Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. okt. 1954
Mæðiveiki
Framh. af bls. 1
holtstungum í Borgaríirði. Var
allt fé á þeim bæ einángrað um
veturinn og síðan slátrað og kom
í ljós að engin kind var með
mæðiveiki.
SKÝRSLA NEFNDARINNAR
Síðan las hann upp skýrslu
Sauðfjárveikivarnarnefndar um
mæðiveikitilfellin í Dalasýslu.
Þann 21. september s.l. voru
send til rannsóknar kindar-
lungu frá Hólum í Hvamms-
sveit í Dalasýslu. Tilrauna-
stöðin á Keldum úrskurðaði
eftir rannsókn að lungu þessi
væru sýkt af þurramæði.
:?
BÖNDIN BERAST
AÐ VALÞÚFU-FÉ
Kind þessi var 4 vétra og hafði
bóndinn á Hólum keypt hana ár-
ið 1952 frá Valþúfu á Fellsströnd,
en það haust var allt fé frá Val-
þúfu selt eða fargað. Þess er get-
ið um féð á Valþúfu, að það hafi
allt frá fjárskiptunum 1947 verið
talið vanhaldalaust og hraust.
í tilefni sýkingartilfeilis þessa
fór Guðmundur Gíslason læknir
vestur. Skoðaði hann fé í Skerð-
ingsstaðarétt og fundust þá 2
grunsamlegar kindur, önnur
þeirra frá Skerðingsstöðum og
hin frá Skarðsstöðum og við rann
sókn r-eyndust báðar sýktar af
þu rramæði. Það varð upplýst að
önnur þessara kinda hefði verið
seld frá Valþúfu 1952 og þótti
þetta nú benda til þess að sýking-
in stafaði frá Valþúfufénu.
DREIFT Á MARGA BÆI
Valþúfuféð hafði við sölur
dreifst til allmargra bæja og
i var nú ákveðið að láta slátra
öllu því fé sem til næðist og
þaðan væri. Fór sú sláírun
fram 2. október og skoðaði
Guðmundur Gíslason lungun.
Kom þá í Ijós, að af 100 full-
orðnum kindum, sem slátrað
var voru 20 sýktar af þurra-
mæði og var bþ á engri þeirra
sýnilegt í útliti áður en þeim
var slátrað að þær væru sýkt-
ar.
)
AF 350 ER 31 SÝKT
Landbúnaðarráðherra sagði
frá því að á þremur7bæjum,
Hólum, Skerðingsstöðum og
Skarðsstöðum væri nú búið að
slátra öllu sauðfé. Það hefði
verið samtals 350. Af þeim hef
ur fundizt greinileg sýking í
15 Iungum og ógleggri sýking
í 16 Iungum.
Auk þess hefur við slátrun-
ina á Valþúfufé fundizí örugg-
lega sýking á þremur bæjum:
Breiðabólsstað á Fellsströnd
og Vígholti og Fjósum í Laxár
dal. Miklar líkur eru taldar til
að um sýkingu kunni að vera
að ræða í Rauðbarðaholti á
Fellsströnd.
Þegar það kom til tals að skera
nirður allt sauðfé á Breiðabólstað
á Fellsströnd mótmælti hrepps-
nefnd Fellsstrandarhrepps því.
HVERRA ÚRRÆÐA ER HÆGT
A» LEITA í ÞESSU VANDA-
MÁLI?
Sauðfjárveikivarnarnefnd ræð-
ir um það hvort skera skuli niður
allt fé í því varnarhólfi, sem hin-
ar sýktu kindur hafa fundizt í.
Þetta hólf er norðurhluti Dala-
aýslu milli girðinganna .sem liggja
að sunnan frá Hvammsfirði um
Laxárdalsheiði til Hrútafjarðar
og að norðan frá Gilsfirði til
Bitrufjarðar.
12—15 MILLJ. KR ÚTGJÖLD
RÍKISSJÓÐS
Fjártalan á þessu svæði mun
nú vera milli 25 og 30 þús-
und. Féð er yfirleitt vel hraust
og afurðagott svo að ef niður-
skurður færi fram yrði ríkis-
sjóður að greiða hærri skaða-
bætur á kind en áður við f jár
skiptin. Engin líflömb eru fáan
lcg og myndi taka 2 ár að fá
nægjandi nýjan stofn. Áætlar
nefndin að útgjöld ríkissjóðs
af niðurskurði myndi verða
12 til 15 milljón krónur.
Þá segir í skýrslu nefndarinnar
að eftir þessi tilíelli ríki óvissa
um árangur fjárskiptanna yfir-
leitt. Það er mönnum lítt skilj-
anlegt hvernig veikin getur kom-
ið upp með uessum hætti 7 árum
eftir fjárskipti.
TAKMARKAÐUR
NIÐURSKURÐUR
Nefndin segist ekki geta mælt
með heildarniðurskurði á svæð
inu, heldur vill hún hafa þann
hátt á að láta slátra öllu fé á þeim
bæjum, sem sýkingar verður vart
og láta að öðru leyti fylgjast vel
með fénu á þessu væði og tryggja
sem bezt einangrun þess.
Það er einnig mjög alvar-
legt í þessu sambandi að árið
1950—51 fóru fram fjárskipti
í suðurhluta Dalasýslu og voru
líflömb' þá flutt þangað frá
norðurliluta sýslunnar. Þar á
meðal voru fengin líflömb frá
bænum Valþúíu.
3 KINDUR SÝKTAR
AÐ HLÍÐ í HJALTADAL
Að lokum var í skýrslu sauð-
fjárveikivarnarnefndar skýrt frá
því að 4 okt. s.l. hefði verið kom-
ið með lungu úr kind frá bænum
Hlíð í Hjaltadal í Skagafirði. •—
Hafði kind þessi ekki verið neitt
grunsamleg, þar til allt í einu að
hún yfirbugaðist við snpggan
sprett og var þá slátrað. Fundust
í lungum hennar einkenni þurra-
mæðiveiki.
Guðmundur Gíslason fór norð- ,
ur og var slátrað sauðfé á þessum
bæ. Fundust þá greinileg ein-
kenni í lungum einnar kindar til
viðbótar og ein að auki grunsam-
leg.
LÖMB FRÁ STRANDASÝSLU
Su skýring er talin helzt á
þessu fyrirbæri að þegar fjár-
skipti fóru fram þarna voru feng-
in lömb frá Strandasýslu en ein-
mitt þar kom mæðiveiki upp að
nýju fyrir nokkrum árum. Hefur
nú verið rætt um að slátra kind
um á tveimur nágrannabæjum
Hlíðar, en þannig hagar þarna til
að fé frá Hlíð gengur ekki með
sauðfé annarra bæja.
★
Landbúnaðarráðherra sagði
að lokum, að enn væri unnið
að því að rar.nsaka þetta alvar
lega mái og væri ekki hægt að
taka lokaákvörðun um ráðstaí
anir vegna þess fyrr en eftir
nánari athuganir.
Bergsteinn Guðjónsson
Ingimundur Gestsson
Bergur Ólafsson
Friðrik Guðmundsson
Bergur Magnússon
Lýsir ánægju ySir
Yfirverksfjóri iæfur
Frá ríkisstjórninni:
í GÆR bárust forsætisráðherra
og utanríkisráðherra simskeyti
frá forsætisráðherra sambands-
lýðveldisins Þýzkalands, dr. Kon-
rad Adenauer, þar sem hann lýsir
ánægju yfir komu sinni til íslands
og lætur í ljós mikla hrifningu
yfir fegurð landsins, er hann
kveður hafa snortið sig djúpt,
enda hafi hann lengi alið í brjósti
þá ósk að heimsækja ísland.
k
Áíisiariirfii
rsöliibáða
EGILSSTÖÐUM, 26. okt. —
Sunnudaginn 24. þ. m. var Einari
J ónssyni, yf irvegaverkstj óra,
haldið hóf að Helgafelli. Einar
Jónsson er í þann veginn að láta
af störfum hér, sem yfirvegaverk
stjóri á Austurlandi, en hann hef
ur gegnt þ.ví starfi yfir 20 ár. —
Að hófinu stóðu verkstjórar og
samstarfsmenn Einars, ásamt
nokkrum fleirúm.
Helgi Gíslason, verkstjóri,
stjórnaði hófinu og hélt aðalræð-
una fyrir minni Einars. Hann gat
þess hvernig ástandið hefði verið
hér í vegamálum er hann tók við
verkstjórn Jökuldalsvegar 1933
og þeirra íramfara sem orðið
hafa í vegamálum á þessu tíma-
bili.
Menn skemmtu sér þarna með |
ræðuhöldum og söng, langt fram
á nótt.
Einar Jónsson þakkaði að lok-
um fyrir ánægjulegt samstarf á
undanförnum árum. — Síðan
færðu verkstjórarnir Einari að
gjöf fagran rafmagnslampa, sem
mun verða prýddur með áletr-
uðum silfurskildi. — A.B.
læjarra
UMRÆÐUR hafa orðið talsverð-
ar að undanförnu um frekari tak
mörkun afgreiðslutíma í verzl-
unum btejarins. Á fundi sínum á
þriðjudaginn var, lét bæjarráð
mál þetta til sín táka og gerði
svohljóðandi ályktun, sem sam-
þykkt var samhljóða:
Bæjarráð telur fyrir sitt levti
ekki æskilegt að takmarka frek-
ar en orðið er afgreiðslutíma í
sölubúðum bæjarins.
Hreyfilsfélagar, IryggiS
sigur A-listans
í dag.
aflir hálfsiiá
a
ia*
FYRIR um bað bil hálfum mán-
uði slokknaði á bauju 9 út í Faxa
fióa í ofviðri, en þetta er róðrar-
bauja Faxaflóabáta. Síðan hafa
verið stöðug óveður og súgur við
duflið, svo að ekki hefur verið
forsvaranlegt að setja menn út í i
það, til þess að lagfæra bilunina |
fyrr en í gær að hægt var að
leggja skipi að duflinu. En ef
of mikil hreyfing er við það, get- |
ur það auðveldlega orsakað
skemmdir á viðgerðarskipi. .— Á |
vetrum kemur það oft fyrir, að (
ljósduflín bili, og verður þá:
stundum eins og nú, að bíða eftir
lagi svo dögum skiptir. ^
KJÖR fulltrúa í Hreyfli á 24.
þing A. S. í. fer fram í skrif-
stofu félagsins, Borgartúni 7, í
dag og á morgun.
Kosningin hefst í dag kl. 1 e. h.
og stendur til 10 síðd. og á morg-
un verður kosið frá kl. 10 árd.
til 10 síðd. og er bá kosningunni
lokið.
Tveir listar eru í kjöri: A-listi
lýðræðissinna og B-listi kommún
ista.
ÁVARP TIL MEDLIMA
BIFREIDASTJÓRAFÉLAGS-
INS HREYFILS
„Heiðruðu félagar:
í dag hefst kosning fulltrúa
okkar á 24. þing Alþýðusam-
bands íslands. Það hefur dregist
nokkuð að kosning þessi færi
fram, en til þess liggja eðlilegar
orsakir, þ. e. hinar miklu annir
sem verið hafa samfara nýafstað-
inni bifreiðaúthlutun í félagi
okkar, sem er sú langumfangs-
mesta bifreiðaúthlutun r,em átt
hefir sér stað síðan félag okkar
var viðurkennt sem beinn aðili
að bifreiðaúthlutun til félags-
manna sinna. Hafa stjórnarvöld-
in aldrei fyrr sýnt stéttarfélagi
okkar jafn góðan skilning.í þessu
efni og nú, sem sézt bezt af því
að við fengum nú til úthlutun-
ar til félagsmahna okkar samtals
83 bifreiðar og hefur verið ærið
verkefni að úthiuta þessum bif-
reiðafjölda.
í sambandi við afgreíðslu bif-
reiðaúthlutunar til félagsins
viljum við þakka ríkissUórninni
og Innflutningsskrifstofunni fyr-
ir góðan skilning og fyrirgreiðslu
okkur til handa í þessu efni.
Nú þegar gengið er til kosn-
inga í félagi okkar munu komm-
únistar að vanda þyrla upp miklu
moldviðri gegn stjórn félags okk-
ar og deilda svo og fulltrúum A-
listans. Annað hafá. þeír aldrei
haft að leggja til málapna. En
þeir félagar okkar sem hafa
fylgst með gangi málanna og af-
greiðslu þeirra á hverjum tíma
þurfið ekki iengi að velta þeirri
spurningu fyrir ykkur, hvort bet-
ur myndi hafa gengið með af-
greiðslu þeirra umfangsmiklu
verkefna, sem íélag okkar hefur
haft með höndum, ef kommún-
istar hefðu komið fram sem full-
trúar stéttarinnar.
Þegar þið nú gangið að kjör-
borðinu til þess að velja félagi
okkar fulltrúa á 24. þing Alþýðu-
sambands íslands, þá eruð þið
ekki aðeins að velja lýðræðis-
sinnaða fulltrúa til setu og mál-
flutnings á æðstu ráðstefnu verka
lýðssamta'kanna í iandinu, heldur
eruð þið jafnfrarnt að leggja ykk-
ar skerf til þess að hin íslenzka
verklýðshreyfing megi halda
áfram að vera frjáls og óháð
kommúnistaöflum þessa lands.
Enn hefur hin rauða slóð
kommúnista ekki náð að festa
rætur nema á örfáum vinnu-
stöðum félags okkar. í þessunf
kosningum skulum við vinna að
því að þurrka áhrif kommúnista
út á öllum vtnnustöðum félagg
okkar.
Mörg verkefni bíða enn óleyst
innan vébanda stétcar okkar,
verkefni sem ekki verða leyst
nema tryggt Veröi að kommún-
istar nái ekki yfirtökunum í ís-
lenzkri verklýðshreyfingu, þesa
vegna er það samtökum okkaú
lífsnauðsyn að tryggia lýðræðis-
öflunum sigur. en sigur A-listana
í Hreyfli er þeirra sigur.
Félagar: Fylkjum okkur uin
A-listann, og gerum sigur hana
glæsilegri nú en nokkru sinni
fyrr. A-listinn.
Mehala h|á Þorsfeini
Á ÞRIÐJUDAGINN seldi togar-
inn Þorsteinn Ingólfsson i Þýzka-
landi ísvarinn fisk fyrir 128 þús.
mörk. Er þetta hæsta verð, sem
islenzkur togari hefur fengið fyr-
ir fisk sinn í Þýzkalandi á þessu
ári. Aflinn vhr karfi, 219 tonn,
sem togarinrl ýeíddi vestur á Jóng
miðum. !>’ ■ i