Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 2
18 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. okt. 1954 MeiV/ lánvesfingar á síðasfa ári en nakkns sinni fyrr ~ Ncerrl 60Ó- milljónir króna I' SLENDINGAR fengu til af- nota á árinu 1953 miklu meira lánsfé en nokkru sinni áður í sögunni, og er varlega talið, að það liafi numið hátt á sjötta hundrað milljóna króna. Þrátt fyrir þessar gíf- urlegu lánveitingar var fjarri því, að eftirspurninni eftir lánsfé hefði verið fullnægt, og eftir opinberum umræðum að dæma hefur lánsfjárskortur- inn verið talinn eitthvert al- varlegasta vandamáiið, sem við væri að stríða í þjóðarbú- skapnum. Þetta tvennt yirðist að vísu vera ósamrýmanlegt, en svo er þó ekki, þegar nánar er að gáð. Margt hefur valdið því, að fram- boð á lánsfé hefur ekki hrokkið til að fullnægja þörfinni. Megin- orsökin er verðbólguhugsunar- hátturinn og hin mikla þensla í hagkerfinu, sem hefur valdið því, að öll fjárfesting hefur virzt gróðavænleg, og menn hafa keppzt um að leggja fé í fram- kvæmdir. Einnig hefur slcipting lánsfjárins milli atvinnuvega og framkvæmda og forréttindi þau, sem margir njóta um lán og vaxtakjör, orðið til þess, að láns- féð hefur nýtzt verr en ella. í lok þessarar greinar verður rætt nokkru nánar um þessi al- mennu vandamál, en áður verður reynt að skyggnast nokkru nán- ar inn í gang þessara mála á ár- inu 1953 og gerð grein fyrir upp- hæð lánsfjárins, uppruna þess og skiptingu, eftir því sem næst verður komizt. HEILDARUPPHÆÐ LÁNVEITINGA Upphæð þeirra lánveitinga, sem upplýsingar hafa fengizt um, er að finna á eftirfarandi töflu, og eiga þær að ná til allra lánsstofn- ana, opinberra sjóða, tryggingar- félaga, eftirlauna- og lífeyris- sjóða og erlendra lána. Útlánaaukning banka 227,6 Útlánaaukning sparisjóða ...... 26,3 Aukning fjár í inn- lánsdeildum kaup- félaga.............. 8,7 262,6 Lánveitingar Framkvæmda- banka og Mótvirðissjóðs 137,3 Lánveitingar ýmissa fjár- festingarsjóða........ 70,1 Lánveitingar tryggingar- stofnana og lífeyrissjóða 50,9 Lánveitingar ríkissjóðs .... 17,5 Erlend lán .............. 64,9 Lór til hásabygpnga Etántn um 70 milijónam kúrl hafi komið til grafar. Til dæmis er hér á landi mikill fjöldi félaga og stj'rktarsjóða, og veita sumir þeirra einhver lán eða kaupa skuldabréf. Einnig er I mikið um lánveitingar einstakl- j inga, og reka sumir þeirra all- víðtæka lánastarfsemi. Einu töl- ur, sem um þetta er hægt að gefa, eru þær, að samkvæmt áætlun hafa skuldabréf bygging- arsamvinnufélaga, að upphæð 4 millj. kr., verið seld öðrum en þeim stofnunum, sem upplýsingar eru um á töflunni hér að framan. Samtals 603,3 Frá dragast lán, sem eru tvitalin hér að ofan .... 35,4 Lánveitingar (nettó) 567,9 Um tölur þessar er það helzt að segja, að þær ná til allra lán- veitinga viðkomandi stofnana, nema hjá bönkum og sparisjóð- um ná þær aðeins til aukningar heildarútlána. Upphæð nýrra veittra lána banka og sparisjóða mundi að sjálfsögðu vera all- xniklu hærri, þar sem endur- greiðslur eldri lána hafa farið til útlána að nýju. Ekki er þó hægt að gefa neinar tölur um þetta, enda er meginhluti bankalána til skamms tíma. Víxillán eru t. d. aðeins veitt til nokkurra mánaða, enda þótt þau séu oftast endur- veitt sömu iðilum. Þó mun óhætt að fullyrða, að nýjar lánveiting- ar, sem byggzt hafa á endur- greiðslum, munu varla hafa num- ið innan við hundrað millj. kr. Sé þetta talið með. eru heildar- lánveitingarnar á árinu yfir 650 millj. kr. í þessari grein verður þó yfirleitt miðað við tölurnar á töflunni, en hafa verður það í huga, að lánveitingar eru þar vantaldar. Allmikið mun vanta á, að öll Veltiinnlánin jukust um 26 millj. kr. hjá bönkum og sparisjóðum, cn mótvirðisfé lækkaði hins veg- ar um 14 millj. kr., svo að í heild hækkuðu hlaupareikningsinn- stæðurnar aðeins rfiji 12 millj. kr. Þessi aukning sparifjársöfnunar- i inar horfir mjög í rétta átt. en þó verður að hafa í huga, að hún kann að hafa stafað að miklu j leyti af aukinni peningaveltu og hækkandi tekjum, en ekki af auknum sparnaðarvilja. önnur mikilvæg uppspretta lánsfjár eru tryggingarfélög og GKEIN þessi fjallar um lánsfjármarkaðinn á árinu 1953. Skýrt er frá heiIdarupphæS lánveitinga, upp- sprettum lánsfjárins, skiptingu þess milli aívinnu- vega og lánum til húsbygginga. Einnig er rætt um eðii lánsfjármarkaðsins og áhrif forréttindalán- veitinga. Að öðru leyti hefur að heita rná ekkert verið selt af verðbréfum og engin vaxtabréfalán verið boðin út. UPPSPRETTUR LÁNSFJÁRINS Skipta má lánsfénu í þrjá staði eftir því, hvernig það er til kom- ið, og eítir því, hver áhrif það hcfur á hagkerfið. 1 fyrsta lagi er erlent fé, í öðru lagi hvers kyns sparnaður innan lands og í þriðja lagi aukning peningaþensl- unnar. Mikill hiuti lánsfjárins, sem notað var á árinu 1953, eða um 29%, var að uppruna erlent fé: lán og nýtt mótvirðisfé. Seðlaveltan jókst um 60 millj. kr. á árinu 1953, en það samsvar- ar um 11% heildarlánveiting- anna. Hvers kyns sparnaður ætti þá að hafa numið 60% lánveit- inganna. Þetta er þó ekki unnt að fullyrða, þar sem aukning seðlaveltunnar er ekki óyggjandi mælikvarði á peningaþensluna. Af aukinni seðiaveltu leiðir, að innstæður í bönkum hljóta að vaxa og útlán aukast því um meira en seðlaveltuaukningunni nemur. Aukning seðlaveltunnar hefur þannig skrúfuáhríf, og verður að teija, að nokkur hluíi sparifjáraukningarinnar á árinu 1953 eigi þangað rót sína að rekja. Ekki verður þó sagt, hve mikill hluti sparifjáraukningar hefur verið af þeim toga spunninn, þar sem þessi mál hafa verið lítt könnuð hér á landi hingað til. Peningaþenslan var hið óheilla vænlegasta í þróun þessara mála á árinu 1953, og stuðlaði hún að vaxandi jafnvægisleysi í þjóðar- búskapnurn, stórkostlegri eftir- spurn eftir gjaldej^ri, vinnuafls- skorti og dulinni verðbólgu. Hljóta efnahagseríiðleikar þj.óð- arinnar að fara vaxandi, á meðan haldið er • áfram á þessari braut. SPARNAÐUR Til sparnaðar í víðustu merk- ingu telst allt lánsfé af innlend- um uppruna annað en það, sem orðið er til vegna peningaþenslu. Mikilvægustu þættir þess eru aukning sparifjár og veltiinnlána í bönkum, rektrarafgangur ríkis- Sjóðs, eiginfjáraukning banka og lánsstofnana, sjóðssöfnu.n trygg- ingarfélaga og eftirlaunasjóða og endurgreiðslur eldri lána. Sam- kvæmt þessari skilgreiningu byggðist, eins og fyrr segir, um 60 % af lánveitingum ársins á sparnaði innan lands. Langstærstur er hlutur spari- fjáraukningar í bönkum og spari- sjóðum, en hún nam alls 187 millj. kr. að meðaltali aukningu fjár í innlánsdeildum kaupfélaga. eftirlaunasjóðir, en lánveitingar þeirra námu 51 millj. kr. á árinu. Sjóðssöfnun þessara aðila er mjög mikilvægur þáttur í sparnaði þjóðfélagsins, og er það vafalaust, að 'nægt yrði ao stórauka sparnað á þessu sviði, ef aðsíæður væru gerðar hagkvæmari fyrir líf- tryggingar og starfsemi eftir- launa- og lífeyrissjóða. Fé það, sem sparað er fyrir tilstilli þess- ara aðila, er bundið til langs tíma og er því í raun og veru miklu traustari undirstaða fjárfesting- arlána en sparifjárinnlög í bönk- um, en meginhluta þeirra má taka út fyrirvaralaust. Nokkur hluti lánsfjárins á ár- inu hefur verið tekinn af rekstr- arafgangi ríkissjóðs, með sérstök- um sköttum eða af tekjurn ann- arra opinberra aðila. Beinar lán- veitrngar ríkissjóðs sjálfs námu 17,5 millj. kr. Auk þess fengu fjárfestingarsjóðir framlög frá rjkissjóði, sveitarféiögum og með sérstökum sköttum, alls að upp- hæð 17,3 millj. kr. Enn einn þáttur sparnaðarins er aukning varasjóða og eigin fjár banka og peningastoínana. Ekki liggja fyrir fulinægjandi upplýs- ingar um þetta atriði, en hjá bönkunum — að hinum nýstofn- uðu bönkum undanskildum — nam hún alls um 33 millj. kr. Loks eru endurgreiðslur lána, en um þær er litlar upplýsingar að fá. Hjá bönkum og sparisjóðum er hér áreiðanlega um mjög há- ar upphæðir að ræða. Margir hinir opinberu fjárfestingarsjóðir lána hins vegar með svo lágum vöxtum og til svo langs tíma, að þeim berst hiutfallslega lítið fé í endurgreiðslum og vöxtum. Ef ekki hefði verið lagt stórfé til flestra þessara sjóða frá ríkis- sjóði, heíði raunvsrulegt verð- gildi þeirra stórminnkað á und- anförnum árum vegna hinnar sí- íelldu verðbólgu. NOTKUN LÁNSFJÁRINS Ekki er hægí að fá tæmandi upplýsingar um það, til hverra hluta lánsfé það, sem til lagðist á árinu 1953, var notað, en þó eru höíuðatriði málsins ljós. IVíun láta nærri, að meira en helming-” ur hins nýja lánsfjár hafi farið annars vegar til að auka rekstrar- fé útfiutnikigsatvinnuveganna og utanríkisverzlunarinnar og liins vegar íil stórframkvæmda. Þeg- ar þess er gætt, er varla furða, þótt farið hafi verið að þrengjast á lánsfjármarkaðinum og ekki verið nóg fé til þess að fullnægja eftirspurn annars síaðar að. Lán til virkjana Sogs og Laxár og byggingar Áburðarverksmiðju námu alls 161 millj. kr. á árinu. Af þessu fé voru 128 millj. kr. lán úr Mótvirðissjóði og Fram- kvæmdabankanum, en 33 millj. kr. voru erlent lánsfé. Þar sem •mótvirðistféð er einnig af erlend- um uppruna, er ljóst, að þessar lánveitingar hafa ekki haft mikil bein áhrif á lánsfjármarkaðinn í landinu. AUKNING LÁNA TIL UTANKÍKISVERZLUNAR Útlán bankanna jukust gíf- urlega á árinu 1953, cg stafaði það fyrst og fremst af aukn- um lánum til sjávarútvegs og verziunar, en aukningin á báð- um þessum sviðum átíi eink- um rót sína að rekja til breyttra viðhorfa í utanríkis- verzlunni og aukinna við- skipía við vöruskiptalöndin. Útlán tíl sjávarútvegs hækk- uðu um 107 millj. kr., og var það nær eingöngu vegna hærri upphæðar afurðavíxla. Rekstrarlán til sjávarútvegsins eru að mestu veitt út á birgðir af- urða eftir föstum reglum, svo að bönkunum er ekki í sjálfsvald sett, hve mikið þeir lána til þeirra hluta á hverjum tíma. Það hefur stefnt í þá átt mörg undanfarin ár, að rekstrarfé útgerðarfyrir- tækja hefur minnkað hlutfalls- lega í samanburði við lánsféð, og stafar það annars vegar af mjög erfiðri afkomu í ýmsum greinum sjávarútvegsins og hins vegar af því, hve sérstaklega hagkvæm afui'ðalánin eru. Er ótrúlegt, að unnt verði að draga aftur úr út- lánum til útflutningsframleiðsl- unnar, fyrr en hægt er að reisa efnahag hennar úr þeirri niður- lægingu, sem hann hefur verið í nú um margra ára skeið. Á árinu 1953 jukust birgðir af útflutnings- vörum, sérstaklega fram um mitt ár, en jafnframt höfðu viðskiptin við vöruskiptalöndin það oft í för með sér, að greiðsla fékkst seinna fyrir afurðirnar, og hlaut þetta hvort tveggja að valda aukinni lánsfjárþörf. Aukning útiána til verziunar, cn hún nam alls 75 millj. kr. á árinu, var að mestu leyti af sama toga spunnin. Voru útlán til kaupa frá vöruskiptalöndunum stóraukin til þess að greiða fyrir viðskiptum við þau og flýta fyrir því, að útflytjendur fengju greiðsiu fyrir útfluttar afurðir. Einnig er oft nauðsvnlegt í við- skiptum við þessi lönd að kaupa meira magn í einu af hverri vöru- tegund en áður hefur tíðkazt og eiga meiri birgðir í landinu. Hef- I ur útlánaaukningin orðið einna mest til olíufélaganna, þegar far- ið var að flytja benzín og olíur frá Rússlandi, en áður höfðu olíu- íélögin til nota mikið rekstrarfé frá viðskiptafyrirtækjum sínum erlendis. LÁNVEITINGAR TIL ATVINNUVEGANNA Auk lánveitinga þeirra til sjáv- arútvegs, sem þegar hefur verið dí'epið á og stöfuðu einkum af breyttum aðstæðum í útflutn- ingsverzluninni, veittu ýmsir fjár íestingarsjóðir alls 10,7 millj. kr. lán til sjávarútvegsins, og var hlutur Fiskveiðasjóðs þar lang- stærstur. Nýjar lánveitingar til landbún- aðar námu alls rúmum 20 millj. kr., þar af nam útlánaaukning bankanna til hans 5 millj. kr. Ýmsir fjárfestingarsjóðir veittu lán til landbúnaðar, alls að upp- hæð 15,3 millj. kr., en þá eru ótalin lán til byggingar íbúðar- húsa og til rafmagnsframkvæmda í sveitum. Til raforkuframkvæmda, ann- arra en virkjunar Sogs og Laxár, voru, að því er vitað er, veitt 13,3 millj. kr. lán, og var þar mestmegnis um lánveitingar úr Raforkusjóði að ræða. Útlánaaukning bankanna til iðnaðar nam alls 35,1 millj. kr., en af því voru útlán hins nýja Iðnaðarbanka 17,0 millj. kr. Þar fyrir utan voru lán úr Iðnlána- sjóði að upphæð 1,0 millj. kr. Iðnaður er hér tekinn í þrengstu merkingu. Allur hinn mikli iðn- aður, sem vinnur úr sjávarafla, er taiinn með sjávarútvegi í lána- flokkun bankanna. Þar við bæt- ast svo lán til hins nýja, risa- vaxna iðníyrirtækis, Áburðar- verksmiðjunnar. ; LÁN TIL BYGGINGAR ÍBÚÐARHÚSA Einna mest hefur verið rætt að undanförnu um skort á fé til bygg ingar íbúðarhúsa, og hefur því sérstaklega verið reynt að safna skýrslum um lánveitingar á þvl sviði. Ekki hefur reynzt kleift að fá nákvæmar eða tæmandi upplýsingar, en þó er sennilegt, að tölur þær, sem hér verða birt- ár og eru að nokkru leyti áætl- aðar, séu nærri réttu lagi og sízt of háar. Alls mumi lánveitingar til íbúðarhúsa hafa numið um 70 millj. kr. á árinu 1953. Af þessarl upphæð voru um 27 milli. kr. lánveitingar eftirtalinna lána- sjóða: Byggingarsjóðs, Lánadeild- ar smáíbúða, Byggingarsjóðs verkamanna og Fasteignalánafé- lags samvinnumanna. Eftirlauna- sjóðir og tryggingarfélög keyptu skuldabréf byggingarfélaga fyrir alls um 14,5 millj, kr. og veittu þar að auki önnur lán til íbúðar- húsabygginga, sem áætlað er, að numið hafi um 4 millj. kr. Láns sparisjóða til byggingar íbúðar- húsa eru áætluð 20 millj. kr., og keyptu þeir þar að auki skulda- bréf byggingarsamvinnufélaga fyrir hátt upp í eina millj. kr. Byggingarsamvinnufélagsbréf, að nafnverði alls um 4 millj. kr., munu hafa verið seld öðrum en iánastofnunum þeim og sjóðum, sem upplýsingar hafa fengizt frá. Flest hafa þau verið seld ein- staklingum og fyrirtækjum og oft með allmiklum afföllum. Þessar tölur bera það með sér, að mikið fé hefur verið lánað til húsbygginga á árinu 1953, en þó var eftirspurn alls ekki fullnægt. Þetta mun hafa stafað af því fyrst og fremst, hve gífurleg eftirspurn er eítir fé til fjárfest- ingar á öllum sviðum og þá sér- staklega til húsbygginga. Jafn- framt var mikið af lánveitingum til húsbygginga með sérstaklega hagkvæmum kjörum, en það hlaut að hafa örvandi áhrif á eftirspurnina og verða til þess, að lánsféð nýttist ekki til að full- nægja henni. Aðrir, sem í bygg- ingar hafa ráðizt, hafa hins vegar orðið að sæta okurkjörum á hin- um svarta lánsmarkaði. ÓFULLKOMINN LÁNSFJÁRMARKAÐUR Lánsfjármarkaðurinn hér á landi er mjög ófullkominn, og fer því fjarri, að um frjálsan markað sé að ræða. Á frjálsum markaði mundu vextirnir, sem eru verð það, sem greitt er fyrir iánsfé, koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar láns- fjár. Þá mundu einnig vera greiddir jafnháir vextir fyrir öll lán, sem veitt eru til jafnlangs tíma og með jafngóðri tryggingu. Það er langt frá því, að þannig sé ástatt á peningamarkaðinum hér á landi. Eftirspurn eftir flest- um tegundum lána er miklu meiri en framboð, en þó eru vextir oft lágir og mikill hluti lána veittur Frh. á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.