Morgunblaðið - 07.10.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1954, Blaðsíða 12
28 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. okt. 1954 ] — Skóggræðsla Framh. af bls. 22. gamall skrúðgarður, sem Jón Jónsson klæðskeri hefur lengi annazt, en yngri menn hafa nú tekið við af honum. Við Birkihlíð í Tungudal var reist lítil skógargirðing fyrir gagnfræðaskólann árið 1935. — Fyrstu árin þar á eftir var nokk- uð unnið að grisjun og gróður- setningu, og er smávegis árangur af því starfi. En um mörg ár var lítið sem ekkert aðhafzt í girð- ingunni og er það skaði, því að á næsta leiti við þetta land er garður M. Simsons ljósmyndara, en af honum má læra, hvað unnt hefði verið að gera á þessum stað. Garður Simsons ber af öllu í umhverfi ísafjarðar. Um mörg ár hefur Simson ræktað þennan reit af stakri alúð og elju, enda er hann alveg einsdæmi á öllum Vestfjörðum og jafnvel þótt víðar •væri leitað. Trén í garðinum skipta þúsundum og eru margra tegunda. Síberiska lerkið virðist vaxa langbezt, en auk þess hefur sitkagrenið náð álitlegri hæð á skömmum tíma. Annars vaxa þarna flestar þær tegundir, sem til landsins hafa komið. Limgerði eru þar mörg og falleg og auk þess eru margar myndastyttur í garðinum. Hæsta lerkið í garði Simsons er 6.75 metrar og er það 25 ára. Önnur lerkitré 19 ára gömul eru 5.00 metrar. Sitkagreni 11 ára er 2.50 metrar. Alaskaösp 7 ára göinul er 3.20 metrar. Simson hefur líka alið upp mesta fjölda plantna á undan- förnum árum, og nú munu vera t»m 15000 plöntur í uppeldi á þessum stað. M. Simson hefur nú gefið í>k.ógræktarfélagi ísfirðinga þenn an garð með því skilyrði að þar verði trjágarður og uppeldisstöð í framtíðinni. Er þetta mikil gj'öf og góð. Auk þessa á skógræktarfélagið 4 hektara girðingu í Tungudal, þar sem nú er búið að gróður- setja um 12000 barrplöntur, og ennfremur litla girðingu nálægt kaupstaðnum, þar sem settar íiafa verið 2500 plöntur undan- farið. Skógræktarfélagi ísafjarðar befur miðað drjúgum undanfarin ár. Formaður þess hefur verið Hjörn H. Jónsson skólastjóri, og hefur hann haft nokkura ötula menn sér við hlið. Þar sm hernaðarandinn er útlægur ger! Þetta eru rússnesk börn á leið í skólann í nýja skólaeinkennisbúningnum sínum. Það hefir sína kosti að hver skóli hafi sinn einkennisbúning, þá verður mismunandi klæðnaður að minnsta kosti ekki til þess að skapa sundurþykkju milli barn anna. En óneitanlega virðist búningur ungu pilt- anna stinga nokkuð í stúf við hinar miklu friðarhugsjónir, sem ku vera ríkjandi austur þar og dauðadæmdan hernaðaranda..— Hvernig væri annars að mæðurnar í islenzku „friðarsamtökunum“ tækju að klæða litlu syni sína að þessari rússnesku fyrirmynd? íirslitin í Amsterdam gefa ekkur nýtt markmið tii á stefna á flNNUB HERUÐ f Norður-ísafjarðarsýslu mun lítið um trjárækt utan nokkurra heimilisgarða nema í Botni í Mjóafirði, þar sem Jón kaupmað- ur Fannberg í Reykjavík hófst handa um skógrækt fyj-ir fáum árum. Lagði hann töluvert í söl- urnar en því miður hefur ekki reynzt kleift að halda aðalgirð- ingunni sauðlausri sakir þess að eftirlit skorti. Mun mikið af því, sem gert var, hafa tortímzt með ( öllu. Óvíst er því um afdrif þess- ( arar tilraunar nema því aðeins' að jörðin Botn byggist og eftirliti sé komið á þaðan. í Strandasýslu hefur lítilshátt- ar verið unnið að skógrækt í nánd við Hólmavík, og auk þess hafa nokkrir menn fengizt við trjárækt en með misjöfnum ár- angri eins og gengur. Sannast þar hið fornkveðna: Veldur hver á heldur. I Að síðustu má geta þess, að Arngrímur Fr. Bjarnason og kona þans hafa gert nokkra tilraun með gróðursetningu trjáa í, Gvendareyjum á Breiðafirði nú um nokkurra ára skeið. Ef sú til- raun tekst að einhverju eða öilu leyti má draga marga lærdóma af henni. ■ ' - : j Næsti áratugur eða svo-man leiða í ljós, hvaða skilyrði eru fyrir hinar ýmsu trjátegundir um vestanvert landið. Að líkindum *nun ýmislegt snúast öndvert vonum manna, en ekki verður sagt annað um það, sem af er, en , að flest af því hafi farið fram úr ■ þeim vonum, sem bundnar voru við þessar tilraunir í uppháfi. ‘ SKÁKMÓTIÐ, sem nú er ný- lega lokið í Amsterdam, var hið sjöunda í röðinni, slíkra al- þjóðamóta, þar sem skáksveit ís- lendinga er þátttakandi. Hin fyrri mótin voru í Hamborg 1930, Folkestone 1933, Múnchen 1936, Stokkhólmi 1937, Buenos Aires 1939 og í Helsingfors 1952. Til þessa hafa hinir íslenzku skák- menn, þrátt fyrir marga ágæta einstaklingssigra, orðið að skipa hín neðri sæti. Sú ein er undan- tekning að í Buenos Aires 1939 náði íslenzka sveitin þeim ár- angri að skipa hið óæðra önd- vegi með því að skipa efsta sæt- ið í neðra flokknum. f ummæl- um blaðanna þá var því spáð að íslenzka sveitin mundi reynast hlutgeng í hinum efra flokki á næstu mótum. Sú varð að vísu ekki raunin í Helsingfors 1952, þótt góðir skákmenn skipuðu hina íslenzku sveit. Hún reynd- íst ekki eins traust og álit manna á skákstyrkleika einstaklinganna gaf efni til að vænta. Nú hafa skákmenn okkar hins ! vegar náð sæti í hinum efra flokki. Skipa þar að vísu neðsta sæti af 12 þjóðum (í Buenos Aires tefldu 15 í efra flokknum,1 þar sem Danmörk skipaði þá neðsta sæti), en ef litið er á þátttakendatöfluna má sjá að ekki vantaði nú nema eina af sterkustu skákþjóðum heims. Bandarikin, en 1939 vantaði, auk þeirra, einnig Rússland, Júgo- slavíu og Ungverjaland og jafn- framt eru t. d. Argentínumenn og Hollendingar allmiklu betri en þá. Er úrslitakeppnin hófst, voru litlar líkur fyrir því að önn-, ur sæti kæmu til greina fyrir ís- lenzku sveitina en það tólfta. Engin þeírra þjóða er þar kepptu hafði nokkru sinni skipað sæti nálægt íslendingum, að undan-^ teknum Búlgörum, en vitað var, og staðfest í undanrásunum, að ■ þeir eru nú með miklu sterkara lið en fyrir stríð. í upphafi keppn innar skipti ísland sætum með Englandi en fyrir ofan Svíþjóð og kom það að vísu mjög á óvart, enda færðist allt til líklegri veg- ar í síðustu umferðunum. Engu að síður er 12 sætið meðal 26 beztu skákþjóða heimsins mjög mikilvægur áfangi og gefur okk- ur nú ný markmið til að stefna að. Frammistaða íslenzku skák- mannanna var nokkuð jöfn með þeim fyrirvara þó, að Friðrik Ólafsson náði lang-beztum ár- angri með því að fá flesta vinn- inga, þótt hann tefldi við lang- sterkustu mennina að jafnaði. Til gamans skal frammistaða liðsins rakin nokkuð í tölum. — Anna Borg Framh. af bls. 22. | frú Borg hefur nýlega tileinkað sér í viðbót við sína alvarlegu list. — Mikill leiksigur, sem leik- húsgestir munu lengi gleðjast yfir með leikkonunni. — “ Þessi stutti útdráttur nægir til að sýna hversu ágætlega frú Önnu Borg hefur tekizt að túlka þetta mikla hlutverk. Aðrir leik- dómendur lofa ekki síður leik hennar, og mun vera sjaldgæft að leikendur fái svo einróma lof fyrir leik sinn. — Það er oss hér heima mikið fagnaðargfni að frú Anna Borg hefur nú aftur náð heilsu sinni og þá ekki síður það, hversu glæsileg hefur orðið end- urkoma hennar á svið Konung- lega-leikhússins. Unnar Jafnt. Töp I undanrás fékk liðið alls 6 10 4 eða 11 v. af 20 55.00% I úrslitum fékk liðið alls 3 21 20 eða 13 Vfe v. af 44 30.68% Alls fékk liðið því .. 9 31 24 eða 24*/2 v. af 64 38.28% 1. Friðrik Ólafsson + 3 = 8 -b 3 eða 7 V. í 14 skákum 50.00% 2. Guðm. S. Guðm. + 2 = 6 -t- 5 eða 4 V. í 13 skákum 38.46% 3. Guðm. Pálmason + 2 = 4 = 3 eða 4 V. í 9 skákum 44.44% 4. Guðm. Ágústsson + 0 = 8 -t- íi eða 4 V. í 13 skákum 30.77% 5. Ingi R. Jóhannsson + 2 = 4 -f- 7 eða 4 V. í 13 skákum 30.77% Guðm. Amlaugsson tefldi tvær skákir og gerði aðra jafntefli, en tapaði hinni. , — Lundúnabréf Framh. af bls. 20. „FLJÚGANDI RÚMSTÆÐI“ Síðastliðna viku var fyrst birt mynd af hinni nýju þrýstilofts- flugvél brezku, sem lyftir sér beint upp frá jörðu og sem nefnd hefir verið „fljúgandi rúmstæð- ið“. Að öðru leyti er almenningi lítt kunnugt um þetta nýja furðu- verk, sem tæknilega séð er talið eiga mikla framtíð. Hinsvegar hafa skopteiknarar blaðanna gert sér mat úr útliti flugvélarinnar, sem er harla óásjáleg enn sem komið er og minnir að því leyti á fyrstu tilraimir mannanna að fljúga. ÁNÆGJULEG HEIMSÓKN „FÓSTBRÆÐRA“ Þeim íslendingum, sem búa í Lundúnum varð óblandin ánægja að komu kariakórsins „Fóstbræð- ur“ um síðustu helgi. Söngur kórsins í brezka útvarpinu og á samkomu Islendingafélagsins tókst mjög vel og vakti verð- skuldaða athygli. Fæstir munu gera sér þess fulla grein hvílík- um örðugleikum það er bundið að fcrðast erlendis í stórum hóp eins og hér var um að ræða og eiga jafnframt að túlka list svo frambærilegt sé á alþjóðamæli-1 kvarða. Þeir sem tækifæri höfðu til þess að kynnast söng og hátt- 1 um „Fóstbræðra" munu Ijúka upp einum munni um það að þar voru á ferðinni góðir listamenn og góðir fulltrúar íslenzkrar nú- tímamenningar. /r London, 271 sept. K. S. Liifthansaflýgur ] brátt aftur 1 KÖLN, 5. október. — Talsmaðufi fyrir þýzka flugfélagið Lufthansa sem var stærsta flugfélag Þýzka- lands fyrir styrjöldina, skýrði svo frá í dag, að félagið vonaðist til þess að geta hafið starfsemi sína á ný vorið 1955. Þýzk flugfélög hafa ekki mátt starfa eftir styrj- öldina, en þar sem landið fær sjálfstæði um áramótin breytisfi það. Talið er, að bannið verði af- numið í miðjum október og utan- rikisráðherrar hernámsveldannS ! muni ræða málið á fundi sínum I í París 20. okt. Formaðurinn í bráðabirgða- stjórn Lufthansa ér dr. Max Ad- enauer, borgarstióri í Köln, seni kom hingað til íslands í sumar. EJen lig^ur í kvcfi LUNDÚNUM, 5. október. — Ut- anríkisráðherra Bretlands, Ant- hony Eden liggur nú í slæmU kvefi. Gat hann ekki komið tili ráðuneytisfundar í dag, er ræða átti um niðurstöður níuvelda- fundafrins og varð því að fresta honum. Fara varð með Triestesamn- inginn heim til Edens til þess aí? hann gæti undirritað hann, þal! sem hann má ekki stíga út fyriij dyr. Talið er fullvíst, að Mende9 France hafi smitað Eden, þar sem hann fékk inflúenzu meðan á! Lundúnafundinum stóð. — Reuter-NTB, — EinSng... Framh. af bls. 21. skiptin eru um 400 ára gömul, og kirkjumar hafa stöðugt haldið áfram að fjarlægjast hvor aðra. - IJirófiir Framh. af bls. 25. í öðru móti er <fram fer í A- Þýzkalandi. Áður hafði Frjálsíþróttasam bandið tilkynnt, að íslending- arnir myndu keppa í Kaup- mannahöfn. Samkvæmt skeyti er frá drengjunum hefur bor- izt varð ekki af þátttöku þeirra þar, og SJÁLFIR ákváðu þeir að nota nú tæki- færið, fyrst þeir voru komnir út og keppa á fleiri en einu móti. Aætlaður Þýzkalandsher 1 LONDON, 4. okt. — Áætlað er að V-Þýzkaland fái hálfa milljón hermanna af Evrópuhernum, ef hann verður stofnaður. 1350 flug- vélar og talsverðan flota. —Reuter. * SAMSTARF GOTT Á NORBURLÖNDUM — Er samstarf norrænna þjóðá í kirkjumálum gott? — Já, mjög gott og áhugi fyrie slíku samstarfi fer vaxandi. Fyrifl fjórum árum síðan var haldið norrænt kirkjuþing hér á landi. Forustu fyrir sænsku fulltrúun- um hafði Björkquist biskup frá Stokkhólmi. Þetta þing efldí mjög Norrænu alkirkjustofnun- ina í Sigtúnum í Svíþjóð, en þessi stofnun er aðal driffjöðrin í starfi alkirkjustefnunnar á Norður- löndum. — Ásmundur Guðmundssom biskup er fulltrúi íslands í þess- ari stofnun og séra Sigurbjörn Einarsson er meðlimur í ritstjórn blaðs stofnunarinnar, — Kristem Gemenskap. KRISTIN TRÚ OG RÉTTVÍSI — Norræna alkirkjustofnuniQ tók mjög mikinn þátt í að undir- búa þingið í Evanston og var haldin ráðstefna um undirbún- inginn í Sigtúnum síðastliðinn apríl. Á þessari ráðstefnu voru einnig rædd önnur viðfangsefni, og þá einkum kristin trú og rétt- vísi. í ágúst 1955 verður haldið þing á vegum stofnunarinnar £ Finnlandi og verður þá fjallað um þessi efni. Á þessu þingi munu sitja bæði guðfræðingar og lögfræðingar og prófessorar I lögum. ■i'jrj ÁHUGI Á SKÁLHOLTI — Björkquist er nú að láta aí störfum sem biskup í Stokkhólmi.. Mun hann þá flytja til Sigtúna og hyggst eyða miklu af sínum starfskröftum í þágu Norrænu alkirkjustofnunarinnar. — Björkquist hefur mikinn áhuga á Skálholti, sem er mjög merkur staður í kirkjusögu Norð- urlanda. Mitt fyrsta verk, þegar ég hitti hann verður að skýr® honum eftir föngum frá upp- greftrinum þar og áformum uni endurreisn staðarins. ★ ★ ★ ★ ★ Mbl. þakkar Dr. Johannsson rabbið og óskar honum giftu I starfi hans. G. St. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.