Morgunblaðið - 21.09.1954, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. sept. 1954 1
Hornaiiarðarmánmii
IÞJÓÐSÖGUM Jóns Árnasonar
er aS finna eftirfarandi
kýmnisögu: „Einu sinni komu
Hornfirðingar í kaupstað, sem
«kki var vant, og þótti þar flest
■dýrðiegt umhorfs, og ólíkt því
eem þeir voru vanir í Hornafirð-
inum. Meðal annars varð þeim
litið upp í tunglið, sem skein í
lieiði. „Tarna er almennilegt
tungl,“ sögðu þeir, „það er mun-
ur eða helvízkur Hornafjarðar-
máninn."
Síðan Jón Árnason gaf út þetta
^ögukorn eru bráðum 100 ár,
«nda hefur margt breytzt síðan.
Ekki alls fyrir löngu fluttist til
Rd^kjavíkur, austan úr Horna-
íirði, maður að nafni Björn Guð-
mundsson bróðir Vigfúsar á
Hreðavatni. Er hann varafulltrúi
Eramsóknar í bæjarstjórn Reykja
víkur. Þessi maður hefur gert sér
mjög tíðrætt um það hve Reykja-
vík væri sóðaleg um margt og á
«ftir tímanum. Sérlega hefur
t>essi maður verið margorður um
jþað t. d. í kosningaræðum, sem
birtar voru í Tímanum á s. 1.
vetri að til væru enn opin hol-
Tæsi í bænum og sitt hvað því
líkt.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
hóf þessi Framsóknarfulltrúi upp
sinn venjulega söng um óþrifn
aðinn í Reykjavík. Var hann þá
í því sambandi minntur á að af
öilu því sem Hornfirðingar hefðu
Jesið af kosningaræðum fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í vet-
ur, hefði þeim ofboðið mest vand
læting hins gamla sveitunga
þeirra, Björns Guðmundssonar.
út of holræsunum í Reykjavík,
þvi umbúnaðurinn við bústað
hans sjálfs í Hornafirði hefði sízt
af öllu verið íbúunum í Höfn til
gleði, svo ekki sé meira sagt, og
því ólíklegt, að slíkur maður fæn
nokkurntimann á æfi sinni að
vandlætast út af ólokuðum hol-
xæsum. Þjóðviljinn hefur tekið
þessa athugasemd við ræðu
I'ramsóknarfulltrúans mjög illa
upp, enda er það nú orðið eins
Tneð minnihlutaflokkana í bæjar-
Gtjórn og mennina, sem sátu hlið
við hlið, og þekktu ekki í sundur
íæturna á sjálfum sér.
Annars er það svo sem ekki
óeðlilegt þó mörgum Reyk-
víkingum öfbjóði tal Björn.s
Guðmundssonar og fleiri
slíkra um það hve Reykja-
vík sé sóðaleg og hve margt
sé þar eftir að gera. Allt þetta
tal sýnir svo átakanlega skiln-
ingsieysi á þeim erfiðleikum,
sem Reykjavík hefur átt við
að etja. íbúatala bæjarins
hefur vaxið örar á mjög stuttu
árabili en nokkurn mann hcfði
nokkurntímann órað fyrir. Af
þessu leiðir skort á húsnæði
og erfiðleika á ýmsum öðrum
framkvæmdum, sem þessi öri
vöxtur útheimtir. Eingöngit
af þessari ástæðu hefur hol-
ræsagerð sums staðar í bæn-
um verið lakari en skyldi. —
Hefði Reykjavík hins vegar
ckki vaxið svo ótrúlega ört
vegna viðkomu í bænum sjálf-
um og jafnframt vegna hins
gífurlega aðstreymis til bæj-
arins, hefðu margir af þeim
örðugleikum sem bærinn og
íbúar hans eiga í, ekki komið
til. JÞetta viðurkenna allir
1
1 sanngjarnir menn og dettur
'! ekki í hug að gera slíkt að
rógsefni á hendur bæjarfélag-
1 inu í útvarpi eða á mann-
1 íundum.
Þegar á þetta er litið verður
það skiljanlegt, að ýmsum bæj-
arbúum gremjist það skilnings-
leysi og sá hroki, sem birtist í
vandlætingu Björns Guðmunds-
«onar Framsóknarmanns um sóða
íikapinn og sleifarlagið í Reykja-
vík. Hér skiptir ekki máli, þó
Björn Guðmundsson sé tiltölu-
lega nýlega aðfluttur til Reykja-
víkur. — Réttur íbúanna til að
íinna að, á sanngjarnan hátt, ef
eitthvað fer miður, minnkar ekki
við það þó þeir séu ekki inn-
bornir Reykvíkingar. En þegar
menn eins og Björn Guðmunds-
son úr Hornafirði vaða fram á
fundum eða annars staðar með
stórorðar vandlætingar, sem ekki
eiga heima í þeirra munni, út af
erfiðleikum, sem Reykvíkingar
eiga við að etja en hafa fyllsta
vilja á að leysa svo fljótt setn
tök eru á, þá er ekki að undva
þó slíkur maður sé tekinn til
nokkurrar hirtingar.
Hornfirðingar eru ágætis
fólk og búa mcð sæmd undir
köldum jöklum í fagurri og
byggilegri sveit. Þar bera þeir
sína erfiðleika, eins og aðrir,
en níða aldrei sjálfa sig í blöð-
unum. Tunglið í Hornafirði
er jafngott og annars staðar
og sá tími er löngu liðinn, að
Hornfirðingar þurfi vegna1
minnimátíarkenndar að
skaminast sín fyrir þau ljós
himinsins, sem skina yfir
þeim og eru þau sömu og hjá
öðrum. En sá „Hornafjarðar-
máni“, sem Framsókn bregður
stundum upp á himni bæjar-
stjórnarinnar er óneitanlega í
ætt við það tungl, sem gömlu
Hornfirðingarnir sögðu, að
væri alls ckki „almennilegt
tungl.“ En er reyndar nokkurs
annars að vænta úr þeirri átt?
Framsóknarmenn liafa aldrei
brugðið mikilli birtu yfir höf-
uðstaðinn og er þá svo scm
nokkuð um að sakast þó þessi
gamli „Hornafjarðarmáni“
geri það ekki heldur. Hitt er
svo aftur annað mál, að
Reykjavík þarf að losa sig við
þessa og þvílíka úr bæjar-
stjórn Reykjavíkur, þegar
tækifæri gefst næst.
Ók 125 km ieið með
fjclskyidu sína og
synli 200 m sjötapr
HÚSAVÍK, 20. sept. — Þingeying
ar voru ekki síður áhugasamir
fyrir 200 metra sundkeppninni
en aðrir landsmenn. Sannaðist
það bezt, er bóndi nokkur hér í
sýslunni, Guðni Kristjánsson, að
Núpi í Öxarfirði, tók sig upp
með alla fjölskyldu sína 5 manns,
síðasta dag sundkeppninnar. og
fór 125 km leið til næstu sund-
laugar, til þess að heimilisfólk
hans gæti lagt sinn skerf til
keppninnar íslandi til sigurs. —
Synti gamli maðurinn 200 metr-
ana léttilega, eftir þessa löngu
ferð. Þess munu fleiri dæmi hér
í sýslunni, að fólk hafi komið
langt að til þess að synda, og
jafnvel sveitafólk, sem hefur þó
annríkt á þessum tíma árs, við
heyskap og annað, sem að bú-
skap lýtur. — Fréttaritari.
Á Nnpa!!aveginym
mmii ■ -■
Mynd þessi var tekin á Þingvallaveginum nú fyrir nokkru, cr fiug*
vélin, sem varð að nauðlenda þar, hafði verið sett upp á stóran flutn-
ingavagn. Flutti vagninn hana til Keflavíkur.
Ólaíur vann Gllfer á
Sepiembermótinu
IIAFNARFIRÐI, 20. sept. —
Fjórða umferð í Septembermót-
inu var tefld s.l. sunnudag og
fóru leikar þannig, að Ólafur
vann Gilfer, Sig. T. vann Jón
Jóhannesson, Jón Pálsson vann
Trausta, Arinbjörn og Sigurgeir
gerðu jafntefli, en biðskák varð
hjá Jóni Kristjánssyni og Baldri.
Eftir fjórar umferðirnar er
vinningaröð keppenda þessi: í
1.—5. sæti eru þeir Aribjörn, Jón
Pálsson, Ólafur, Sigurgeir og
Sigurður T., allir með 2 Vz vinn-
ing hver, 6. Jón Kristjánsson með
2 v. og biðskák, 7. Baldur með
1V2 v. og tvær biðskákir, 8. Gilfer
IV2 v. og viðskák, 9. Trausti með
1 v. og 10. Jón Jóhannesson með
engan vinning.
Eins og sjá má, er keppnin í
þessu móti mjög tvísýn, því að
eftir þessar fjórar umferðir eru
fimm efstu menn jafnir.
Fimmta umferðin verður tefld
n.k. þriðjudag kl. 8 e.h. en þá
eigast við Baldur og Sig. T.,
Gilfer og Jón Kristjánsson, Sig-
urgeir og Ólafur, Jón Jóhanns-
son og Jón . Pálsson, Trausti og
Arinbjörn. — Zinan.
Fóstbræður
í Lundúiium
London, 18. sept.
Einkaskeyti til Mbl.
KARLAKÓRINN Fóstbræður
kom hingað til Lundúna í gær-
kvöldi, eftir hraða söngför um
Frakkland, en allir voru í bezta
skapi. Hér hefur kórinn sungið
inn á plötur fyrir His Masters
Voice fjölda islenzkra kórlaga,
svo og lög frá Norðurlöndum og
alþjóðleg.
Á laugardaginn höfðu sendi-
herrahjónin, Agnar Kl. Jónsson
og kona hans, boð inni fyrir kór-
félaga og íslendinga, sem búsett-
ir eru hór, og einnig var boðið
fulltrúum frá His Masters Voice,
brezka útvarpinu og Lundúnar-
blöðum. Voru alls í þessu síð-
deigsboði um 160 manns. Á laug-
ardagskvöld efndi íslendingafé-
lagið til samkomu fyrir gestina
í Mayfairhótelinu. Þar söng kór-
inn mörg íslenzk lög.
í dag laugardag) kl. 15 eftir ís-
lenzkum tíma kom kórinn fram
í innanlandsútvarpi BBC.
Á morgun mun kórinn skoða
borgina, en síðan heldur hann
förinni áfram norður til Skot-
lands.
Fararstjóri Fóstbræðra sagði
mér, að söngförin hefði gengið
í alla staði mjög að óskum. Bað
hann Mbl. fyrir kveðjur kórfé-
laga til ættingja og vina, og þeir
senda beztu kveðjur. — Balslev.
Ógæftir á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 20. sept. — Ógæftir
hafa verið hér siðan í miðja síð-
astliðna viku, og enginn bátur á
sjó. Rækjuveiði hefur verið all-
sæmileg, þegar hefur gefið, hér
í ísafjarðardjúpinu og hafa
nokkrir bátar stundað hana.
— Jón.
Vöraskiptajölnoðarmn óhng-
stæður um 214 raíllj. a þessu órí
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR-
INN í ágústmánuði varð ó-
hagstæður um 4G,6 milljónir
króna. Er þá vöruskiptajöfn-
uður þessa árs þ. e. janúar til
ágústloka óhagstæður um
213,8 milljónir króna. Fyrstu
8 mánuði ársins í fyrra var
vöruskiptajöfnuðurinn hins-
vegar óhagstæður um 217,6
milljónir.
Verðmæti innflutnings í ágúst-
mánuði er samkvæmt skýrslu
Hagstofunnar 96,1 milljón kr., en
út var flutt fyrir 49,4 millj. í
ágúst í fyrra nam innflutningur-
inn hinsvegar 63 millj. en út-
flutningurinn 75,3 millj.
Útflutningur fyrstu 8 mán.
þessa árs er alls 50,7 milljónir á
móti 385,6 millj. í fyrra. Það sem
af er þessu ári nemur innflutn-
ingurinn 714,6 millj. en nam á
8 fyrstu mánuðum 1953 603,2
millj.
Bygping s@mentsv®ir
smiðjunnar að hef jist
AKVEÐHD hefur verið að hefja
byggingaframkvæmdir við
sementsverksmiðjuna á Akranesi.
Næstu daga verður byrjað á
byggingu á undirstöðum fyrir
efnageymslu verksmiðjunnar, en
jafnfarmt verður lóð verksmiðj-
unnar jöfnuð, til þess að aðal-
framkvæmdir geti hafizt með
vorinu.
Framkvæmdabanki íslands
hefur veitt verksmiðj unni lán til
þessara framkvæmda.
Ríkisstjórnin hefur að undan-
förnu unnið kappsamlega að út-
vegun á láni til kaupa á vélum
og erlendu efni til verksmiðj-
unnar. Lögð hefur verið á það
áherzla að fá slíkt lán óháð efnis-
kaupum með það fyrir augum,
að auðið verði að sæta hagstæð-
iimmgafsjóðiir
Skúla læknis
Áriiasonar
NÝLÁTINN er hér í bæ í hárri
elli Skúli Árnason, fyrrverandi
héraðslæknir í Skálholti. Hann
var einn mesti latínumaður hér
á landi á síðustu árum og kenndi
fram undir andlát sitt latínu til
stúdentsprófs mörgu fólki, er til
hans leitaði. Luku nemendur
hans lofsorði á frábæra kennara-
hæfileika hans og mannkosti.
Nú hafa börn Skúla læknis
stofnað sjóð til minningar um
föður sinn. Á þessi sjóður að vera
í vörslu rektors Menntaskól-
ans í Reykjavík og skal vöxtun-
um af honum árlega varið til að
verðlauna þá nemendur, er hljóta
beztu einkunn í latínu við stúd-
entspróf frá skólanum.
Útför Skúla læknis mun sam-
kvæmt ósk hans fara fram í kyrr-
þey eftir nokkra daga, en þeim
nemendum hans, vandamönnum
og öðrum vinum, sem kynnu að
vilja heiðra minningu hans, er
hér með bent á verðlaunasjóð
þennan. Verður framlögum í
hann veitt móttaka í Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar.
ustu kaupum á vélum og efm,
Enn hefur ekki verið samið urri
slíkt lán, en allt kapp mun verða'
lagt á að tryggja verksmiðjunní
nægilegt fjármagn, svo að bygg-
ingu hennar geti mi'iað áfrarre
með eðlilegum hraða, enda vaft
um það samið, er núverandi rík-
isstjórn var mynd-uð, að sem*
entsverksmiðjan skyldi gangai
fyrir öðrum framkvænidum urq
útvegun lánsfjár.
(Frá stjórn
Sementsverksmiðju ríkisins).
Hæringur í hafi
með 6 mílua hraða
HÆGT sækist Hæringi ferðin til
Noregs, enda verið nokkur
strekkingur á leið hans, af norð-
austri. Á sunnudaginn höfðu
skipverjar seinast landsýn hing-
að, er Hæringur var á hádegi út
af Portlandi.
í gær var skipið komið út í
haf og sigldi með sex mílna ferð,
en strekkingur var af norðaustri.
Skip tefjast vegna
veðurs
VEGNA hins stöðuga norðan*
hvassviðris hér á landi undan-
farna daga, hafa skipaferðir taf-i
izt. — í gærkvöldi lagði Brúar-
foss af stað áleiðis til Evrópu-
landa, en hann átti að sigla áj
laugardaginn. — í gærkvöldi kom
Lagarfoss frá Vestmnnnaeyjum.
— Þar varð skipið. að liggja
undir Eiðinu í nær ivo sólar-
hringa. Vegna hvassviðris gafl
skipið ekki komist ir.n á höfn-
ina þar.
Hér í Reykjavík var ekki hæg®
að hefja losun á olíufarmj
rússneska olíuskipsins Moskva, 3
gærdag. — Skipið á að losa :carm-
inn í BP stöðina á Laugarnes-
töngum. — Þegar olíuskipin ern
bundin við baujurnar við olíu-
stöðvarnar, þarf að senda menrs
upp á baujurnar með víra, en ]
gær var of hvasst til þess að láta
menn vera á baujunum.
Akureyri vann Húsa-
vík í brldgekeppsii
HÚSAVÍK, 20. sept. — Milli Hús-
víkinga og Akureyringa, fer ár-
lega fram keppni í bridge, og
mætast flokkarnir þá venjulega
í Reykjahlíð við Mývatn. Siðast-
liðna helgi fór þessi keppni fram
í Reykjavík og var spilað ó þrem
borðum. Úrslit urðu þau, að Hús-
víkingar unnu á tveim borðum,
en töpuðu á fyrsta borði. Jafn-
framt fór fram tvímennings-
keppni, sem lauk með sigri Þórist
Leifssonar og Mikaels Jónssonar
frá Akureyri.
Um helgina var statt á Húsavílc
knattspyrnulið frá knattspyrnu-
félagi Akureyrar. Voru háðir
þrír leikir, tveir leikir í 2.fl. 0g
unnu Akureyringar fyrri leikinn
með 3:1. Seinni leikurinn var
jafntefli 2:2. í 1. fl. unnu Akur-
eyringar með 4:1. — Fréttaritari,