Morgunblaðið - 18.09.1954, Page 11

Morgunblaðið - 18.09.1954, Page 11
Laugardagur 18. sept. 1954 MORGVWBLAÐIB Kjarfan Kelgason íiivegsbóndi (rá Mosbúsiim NÝLÁTINN er á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund, Kjart- an Helgason frá Moshúsum á Miðnesi, og fór útför hans fram að Hvalsnesi 7. þessa mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Kjartan Helgason var fæddur að Moshúsum 28. október 1877. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir frá Gröf í Hruna- mannahreppi og Helgi Eyjóifsson frá Þingborg í Flóa. Kjartan ólst upp hjá foreldrum sínum í Mos- húsum, en kvæntist síðar Guð- ríði Oddsdóttur frá Háholti í Gnúpverjahrepþi. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Mos- húsum eða þar til Guðríður lézt árið 1947, en þá hætti Kjartan búskap og fluttist til Reykjavík- ur. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi, en þau eru: Guðrún og Soffía, sem báðar starfa hér í Reykjavík, og Helgi skipstjóri. Auk þess ólu þau hjópin upp stúlku, Öldu að nafni, sem þau tóku rojög ungal Ennfremur dvöldust hjá þeim á sumrum börn skyldmenna þeirra úr Reykjavík. Eins og flestir búendur á Suð- urnesjum stundaði Kjartan út- gerð jafnframt búskapnum. I þrjá áratugi var hann formaður á opnum skipum og var því jafn- an við brugðið-hversu honum fór það vel úr héndi. Hann var bæði aflasæll og heppinn formaður alla tíð. Þeir, sem til þekkja þar syðra vita, að ekki var heighim hent að sigla fleyi sínu heilu í höfn á þeim árum, er flest skorti til öryggis og þæginda miðað við 1 það, sem nú er. Eru þeir orðnir margir, sem notið hafa tilsagnar hans og forystu á sjónum eftir f öll þessi ár, og minnst hans með þakklæti. Kjartan var duglegur hvort sem var á sjó eða landi og ósérhlífinn. Þeir, sem þekktu Kjartan, minnast þess hve glað- lyndur hann var; hann sá jafnan hina bjartari hlið lífsins fyrir sér, og stytti mörgum stundir með kímnigáfu sinni og bjart- sýni. Hann var maður hispurs- laus í framkomu og kom ævin- lega til dyranna eins og hann var klæddur. Af þessum ástæðum m. a. varð Kjartan vinsæll mað- "tir og átti sér enga óvildarmenn. Gestrisni hans var mikil, og nutu margir góðs á heimili þeirra hjóna. Sömuleiðis minnast börn- in öll, sem voru á heimili þeirra og nágrannabörnin, sem voru heimagangar þar, allra gæða og góðs viðmóts, er þeim var sýnd. þar, og er ég einn í þeirra hópi. Með Kjartani Helgasyni er fallinn í valinn einn þeirra Suð- urnesjamanna, sem fast sóttu sjóinn, og sýndu óbilandi þraut- seigju og dugnað við öflun lífs- viðurværis fyrir sig og sína, við hin erfiðustu skilyrði. Ástvinir hans og samferða- menn Jcveðja hann með söknuði, en eftir lifir minning um mætan mann, sem seint fyrnist. G. R. M. A BEZT AÐ AVGLfSA X 1 MORGVISBLAÐIN V 11 I |Jón Helwason íiiaðnr í llöfn JÓN HELGASON, stórkaupmað- | ur í Kaupmannahöfn, varð 70 ára þann 11. september s. 1. Það mun óhætt mega telja Jón meðal hinna þekktustu íslendinga í Danmörku um nokkurra ára skeið, þar sem hann hefur búið í Kaupmannahcfn síðan 1920 eða full 34 ár. Jón Helgason var einn meðal hinna vösku ungu manna er ásamt Jóhannesi Jósefssyni um tvitugsaldur á fyrsta tug þessarar aldar fóru að heiman og ferðuð- ust til ýmsra höfuðborga í Evrópu og annarra stórra bæja til að sýna þaf listir sínar, glím- ur, aflraunir o. s. frv. Þessum ungu mönnum var allsstaðar tek- ið með dálæti og stórri hrifningu hvar sem þeir komu. Einkum vakti Jón athygli vegna vaxtar og gjörfuleika. samfara afli, mjúkum hreyfingum og snarræði þar sem hann sýndi listir sínar á leiðsviðinu — Jón stundaði nám við hinn nafnkunna „Ollerup Gymnastik- og Idrætshojskole“ undir forustu Niels Buck og var að því loknu fær í flestan sjó, enda kom honum vel að notum síðar. Eftir að hann í tvö ár hafði sýnt listir sínar í ýmsum lönd- um, búsetti hann sig árið 1910 í þáverandi St. Pétursborg (nú Leningrad) og var strax ráðinn kennari í'leikfimi og sundi við keisaralega herforingjaskólann þar í borginni. Jafnframt fékk hann ábyrgðarmikið og vellaun- að starf við „Russian and English Bank“ og leysti hið vandasama starf sitt, — sem kennari við herforingjaskólann og embættis- maður við bankann — af hendi með mesta sóma. Árin hðu, heimsstyrjöldin skall á og stjórnarbyltingin í Rúss- landi 1917—18, bréytti gjörsam- lega öllu viðhorfi. Hinir nýju valdhafar sviftu embættismenn keisarastjórnarinnar embætti og þar á meðal Jón og eftir 10 ára dvol í Rússlandi 1920 flutti hann til Kaupmannahafnar, án þess að geta tekið með sér nokkuð af eignum sinum eða fjármunum, þar sem hann hefur nú búið í full 34 ár. Mapús Ksr! Lindal Þorsteinsson F. 28. 6. 1923. — D. 5. 9. 1954. Kveðja frá ástvinum. Lag: Sælir þeir, er sárt til finna. Dauðans þegar klukkur kallar, klökkna tekur vina lund, ljúft er vin og óskir allar öruggt fela Guðs í mund. Ljósið Drottins Ijómar, glæðir, lyftir hjörtum Guðs á fund. Sorgar djúpu sárin græðir sonur Guðs á rauna stund. Vonir, þegar, blíðar bresta, burtu kallast ástvin kær; athvarfið er eina bezta, öruggt skjólið trúin ljær. w Unnustan og börnin bæði beztu þakkir látnum tjá. Nú, þó hjartabenjar blæði, bregst ei huggun Drottni hjá. En Jón var ekki af baki dott- inn, þótt hann hefði tvær hendur tómar. Hann hafði óbilandi vilja- kraft og þrek á við tvo meðal- menn eða fleiri. Hann gjörðist bílstjóri, tók að sér vörur í um- boðssölu, kenndi leikfimi o. s. frv., engin stund varð honum j til ónýtis og reglusemin var ! framúrskarandi og sparsemin að sama skapi. Það voru ekki liðin meira en tvö eða þrjú ár, þar til menn sögðu sín á milli að Jón væri orðinn velefnaður maður er gott væri að leyta til um hjálp ef í nauðirnar ræki, og veit sá er þetta ritar að það var satt og margir landar áttu þar hjálpar- hellu þar sem Jón var. í meira en 20 ár hefur Jón rekið um- fangsmikla verzlun með íslenzk- ar afurðir, haft stóra vinnustofu með faglærðu fólki við niður- lagningu af allskonar tegundum af síld, niðursuðu og ýmiskonar matvörutegundum o. s. frv. Hið opinbera vörumerki á afurðum hans, á niðurlögðum og niður- soðnum vörum hefur verið „Vinco“ og sem náð hefur mikilli útbreiðslu, ekki aðeins í Kaup- mannahöfn heldur og víðar í Dan mörku. Af opinberri starfsemi Jóns er mér aðeins kunnugt um að í nokkur ár hefur hann verið í stjórn íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, verið formað- ur í róðrafélagi íslendinga þar og nú síðast stofnandi og for- maður deildarinnar Gefinn nr. 200 í Kaupmannahöfn, sem er deild í Slysavarnafélagi íslands. Heimili þeirra hjóna, frú Kristínar og Jóns er hið glæsi- legasta og alkunnugt fyrir gest- risni og höfðingskap. Það munu margir verða til að óska Jóni og þeim hjónum til hamingju í tilefni af afmælinu. Th. Kveðju amman kæra sendir, kærleiks þakkar hverja stund. Trúaraugum bljúgum bendir beint til Haris, er læknar und. í huga nú við kveðjum klökkum kæran vin í hinzta sinn. Ást og tryggð við þína þökkum. Það er kærust minningin. Ó. Á. Óvænt heimsókn. LONDON — Tveir apar sluppu nýlega úr New Brighton dýra- garðinum og fundust eftir langa mæðu undir rúmi hjá gamalli piparmey við Grosvenor Drive. Stukku aparnir út um gluggann er gamla konan tók að búa um sig. Mesti dulmagni vorra tíma Nú er síðasta tækifærið að sja hinn heimsfræga dulmagna FRlSENETTE [ Sýning í Austurbæjarbíói í kvöid kl, 11.15 ■ Aðgöngumiðar í ísafold, Austurstræti, Drangey, Lauga- ■ vegi 58 og Austurbæjarbíói eftir kl. 1 í dag. AtK. NÝ SKEMMTIÁTRIÐI. Notið þetta síðasta tækifæri. Styrkið göfugt og gott málefni. Reykjavíkurdeild A.A. Hinn h'einrsfrægi 'j£ lf| fjöllistarmaður írisenette heldur 031*113- skemmftun • - SSlSISaB í Ansturbæjarbíói á morgun, sunnudag, mjk: kl. 1,30 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíó frá kl. 1 í dag. Reykjavíkurdeild A.A. LISTSÝMINGIW i H :i 3 í Listasafni ríkisins er opin daglega frá : klukkan 1—10. — Aðgangur ókeypis. » NÆST SÍÐASTI DAGUR I Sendkveinn óskast : í ! Garðar Gíslason h.f. \ : Hverfisgötu 4 : ............................................. ................••■■■....................... l) S A 5 3 . ■ " . m gerhreinsar gólfteppi og bólstruð húsgögn. j Z 2 ■ ' — : Eyðir hvaða blettum sem er, : : -3 ....................... ......•■■aiuflmj#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.