Morgunblaðið - 21.09.1954, Side 14

Morgunblaðið - 21.09.1954, Side 14
MORGUNBLAÐ19 Þriðjudagur 21. sept. 1954 j \ 14 fkT t /'l T T1 N I C O L E Skáldsaga eftir Katherine Gasin, 1 : Framhaldssagan 46 öxlum. Hvaða falleg kona var það • ekki? Hún gat verið uppstökk ' og þver — það skipti engu máli. > Menn komast ekki áfram í líf- inu með því að vera undirgefnir. Hún var dugleg og gáfuð; hann brosti. Kona, sem ekki var gáf- •uð og dugleg, hefði ekki fallið inn í áætlanir hans. í fari Nicole fann hann það, sem hann hafði „ lengi leitað að. Hún var ágætt | verkfæri. En nauðsynlegt var að I taka hana mjúkum tökum. Nicole hugsaði með sér, að ; Antoine væri hyggnasti karlmað- lir og mesti sjálfshyggjumaður- ; inn, sem hún hafði nokkru sinni kynnzt. Hann var harður í horn að taka og ákaflega framgjarn. Og honum vegnaði vel. Hann hataði veiklyndi. Og þegar hann átti í viðskiptum við einhvern, og fann einhvern veikan blett á viðskiptavin sínum, réðist hann þar á garðinn svo að hann bar alltaf hærri hlut frá borði. Hún komst að raun um að nafn Antoine Tourney greifa var vel þekkt í London. Hann þekkti mjög marga, en hún efaðist um, að hann ætti nokkurn raunveru- legan vin. Hvar sem hann kom,1 dáðust konurnar að honum og menn leituðu eftir því að vera í návist hans. Hann var áhrifa- maður í Berlín og Vínarborg og í París. Hann leit upp til Þjóð- verja, eftir því sem hann sagði.! íSem þjóð voru Þjóðverjar mjög 1 dugmiklir að hans dómi. "* „En þegar þú talar um Þjóð-; verja, þá talar þú um þá sem heild“. sagði Nicole. ,,Þú talar aldrei um þá sem dugmikla ein- staklinga." „Þannig eru þeir til einskis .' l)ýtir!“ sagði hann. „Sameinaðir * eru þeir sterkir — ósigrandi!" ---------------o---- Fyrsta skíma morgunsins varp- aði daufri birtu um herbergið. Það var eins og mahogny-borðið öðlaðist líf er geislar sólarinnar féllu á það og það glitraði á litlu krystalklukkuna á arinhillunni. Nicole leit upp. Hálftíma áður hafði Antoine Tourney beðið hennar. Henni rann kalt vatn rnilli skinns og hörunds er henni varð hugsað um hans kaldrana- legu rödd, svo ísemygilega og næstum dáleiðandi. „Við giftum okkur, Nicole,“ voru orðin sem hann hafði not- að. Hann gaf henni engan kost á að svara, eins og svar hennar væri algert aukaatriði. Hann hafði skýrt henni frá áætlunum sínum — áætlanir sem að hann dreymdi um. Hann talaði stoltur um vígbúnað Þjóðverja, hina máttugu þýzku heri og hið sam- einaða afl Þýzkalands. Nicole • hafði verið það ljóst, að vald og máttur hafði ávallt heiliað Antoine; nú þegar hann talaði um slíkan mátt og slíkt vald, af svo miklum fjálgleik, fann hún til vanmáttar og fannst hún vera einmana, og hún hafði ákaft leit- að að einhverjum ráðum til þess a.ð komast undan. Þá höfðu þessi stálaugu hans litið á hana, og þá hafði rödd hans fengið annan hljóm. „Ertu að hugsa um það, hvern þátt þú átt í þessum áformum mínum, elskan? Fyrir konu eins og þig er alltaf sérstakt hlutverk. Það , eru til þeir hlutir, sem uðæfi mín fá ekki keypt og sem áhrif mín geta ekki tryggt. En allir karl- menn verða að flónum, þegar falleg kona er annars vegar, og | þú getur alltaf fengið það sem $ þú leitar eftir. Þegar stríðið skell g ur á — Englendingarnir verða 1 auðvitað of heimskir til þess að * sjá að það er óhjákvæmilegt — ^i^yerðuraósúuV mikils eru metnir af þeim aðil- anum er sigrar. Vérksmiðjur mín ar hafa framleitt vopn um ára- raðir, svo að aðstaða mín er góð. Þegar Þjóðverjar hafa tekið öll völd í Evrópu í sínar hendur, kom ast aðeins fáir í áhrifastöður. Ætlun mín er að verða einn af þeim. Samvinna við þig yrði mik- il hjálp í því sambandi. Þú mynd- ir vilja verða ein af áhrifamestu konum í Evrópu, er það ekki? Það mundi gleðja þig, ef þú hefð- ir mikil völd og vera örugg um það, að þó að nazistar ráði mestu í veröldinni, þá stafi þér engin hætta af þeim. Hugsaðu um það, Nicole — hugsaðu um það!“ Henni varð mikið um þetta. Beið um stund í þeirri von að hún mundi jafna sig svo að hann yrði ekki var við hve taugaóstyrk hún var. „Ég er að hugsa, Antoine . . Ég helda að þér sjáist yfir þá staðreynd, að ég elska þig ekki.“ Hann starði á hana um stund, og síðan hló hann — köldu/n gleðisnauðum hlátri. „Elsku barn, segðu mér ekki að þú trúir enn- þá á ástina. Ég hélt að börn losn- uðu við þá hjátrú, um leið og þau sæu að ekkert er hæft í sögunni um jólasveininn, sem börnum eru sagðar. Ég hélt að þú værir greindari en þetta. Það er ekkert til sem heitir ást. Ég veit að skáld og unglingar tala um ást, dreyma um ást. En hversu lengi endist hún? Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta aðeins hugtak, sem menn tala um, — en er ekki til í rauninni. Ef þú hugsar um ástina rökrétt, heldur þú þá í raun og veru að þessi brjálæðis- kennda tilfinning, sem kölluð er ást, geti veitt þér ánægju næstu þrjátíu eða fjörutíu árin? Nei, Nicole, það verður annað og meira að koma til. Það þarf starf og ávinning, það má ekkert vera í huga þínum, sem grefur um sig; engin minning um einhvern sem þú heldur að þú elskir. Trúðu mér, Nicole. Ég veit, hvað ég er að segja.“ I,,Antoine, ertu orðinn brjálað- ur? Veiztu, hvað þú ert að segja? Þessi kenning þín hefur á vísinda máli ákveðið nafn — mannhatur, er það kallað. Ég kalla það bara brjálæði. Mér finnst það vera af- sprengi spillts hugrfars. Þú mynd ir einskis svífast til að hafa völd, þú iðar í skinninu eftir gróða og ánægjutilfinningu. Ánægjutil- finningu! Er hægt að lifa á slíku? Þú getur haldið áfram á þeirri braut, sem þú ert nú á, Antonie, en með því miðar þú einungis að því að eyðileggja líf þitt. Og þér skal ekki takast að draga mig með þér!“ „Hvernig dirfist þú! Hvernig dirfist þú að tala svona við mig!“ „Ég geri það, vegna þess að ég veit, að ég hef rétt fyrir mér, en þú hefur rangt fyrir þér. Þú seg- ir að ást sé ekki til. En ég held því fram að á meðan að ást er til í heiminum þá muni ekki verða sá árangur af vopnafram- leiðslu þinni og vígbúnaðaráætl- unum, sem þú vonast til. Ég held því fram að á meðan menn bera í brjósti ást til heimila sinna, barna sinna og ættlanda sinna, þá sért þú og þinir líkar á villu- vegi.“ Hún sneri sér undan á meðan hún þrumaði yfir honum — en í rödd hennar var hatur og beiskja. Það varð löng þögn í herberginu. Síðan heyrði hún hávaða í fjarska, — og eftir það varð þögnin dýpri og meiri en áður. Hún fann að hún var ein. Guði sé lof að hann er farinn, hugsaði hún með sjálfri sér. Guði sé lof fyrir, að enginn mundi fá vitneskju um þessa leiðinlegu og auðmýkjandi orðasennu þeirra. Henni varð litið á klukkuna aftur. Vísar hennar mjökuðust áfram; og tifið var óbreytanlegt og öruggt. Hún hugsaði um það, hvort hún hefði gefið Antoine ástæðu til að halda að hún væri ómannúðlegri en jafnvel hann taldi hana vera. Hann hafði rangt fyrir sér, að sjálfsögðu. Það myndi engin styrjöld verða. Þjóð- ■■ ftWMKMJIW. ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■ ■■■ ■_■ ■ii ■ .■ ■ a ■ ■ ■ S ■ ■ ■ ■■JÍlJUN Vörubifreið notuð, en í góðu standi, með öllum útbúnaði og miklu af varahlutum, er til sölu. Semja ber við undirritaðan, sem gefur upplýsingar. ísafirði, 17. sept. 1954. Bæjarstjóri. Bólstrarar vantar blóstrara strax. Ingólfur Gissurarson Bergstaðastræti 61. Framtíðaratvinna Duglegur og reglusamur verkamaður óskast, helzt búsettur í vesturbænum. Upplýsingar hjá verkstjóra á lýsisstöðinni, Grandaveg 42. LÝSI H.F Kæliskápar Næsta sending af Kelvinator kæliskápum verður vænt- anlega til afgreiðslu um miðjan næsta mánuð. Þeir sem voru búnir að panta og ekki var hægt að af- greiða úr síðustu sendingu, verða látnir ganga fyrir. Getum einnig bætt við nýjum pöntunum. Verð kr.: 6490.00. — Hagstæðir greiðsluskilmálar. J4JL 14 AUSTURSTRÆTI 14 — SÍMI 1687. Nýkomin Prjónaföt úr alull, mjög falleg, handa eins til þriggja ára drengjum. Vesturgötu 2 Dömur Get bætt við nokkrum nemendum á næsta sníða námskeið mitt (kvöldtímar). — Tek framvegis á móti dömu og barnafatnaði í saum og sniðningu mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 2—6. GERÐA JÓHANNESDÓTTIR Þingholtsstræti 3, uppi *! ■ 4 Röskur sendisveinn helzt vanur innheimtu, óskast nú þegar. I Brynjólfsson & Kvaran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.