Morgunblaðið - 19.09.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. sept. 1954 g I *■ É » ff | 3 oy 5 tonna vörubifreiðsr LEYFISHAFAR: Kynnið yður hinar margvíslegu endurbætur, sem orðið hafa á vörubifreiðum framleiddum af hinum heimsþekktu Austin-bifreiðaverksmiðjum. ÚTSÖLUVERÐ: 3 tonna kr. 38.000,00. 5 tonna kr. 48.000,00. 5 tonna með tvöföldu drifi kr. 53.300,00. 5 tonna með dieselvél kr. 62.500,00. Garðar Gíslason h.f., LITARBÖND í flestar tegundir skrifstofuvéla Sendum gegn póstkröfu SKRIFSTOFUVÉLAR OFFICE EQUIPMENT Laugaveg 11 — Sími 81380 HUSMJmHII! Aldrei e» eins mikil börf fyrir góða hrærivél eins og einmitt á haustin. English Electric Hrærivélin hefir undanfarinn áratug veitt þús- undum húsmæðra ómietanlega aðstoð við heimilisstörfin. Kostar aðeins kr. 1069,00 hjá okkur. ORKJ91P Kristinn Sveinsson húsgagnabéfsfrari 70 ára LAUGAVEG 166. Á MORGUN, mánudaginn 20/9., verður Kristinn Sveinsson, hús- gagnabólstrari, 70 ára. Heimili hans er á Vesturgötu 26 C. — Kristinn er fæddur 20. 9. 1884 í Neðridal í Biskupstungum; faðir hans var Sveinn Jónsson frá Drumboddsstöðum, móðir hans var Guðrún Egilsdóttir frá Múla, Biskupstungum. Árið 1901 fluttist Kristinn hing að til Reykjavíkur til að nema söðlasmíði hjá Þorgrími Jóns- syni í Laugarnesi og útskrifaðist sem sveinn í þeirri iðn árið 1904. Það sama ár kom hingað til landsins á vegum Jónatans Þor- steinssonar danskur bólstrara sveinn, Axel Meinholt. Réðist Kristinn þá þegar í nám hjá hon um og varð þar með fyrstur ís lendinga til að nema þá iðn, lauk hann því námi árið 1908 og vann sem sveinn hjá Jónatan til ársins 1912, er hann stofnaði sína eigin vinnustofu í Bankastræti 7. Var það umfangsmesta verzlunar- og vinnustofa sinnar teg- undar í mörg ár. Kenndi hann þar tíu mönnum, sem allir vinna að iðninni. 22. janúar 1928 stofnaði Krist- inn ásamt 11 öðrum bólstrurum Meistarafélag húsgagnabólstrara. Var hann kosinn fyrsti formaður þess og alltaf endurkjörinn til árs ins 1940, en þá baðst hann undan endurkjöri. Tvíkvæntur er Kristinn. Með fyrri konu sinni eignaðist hann þrjá syni, en með seinni konu sinni, frú Soffíu Ólafsdóttur. son og dóttir. Fyrir bólstraraiðnina var það ómetanlegt að jafn hagur og vand aður maður, sem Kristinn Sveins son, er skyldi verða fyrsti braut- ryðjandinn og býr iðnin að því enn í dag. Að íslenzkir bólstrarar standa jafnfætis því bezta, sem þekkist annarsstaðar. má þakka þeirra góðu fyrirmynd, sem Kristinn hefur skapað, sem fyrsta flokks fagmaður. Síðastliðin fimmtán ár hefur Kristinn ekki verið heill heilsu og ekki getað lagt að sér við vinnu, sem áður fyrr, en aiit að einu heldur hann sínu glaða og hlýja viðmóti og hefur alltaf spaug á reiðum höndum, ef svo ber undir. Á þessum merku tímamótum vil ég fyrir hönd Meistarafélags- ins og iðnarinnar í heild, færa þér og fjöiskyldu þinni innileg- ustu árnaðaróskir, með þökk fyr- ir það liðna. Ásgr. P. I úðvíksson. Herkvaðning í Kína PEKING, 18. sept. — Kínverska fréttastofan tilkynnir að Peking- stjórnin hafi gefið út tiiskipun um herkvaðningu. Verða 450 þúsund marpis kvaddir til her- þjónustu í skyndi. •—Reuter. LAXVEIÐIMAÐURINN Kristinn Framh. af bls. 9 ráðast að honum með þeim hætti, sem gert hefur verið. Um hann, sem aðra, mun reynslan skera úr, hvernig til tekst. En allra sízt situr það á þeim, er nú bera fram umvandanir, að finna að, þó að slíkur maður á bezta aldri fái að reyna kraftana. Jeppa-verð UNDANFARIÐ hefur’aðeins ver- ið leyfður innflutningur á jepp- um frá ísrael, þó að auðvelt væri að fá ódýrari og hagkvæmari jeppa frá öðrum löndum. Ástæð- an til þessa var sú, að hægt var að greiða fyrir sölu á íslenzkum fiski til ísrael, með því að kaupa vörur þar á meðal jeppa þaðan. Hærra verð á Israelsjeppunum var því óbeint framlag til fisk- framleiðenda hér. Með þeim skatti, sem nú er lagður á inn- flutning fólksbíla má segja að í öðru formi hafi verið tekin upp sama aðferðin og áður var höfð um innflutning ísraelsjeppanna. Hinn nýi skattur leðgst vitan- lega á fjölda manna, sem misjafn- lega eru efnum búnir og æskilegt væri að sleppa við slíka skatt- greiðslu. Því miður er hún óhjá- kvæmileg nauðsyn til að halda við togaraútgerðinni. Samtímis og svo stórkostlegur nýr skattur er lagður á, skeður það, að Framsóknarmenn vilja láta létta af skattinum, sem und- anfarið hefur verið greiddur af jeppum. Þetta mundi gert, ef fluttir eru inn jeppar frá öðrum en ísrael, og verðið ekki hækkað til samræmis við ísraelsverðið. Verði svona farið að er hinu mesta misrétti beitt. Engu minni þörf er á fólksbílum í bæina en á jeppum til sveita. Á þessu er enginn munur. Það samræmist því ekki, að lækka verðið stórlega á öðrum tækjunum um leið og það er hækkað á hinum. ' Því ósanngjarnara er þetta, sem kunnugt er, að miklu færri fá jeppa, en vilja, og að jepparnir eru auðseldir, þrátt fyrir öll pappírsfyrirmæli um hið gagn- stæða, fyrir mun hærra verð, en jafnvel ísraelsverðið. Ef verðið er lækkað, er þess vegna bein- línis verið að gefa þeim fáu mönnum, er notið hafa náðar úthlutunarnefndarinnar, fé á annarra kostnað. Eðlilegt er, að þeir, sem vilja nota jeppana og úthlutun þeirra til að kaupa sér fylgi, vilji fara þannig að. En fyrir hina, sem sanngirnina vilja hafa í heiðri, er slíkt framferði ekki girnilegt. STUBEBAKER TUDEBAKER CARS•TPUCKS Sérlega traustir, sparneytnir og ódýrir. Fáanlegir með stuttum fyrirvara. OllltAr Pittur eða stúlka óskast til snúninga á skrifstofu vorri. Vesturgötu 10 NYJA BLIKKSMIÐJAN óskar eftir : ■ ■ Blikksmiðum í ■ ■ ■ eða laghentum mönnum. Upplýsingar í verksmiðjunni ; ■ ■ Höfðatúni 6. * Skrifstofustúlka með verzlunarskólamenntun óskast. VERZLUN O. ELLINGSEN h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.