Morgunblaðið - 19.09.1954, Blaðsíða 7
[ Sunnudagur 49. sept 1954
StORGVNBLAÐlÐ
7
Kristján Albertsson:
» h ak:' i» tl II41 'I ^ • B
Islenzk kna og rossnesk
ÞJÓÐVILJINN birtir ávarp frá
40 körlum og konum, þar j
eem skorað er á alþjóð manna að
styðja kröfuna um brottför alls'
herafla af íslandi. Undir ávarpið j
skrifa ýmsir, sem ekki telja sig
flokksmenn blaðsins, en engum'
getur dulist undan hverra rifj-
um ávarpið er runnið. Jafnframt
er boðuð almenn undirskrifta-
söfnun undir kröfu um uppsögn
herverndarsamningsins og brott-
för setuliðs, svo fljótt sem ákvæði
samningsins leyfa.
Loks er alveg „sérstaklega tek-
ið fram“, að farið verði með
nöfn undirskrifenda „sem trún-
aðarmál“.
Það verður að teljast í meira
lagi furðulegt um suma þá, er að j
þessari undirskriftaherferð,
standa, að þeir skuli hafa tekið
í mál að svona væri um hnútana
búið. Hverjir eiga á sínum tíma
að telja og gefa upp, hve margar
undirskriftir hafi fengist? Hverj-
ir eiga að fá aðgang að hinum
undirskrifuðu kröfuskjölum?
Vafalaust örfáir menn. Annars
væru nöfnin ekki lengur trún-j
aðarmál. Hveriir eiga að safna'
undirskriftum — og undir hvaða
eftirliti? Hvernig á að tryggja,'
að ekki verði fölsuð nöfn undir j
skjölin? Hvernig getur nokkur
maður vitað, hvort nafn hans
hafi verið sett undir skjalið, úr
því að fara á með nöfnin eins og
mannsmorð?
íslenzkur listamaður í París
sagði frá því, að þegar hann und-
irskrifaði svonefnt Stokkhólms-
ávarp um friðarmálin, hafi hann
verið spurður um hvort hann
gæti ekki bætt við fleiri nöfnum
íslenzkra manna, sem væru „á-
reiðanlega sammála ávarpinu“.
Aldrei verður hrekklaust fólk
nógsamlega við því varað, að
hætta sér út í pólitíska samvinnu
við kommúrrsta. Nafnleyndin
tryggir ötulum undirskriftasmöl-
um ótakmarkaða möguleika.
Hvað er því til fyrirstöðu að
nöfn 99 af hverjum 100 kjós-
endum verði sett undir kröfu-
skjölin? 99 af hundraði er ekki
talinn nema eðlilegur og sjálf-
sagður meiri hluti í Rússlandi.
En þó að þeim meiri hluta,
sem kröfuávarpið verður talið að
hafa fengið, á sínum tíma, verði
stillt í hóf, og hann miðaður við
íslenzkar uðstæður, þá mætti
segja mér að áður en lyki renni
tvær grímur á einhvern þeirra
manna, sem í bestu meiningu hafa
léð nafn sitt til framdráttar þess-
ari síðustu kommúnistísku áróð-
ursbrellu.
2.
Ekki er að efa að mörgum af
ávarpsmönnum gengur gott eitt
til. Þeir eru að hugsa um þá
margvíslegu hættu, sem æfin-
lega er samfara erlendri hersetu.
Engum getur blandast hugur
um þá hættu. Allir hljóta að
telja æskilegt, að herinn hverfi
á brott svo fljótt sem öryggi
landsins leyfir En hvenær verð-
ur það? Allir vita að á síðustu
árum spyr maður mann, um
gervallan hnöttinn — verður nýtt
heimsstríð eða ekki?
íslenzka línan er hverju barni
auðskilin. Við erum fámenn þjóð
í stóru landi, sem við getum ekki
varið af eigin vammleik. Ef hins
vegar enginn her er fyrir í land-
inu, og á skeliur ný heimsstyrj-
öld, þá hefst sama dag kapp-
hlaup um hvert af stórveldun-
um verði fyrst til að ná landinu
á vald sitt. Og við viljum ekki
láta skeika að sköpuðu um, hvort
það verði Vestt.rveldin eða Sovét
Rússland. Við viljum ekki eiga
á hættu.að það verði Sovét-Rúss-
land. Við .viljum færa mikiar
eða öllu heldur nálega hverja
fórnir sem er til þess að ekki
fari fyrir okkur eins Og fór fyrir
Estlandi, Lettlandi og Lithauga- ’ anlega ekki annað en einskonar
landi. Óþægindin af hinni er- j skáldaleyfi. Það er líkt og að
lendu hersetu vinveittrar þjóðar, snúa faðirvorinu upp á sjálfan ,
sem allt vill til þess gera, að köiska, að telja Rússa með höfuð
þessi óþægindi verði sem minnst,1 fulltrúum þess lýðræðis, sem
verða að smæstu smámunum einkennir stjórnarhætti Breta,
þegar þeir eru hugleiddir í sömu
andránni og sá möguleiki, að far-
ið verði með ísland eins og farið
var með baltnesku löndin.
Rússneska línan er allt önnur,
en líka auðskilin. ísland á að
Frakka og Islendinga). Eins og
öll greinin ber með sér, er það .
fyrst og fremst Bretland sem'
skáldið hefur í huga þegar hann
talar um hverjir séu eðlilegir
verndarar íslands og íslenzks
vera varnarlaust. Algerlega varn iýðræðis. Á okkar flögúm er
arlaust. Að minnsta kosti þangað , ekkert eðlilegra en Bandaríkjun-
til Sóvét-ríkin geta tekið að sér ] um sé bætt við.
varnir landsins.
Þessi er vafalaust líka lína
þess flokks á íslandi, sem kallar
sig sósíalistaflokk, en í daglegu
tali er kallaður kommúnista-
flokkur, af því að leiðtogar hans
eru hinir sömu og áður voru
foringjar íslenzka kommúnista
4.
Það sem kommúnistar hatast
við, er ekki í sjálfu sér það, að
hér er erlendur her, heldur hitt
1 — að hann er ekki rússneskur.
Þeir myndu viija gera allt fyrir
flokksins, og af því að Þjóðvilj- i Rússa> ef Þeir væru Þess meSn-
inn hefur nákvæmlega sömu
sjónarmið, í smáu sem stóru, og
kommúnistablöð útlandsins.
Allir kommúnistar norska stór-
þingsins greiddu á sínum tíma
atkvæði með því að Sóvét-ríkin
fengju herstöðvar á norskri jörð.
Það er engin ástæða til þess að
ætla að íslenzkir kommúnistar
myndu taka aðra afstöðu til
rússneskrar óskar um herstöðv-
ar á íslandi.
3.
ugir. Gefa þeim einn og einn
skika af landinu, ef þeir óskuðu
þess. Ef Rússar segðu að þeim
væri nauðsynlegt að fá t. d.
Reykjanesskaga, af öryggisástæð-
um, vegna þess að þaðan mætti
á stríðstímum gera árásir á Rúss-
land — þá myndu þeir segja að
þeim væri það guðvelkomið —
þessi skagi væri okkur hreint
hégómamál. Hvernig gætum við
íslendingar, aðeins 150 þúsundir
ætlað landi okkar það hlutverk
að verða að stökkpalli, þaðan
sem hægt væri að ráðast á 200
milljóna þjóð?
Við sjáum þetta meðal annars
á skrifum þeirra um kröfur
Rússa á hendur Finnum í stríðs-
Sóvétríkjunum hefur tekist að
gera allar smáþjóðir hræddar við
sig, þær sem ekki búa því lengra
frá útjöðrum kommúnistaheims-
ins. Eða halda menn að t. d.
Svíar, Norðmenn, Danir, Hollend byrjun 1939.
ingar og Belgir myndu rýja sigj pag er freistandi að halda
inn að skinninu til að efla her- j áfram að vitna í Laxness, hann
varnir sínar — bara að gamni' er svo afdráttarlaus, svo skýr og
sínu? Eða lítil, friðsöm þjóð, j skemmtilegur, þegar hann skrif-
eins og íslendingar, gera samn- J ar um heimsmálin. Nú er hann
inga um setu erlends hers í landi, ag vísu ekki kommúnisti, held-
sínu, ef ekki stæði svo á í heim- ur vlnstri-sósíalisti, en hinsveg-
inum, að ekkert vit væri í að ar hefur hann náin kynni af
hafa landið varnarlaust? | skoðunum kommúnista á þessum
Öllum þessum þjóðum væri málum, flytur þær í blaði þeirra,
öðru vísi innanbrjósts ef Moskva- J en(ja verig 4 framboðslistum
valdið hefði ekki þurkað út sjálf- þeirra á síðustu áratugum.
stæði baltnesku ríkjanna, skorið f Vettvangi dagsins
er grein
sér ríflega sneið_ af öllum hinum eftir hann frá 1941 þar sem hann
nabuarikjunum 1 Eyropu, og srð-|ræðjr
um, hve kröfur Rússa á
an sett upp leppstjomir 1 þvi (hendur Finnum hafi verið sak_
sem eftir var af þessum ríkjum.
Það er ekki hægt að gera hvort
lausar og meinlausar: „Hinar
, , . upprunalegu kröfur Ráðstjórnar-
tveggja, beita ofbeldi og kugun lýðve]danna á hendur Finnlandi
nefnd Sa^inorrænu
sundkeppninnar
NU þegar keppninni er lokið vill
nefndin þakka þátttökuna, sem
er Islandi til sóma hvort sem um
veiður að ræða sigur eða ekki.
Nefndin þakkar öllum sund-
nefndum og trúnaðarmönnum
fyrir ánægjulegt samstarf og
starfsíólki sundstaða þakkar
nefndin fórnfýsi og ötulleika.
Þá vill nefndin þakka blöðum
og útavrpi virka aðstoð svo og
öllum þeim, sem lögðu keppn-
inni lið.
Þátttakendur, sem eigi gátu
fengið merki að lokinni þátttöku,
en vilja eignast merki, snúi sér
til starfsfólks sundstaðar og
leggi þar fram beiðni sína.
Hinn 1. nóv. kl. 12 á hádegi
tilkynna Norðurlöndin hvert
öðru árangur keppninnar.
Síðdegis þann sama dag mun
framkvæmdanefndin birta ár-
angur hverrar sýslu og kaup-
staðar, svo- og hvcr árangur
keppninnar varð hjá öllum þátt-
tökuþjóðunum.
Hafi sundnefndir óskir fram að
færa um úrvinnslu nafnaskránna
eru þær beðnar að koma þeim
óskum á framfæri við fram,-
kvæmdanefndina sem fyrst.
í framkvæmdanefnd
Sámnorrænu sundkeppninnar,
Erlingur Pálsson,
Þorgeir Sveinbjarnarson,
Þorsteinn Einarsson.
við allar nálægar smáþjóðir, og
vinna jafnframt traust og virð-
ingu þeirra, sem ekki náðist til
í bili.
Slíkt væri þeim mun vonlaus-
ara, sem þjóðir vestursins hafa
rótgróinn ímugust á stjórnar-
háttum Moskva-valdsins. Þær til-
heyra allar lýðræðisblökkinni,
lofa guð fyrir að búa ekki á
| áhrifasvæði Sóvétríkjanna, og
I líta á þjóðir eins og Breta og
Bandaríkjamenn sem sína eðli-
legu verndara.
Þetta skilur enginn betur en
t. d. Halldór Kiljan Laxness,
einn af hinum 40 undirritend-
! um ofangreinds ávarps — þegar
hann vill skilja það.
Við þurfum ekki annað en að
fletta upp í bók skáldsins Vett-
vangi dagsins og lesa þar grein
um sambandsmálið frá 1939.
Laxness fer ekki dult með það,
að hann sé hlyntur áframhaldi
sambandsins við Dani — en þó
þykir honum miður að þeir hafi
gert öryggissamning við Hitler.
Með þessum samningi hafi Dan-
mörk „skipað sér í andbrezka
afstöðu” — og slikt sé afleitt.
þurftu því ekki að koma neinum
1 á óvænt, en þær voru sem kunn-
1 ugt er á þá leið, að landamærin
I á Kirjálaeiði yrðu færð til vést-
i urs um nokkra kílómetra. .. .“
| Dálítið meira var reyndar farið
fram á: „Með svipuðum rökum
! kröfðust Ráðstjórnarríkin þess,
að mega kaupa Hangöskagann á
leigu og gera hann að flotastöð
og setuliðs,“ (það var nú allt og
sumt, sem farið var fram á) „en
þessi skagi, sem er Finnlandi hé-
gómamál, er Ráðstjórnarríkjun-
um slíkt höfuðatriði á stríðsárum,
að ef fjandsamlegur aðili setur
þar her á land, eins og Þjóðverj-
ar gerðu 1918, hefur hann að-
stöðu til að loka Leningrad-
höfno. s. frv. Ætli Rússum
yrði skotaskuld úr þvi að sann-
færa íslenzka kommúnista um
að fjandsamlegur aðili gæti orð-
ið þeim þungur í skauti frá
Reykjanesskaga?
Hvað segir svo Laxness um
rétt smáþjóðanna til þess að
ráða sjálfar landi sínu, ef það
ríður í bága við hagsmuni stór-
veldis? „Það er nokkuð völt að-
Við verðum þvi að gera það að. staða að vera land með hálfa
skilyrði fyrir áframhaldandi | fjórðu milljón íbúa og hafa það
samstarfi, að danska stjórnin j hlutverk að vera stökkpallur,
fjarlægist „utanríkispólitík j þaðan sem voldugir féndaherir
möndulríkjanna, sem er beint
gegn okkar t eðlilega verdara,
: Bretlandi, og samhæfi stjórnar-
j stefnu sína norrænum. hagsmun-
! um og lýðræðisblökkinni, sem á
hÖfuðfulltrúa sina í Bretum,
j Frökkum og Rússurn”. (Að nefna
' Rússa, í .þes'su , ^ambanúi er vit-
geta komið tvö hundruð milljóna
þjóð í opna skjöldu hvenær sem
er.“ Og ennfremur: ..Hvers vegna
vildi Finnland ekki semja við
bróðurþjóð sína og vinþjóð um
þá hluti, sem hinu stærra ríki
voru ómissandi til öryggis, en
Frh. é ruesff* dálki.
arciano sign.
NEW YORK, 18. sept. — í dag
fór fram hnefaleikakeppni í
þungavigt milli Rocky Marciano
og Ezzard Charles. Lauk henni
með sigri Marcianos í 8. lotu.
•—Reuter.
„skertu í engu ríkisheild” hins
minna (eins og Cajander komst
að orði um kröfur ráðstjórnar-
innar í fyrstu), enda meira boðið
á móti en hvað krafist var? Voru
vaídhafa Finnlands ekki með
fullu viti?“
Og Laxness vitnar i annan
vinstri-sósialista, Bernard Shaw,
sem átti það til að vera kaldrifj-
aður (og meðal annars hafði lagt
blessun sína yfir árás Mússólínis
á Ethíópíu): „Rússland er að
hugsa um öryggi sín sjálfs, og
það var mjög bjánalegt af Finn-
landi að taka ekki boði Rúss-
lands um skipti á landssvabð-
um....“ Úrfellingarmerkin sýna
að setningin er lengri hjá Shaw,
sennilega eitthvað um hve mein-
laust sé að lána einn hégómlegan
skaga undir flotastöð og setulið,
en þó kannske tekið dýpra í ár-
inni, en Laxness kærir sig um.
Engum gæti dottið í hug að
halda því fram, að Laxness og
Shaw hafi verið skilningsbetri á
rússneskar þarfir en íslenzki
kommúnistaflokkurinn myndi
reynast. Þeim flokki myndi æv-
inlega þykja mjög bjánalegt, að
' ætla að neita milljóna-stórveldi
um skekla og skaga — ef stórveld
ið væri Rússland.
Þess vegna verður allur söngur
þessara herra um fullveldis-
skerðingu, landsölu og landráð í
sambandi við Reykjancsskaga að
býsna andstyggilegu hjáróma
gauli í eyrum okkar hinna. Þeir
kunna að elska fsland, margir
hverjir, á sinn hátt. En það er
alveg víst, að þeir elska komm-
únismann meira. Og myndu hve-
nær sem er, af ofstæki og
þrjósku, verða reiðubúnir að
stofna framtíð íslenzkrar þjóðar
í hættu, vegna kommúnismans
— ef ekki vitandi vits, þá af póli-
tiskum ofsa, og pólitiskri ein-
feldni.
Kr5§tján A’beríspn.
— ísafold 80 ára
Framh. af bls. 2
Fyrstu húsakynni ísafoldar-
prentsmiðju voru í svokölluðu
„Doktorshúsi" við Ránargötu 13.
En þaðan flutti hún í Lækjar-
götu 10 og var þar aðeins stutt-
an tíma.
Þaðan er svo talið að hún hafi
flutt í gamla barnaskólahúsio,
þar sem nú er lögreglustöðin. Oíf
enn flutti hún í Bankastræti 3,
þar sem nú er Herbertsprent, en.
Landsbankinn var einnig til hús i
þar um skeið.
Loks eignaðist ísafoldarprent-
smiðja og þar með ísafold varan-
legan samastað. Árið 1886 byggir
Björn Jónsson nýtt hús við Aust-
urstræti 8. Þangað flutti prent-
smiðjan í júlilok það ár. Kom
fyrsta blað ísafoldar þar út 29.
júlí. Var hún síðan prentuð i
ísafoldarprentsmiðju þar til áriA
1948 er Morgunblaðið eignaðist
eigin prentsmiðju. Framkvæmda-
stjóri hennar er Sigfús Jónsson.
En húsakynnin voru hin sömu.
ÍSAFOLD GERÐI GARÐINN
FRÆGAN
Þennan garð átti ísafold eftir
að gera frægan. Þar varð héimili
tveggja ritstjóra hennar, feðg-
anna Björns Jónssonar og Ólafs
Björnssonar. Þar bjó einn fyrir-
ferðamesti og vígreifasti stjórn-
málamaður og blaðamaður þjóð-
arinnar um langt skeið. Þar var
æskuheimili Sveins Björnssonar,
fyrsta forseta lýðveldis á íslandi
og þar stofnuðu Ólafur Björns-
son og Vilhjálmur Finsen Morg-
unblaðið. í stofum og svefnher-
bergjum Björns Jónssonar og
fjölskyldu hans eru enn í dag1
ritstjórnarskrifstofur ísafoldar
og Morgunblaðsins.
Þetta hús, sem nú er orðið nær
sjötíu ára gamalt, er að sjálf-
sögðu orðið alltof þröngt og ger-
samlega ófullnægjandi fyrir þá
starfsemi, sem þar er rekin. En.
það var byggt af stórhug og inn-
an veggja þess gerðist merkileg
saga, sem hafði, og hefur enn,
fjölþætt áhrif í íslenzku þjóð-
lífi.
STEFNA ÍSAFOLDAR
FYUR OG NÚ
ísafold var stofnuð sem póli-
tískt baráttutæki og fréttablað.
Því hlutverki gegnir hún enn
þann dag í dag. Aðstaða hennar
breyttist að vísu mjög eftir að
hún varð vikuútgáfa af Morgun-
blaðinu og fyrst og fremst ætluð
strjálbýlinu, sem Morgunblaðið
náði þá lítt til. Efni hennar hefur
síðan að mestu verið prentað upp
úr Morgunblaðinu.
Stefna ísafoldar er í dag hin
, sama og fyrir áttatíu árum,
er hún hóf göngu sína. Hún
berzt fyrir frelsi og öryggi ís-
lands og þjöðar þess, verkleg-
um nmbótum og efnahagslegu
sjálfstæði landsmanna. ísafold
mun aldrei láta það merki
falla, sem reist var af stórhug
og víðsýni eins hins mikilhæf-
asta blaðamanns, sem íslcnzk
þjóð hefur átt.
ísafold og Morgunblaðiff
þakka hinum fjölmörgu, sem
starfað hafa við blöðin, í prent
smvðjum, í ritstjórn og við
önnur störf í þágu þeirra. Þau
þakka þjóðinni traust og hlý-
hug um leið og þau árna ís-
landi og börnum þess farsæld-
ar á komandi iíð.
_____________________S. Bj.
SALISBURY — Ókunnur Afrík-
ani varð skjótur til, þegar einka-
bifreið, er stóð í halla í Salisbury
í Rhodesiu, tók að renna undan
hallanum, meðan eigandinn var
inni í verzlun nokkurri. Afríkan-
inn hætti lífi sinu, með því að
hoppa upp í bifreiðina og stöðva
hana. Sjó'narvottar sögðu eiganda
bifreiðarinnar, að Afríkarinn
hefði afstýrt meiri háttar slysi.
Þegar eigandinn heyrði þetta
varð hann svo glaður við, að
! hann stakk pening að hinum
' skjótráða manni. Launin voru
tíeyringur.