Morgunblaðið - 08.09.1954, Side 1

Morgunblaðið - 08.09.1954, Side 1
| 41. árgauznr. 204. tbl. — Miðvikudagur 8. sept. 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsina. j Hörmulegl flugslys Björgunarsveitir fóru út að flugvélarflakinu um morguninn þcgar aftur tók að fjara út, en sú björgun kom of seint. Flugvélin hafði farið í kaf á háfléði og þeir sem inni voru drukknað. Flakið liggur í mynni Shannon-fljóts á vesturströnd írlands. Stór farþesafhigvé! fórst við Shannoii“fliig Flugvallarstarfsmenn tóku ekki eftir því og talið að andvaraleysi þeirra eigi sök á dauða farþega Shanron 7. sept. Einkaskeyti frá NTB. n M FARÞEGAR og þrír af áhöfn stórrar Atlantshafsflugvélar “'jí fórust á sunnudag við flugvöllinn stóra h.iá Shannon á fr- landi. Flugvél þessi var eign hollenzka flugfélagsins KLM. Hafði hún nýlega nafið sig til flugs, þegar eitthvað biiaði í henni og hún féll í ármynni um þrjá km frá flugvellinum. Stjórn flugvallarins hefur verið gagnrýnd harðega fyrir það hve björgunarsveitir komu seint á vettvang. HÓF STG TIL FLUGS UM NÓTT Þetta var risa-Constellation flugvél. Var hún á leiðinni frá Amsterdam til New York en millilenti á hinum kunna Shann- on flugvslli á írlandi. Þaðan hóf hún sig á loft kl. 3 um nóttina og var mvrkur yfir. 46 farþegar voru með flugvélinni og 10 manna áhöfn. FÉLL f ÁRMYNNI Fimm mínútum síðar hrapaði flugvélin og kom niður í mynni Shannon-fljóts. Farþegar skýra frá því að þeir hafi skyndilega heyrt ærandi brak og bresti og bráðlega fór vatn að flæða inn í farþegaklefann. Eitraðar ben- zíngufur blönduðust vatninu og munu nokkrir farþegar hafa iát- izt af þeim. Strax voru björgunaraðgerðir hafnar. Flugstjórinn stjórnaði þeim og var erfitt um vik. því að myrkt var af nóttu og raf- magnsljós flugvélarinnar slokkn- uð. Gúmmíbátarnir voru settir í vatnið en þeir blása sig sjáifir út og komust 22 farþegar og 7 af áhöfninni í þá. FLUGVALLARMENN SÁU EKKI FLUGELDA En nú tók við erfitt vandamál. Við fljótsmynnið eru leirur mikl- ar. Bátana rak inh að bakkan- um, og fólkið skaut flugeldum. Beið síðan um stund en starfs- lið flugvallarins tók ekki eftir flugeldunum og varð það síðast úr, er fólkið hafði beðið í bátun- um í tvær klukkustundir, að einn flugmaðurinn synti í land, skreið langa leið yfir leirur og fúamýr- ar og gekk þriggja km leið að flugstöðinni. Þar sagði hann frá slysinu, en hné síðan niður með- vitundarlaus. GEGNUM SANDBLEYTU OG FOR Nú var allt björgunarlið flug- vailarins sett af stað. Tók það þó nokkurn tíma, en þegar það loks- ins komst niður að ármynninu varð það að láta hina þjökuðu ílugbrotsmenn skríða yfir leirur og sandbleytur. Þar á meðal voru Framh. á bls. 12. □----------------n Hreinsað til í Mansjúríu ★ HONG-KONG, 6. sept. — Mansjúría hefur nú orðið fyrir einni af þeim hreinsunaröldum, sem ganga alltaf við og við yfir kommúnisku löndin. ★ Nýlega varð sú stærsta „hreinsun“, sem átt hefur sér stað síðan kommúnistar komust til valda árið 1949. ★ Allt að því allir embættis- menn stjórnarinnar voru þá látn- ir fara, en í stað þeirra skipaðir háttsettir meðlimir kommúnista- flokksins. — Reuter-NTB. □----------------n Danska stjórnin ætlar ah draga 600 millj. úr vihskiptaveltunni ★ 400 milljóna skattar og tollar og 200 milljónum minni fjárfestins DANSKA þjóðþingið verður kallað saman til fundar næstkom- andi fimmtudag til að ræða tillögur þær, sem ríkisstjórnin hefur lagt í'ram til úrbóta á gjaldeyrisvandræðum Dana. Ríkis- stjórnin hefur ráðgert að reyna að draga nálægt 600 milljónir króna út úr viðskiptaveltu landsins á næstu hálfu öðru ári. Um 400 milljónir króna munu verða lagðar á landslýðinn sem beinir skattar og neyzluskattar og reynt mún verða að minnka fjárfest- inguna um 200 milljónir króna. -------------------4KAMPMANN LEGGUR FRAM TILLÖGUR Rússneskar orusfuflugyélar skjófa bandaríska könnunar- flugvél niður ausfan Síberíu Gerðist 70 km frá slröndinni Tokío 7. sept. Einkaskeyti frá NTB. RÚSSNESKAR orustuflugvélar skutu bandaríska könnunarflug- vél niður á sunnudaginn austur af Síberíu. Árásin var gerð 70 km frá ströndinni. Mótmælaorðsendingar hafa gengið á milli Bandaríkjanna og Rússa vegna þessa atviks. SÁU FYRST SPRENGIKÚLURNAR Hin bandaríska flugvél var á venjulegu könnunarflugi með- fram Síberíuströndum og hélt hún sig eins og venja er langt frá ströndinni. Þeir sem björg- uðust af áhöfn hennar segja frá því að þeir hafi fyrst rankað við sér er skotárás var hafin á flug- vélina. Þutu byssukúlur framhjá vélinni og varð flugmönnunum þá litið aftur. SKOT HITTU BÁÐA VÆNGI Sáu þeir að tvær rússneskar flugvélar af svonefndri Mig-gerð eltu þá. Könnunarflugmennirnir reyndu þá að steypa sér niður til að losna frá eltingu, en þá hittu sprengikúlur báða vængi. Eldtir kom upp í henni og hún rakst í vatnsskorpuna með 160 km hraða. 9 menn björguðust úr vél- inni en sá tíundi sökk með henni. 70 KM FRÁ STRÖNDINNI Bandarísk skip komu bráðlega á vettvang og gerðu þau mæling- ar sem sanna það að hin banda- ríska flugvél var meir en 70 sm frá ströndinni. Frsmh. á bls. 2 Halvard Lange vill þáffföku Þjóðverja í A-bandalagi Síðastliðinn laugardag voru úrbótatillögur ríkisstj órnarinnar lagðar fyrir ráðamenn flokk- anna. Fjármálaráðherra Viggo Kampmann gerði þar grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem stjórnin áliti áríðandi til að lagfæra á- standið í gjaldeyrismálunum. Ríkisstjórnin lagði fram eftir- farandi tillögur: 1. Auk þeirra sparnaðarráð- stafana, sem þegar hafa verið gerðar á öllum ríkis- rekstri, verður að gera á næsta ári frekari sparnað- arráðstafanir, sem nema um 100 milljónum króna. 2. Auknar skattaálagningar, m. a. neyzluskattar, munu nema um 400 milljónum króna. 3. Brýn nauðsyn er á að draga úr fjárfestingu einstaklinga, einkum í húsbyggingafram- kvæmdum, þannig að hraði í byggingaframkvæmdum verði jafnari. Einnig mun verða takmörkuð vinna við uppihald á húsum, ef hún er ekki bráðnauðsynleg. 4. Fóllc mun verða hvatt til sparnaðar með því að lækka eignaskatt á upphæðum, sem settar eru á vöxtu um óákveðinn tíma. 5. Gerðar verða ráðstafanir til aukins útflutnings, sem styrktur verður m. a. með meiri möguleikum fyrir lánsfé til útflutnings. Þann- ig fæst fjárliagslegt öryggi ekki aðeins fyrir útflutn- inginn sjálfan heldur einnig möguleikar til framleiðslu útflutningsvara. En aðalatriðið er að koma á sættum milli Þjóðverja og Frakka Oslo 7. sept. NORSKA íréttastofan NTB hefur beðið Halvard Lange utan- ríkisráðherra að láta í ljós álit sitt á því hvaða áhrif það hafi á utanríkisstefnu Vesturveldanna, að Frakkar hafa nú hafnað aðild að Evrópuhernum. Ráðherranum farast orð á þessa leið: Það er augljóst að frávísun' franska þingsins á Evrópuhern- um þýðir ósigur fyrir þá utan- ríkisstefnu sem Vesturveldin hafa fylgt s. 1. þrjú ár og öll Atlantshafsríkin studdu. En eftir að málið hafði verið dregið úr hófi fram á langinn1 má þó segja að það var betra að Frakkar tóku lokaákvörðun held ur en ef máliö hefði verið dreg- :ð enn meir á langinn til einskis gagns. Við vonum að samningar um formið á þátttöku Þjóðverja í vörnum Vestur-Evrópu verði teknir hið bráðasta og samkomu- lag náist sem allir geti sætt sig við. ÞJÓÐVERJAR LEGGI SITT AF MÖRKUM — Hvað er álit yðar á þeim tillögum sem fram hafa komið um þátttöku Þjóðverja í vörn- um Vestur-Evrópu? — Ennþá hafa engar ákveðnar tillögur verið lagðar fram. En það er grundvallaratriði að nauð- Framh. á bls. 2 100 KRÓNU SKATTUR Á HVERT MANNSBARN Álitið er, að litlar líkur séu til að ríkisstjórnin muni koma til leiðar tillögum sínum um aukning skatta, sem munu nema að meðaltali um 100 krónum á hvern íbúa í landinu. Meiri hluti danska þingsins er álitinn vera mótfallinn aukningu skattaálagn- inga. LÆGRI RÍKISKOSTNAÐUR Bertel Dahlgaard, einn af þing mönnum radíkalaflokksins, lét svo um mælt, að „þessi yfirvcf- andi vandamál er ekki hægt að leysa með sköttum. Ríkið verður að minnka reksturskostnað sinn — og svo verða ríkisstjórnin og allir aðrir að forðast allt hræðslu fum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.