Morgunblaðið - 07.10.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. okt. 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Félagsbækur Menningarsjóðs koma allar út í næsía mánuði Ósigur Aneurins Bevun ANEURIN BEVAN hinn vinstri sinnaði óróabelgur í brezka verkamannaflokknum hefur sótzt eftir að ná völdum í flokknum og hefur hann undanfarin þrjú ár komizt í æ meiri andstöðu við núverandi forustumenn flokks- ins. Hann hefur leitað fyrir sér með ýmsum ráðum að hrinda Clement Attlee úr forustusæt- inu og það er því miður ekki hægt að neita því að stundum hefur Bevan einskis svifizt í þess- ari þaráttu sinni. Hann hefur m. a. gengið svo langt að safna í kringum sig í flokknum hópi manna, sem að skoðunum standa kommúnistum mjög nærri. Með slíku föruneyti hefur Bevan haft hug á að ríða inn á sjónarsviðið og taka við valdataumunum í brezka verkamannaflokknum. En nú í síðustu viku virðist sem endi hafi verið bundinn á þessa valdadrauma hins enska Hannibals. Aneurin Bevan beið svo stórkostlegan ósigur við atkvæðagreiðslu á flokksþinginu í Scarborough í síðustu viku, að talið er mjög ólíklegt úr þessu að hann verði nokkru sinni forustu- maður hins brezka verka- mannaflokks. Enn er að vísu allt óráðið um pólitíska fram- tíð hans, hvort hann dregur sig í hlé eftir þennan ósigur, situr úti í horni í brezka þing- inu eða reynir að kljúfa verka mannaflokkinn og stofna kommúnískan dindilmanna- flokk, líkan og Þjóðvarnar- flokkinn hér á landi. Við hina umræddu atkvæða- greiðslu munaði tiltölulega litlu atkvæðamagni. En þrátt fyrir það hefur hún verið talin fyrir Bevan einn alvarlegasti skellur- inn, sem nokkur stjórnmálamað- ur hefur hlotið á síðari árum. Eftir þetta er talið mjög vafa- samt að Bevan eigi sér nokkurr- ar uppreisnar von, talið að hon- um séu lokaðar allar leiðir til flokksforustu héðan í frá. Ósigur Bevans þykir sér- staklega mikill, einfaldlega vegna þess að flestir bjuggust við sigri hans í þessu máli. Sjálfur þóttist hann alveg ör- uggur. Þessi atkvæðagreiðsla átti að vera kóróna á undir- róðurs og skæruliðastarfsemi hans innan brezka verka- mannaflokksins. Hún átti að verða banabiti Attlees og Morrisons. Málið sem hér var fjallað um, var endurvígbúnaður Þýzka- lands. Lengi hefur Bevan jjamrað á því að Þjóðverjar voru hinir gömlu fjandmenn, sem sendu sprengjuflugvélar og flugskeyti yfir brezkar borgir. Á þessum hættutímum, sem nú eru, reyndi hann og fylgismenn hans óspart að elda glóðir þjóðahaturs, sem búast hefði mátt við að væri auð - velt, því að enn er svo skammt liðið síðan styrjöld milli þessara þjóða olli þjáningum og þlóðsút- helliugum. Já, þarna hafði Bevan fundið góða átyllu til að grafa undan stefnu flokksstjórnarinnar og þóttist viss um að hér væri loksins hið gullna tækifæri komið. En Morrison fyrrverandi utan- ríkisráðherra gerði stuttlega grein fyrir stefnu flokksstjórn- grinnar í þessu alvarlega máli. Eru það ágæfar bækur við vægu verSi 2. bindi aí Ándvökum Sfephans G, er þegar komið ú! sern aukahék hjá úfgáfunni FÉLAGSBÆKUR Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins koma allar út fyrri hluta næsta mánaðar, en auk hinna föstu félagsbóka mun bókaútgáfan senda frá sér á þessu ári nokkrar aukabækur. Er ein þeirra þegar komin út, 2. bindi af Andvökum Stephans G. . Hann lagði staðreyndirnar ein faldlega og blátt áfram fyrir flokksþingið, þær staðreyndir, sem ekki verður litið fram hjá, þegar rætt er um varnir Evrópu. Og það skal sagt flokksþingi brezkra verkamannaflokksins til hróss, að það kunni að greina á milli pólitísks orðagjálfurs Ane- urins Bevans og hinna bláköldu staðreynda, sem flokksstjórnm lagði fram. Þess vegna fór sem fór. — Jafnvel hið gullnasta tækifæri sem Bevan átti til að ýta sjálf- um sér fram, fauk út í veður og vind og fyrst þetta mis- tókst, sjá allir, að fá slík tæki- færi mun hann eignast í fram- tíðinni. Þess vegna er það sem ósigur hans er mikill. I Þingið féllst á stefnu flokks- stjórnarinnar í landvarnarmál- um. Er taiið að þessi atkvæða- , greiðsla hafi átt mikinn þátt í að Eden, utanríkisráðherra, ákvað endanlega að taka það skref að Bretar yrðu aðiljar að landvörn- um meginlandsins. Á þessu sama þingi fór fram atkvæðagreiðsla um gjaldkera- stöðu í flokknum og var Bevan þar í framboði gegn ungum og efnilegum manni, Hugh Gaitskell. Það hefur verið litið á þessa at- kvæðagreiðslu sem úrslitapróf- raun milli þessara tveggja, hvor þeirra væri hinn komandi mað- ur í forustu verkamannaflokks- ins. Niðurstaðan varð sú að Gait- skell náði kosningu. Þarna var líka um mjög mikinn ósigur ’ Bevans að ræða, þar sem það kom í ljós, að fjöldi þingfulltrúa, * sem áður fylgdi honum að mál- um, hafði nú yfirgefið hann. Félagshækur útgáfunnar verða þessar: 1. Bandaríkin eftir Benedikt Gröndal, ritstjóra. Þetta er sjötta bókin, sem kemur út í safninu „Lönd og lýðir“. 2. Sögur Fjallkonunnar, skemmtisögur úr „Fjallkonunni", blaði Valdimars Ásmundssonar. Jón Guðnason, skjalavörður, hef- ur valið sögurnar og séð um út- gáfuna. Bókin verður gefin út 1 sama broti og „Sagnaþættir Fjall konunnar“, sem komu út s.l. ár. 3. Andvari 1954. Hann flytur m.a. ævisögu Steinþórs Sigurðs- sonar, magisters, eftir Jón Ey- þórsson, veðurfræðing. 4. Kvæði Bjarna Thoraren- sen, þrettánda bindið í bóka- flokknum „íslenzk úrvalsrit". — Kristján Karlsson, magister, hef- ur valið kvæðin og skrifað for- mála. 5. Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags um árið 1955. Það flytur m.a. ritgerð um handrita- málið eftir Jakob Benediktsson, magister. l*L Þessar 5 bækur, sem koma all- ar út fyrri hluta næsta mánaðar, verða samtals 53 V2 örk að stærð. Gert er ráð fyrir, að félagsmenn fái þær allar fyrir 60 kr. gjald. AUKABÆKUR Félagsmenn fá aukabækurnar við 20—30% lægra verði heldur en utanfélagsmenn. Andvökur Stephans G. Step- hanssonar, II. bindi, heildarút- gáfu af kvæðum skáldsins er komið út. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor hefur séð um út- gáfuna. Þetta bindi, sem flytur alls 334 kvæði og vísur, er 538 bls. í stóru broti. Prentun og bók- band hefur annazt Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri. — Heildarútgáfa þessi verður alls 4 bindi og er ætlunin að ljúka henni á næstu tveimur árum. Er sú bók komin út. Aðrar væntanlegar aukafélags- bækur eru þessar: Finnland (Lönd og lýðir) eftir Baldur Bjarnason, sagnfræðing. Samkvæmt óskum margra félags uu andi áhri^ar: Þegar þessar atkvæðagreiðslur fóru fram í síðustu viku, skýrði Mbl. frá þeim sem venja er í fréttagrein. Var þar sagt frá því í stuttu máli, hve hér væri um alvarlegt og stórkostlegt áfall fyrir Bevan að ræða, sem öllum ætti og að vera ljóst. En þá brá allt í einu svo und- arlega við, að „meðritstjóri" Al- þýðublaðsins rauk upp til handa og fóta og skrifaði grein í blað sitt, þar sem hann sagði, að Mbl. færi með rangt mál, að Bevan hefði beðið mikinn ósigur. Það er ekki ætlunin að hafa hér neina kennslustund í brezkum stjórnmálum fyrir þennan „meðritstjóra“. Aðeins benda honum á, hve fráleitt það er fyrir hann að ætla sér að fara að bera í bætifláka fyrir Bevan, eins og nú er komið. Er óskiljanlegt af hvaða hvötum þessi „meðrit- stjóri“ ætlar sér að varpa ryki í augun á lesendum Alþýðu- blaðsins og sannfæra þá um að kommúnistadekur Aneur- ins Bevans hafi engan eða lít- inn hnekki beðið. Grein „meðritstjórans“ er rituð af svo miklum hita, að manni gæti komið til hugar, að eina hvötin til að rita hana sé að hann hafi tekið afstöðu með Bevan, en það þýðir að hann sé svarinn andstæðingur Attlees. Það væri gaman að fá nánari lýsingar á hinum einkennilegu skoðunum „með- ritstjórans" á brezkum stjórn- málum. Mæðiveikin og hugleið- ingar Reykvíkings. REYKVÍKINGUR skrifar: „Að undanförnu hafa borizt fréttir af mæðiveikistilfellum í sauðfé víðar en af einum stað á landinu, þar sem fjárskipti hafa farið fram á undanförnum árum. Ég renndi fyrst augunum yfir þesskonar frétt í dagblöðunum i gærdag, án þess að staldra við til að þesa hana — þetta var ekki svo nálægt mér eða Reykjavík fannst mér í fljótu bragði — þangað til allt í einu að mér fannst eins og hvolft væri yfir mig vatnsfötu: Ertu vitlaus mað- ur! finnst þér, að þetta komi þér ekkert við? — er til nokkur ís- lendingur, sem það kemur ekkert við, hvort það á fyrir sauðfjár- stofni okkar að tærast og eyð- ast upp af sjúkdómsplágum — og erum við það sjálfum okkur nóg- ir hérna í Reykjavík, að við get- um látið okkur í léttu rúmi liggja, hvað verður um íslenzkan landbúnað? Varðar alla hvern um annan. NEI, ég held síður. Á okkar litla landi varðar okkur alla hvern um annan, hvar og hvernig sem við erum settir í þjóðfélag- inu. Sveitirnar geta ekkert frekar án Reykjavíkur verið heldur en hún án sveitanna. Við verðum allir að haldast í hendur, standa saman og styðja hvern annan á hverju sem veltur — annars væri voðinn vís. Þessvegna var það, að það var eins og ég kenndi dálítillar blygð unartilfinningar, þegar ég hafði flett yfir fréttina um mæðiveik- ina í Dölunum — vegna þess, að hún kom mér ekki svo mikið við! Vonandi ekki ástæða til svartsýni. VÍST er þetta uggvænleg frétt — og auðvitað fyrst og fremst íyrir bændurna, sem hlut eiga að máli — nú, þegar fjárskiptunum er að ljúka og menn gerðu sér vonir um, að mæðiveikinni, þess- um mikla vágesti, væri nú loksins þægt frá dyrum íslenzkrar sauð- fjárræktar. Það er ekkert skemmtileg tilhugsun að hún eigi eftir að leggja undir sig landið á ný. En vonandi er það óþarfa svartsýni, þó að síðustu fréttir í þessum efnum hafi skotið mörg- um skelk í bringu. Víst er sauðfjárræktin einn mikilvægasti þátturinn í íslenzk- um landbúnaði, en gætum við samt ekki reynt nýjar leiðir? — snúið okkur meir en verið hefir að t. d. svína- og alifuglarækt og rækt nautpenings af holdakyni — ekki sízt ef áframhaldandi erfið- leikar steðja að sauðfjárrækt- inni? Með þökk fyrir birtinguna. — Reykvíkingur.“ Læknisþátt í útvarpið. HINN nýi húsmæðraþáttur, sem Ríkisútvarpið hefir nýlega tekið upp á dagskrá sína, mælist vel fyrir — skiljanlega fyrst og fremst méðal sjálfra húsmæðr- anna. En mikið vill meira eins og venjulega og hefir mér dottið í hug, hvort ekki væri ráð að taka upp annan þarfan þátt — læknis- eða heilbrigðisþátt. Víða erlendis, t. d. í brezka útvarpinu er slíkur þáttur daglega, jafnan í morgun- útvarpinu. Slíkur þáttur yrði áreiðanlega vel þeginn og vin- sæll. Hann þyrfti ekki að fjalla um stranglga læknisfræðileg efni, þó að alþýðleg fræðsla á því sviði geti verið ágæt innan um — heldur fyrst og fremst um hag- nýta læknisfræði og heilbrigðis- reglur í hinu daglega lífi. Þá væri heldur ekki nauðsynlegt að hafa hann á hverjum degi, viku- lega væri miklu betra en ekki — og ýmislegt gæti komið til greina með hvaða tími dagsins reyndist heppilegastur. „ manna verður reynt að hraða út- gáfu bókaflokksins „Lönd og lýðir“. Tvær bækur verða því gefnar út á þessu ári. Að sjálf- sögðu verður að hafa aðra þeirra sem aukafélagsbók, þar sem eng- in leið er að láta félagsmenn hafa meira en 5 bækur fyrir 60 kr. félagsgjald. Verð þessarar bókar til félagsmanna mun verða sett sérstaklega lágt, sennilega kr. 25.00. íslenzkar dulsagnir, I. bindi. — Þrjátíu frásagnir um dulræn efni, eftir Óscar Clausen, rithöf- und. Mannfundir, sýnisbók íslenzkr- ar ræðumennsku og orðlistar í þúsund ár. Inngangur og skýr- ingar eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra. Safnrit af þessu tagi mun ekki hafa komið áður út á íslenzku. Keimsbókmenntasaga, fyrri hluti, eftir Kristmann Guð- mundsson, skáld. Þetta mun vera fyrsta heimsbókmenntasag- an, sem kemur út hér á landi. Saga íslendinga, tímabilið 1830—74. Fyrri hluti 8. bindis eftir Jónas Jónsson, skólastjóra. Um tvær hinar síðastnefndu bækur skal þess getið, að ekki er fullvíst, að þær komizt þáðar út fyrir jól, þótt þær séu nú full- settar. ÖNNUR RIT Faets about Reykjavík, upp- lýsinga- og landkynningarrit með mörgum myndum, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, kom út í júlí s.l. Dhammapada eða „Bókin um dyggöina", indverskt helgirit, í íslenzkri þýðingu úr frummál- inu eftir Sören Sörenson, full- trúa. Leikritasafn Menningarsjóðs, 9. og 10. hefti, munu koma út fyrir jólin. Af ritum, sem ráðgert er að gefa út næsta ár, skulu þessi tvö nefnd: Ævisaga Tryggva Gunnarsson- ar eftir Þorkel Jóhannesson. — Landsbanki íslands lætur semja ritverk þetta. Það verður 3 bindi og er ætlazt til, að hið fyrsta komi út 18. október 1955 á 120. afmælisdegi Tryggva. Hvcrs vegna? Vegna þess! — Alþýðlegt fræðslurit um náttúru- fræðileg efni, kemur út í endur- skoðaðri útgáfu Jóns Eyþórsson- ar, veðurfræðings. Hermóðiir dregur bilað skip til hafnar Á SUNNUDAGSMORGUNINN kom vitaskipið Hermóður hing- að til Reykjavíkur með norska línuveiðarann Rudehorn frá Ála- sundi. Hafði vitaskipið sótt linu- veiðarann djúpt í haf út, þar sem hann gat litla sem enga björg veitt sér vegna vélarbil- unar. Björgun línuveiðarans gekk fljótt og vel þrátt fyrir slæmt sjóveður, en er Hermóður kom skipinu til þjargar var þar fár- viðri. — Þrátt fyrir það tókst fljótlega að koma vírum á milli. Linuveiðarinn var að koma af Grænlandsmiðum þar sem hann var á lúðuveiðum. Var hann á heimleið með aðeins um 20 tonn, er vélin bilaði. Hér í Reykjavík mun verða gert við vélina. Má ekki fljúga einn LONDON, 4. okt. — Brezka þing- ið og brezka hermálastjórnin, hafa nýskeð gert það að tillögu sinni að banna hertoganum af Edinborg að fljúga einum í flug- vél. —Reuter. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.