Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. okt. 1954 MORGVNBLAÐIÐ Sextygur í dag: Uelsted stórkaupmaður PÁLL B. Melsted er sextugur í dag. Hann er fæddur að Fram nesi á Skeiðum, sonur hjónanna Bjarna Jónssonar Melsted bónda þar og konu hans Þórunnar Guð- mundsdöttur bónda á Miðengi Jónssonar. Páll á til margra þjóð- kunnra manna að telja, þótt ekki verði það rakið hér. Það er þó mála sannast, að Páli er næsta hugleikið að ræða um ýmsa ætt- menn sína, enda er hann ætt- fróður með afbrigðum og fróður vel í þjóðlegum íslenzkum fræð- um. Páll hóf nám í Menntaskólan- um í Reykjavík, en hvarf þaðan; búfræðingur varð hann frá Hvanneyri 1913 og prófi lauk hann frá Samvinnuskólanum '1921. Annars hygg ég, að skóli lífsins og reynslunnar hafi reynzt honum heilladrýgstur. Sé ég ekki betur en, að hann sitji enn þann skólabekk, jafnan námfús og vak- andi yfir því, sem nýtt er og að gagni má verða. Páll er kaupsýslumaður af lífi og sál, hugkvæmur, glöggur og viðbragðsfljótur. Eftir að hann lauk verzlunarprófi starfaði hann ' hjá ýmsum fyrirtækjum, lengst hjá Þórði Sveinssyni & Co., þar til hann, ásamt Guðmundi heitn- um Helgasyni, stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1930. Firmað G. Helga- son & Melsted h.f. hefir starfað óslitið síðan og er nú í fremstu röð ísl. heildsölu- og umboðssölu- fyrirtækja hér á landi. Er Páll nú aðaleigandi þess. Skömmu eftir að þeir félagar stofnuðu fyrirtæki sitt urðu mikl- ar breytingar í ísl. utanríkis- verzlun. Heimskreppan sagði til sín og olli margvislegri röskun á hefðbundnum verzlunarleiðum. Beina varð innkaupum landsins til nýrra landa til að tryggja þar markað fyrir ísl. útflutningsaf- urðir. Eitt þessara landa og ekki það þýðingarminnsta var Spánn. Ungum og lítt rótgrónum fyrir- tækjum voru slík veðrabrigði eJrki sérlega hliðholl, en hér kom fram það, sem síðar hefir reynzt þýðingarmikill eiginleiki í fari Páls: viðbragðsflýtir og kjarkur að reyna nýjar leiðir. Sú varð og raunin á, að von bráðar var G. Helgason & Melsted h.f. orðið einn stærsti innflytjandinn hér á spænskum vörum, aðallega vefn- aðarvörum. Hygg ég, að þessi Spánarviðskipti hafi ráðið miklu um síðari þróun og gengi firm- ans. Að minnsta kosti munu þau hafa átt sinn þátt í, að Páll kom á fót í Færeyjum umboðs- og heildverzlun, sem í fyrstu seldi talsvert af spænskum vörum, en starfaði síðar sem alhliða inn- og útflutningsfyrirtæki þar í landi. Fyrirtæki þetta rekur Páll ennþá og nýtur það trausts og virðingar. Enda þótt viðfangsefni Páls hafi fyrst og fremst verið á sviði innflutningsverzlunarinnar hefir hann einnig látið til sín taka í ýmsum greinum útflutningsins, enda hygg ég, að hugur hans sé ekki síður bundinn við hann en innflutningsverzlunina. Nægir þar til sönnunar að benda á, að G. Helgason & Melsted h.f. voru með þeim fyrstu er hófu að selja saltfisk héðan til Suður-Ameríku. Um árabil var firmað einn stærsti útflytjandinn á loðskinnum og nú síðustu árin hefir Páll flutt og selt skreið í stórum stíl til Afríku og víðar. Öll þessi starfsemi Páls hefir leitt til þess, að hann er maður víðförull og kann frá mörgu að segja að því er snertir siði og viðskiptavenjur framandi þjóða. í byrjun síðasta stríðs hóf Páll viðskipti við Bandaríkin og hefir ástundað þau jafnan síðan. Einn árangur þeirrar starfsemi er, að firma hans hefir nú umboð fyrir Pan-American World Airways. Ég hefi hér drepið á nokkur viðfangsefni Páls Melsteds á und- anförnum árum, enda lýsa þau manninum og skapgerð hans bet- ur en margt annað sagt í löngu máli. Sýnist mér saga hans harla merkileg og til eftirbreytni ung- um verzlunarmönnum, þeim sem vilja annað og meira en að ganga troðna slóðu. Páll er kvæntur Elínu Jóns- dóttur frá Fossnesi í. Gnúpverja- hreppi Eiríkssonar, hinni ágæt- ustu konu. Eiga þau tvö börn, Boga, stud. med. og Ingigerði hj úkrunarnema. Páll dvelur nú, eins.og oft áður, víðs fjarri heimili og ástvinum. Vafalaust munu þó hinir mörgu vinir hans í dag senda honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir. En ég lýk þessum fáu orðum með því að segja: Páll, heill þér sex- tugum! O. G. íS Himring Ný sending hálsklútar Me yjaskemman Laugavegi 12 Vélbátur til leigu Til leigu er 89 smálesta vélbátur í prýðisgóðu. lagi, með eða án veiðarfæra. Nánari upplýsingar gefur Landssamband ísl útvegsmanna LALLA! Ég sendi þér kæra kveðju á þessum tímamótum æfi þinnar. Allt þitt lif hefur farið í að hjálpa öðrum. Af kærleika þínum hefur þú veitt fátækum og smáum af þínum litlu tekj- um. Sumum fé, öðrum vinnu og öllum sem þig hafa umgengist, kærleika. Við vinir þínjr og ætt- ingjar munum öll skulda þér, þjóðin öll skuldar þér og þínum! líkum; sú skuld 'verður aldrei greidd hér. Guð mun greiða þér hana þegar þar að kemur. Guð blessi þig öll ófarin æviár, og geri þér þau björt og blíð. Hjartans þökk fyrir allt þitt starf okkur vinum þínum og frændum til heilla. Drottinn blessi þig. — X. TRIESTE, 26. okt.: — Hersýning ítalskra, brezkra og bandarískra liðsveita er fara átti fram í Trieste í gærmorgun í tilefni af afhendingu A-svæðisins í Trieste í hendur ítölum, var aflýst. Skömmu áður en hersýningin átti að hefjast, rauf fagnandi mannfjöldinn varnarvegg lög- reglu- og hersveita, svo að Winterton, yfirbershöfðingi brezka og bandaríska hernáms- liðsins, er dyalið hafði um borð í skipi á höfninni, komst ekki til hótelsins þar, sem hann, átti að hitta fulitrúa ítölsku stjórnarinn- ar. Brezku hersveitirnar héldu til Malta og síðan áfram til Bretíand, en bandarísku hersveitirnar munu fyrst um sinn verða stað- settar í Leghorn, birgðastöð bandaríska hersins á vesturströnd ítaiiu. — Reuter-NTB. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá“. ÞESSI orð komu mér í hug, er ég frétti lát vinar míns Péturs Pét- urssonar, en hann var burtkall- aður 21. október 1954. Pétur var fæddur á Gili í Sauð árhreppi í Skagafirði 17. ceptem- ber 1872. Frá Gili mun hann hafa flutzt mjög ungur með íoreldr- um sínum, Pétri Péturssyni og Elisabetu Hallsdóttur, að Saur- bæ í Lýtingsstaðahreppi. For- eldrar hans voru dugleg og vel- látin, einkum var Elísabet rómuð fyrir dugnað og hagsýni og mun hafa mætt mikið á henni, því að barnahópurinn var stór. Pétur kvæntist Sigríði Bene- diktsdóttur. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Einarsdóttir systir Indriða Einarssonar skálds. — Sigríður var gáfuð og glæsileg kona. Pétur var fríður sýnum og mikið snyrtjmenni í allri fram- komu og hvers manns nugljúfi. Pétur og Sigríður bjuggu eitt ár á Grimsstöðum í Svartárdal, en flest árin sem þau voru sam- vistum voru þau í húsmennsku á ýmsum bæjum í Lýtingsstaða- hreppi og voru alls staðar vel látin. Þau eignuðust eitt barn, son sem heitir Svavar og er bóndi í Skagafirði. Fyrir nær bví þrjátíu árum fluttist Pétur suður og ílendist hér syðra. Hann var lengi í Gufu- nesi hjá Jónari Björnssyni og Guðbjörgu Andrésdóttur. En qíð- ustu árin var hann til heimilis hjá Geir Gunniaugssyni í Eski- hlíð og Kristinu Björnsdóttur konu hans og naut þar sérstakrar umönnunar. Meðan Pétur gat unnið mun hafa verið sótzt eftir honum. Hann var duglegur heyskapar- maður og með afbrigðum góður skepnuhirðir og vildi láta skepn- unum líða vel. Hann var hús- bóndahollur, hógvær í umgengni og tillitssamur í samskiptum sín- um við samfeðramennina. Hann var barngóður og sériega skyggn á hugheima æskunnar. Minnist ég þess nú að Pétur var ætíð góður gestur heima á æsku- heimili mínu, einkum fögnuðum við systkinin komu hans, og vor- um við þá börn að aldri. Pétur varð aldrei ríkur á veraldar mæiikvarða. Hann var enginn söfnunarmaður. Það, sem hann innvann sér fór til þess að gefa og gleðja aðra. Að gefa var hans yndi. Það einkenndi Pétur meðal annars, nve vel hann tal- aði um húsbændur sína og yfir höfuð alia, sem með honum höfðu verið, og hve þakklátur hann var fyrir það, sem honum var gott gert. Pétur eignaðist marga vini, sem reyndust honum tryggir allt til hinztu stundar og sýndu hon- um mikla umönnun. Hann varð aldrei einmanna í ellinni. Vinir hans léttu Honum síðasta og erfiðasta áfang'ann. Ekki verður sagt að Pétur.hafi unnið nein stórvirki, sem halda rpuni nafni hans á lofti, og þó var hann á sína visu mikilmenni. Hann komst ékki hjá andstrevmi í lífinu, en honum tókst að varð- veita barnslund sína og kveðja heiminn an kala til nokkurs manns. En eftirminnilegur mun hann verða samferðamönnunum, r>em eftir lifa, þessi hjartahreini og trúi þjónn. Elinborg Larusdóttir. Císli Einarsson héraiVtióm$l<>g.irtaður. Máiílutniiigsski’ifstofa. Laugavegi 20 B. — Sími 82631. Ragnar Jónsson hæstaréttariögmaður. Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Laugavegi 8. — Sími 7752. ■ ■■■•■•« *• ■■*■■■•■••••* llppþvottagrindur Ódýru uppþvotta- grindurnar komnar aftur. L. Storr & Co. Saumastúíkur helzt vanar, óskast nú þegar. Verksmiðjan Fram h.f. Laiigavtegi 116, sími 3057 ■«■■■■■■ •!«•■■ ■•■■■■« •■•■■■■■■■■•■■•■•■«••••■■■■□ wamaaaa ■■■«»■••' ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ m m m j Stúlkc eða piltur ■ ■ ■ ■ j óskast í sérverzlun. — Verzlunarskólapróf eða samsvar- 5 ■ andi menntun nauðsynleg. Skrifleg umsókn ásamt með- * I mælum sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Framtíðarat- ; I vinna“ —738, fyrir 30. október. ’ A AUCLYSING j Seljum kaffi, mjólk og smurt brauð, allan daginn. Sömu- ■ leiðis lausar máltíðir og fast fæði. — Sanngjamt verð. — : Góð afgreiðsla. — Reynið viðskiptin. I MATSTOFA KEFLAVÍKUR FORELDRAR Ákveðið hefur verið að starfrækja morgundeild við Leikskólann í Brákarborg frá næstu mánaðamótum. — Uppl. hjá forstöðukonunni frá kl. 1—6 daglega, sími 7748. Stjórn Suvnargjafar. Innflutnings- og gjaldeyrlsleyfi fyrir SENfUFEHÐfiBlTREIÐ óskast. — Tilboð merkt: ABC —739. sendisí afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.