Morgunblaðið - 18.09.1954, Síða 1

Morgunblaðið - 18.09.1954, Síða 1
I 16 síður ftl. irgaxkgnx. 213. tbl. — Laugardagur 18. september 1954 Prentsmiðja Mergunblaðsina. ■ Togarinn Sólborg landar á ísafirði glitrandi karfa af Jónsmiði, nýju karfanámunni, sem botnvörp- ungurinn Jón Þorláksson fann nýlega. Eflaust eru margar slíkar námur enn ófundnar. Afli togaranna á nýju miðunum hefur verið svo mikill að þeir hafa þurft að bíða meira en þrjá sólarhringa eftir löndun. A bls. 9 er grein eftir Arngrím Fr. Bjarnason, þar sem rætt er um nauðsyn þess að koma sem fyrst upp á ísafirði stórri hraðfrystistöð með þarfir togaraútgerðarinnar fyrir augum. ‘ (Ljósm. Árni Matthíasson). Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Páli Jónssyni. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Kaupmannahöfn. BLAÐIÐ Berlingske Aftenavis skýrði svo frá í dag, að danska ríkisstjórnin mun ekki gera frekari tilraunir til úrbóta á þeim gjaldeyrisvandræðum, sem ríkja í landinu, þangað til danska þingið kemnr saman 5. okt. á reglulegum þingfundi. Úraiiíomvinnsla aukin í Ásiralíu MELBOURNE, 17. sept.: — Menzies forsætisráðherra Ástralíu opnaði í dag nýja úraní- um-vinnslustöð, sem er í Norður- Ástralíu. Hún er í nágrenni hafn- arborgarinnar Darwin. Ætlunin er að selja framleiðsluna til Bret- lands og Bandaríkjanna. — Reuter. DRÁTTUR Á SAMKOMULAGI < Dráttur hefir orðið á að Rót- tæki flokkurinn styðji úrbóta- tillögur stjórnarinnar og eru lítil líkindi til að samkomulag náist með stjórninni og Róttækum, þar sem stjórnin vill ekki fallast á kröfu Róttækra um niðurskurð á útgjöldum til hernaðarþarfa. Þar að auki háfa Róttækir lát- ið í ljós vaxandi vantraust á þeirri efnahagsstefnu, sem stjórn- in hyggst taka á næstunni. KRAFA UM NÝJAR ÚRBÓTATILLÖGUR Aukaþingfundur hefir nú stað- ið yfir í viku án þess að nokkur árar.gur næðist. Hans Hedtoft, forsætisráðherra leitast við að draga gang málanna sem mest á langinn í von um einhverja björg, sem forðað geti stjórninni frá nýjum kosningum. En öngþveitið í gjaldeyrismál- unum krefst skjótra aðgerða og stjórnin neyðist til að bera fram nýjer tillögur til úrbóta eða gefa frá sér forustuna, segir blaðið ennfremur. JAFNADARMENN SJÁLFIR ÓÁNÆGÐIR Oánægjan yfir framtaksleysi. stjórnarinnar vex með öllum flokkum, einnig jafnaðarmanna- flokknum. Ýmsir flokksmenn jafnaðarmanna vilja, að Hansen utanríkisráðherra taki við for- sætisráðherrastöðunníi, ef jafn- aðarmenn eiga að sitja áfram að völdum. SYDNEY — Fimmtíu þúsund nýir landnemar, þar af um 20 þús. Bretar, hafa komið til Ástralíu til þess að setjast þar að, það sem af er árinu. TiIIaga um EvrópuSier undir stfórn Átlants bandalagsins -fV Þeir sem andsnúir eru hervæðingu Vesiur Þýzkalands leggja blessun sína yfir víghúnaðaræðið í A-Þýzkalandi. STRASSBORG, 17. sept. — Einkaskeyti frá Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ hóf í dag umræður um landvarnarmál Vestur Evrópu. Hefur verið borin fram tillaga um að hersveitir Evrópuþjóða verði sameinaðar í sameiginlegan her undir stjórn Atlantshafsbandalagsins. Er m. a. gert ráð fyrir því, að Bretar og Vestur Þjóðverjar verði þátttakendur í stofnun þessara raun- hæfu varnarsamtaka. ÞÖRF FYRIR SAMSTARF ÞJÓDVERJA Herbert Morrison, einn helzti foringi brezka verkamanna- flokksins hélt ræðu í þessu sam- bandi. Hann sagðist m. a. vera þeirrar skoðunar, að ef styrkja ætti varnir Vestur-Evrópu, þá mætti ekki ganga fram hjá Vest- ur Þjóðverjum. Án þeirra yrði lítið gagn í varnarsamtökunum. AUSTUR ÞJÓÐVERJAR HAFA VERIÐ VÍGBÚNIR Ilann sagði, að enn gætti nokkuð óvildar í garð Þjóð- verja og talað væri um að ekki mætti fá þeim vopn í hendur á ný En svo undar- Iega bregður við, að þeir sem eru mestir andstæðingar end- urvopnunar Vestur Þjóðverja leggja blessun sína yfir það, að Rússar hafa nú þegar og fyrir nokkrum árum fullkom- lega endurhervætt Austur Þjóðverja. Tító heimsækir Indland NÝJA DELHI, 17. sept.: — Til- kynnt hefur verið að Titó ein- ræðisherra Júgóslavíu muni heimsækja Indland og Burma um næstu áramót. Heimsóknin getur ekki orðið fyrr, vegna þess að Nehru forsætisráðherra Indlands heimsækir Kína 16. október n.k. Reuter. Dulles staddur í London: Alvarlegt að Evrópuherinn Varnarsnál ímpu í molum og nauðsyn skjólra aðgsrða LUNDÚNUM, 17. sept. — Einkaskeyti frá Reuter. ID A G áttu Eden utanríkisráðherra Breta og Dulles utanríkis* ráðherra Bandaríkjanna, viðræður um framtíð hervarna Evrópu. Eden mun m. a. hafa greint bandaríska ráðherranum nánar frá árangrinum, sem varð í hringferð hans um höfuðborgir Evrópu- landa. FRAMTAK EDENS VEKUR HRIFNINGU Þegar Dulles kom í morgun flugleiðis til Lundúna frá Bonn, skýrði hann svo frá að Bandarik- in væru hrifin af framtaki hins brezka utanríkisráðherra, er hann hefði frumkvæði um að reyna að sætta hin ólíku sjónarmið varð- andi hernaðarmálin. GRUNDVALLATRIÐI BRÁST Dulles sagðí að ástandið í varn armálum álfunnar væri nú mjög alvarlegt, já, alvarlegra, en margur hyggði. Það hefði Styðja ílollend- inga og Belga OSLO, 17. sept. — Halvard Lange utanríkisráðherra Norðmanna skýrði frá því að Norðurlöndin hefðu ákveðið að styðja kosningu Hollendingsins Van Kleffens, sem forseta allsherjarþings S.Þ. en enginn Evrópubúi hefur gegnt þeirri stöðu síðan 1946, þegar Spaak var kjörinn forseti. Þá sagði Lange, að Norðurlönd- in hefðu samstöðu um að kjósa Belgíu í Öryggisráðið í stað Dan- merkur. Fyrst var Svíum boðinn slíkur stuðningur hinna Norður- landanna, en þeir báðust undan verið grundvallaratriði í varn armálastefnu vestrænna ríkja, að komið yrði á fót Evrópu* her. Nú væri útséð um að Ev- rópuher kæmist ekki á og það væri nauðsynlegt fyrir velferð og öryggi Evrópuþjóða að finna einhverjar leiðir til þesa að varnarmálin fari ekki í mola. Rússar fljúga yfir Helsiiigíors HELSINGFORS, 17. sept.: — Hópur rússneskra þrýstilofts-her- flugvéla flaug yfir Helsingfors og hefur finnska utanríkisráðuneyt- ið sent mótmæli vegna þessa at- burðar. — NTB. Náttúrubarn KAMPALA — Erfiðastur viður- eignar af öllum sjúklingunum í sjúkrahúsinu í Kampala í Uganda í Suður-Ameríku, er Lunakol, maður af Karamajong-ættstofn- inum. Hann var fluttur í flugvél til sjúkrahússins eftir að hafa særzt mjög í viðureign við ljón. En Karamajong-ættstofninn not- ar ekki föt, og starfsliði sjúkra hússins hefir fram til þessa dags ekki tekizt að klæða Lunakol í nokkra spjör. Hann vill ekki einu sinni nota umbúðir. Tveir menn farasf \ spreng- inp í vopnaverksmiðju KARLSKOGA, 17. sept. — Reuter-NTB l V EIR verkamenn fórust og tíu særðust í sprengingu, sem varð síðastliðinn miðvikudag í verksmiðju, sem er hluti af í Svíþjóð. Verksmiðjan er ná- stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki lægt Karlskoga í Mið-Svíþjóð. TORFGARÐUR VARNAÐI MEIRA TJÓNI Mikill öryggisútbúnaður og torfgarður, sem umkringir bygg- ingarnar þar sem unnið er með sprengihættustu efnin, vörnuðu enn stórkostlegra slysi. Hexogen- sprengiefni olli sprengingunni og er það notað í tundurskeyti og annað slíkt. Þetta sprengiefni er helmingi kraftmeira en trotyl. RÚÐUR BROTNUÐU í KARLSKOGA Verksmiðjubyggingin jafnaðist alveg við jörðu. Múrsteinar, véla- hlutar og trébjálkar þeyttust í allar áttir, en mest af því hafnaði til allrar hamingju í á nokkurri, Aðrar verksmiðjubyggingar voru varðar af torfveggnum, en bær- inn Karlskoga slapp með nokkr- ar brotnar rúður. TVEIR FÓRUST Leyfilegt er að geyma 5000 kg af sprengiefni í byggingunni, sem sprengingin varð í, en ekki er vitað með vissu hversu miklar birgðir voru þar er slysið vildi til. Aðeins þrír menn máttu vinna þar í einu en tveir voru staddir þar. er slysið varð og fórust þeir báðir. Annar mann- anna fannst spölkorn frá bygg- ingunni og dó eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús. Hinn grófst undir rústunum og var látinn er til náðist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.