Morgunblaðið - 08.09.1954, Blaðsíða 8
I
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. sept. 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.)
Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frfc Vigur.
Lésbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Verður brezk kvikmynd um náttúru-
hamfarir tekin á ísiandi?
RadarstÖðvarxiar
og rekstur þeirra
EINN ÞÁTTURINN í þeim und-
irbúningi íslenzkra land-
varna og öryggisþjónustu, sem
hafinn hefur verið hér á landi í
samvinnu við hinar vestrænu
lýðræðisþjóðir er bygging radar-
stöðva í öllum landshlutum.
Verður ein slík stöð á Suðurnesj-
um, önnur í Hornafirði, sú þriðja
á Langanesi og hin fjórða í Aðal-
vík. Stöðvar þessar eru settar
upp í öryggisskyni til þess að
fylgjast með ferðum skipa og
flugtækja umhverfis landið. í
raun og veru er hér ekki um
hernaðarmannvirki að ræða,
enda þótt tæki stöðvanna verði
notuð í þágu íslenzkra land-
varna.
Til þess að reka þessar
stöðvar þarf fyrst og fremst
sérfræðinga á sviði víðsjár-
tækni og öðrum skyldum svið-
um. Ekkert virðist því eðli-
legra og sjálfsagðara en að ís-
lendingar annist sjálfir rekst-
ur og gæzlu þessara stöðva á
sama á hátt og þeir hafa t. d.
tekið að sér rekstur loftsigl-
ingavitans á Reynisf jalli í Vík
í Mýrdal. Það mannvirki var
upprunalega byggt af brezka
hernum á styrjaldarárunum
og notað í hernaðarþágu. —
Brezkir sérfræðingar önnuð-
ust þá einnig rekstur þess og
gæzlu.
Fyrir alllöngu hefur íslenzka
flugumferðarstjórnin tekið við
rekstri stöðvarinnar og nú vinna
þar eingöngu íslenzkir menn. ís-
lenzkir menn annast nú einnig
stjórn margskonar annara tækja
í þágu flugumferðarinnar yfir
norðanvert Atlantshaf. Það eru
þannig íslenzkir sérfræðingar á
þessu sviði, sem vinna í loft-
skeytastöðinni í Gufunesi og í
flugturninum á Keflavíkur- og
Reykjavíkurflugvelli. Að sjálf-
sögðu hefur það tekið nokkurn
tíma að sérmennta íslenzka
menn til sumra þessara starfa.
En ekki er annað vitað en að
þeir ræki þau með ágætum.
Þegar á þetta er litið sýnist
það sjálfsagt, að íslendingar
annast rekstur þeirra öryggis-
stöðva, sem verið er að undir-
húa í Aðalvík, á Langanesi, í
Hornafirði og á Suðurnesjum.
Með því yrði það ekki aðeins
óþarft, að erlent herlið hefði
bækistöðvar í öllum lands-
hlutum, heldur ynnist það á,
að þjóðin eignaðist fjölda sér-
fræðinga á því sviði nútíma-
tækni, sem skapað hefur hvað
mest aukið hagræði við sigl-
ingar á sjó og í lofti.
Þarna yrði ekki um að ræða
stjórn neinskonar drápstækja,
heldur gæzla svipaðra öryggis-
tækja og nú þykja nauðsynleg
og sjálfsögð í hvert íslenzkt kaup-
skip, togara og jafnvel vélbáta.
Enn er þess að gæta, að töluverð
aukin atvinna gæti af þessu orð-
ið og myndun byggðar á stöðum,
sem nú eru ýmist í eyði eða
byggð að leggjast þar niður. Á
það bæði við um Aðalvík og
Langanes.
Vera má, að nokkrir íslenzkir
lögregluþjónar yrðu að annast
gæzlu á þessum stöðum til þess
að fullnægt yrði kröfum um
öryggi þeirra tækja, sem þar
eru. Kommúnistar og aftaníoss-
ar þeirra myndu að sjálfsögðu
kalia slíkt „stofnun íslenzks
hers.“ En hvaða maður með
nokkurnveginn óbrjálaða dóm-
greind myndi hlusta á slíkan
þvætting?
Kjarni þessa máls er sá, að
mjög æskilegt er að losna við
að þurfa að hafa erlent varn-
arlið á öllum landshornum.
íslendingar geta hæglega ann-
ast þessa öryggisþjónustu
þegar þeim hefur gefizt tóm
til þess að öðlast sérmenntun
til hennar. Það sannar reynsl-
an frá Reynisfjalli í Vík og
stjórn flugumferðar og veður-
þjónustu í þágu umferðar-
innar yfir norðanvert At-
lantshaf ekki hvað sízt.
Enda þótt við íslendingar höf-
um ekki her og hyggjumst ekki
koma honum á stofn megum við
ekki gera svo lítið úr sjálfum
okkur, að við viljum hvergi nærri
koma þegar um er að ræða ör-
yggisráðstafanir í þágu lands
okkar og þjóðar.
Radarstöðvarnar eru örygg-
istæki, sem við getum auð-
veldlega stjórnað. Og við eig-
um að gera það. Jafnhliða
losum við okkur við það ó-
hagræði, sem af þvi stafaði að
hafa erlendan her, enda þótt
hann yrði örfámennur, á öll-
um hornum lands okkar. Að
því ber að stefna, eins og gert
hefur verið, að stöðvar varn-
arliðsins verði á sem takmörk-
uðustu landssvæði. Það veld-
ur minnstri truflun af dvöl
hers í þessu fámenna þjóð-
félagi.
Uggvænlepr bllkur
ÞEGAR Indó-Kína styrjöldinni
lauk þóttust margir hafa him-
inn höndum tekið. Var talað um
að friður væri upp runninn um
heim allan.
En það leið ekki á löngu þar
til uppvænlegar fregnir fóru að
berast frá Asíu. Kínyerskir
kommúnistar skutu nú niður
brezka farþegaflugvél, sem átti
einskis ills von. Vakti sá atburð-
ur mikla athygli um heim allan
og sára gremju í Bretlandi.
Um síðustu helgi skutu rússn-
eskar orrustuflugvélar svo nið-
ur bandaríska sprengjuflugvél,
sem var á flugi tugi mílna utan
við landhelgi Síberíu. Nokkru
fyrr hafði kínverskum orustu-
flugvélum lent saman við banda-
rískar flugvélar, sem voru að
b j örgunarstör f um.
Af þessu virðist mega ráða að
kommúnistastjórnirnar í Peking
og Moskvu séu ekki sérstaklega
varfærnar eða áhugasamar um
varðveizlu friðarins í Asíu. Af
þeirra hálfu rekur hver ögrunin
aðra. Jafnvel friðsamar farþega-
flugvélar eru skotnar niður fyr-
irvaralaust. Þetta gerist í svip-
aðan mund og fjölmerin sendi-
nefnd brezka Verkamannaflokks
ins er í heimsókn hjá Mao-Tse-
Tung og félögum hans.
Loks virðist Pekingstjórnin
hafa ákveðið að hefja styrjöld
af fullum krafti gegn þjóðernis-
sinnastjórninni á Formosa.
f Asíu eru þess vegna ugg-
vænlegar blikur á lofti. Enn
sem fyrr eru það kommún-
istar, sem sitja á svikráðum
við heimsfriðinn.
FYRIR NOKKRU kom hing-
að til lands enski kvikmynda-
leikstjórinn John Boulting ásamt
George Willoghby kvikmynda-
framleiðanda, svo og kvikmynda-
tökumanni og listrænum leiðbein
anda. Er ferð þeirra gerð hingað
til lands til að athuga staðhætti
og aðstæður til kvikmyndunar
hér á kvikmynd sem þeir hafa í
undirbúningi.
MARGBREYTILEGT
LANDSLAG
Brezkt kvikmyndafélag, Wil-
loghby Film Co., hefur ákveðið
að hefja bráðlega töku kvik-
myndar sem í ráði er að gerð
verði hér á landi. Fóru þeir fé-
lagarnir m. a. til Mývatns s.l.
mánudag og skoðuðu sig um þar.
George Willoughby hefur komið
hingað áður og taldi að helzt
myndi koma til greina að kvik-
mynda þar. Fréttamaður Mbl.
spurði þá félaga hvernig þeim
hefði litist á staðhætti þar.
Ég tel mjög sennilegt að við
komum hingað til Islands að
I kvikmynda þessa mynd og að við
gerum það þá norður við Mý-
. vatn, sagði John Boulting. Ég hef
t aldrei komið á einn stað þar sem
I er eins margbreytilegt landslag
á jafn litlu svæði og litbrigðin
þar eru alveg einstök.
Þegar Boulting var spurður
hvert væri efni myndarinnar,
j sagðist hann ekki eiga hægt með
j að skýra frá efni hennar svona í
I stuttu mál. En aðaluppistaðan
væri sú, að 10 manns sem eru
stödd á eyðieyju halda, að þau
séu einu lifandi verurnar á jörð-
inni, vegna hrikalegra náttúru-
hamfara, í senn hryllilegar og
leyndardómsfullar (atómspreng-
ingar?) Mypdin fjallar svo um
viðbrögð fólksins gagnvart þess-
ari vitneskju.
GOÐ KVIKMYND
AÐALATRIÐIÐ
John Boulting er vel þekktur
kvikmyndaleikstjóri í Englandi
og hefur hann stjórnað töku
margra mynda s,em hlotið hafa
góða dóma, t. d. Brighton Rock.
Síðasta mynd hans er „Seagulls
over Sorrento“ en þeirri mynd
stjórnaði hann fyrir ameríska
kvikmyndafélagið Metro Gold-
wyn Meyer og leikur Gene Kelly,
sem er velþekktur hérlendis í
henni. Þegar farið var að ræða
um framtíð þrívíddarmynda og
annarra nýrra uppgötvana sagði
Boulting það álit sitt að ósenni-
legt væri að þær myndu hafa
nein teljandi áhrif á kvikmýnda-
iðnaðinn í náinni framtíð. Aðal-
atriðið væri að sagan sem kvik-
myndin væri byggð á væri góð
og vel sögð.
FALLEGT KVENFÓLK
OG TÆRT LOFT
Aðspurður um það hvað helzt
hefði vakið eftirtekt hans hér á
iandi, sagði hann það einkum
vera tvennt. Hið fyrra væri fólk-
ið og börnin. Hvergi sagðist hann
hafa séð jafnmikið af fallegu og
vel vöxnu kvenfólki á hverjum
ferþumlungi lands og á Islandi.
Einnig þætti sér karlmennirnir
glæsiiegir og börnin alveg ómót-
stæðileg. Hitt annað, sem hefði
vakið athygli sína sagði hann
vera það, hve loftið væri hreint
og tært og algjörlega laust við
mistur. Þessvegna sagðist hann
álíta að kvikmyndin sem í ráði
væri að taka hér myndi heppnast
alveg sérstaklega vel hvað tækni-
efnin snerti, en myndin verður
tekin á litfilmu. Hann sagðist iíka
vera alveg undrandi yfir því hve
allir íslendingar virtust vera vel
að sér í öllu því er snerti listir.
Allsstaðar hitti maður fólk, sem
rætt gæti um listir af ótrúlegri
þekkingu. f
ÞAKKA VEITTA AÐSTOÐ
Þeir félagar báðu um að þess
yrði sérstaklega getið að þeir
væru öllum þeim sem veitt hefðu
VeU andi ólrij^ar:
Ilver er þessi Gauguin?
IBRÉFI frá H. G. segir:
„Kæri Velvakandi.
Forvitnin rekur mig til að
skrifa þér í þeirri von, að þú getir
og viljir svala forvitni minni.
Svo er mál með vexti, að ég
fór til að skoða norsku listsýning-
una og sá þar málverk eftir ein-
hvern Paul Gauguin, alnafna
franska málarans. Hver er þessi
Paul Gauguin?, er þetta skírnar-
nafn hans? — er hann fæddur
Norðmaður? Ég hefi spurt marga
um hann en enginn hefir getað
frætt mig um hann. Vona ég að
þú getir frætt mig um þetta, Vel-
vakandi góður. — H. G.“
Sonur gamla Gauguins.
EG sótti minn fróðleik í Valtý
Pétursson: Paul Gauguin á
norsku sýningunni heitir reynd-
ar Paul René Gauguin, svo að
hann er ekki alnafni gamla
Gauguins hins franska snillings,
en hann er hvorki meira né
minna en sonur hans. Gauguin
hinn franski var eins og kunnugt
er giftur danskri konu og ólust
börn þeirra upp á Norðurlöndum
eftir að samvistum þeirra hjón-
anna lauk. Frúin hélt sér við sitt
danska föðurland, þar sem hins-
vegar Gauguin leitaði jafnan til
hinna sólríku suðurlanda. Gau-
guin hinn ungi, Paul René er
norskur ríkisborgari, búsettur í
Osló. Bróðir hans einn, sem feng-
izt hefir við höggmyndalist og
fleiri listgreinir — þykir ekki við
eina fjölina felldur, er búsettur
í Kaupmannahöfn.
Vitið þið?
TÚLLI skrifar:
„Vitið þið, hvað götustein-
arnir hérna í Reykjavík heita —
ég á við steinana á miðju gatn-
anna, sem settir hafa verið til ör-
yggis í umferðinni? Allir þið,
sem bílpróf hafið ættuð nú að
minnsta kosti að vita þetta —
eða hverskonar bílkennara höfð-
uð þið eiginlega? En svo að ég
sé nú ekki að draga neinn lengur
á þessu þá eru steinarnir kallað-
ir Erlingar. Erlingar! hví í ósköp-
unum Erlingar? spyr einhver
vafalaust. Af því að hann Erling-
ur yfirlögregluþjónn gekkst fyr-
ir því að þessir steinar væru sett-
ir þar sem þeir eru nú. Sumir
segja, að það sé Erlingi að kenna,
en ég vildi segja, að það sé hon-
um að þakka. — Túlli.“
Reykholtshver.
REYKHOLT heitir hamraholt
við Tungufljót, fagurt mjög,
fyrir neðan Torfastaði í Biskups-
tungum. í fyrndinni var þar hver
sem gaus hátt. Skólapiltar í Skál-
holti höfðu kindur til vetrar-
göngu í Reyholti, en svo bar við,
að hverinn spýtti sjóðheitu vatni
á einn sauðinn og drap hann.
Piltar reiddust við þetta og hrúg-
uðu stórgrýti ofan í hverinn, svo
að hann hætti að gjósa. Eftir jarð
skjálftana 1896 sá merki til ólgu,
þar sem hverinn hafði verið og
lét þá séra Magnús Helgason á
Torfastöðum taka upp úr honum
grjótið. Tók hVerinn þá að gjósa
og gaus allhátt. Seinna tók hann
að hægja á sér, en sumarið 1901
gaus hann að minnsta kosti 4—5
álnir.
John Boulting.
þeim aðstoð sína og greiðlega
veitt þeim alla þá fyrirgreiðslu,
sem hægt var, ákaflega þakklátir.
Sérstaklega sögðust þeir standa í
þakkarskuld við Jón Júlíusson,
en hann verður umboðsmaður
þeirra á íslandi við töku kvik-
myndarinnar. Luku þeir miklu
lofsorði á dugnað hans og áhuga
allan.
Hinir brezku kvikmyndamenn
fóru héðan s.l. fimmtudagsnótt
og sögðust fastlega gera ráð fyrir
því að koma hingað aftur. Væri
það mjög ánægjulegt ef svo yrði.
ht.
verða að lierða sig
KEFLAVÍK, 3. sept.: — Nú eru
aðeins örfáir dagar þar til nor-
rærxu sundkeppninni lýkur og
vantar enn mikið á, að sami ár-
angur náist hér og síðast. Aðeins
564 hafa synt 200 metrana, en
hér í Keflavík eiga um 1000
manns að geta tekið þátt í keppn-
inni. — I bæjakeppninni hafa
Akurnesingar yfirhöndina, — og
síðast þegar kunnugt var, höfðu
þeir 0,6 procent betur og mega
því Keflvíkingar enn herða sig.
Sundhallarstjóri kvað það
mjög vanta, að einsstök félög
hvettu félagsmenn sína til þátt-
töku í keppninni. Sagði hann að
konur úr Kvenfél. Sandgerðis
hefðu undanfarnar vikur mætt til
sundkennslu og væru flestar kon-
urnar úr félaginu búnar með 200
metrana. Þar af eru 22 konur,
sem áður voru ósyndar. Væri bet-
ur að fleiri félög stæðu sig með
slíkum sóma. •
Bænum hefur nú verið skipt
niður í bæjarhverfi og mega íbú-
arnir eiga von á umdæmisstjór-
um í heimsókn, en þeirra er að
sjá um að sem flestir taki þátt í
sundkeppninni. — Ingvar.
Góð afkotna í
Rauðasandshreppi
HVALLÁTRUM, 7. sept. —
Bændur hér eru nú farnir að
sinna haustverkum, Og búa sig
undir veturinn. svo sem að dytta
að skepnuhúsum og ganga frá
heyjum. — Heyskapur hefur ver-
ið góður hér, og nýting heyja
ágæt. — Veðurfar hefur verið
með bez'ta móti undanfarna
daga. Berjaspretta er þó fremur
lítíl, miðað við það sem áður
hefur verið, en er þó nokkur.
Afkoma fólks hér er yfirleitt góð,
og hau?lið þykir bændum byrja
vel, og vænta áframhaldandi
góðs tíðarfars. —Þórður.