnuaukningar hér er tví- mælalaust stofnsetning atvinnu- fyrirtækja í skattskyldu formi, einkarekstur og félög. — Héí virðist nóg af ríkisreknum skatt- frjálsum fyrirtækjum sem ekk- ert greiða til fátæks bæjarfélags, en valda bæjarsjóði útgjöldum á ýmsum sviðum. • Hér þarf ef svo mætti a® orði komast: Að gróðursetja meffi. heilbrigðri bankastarfsemi og að- stoð ísl. stjórnvalda aukið einka- framtak, sem virðist farsælasta leiðin og eina vonin í bæ, sem socialismi og síldarbrestur hafa nær lagt að velli. — Stefán. Halvard Lange kominn til Reykjavíkur HALVARD LANGE, utanríkis- ráðherra Norðmanna kom flug- Ieiðis hingað til Reykjavíkur i gærkveldi. Hér mun ráðherranr eins og kunnugt er opna norsku myndlistarsýninguna í Lista- safni ríkisins á morgun. Á mánudag hefst svo hér fund- ur utanrikisráðherra Norður- landa, sem ráðberrann mun einn ig sitja. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.