Morgunblaðið - 07.10.1954, Blaðsíða 10
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. okt. 1954
— Fyrsta samtal mitt við Stalin
Frh. af bls. 23
„Ég hef talað við marga menn,
bæði I Bandaríkjunum og öðrum
löndum, sem virðast efast um
hvort hinn mikli leiðtogi Sovét-
samveldisins, generalismum
Stalin, sé nægilega kunnugur því,
sem er að gerast í Evrópu, Banda-
ríkjunum og veröldinn yfirleitt.“
Þegar þessi síðustu orð höfðu
verið túlkuð, tók Stalin allt í einu
fram í og baðaði út höndunum:
„En ég fylgist mjög vel með.
Lítið þér á!“ — og svo sneri
hann sér við og þrýsti á hnapp —
„ég skal sýna yður amerísku
blöðin, sem ég hef lesið í dag.“
Varðmaður kom inn, Stalin sagði
eitthvað við hann á rússnesku og
maðurinn kom aftur með tíu
sentimetra þykkan blaðabunka.
Þetta voru allt amerisk dagblöð,
og vélrituð blöð fest við — auð-
sjáanlega þýðingar. Úr sætinu
mínu gat ég séð að þar var „New
York Times“, New York Herald
Tribune" og „Chicago Tribune".
Stalin studdi hendinni á bunk-
ann, sem endurspeglaði Ameríku
hins daglega lífs og sagði: „Þetta
eru amerísku blöðin, sem ég hef
lesið í dag.“ Ég dáðist að þessu.
Það var auðsjáanlega til lítils að
fara lengra út í þá sálma og þessi
þáttur viðræðunnar eridaði með
því að Stalin vék aftur að fjár-
hagslegu aðstoðinni. „Mér þykir
leitt að Sovét hefur ekki ennþá
fengið þessa tíu milljarda, sem
við þurftum svo nauðsynlega og
þurfum enn“, sagði hann aftur.
„Ég held að ég þekki Bandaríkin
mjög vel, og ég hef séð Ameríku
’fereyta um skoðun áður. Ég hef
séð henni snúast hug frá degi til
dags. Það gæti hugsast að það
skeði oftar.“
Vitanlega langaði mig til að
minnast á S. Þ. og Sovét-sam-
veldið líka. Ég reyndi eftir beztu
getu að sannfæra þennan vold-
uga þjóðhöfðingja um hve mikils
verðar Sameinuðu þjóðirnar
væru og hvernig hægt væri, að
mínu áliti, að nota þessi samtök
til að efla frið og kynni meðal
allra þjóða. Stalin hafði fátt eitt
við þessu að segja, hann var mjög
fámáll. Hann minnti á að Sovét-
samveldið hefði verið meðal stofn
enda S.Þ., og sagði: „við viljum
gera allt til þess að starfa sam-
kvæmt þeirri stefnu, sem kemur
hagsmunum okkar og heimsins
að gagni.“ Mér fannst ég ekki
geta gert tilraun til að fara út í
Itarlegar umræður um málið.
Einmitt þá var Sovét að vinna að
því að koma á fundi utanríkis-
ráðherranna fjögurra, áður en
friðarfundurinn í París yrði hald-
inn, og það var svo að sjá sem
Rússar kysu heldur að stórveld-
in réðu fram úr málinu innbyrðis,
án íhlutunar fundarins — og án
íhlutunar Sameinuðu þjóðanna.
„SKRAMBI GOTT SKJAL“
En þó að hann væri svona treg-
Ur og þó að ég vissi hvað efst var
á baugi hjá Rússum um þær
mundir, þóttist ég ekki geta látið
tækifaerið ónotað. Það var ekki
gott að vita hvenær ég talaði við
leiðtoga Sovét-samveldisins næst.
„Yður hlýtur að vera ánægja að
því að vera einn af stofnendum
Sameinuðu þjóðanna", sagði ég,
til að leita fyrir mér. „Hugsum
okkur þá miklu von, sem sátt-
málinn gefur öllum kúguðum
þjóðum, nýlenduþjóðunum, þeim
sem lifa í þrældómi, og öllum
þeim, sem nú geta séð fram á
frelsi, sjálfstæði og betri æfi.
Finnst yður ekki, generalismus
us Stalin, að sáttmáli Sameinuðu
þjóðanna sé mjög fyrirheitsríkt
skjal, og gefi vonir þeim hluta
veraldarinnar, sem enn lifir í
þrældómi að nokkru leyti?“ Svar
ið sem ég fékk var stutt og lag-
gott: „Jú sáttmáli Sameinuðu
þjóðanna er skrambi gott skjal.“
★
Þegar ég flaug til Kaupmanna-
hafnar daginn eftir var mér
margt í hug. Ég var að reyna
að gera mér heildarmynd af þess-
um viðburðaríku dögum, en ég
varð að viðurkenna fyrir sjálf-
um mér að beygurinn sem ég
hafði af framvindu stjórnmál-
anna hefði ekki minnkað við
þessa heimsókn. Ég mundi eftir
hinni íburðarmiklu móttökuat-
höfn fyrir Tékkóslóvakana og því
sem Mazaryk hvíslaði að mér:
„Rússarnir hafa gengið frá þessu
öllu fyrirfram. Þetta er allt
„humbug“. Ég mundi yfirlýsingu
Stalins um, að Sovétsamveldið-
mundi „starfa samkvæmt þeirri
stefnu, sem kemur hagsmunum
okkar og veraldarinnar að gagni“
— og orðunum: „skrambi gott
skjal“, sem hann notaði um UNO-
sáttmálann. Það sem ég hafði séð
og heyrt á þessum stutta tíma
bar ég saman við atburði síðustu
ára, og var í litlum vafa um að
Stalin hefði sínar ákveðnu fyrir-
ætlanir hvað Austur-Evrópu
snerti. Það var auðséð að hann
ætlaði að gera sínar ráðstafanir
án þess að spyrja Sameinuðu þjóð
irnar. Og „járntjaldið“? Hvort
sem maður lýsti því með mynd-
skrúði Churchills eða kallaði það
bitra stjórnmálastefnu, sem gekk
út á að mynda vegg af „vinveitt-
um“ undirlægjuþjóðum kringum
sig, varð útkoman sú sama.
í næstu tvö árin var Tékkó-
slóvakía eina vonin í allri þess-
ari röð hinna aðliggjandi landa.
Meðan lýðræðissinnuð Tékkó-
slóvakía var til var þó — þrátt
fyrir síversnandi samkomulag
Austurs og Vesturs — ennþá von
um modus vivendi. Ég fylgdi
gangi málanna í Tékkóslóvakíu
dag frá degi með mikilli athygli.
Samt bar lokaþáttinn bráðar að
en mig hafði grunað.
— Mazaryk hafði reynt að búa
sig undir það, sem koma skyldi,
það var greinilegt, og hann hafði
ætlað sér að hafa sitt lag á að
taka því. Ég man þegar við
höfðum verið að íhuga stjórn-
málahorfurnar, í Czernig-höllinni
26. og 27. janúar. Hann hafði ver-
ið í góðu skapi og virtist vonbetri
um framtíðarhorfurnar í Tékkó-
slóvakíu en hann hafði verið
nokkrum mánuðum áður, í New
York. Hann hélt því fram að
kommúnistar mundu ekki fá
fleiri atkvæði við kosningarnar,
sem áttu að fara fram í maí, en
| þau 38%, sem þeir höfðu fengið
| við síðustu kosningar — líklega
; mundu þeir ekki fá nema 32—
i 33% atkvæðanna. En ég man að
! hann sagði: „Ég vona að breyt-
j ingarnar verði ekki of miklar. Ef
kommúnistar tapa of miklu, eru
þeir til með að hætta á byltingu.“
En þó að hann gerði ráð fyrir
þeim möguleika, datt honum ekki
í hug að þeir mundu gera bylt-
inguna svona fljótt — fyrir kosn-
ingarnar.
Við ræddum þennan möguleika
áfram, og sem gamall og nákom-
inn vinur spurði ég hann hvort
honum væri ekki ráðlegast að
gera sér ferð til Frakklands og
Englands í embættiserindum, —
allur væri varinn góður. En ég
hefði átt að þekkja Mazaryk bet-
ur. Hann var staðráðinn í að, sitja
sem fastast, hvað sem fyrir kynni
að koma, og hann talaði niðrandi
um Pólverja, Ungvara og Rúm-
ena, sem hefðu flúið land þegar
kommúnistar tóku völdin. Ég
man eftir að hann sagði: „Ég er
ekki þannig gerður að ég sætti
mig við að fara til Ameríku og
skrifa fimm greinar fyrir „Satur-
day Evening Post“ fyrir 15.000
dollara. Nei, ég verð kyrr.“
Ég man áhyggjur hans; og
beiskju — honum fannst að
London og Washington hefðu ,,af-
skrifað“ Tékkóslóvakíu þegar ár-
ið 1946. „Þessi stefna hefur ger-
samlega eyðilagt fyrir mér alla
möguleika á því að keppa við
Gottwald nema höllum fæti, og
hún hefur skaðað land mitt mjög
alvarlega", sagði hann. Og hann
hélt áfram: „Þetta háttalag er
blátt áfram upplýsing hana
tékkneskum kommúnistum og
Rússum um að amerísku og
brezku stjórnina gildi alveg einu
hverju kommúnistar taka upp á
í Tékkóslóvakíu." Og hann sneri
sér að mér: „Trygve, villt þú sem
persónulegur vinur minn, lofa
mér því að ná sambandi við rétta
hlutaðeigendur í London og
Washington, og segja þeim hvern
ig ég líti á þetta? Viltu reyna að
fá þá ofan af þessari uppgjafar-
stefnu?“ Ég kom boðunum áfram
til London og New York. En þá
var það of steint.
★
Benes forseti, sem ég taldaði
við sama daginn, hafði ekki
neista af þeirri bjartsýni örvænt-
ingarinnar, sem Mazaryk hafði
haft. Hann talaði með beiskju
um Sovét-Rússland — þetta var
í fyrsta skipti sem ég heyrði hann
gera það, svo ég muni — og hann
var enn berorðari en Mazaryk,
þegar hann minntist á Tékkó-
slóvakísku kommúnistana. „Ég
get ekki skilið hvernig kommún-
istar eiga að geta haldið velli við
kosningarnar í mai. Þeir eru að
tapa allsstaðar, en við vitum ekki
upp á hverju þeir kynnu að taka,
þegar ósigurinn er orðinn opin-
ber.“ Þegar ég skildi við Benes
var ég sannfærður um að hann
gerði sér engar tálvonir. Fram-
koma hans og orð sýndu mér
mynd af manni, sem hafði gerst
fangi af frjálsum vilja. Enn þann
dag í dag finnst mér þessi stund
með Benes raunalegasta stundin,
sem ég hef lifað. Maðurinn hafði
orðið að horfa upp á að allur
árangurinn af starfi hans og bar-
áttu rann útúr höndunum á hon-
um, án þess að hann gæti bjarg-
að nokkru. Og ekki gat ég hjálp-
að.
SÁJt LOKAÞÁTTUR
Tékknesku harmsögunni lauk
með sárum lokaþætti hvað snert-
ir mig persónulega. Árið 1950
kom ég aftur til Prag — í þetta
skipti varð ég að fara gegnum
járntjald inn í kalt land, sem í
einu og öllu var á valdi komm-
únista. Nú var allt horfið, sem
hefði getað gert landið að brú
milli austurs og vesturs; hliðið
var lokað og síðustu forsvars-
menn lýðræðisins dánir eða í
fangelsi. Ég var kominn í þeim
erindum að tala við tékkneska
utanríkisráðherrann Wiliam
Siroky, til þess að freista þess að
fá hann til að láta laus grisku
börnin, sem hafði verið rænt og
höfð í gislingu. Ég hefði eins vel
getað setið kyrr í New York.
Áður en ég kvaddi spurði ég vara
utanríkisráðherrann, frú Sekani-
nova Cakrtova, hvort ég mætti
fá að sjá legstaði þeirra Eduards
Benes og Jans Mazaryk, svo að
ég gæti lagt blóm á leiði vina
minna. „Ég hef ekki hugmynd
um hvar þeir eru“, svaraði hún,
„og utanríkisráðherrann veit það
ekki heldur.“ Ég var heilan dag
að reyna að grafa upp hvar vinir
mínir væru jarðaðir. Símahring-
ingar og persónulegar málaleit-
anir dugðu ekki hót, og loks Ijóst
aði vara-aðalritarinn minn,
Constantín Zinchenko — sem var
með mér í ferðinni — upp því,
sem mig hafði alltaf grunað:
„Verið þér svo vænn að vera ekki
að reyna að spyrja uppi grafirn
ar þeirra“, sagði hann. „Það gæti
misskilist, bæði hér og í Moskva.“
Bokarfregii:
Islenzk læknisfræðllieiti
18.000
í verkfalli
LUNDÚNUM, 5. september. —
18.000 hafnarverkamenn í
Lundúnum eiga nú í verkfalli.
Fjölmargir aðrir hóta einnig
að leggja niður vinnu, ef
stjórnin grípi til þess ráðs að
láta hermenn afhlaða skip
þau, sem í höfninni liggja.
Þau eru 120 talsins.
— Reuter-NTB.
Nominaclinica islandica
ÍSLENZK LÆKNISFRÆÐI-
HEITI, eftir Guðm. Hannes-
son. — Sigurjón Jónsson
annaðist útgáfuna.
ARIÐ 1941 kom út eftir pró-
fessor Guðmund Hannesson
bókin Nomina anatomica eða
íslenzk líffæraheiti. Bókin er'
einkum ætluð læknum og lækna- j
nemum og er íslenzk þýðing á
latneskum og grískum nöfnum á
líffærum líkamans.
Síðustu ár æfinnar vann hann
að framhaldi þessarar bókar og
er það nú fyrir skömmu komið
út á prenti, í vandaðri útgáfu
H.f. Leifturs, 180 bls. að stærð
í stóru 8 blaða broti, að tilhlut- j
an Háskóla íslands og heitir:
Nomina clinica islandica, ís-
lenzk læknisfræðiheiti. Fyrri
bókin nær einungis yfir öll nöfn
á Hffærum mannsins, en hin síð- j
ari tekur til allra algengustu og ’
mest notuðu orða í læknis- og
heilbrigðisfræði. Er þessu bindi(
skift í 2 hluta. Fyrri hlutinn erj
erlendu fræðiheitin í stafrófsröð
með íslenzkum þýðingum, en í (
síðari hlutanum eru íslenzku
læknisfræðiheitin á undan þeim
erlendu.
Höfundinum entist ekki aldurj
til að ljúka við þetta verk til
fulls, en hafði þó lokið við frum- j
handritið, þegar hann lézt haust-'
ið 1946. j
Handrit þetta, ásamt fleiri
ritum og bókum, gáfu erfingjar,
G. H. Háskólabókasafninu og'
þegar þess var farið á leit við
próf. Alexander Jóhannesson, þá- j
verandi rektor Háskólans, að Há- !
skóli íslands annaðist útgáfu j
bókarinnar, tók hann þeirri mála-
leitan strax vel. Var nú leitað til
Sigurjóns Jónssonar fyrrv. hér-
aðslæknis um að yfirfara og
undirbúa handritið til prentun-
ar og tók hann það að sér. Mun
vart hafa verið völ á hæfari
manni til þessa starfs, því að
auk víðtækrar þekkingar í lækn-
isfræði krafðist það mikillar
málaþekkingar, bæði í latínu og
grísku, auk nýju málanna.
Verk þetta leysti Sigurjón
læknir af hendi af sinni alkunnu
samvizkusemi og vísindalegu
nákvæmni, enda sparaði hann
hvorki tíma né fyrirhöfn til þess
að verkið yrði sem bezt af hendi
leyst. Ýmsir mætir læknar hafa
einnig rétt hjálparhönd við út-
gáfuna. Má þar nefna Niels
Dungal próf., Vilmund Jónsson
landlækni, Júlíus Sigurjónsson
próf., og Benedikt Tómasson'
lækni og skólastjóra.
Bók þessi bætir úr brýnni þörf.1
Hingað til hefur ríkt hinn mesti
glundroði í íslenzku ritmáli um:
læknisfræði og heilbrigðismál.
Algengt er að sjá í bókum eða'
greinum, sem ritaðar hafa verið
um þessi efni, 2—3 eða jafnvelj
fleiri ísl. orð notuð á víxl um'
sama hugtakið, eða jafnve’l sama j
íslenzka orðið notað yfir 2 eða
fleiri óskyld erlend hugtök. Er
augljóst að slíkt er mjög vill-
andi, bæði fyrir lærða og leika
og gerir þeim erfitt fyrir, sem
um þessi mál rita.
í „íslenzk læknisfræðiheiti“ er
urmull af nýyrum, sumum’
afburða snjöllum og hafa mörg
þeirra þegar unnið sér festu í
málinu. Bókin á vafalaust eftir!
að bæta og fegra íslenzkt ritmál j
um læknis- og heilbrigðisfræði
og óhætt er að segja, að fram-j
vegis verður hún ómissandi bók
læknanemum, læknum, hjúkr- j
unarkonum og siðast en ekki sízt
öllum, sem rita vilja um heil- j
brigðismál á íslenzka tungu.
Síðustu 2 ár æfi sinnar vannj
Guðm. Hannesson próf. jöfnum
höndum að 2 bókum: íslenzk j
læknisfræðiheiti og þýðingu á
æfisögu Benjamíns Franklins. |
Það er erfitt verk og lýjandi
að semja orðabók á máli, sem á
ekki orð yfir nema nokkurn hluta ;
af þeim erlendu fræðiorðum, sem
þýða á. Þýðing hvers einstaks
orðs getur tekið langan tíma.
Þar er margs að gæta. Þýðingin
verður að komast sem næst
merkingu hins erlenda orðs. Hún
verður að vera stutt og þjál í
samsetningum og málfræðilega
rétt mynduð sé um nýsmíði að
ræða. Reynt er þó í lengstu lög
að komast hjá algerri nýmynd-
un orða og þarf þá að leita bæði
í fornu máli og nýju, hvort ekki
finnist gott orð, er nái yfir hið
erlenda hugtak, enda þótt það
hafi ekki verið notað í þeirri
sérstöku merkingu fyrr. Siík
leit getur tekið langan tíma, og
oft fer svo, að engin viðunandi
lausn finnst í fyrsta sinn, og
verður það orð þá að bíða betri
tíma. Þannig eru oft gerðar fleiri
atlögur að sama orðinu unz við-
unandi lausn er fengin, a. m. k.
til bráðabirgða, meðan ekki
finnst annað betra.
Þá er ekki síður vandi að
ákveða, hvaða orð beri að velja
og hverjum hafna, þegar um
takmarkað orðasafn er að ræða.
Ég minnist þess líka að oft
lagði höf. þreyttur og mæddur
orðabókarhandritið frá sér og
tók þá til við þýðingu hinnar
hugljúfu æfisögu Benjamíns
Franklins, en þýðingu þeirrar
bókar hafði hann sér til hvíldar
og afþreyingar frá öðrum störf-
um síðustu 2 æfiárin. Honum
auðnaðist ekki að ljúka þýðingu
æfisögunnar til fulls, en einnig
þar kom Sigurjón Jónsson læknir
til hjálpar, lauk við þýðinguna
og bjó bókina undir prentun,
ásamt Jóni Sigurðssyni skrif-
stofustjóra Alþingis, og kom sú
bók út í ágætri útgáfu 1947.
Eru þá bæði þau handrit, sem
próf. Guðmundur Hannesson
vann að síðustu árin, en vannst
ekki tími til að ljúka við, komin
út á prenti, og er mér óhætt að
segja, að svo vel hefur verið til
þeirra vandað, að höfundurinn
hefði ekki á betra kosið.
Hannes Guðmundsson.
— Oddur V.
Gíslason
Frh. af bls. 19.
g'óðs maklegur Af honum er víð
og fögur útsýn í björtu veðri.
Faxaflói og hinn fagri fjalla-
hringur blasir þar við sjónum
vegfarenda. Sagt er að af Gríms-
hól hafi áður fyrr sézt í góðu
skyggni þessar kirkjur: Kirkju-
vogskirkja í Höfnum, Hvalsnes-
kirkja (þessar kikrjur sjást nú
sennilega ekki lengur, vegna
þeirra framkvæmda, sem orðið
hafa á síðari árum í heiðinni),
Útskálakirkja, Njarðvíkurkirkja,
Kálfatjarnarkirkja, Garðakirkja
og Bessastaðakirkja og sennilega
sézt nú einnig Kristskirkja -í
Landakotshæð.
Væri vegfarendum kærkomið
að útsýnisskífa yrði sett upp á
Grímshól og ætti Félag Suður-
nesjamanna í Reykjavík að beita
sér fyrir því, að úr þeim fram-
kvæmdum yrði hið allra :fyrsta“.
Egill hefir látið í ljós álit sitt.
Er ég Agli þakklátur fyrir og al-
gerlega sammála. Vænti ég þess,
að allir þeir, sem hafa í huga að
heiðra minningu Odds V. Gísla-
sonar, sameinist um, að það verði
gert á þann hátt, sem hér er
bent á, því að það er framkvæm-
anlegt nú á næstu tímum, annars
gæti svo farið að séra Oddur
gleymdist enn um sinn.
___GuSbjartur Óiafsson.
r
I garða- og
heyviiinu
UM helgina hlánaði svo að norð-
ur á Raufarhöfn fóru menn í
kartöflugarða sína og tóku upp
það sem eftir var. Komu kartöfl-
urnar óskemmdar undan snjón-
um. — Nokkuð var unnið í heyi,
sem mun vera orðið hið léleg-
asta fóður.