Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. okt. 1954 MORGVNBLAOIÐ 23 Bréf frá Jóflands: Lýsing d Berjninge-hælinu — vinnnheimili, sjúkrahúsi, stærstn hæli sinnnr tegundnr i skólu eg Evrópu GREININ, sem hér fer á eftir er bréf skrifað af íslenzkum kennara, Birni Gestssyni, sem dvelur um þessar mundir ásamt konu sinni, Ragnhildi Ingibergs- dóttur, í bænum Brejninge á Jót- landi, þar sem þau eru bæði starfandi, hann sem kennari, hún sem læknir á hæli fyrir vangefið fólk. Hæli þetta, „Den Kellerske Aandssvageandstalt“ var stofnað árið 1865 af guðfræðiprófessorn- um Johann Keller. Sonur hans, prófessor Chr. Keller, var yfir- læknir þess til ársins 1932 en nú- verandi yfirlæknir þess er H. O. Wildenskov. Björn Gestson hefir kennara- menntun og lagði stund á kennslu hér í Reykjavík, en fór árið 1951 út til Sviss með styrk frá Barna- verndaríélagi Reykjavíkur og kynnti sér uppeldi og kennslu vangefinna bama við háskólann í Ziirich. Var nám hans þar fólg- ið m. a. í „praktiskum" kennslu- æfingum á heimilum slíkra barna. Frú Ragnhildur hefir lagt stund á geðveikralækningar, sem sér- grein og hefir unnið sem aðstoð- arlæknir við Brejninge hælið, sem að ofan er greint síðan 1. marz þ. á. en fram að þeim tíma Hjúkrunarheimili fyrir stálpuð börn. Önnur eins deild er fyrir yngri börn (idiote og lágt standandi imbezillitát). Á báðum deild- unum eru samtals 180 börn. Aðalhlutó hælisins liggur hér í Brejninge og eru hér um 1900 vistmenn, börn og fullorðnir, í mörgum mismunandi deildum. Hver deild er í sérstakri bygg- ingu. Skiptingin er í stórum dráttum þessi. Skóli og vinnu- deildir fyrir börn. Þessar deildir liggja saman í útjaðri þorpsins. Vinnuheimili fyrir fullorðna karlmenn. Þeir fást aðallega við vefn- að og garðyrkjustörf. Margir þeirra eru einnig líkamlega fatlaðir. Greindarvísitala ekki yfir 60. Þeir eru að jafnaði alla æfi á hælinu. sækja hann flest til 16 ára ald- urs. Mörg hafa verið hér í leik- skóla áður, en önnur koma hing- að fyrst eftir að þeim hefur mis- tekist í venjulegum skóla. Eink- um er það algengt með sveita- börn. í skólanum eru kenndar flestar þær námsgreinar, sem kenndar eru í venjulegum barnaskóla, en kennslan sniðin eftir getu og | þörfum vangefinna barna. Aðal | áherzlan er þó lögð á uppeldis- i legu hliðina, t. d. að börnin læri að þvo sér, halda herbergjunum hreinum, hugsa um fötin sín, um- gangast annað fólk, og vekja áhuga þeirra á skyldurækni og iðjusemi. KOMIÐ FYRIR Á GÓÐUM HEIMILUM Þegar skólagöngunni líkur fer nokkur hluti barnanna hekn, en er þó áfram undir eftirliti hælis- ins og fá fjárhagslegan stuðning, ef þess er þörf. Slíkt fer þó eftir heimilunum. Meginhluti barnanna er þó áfram á hælinu i nokkur ár. Drengjunum eru þá kennd algeng Þeim börnum, sem ekki hafa þroska til að sækja skólann, er svo reynt að kenna að vinna eitt hvað í höndunum og að leysa af hendi lét störf í þágu hælisins. Ekki vegna þess að það borgi sig fjárhagslega, heldur vegna barn- anna sjálfra. Aðallega er um vefnað og knipplinga að ræða, einfaldari hússtörf og að halda lóð og görðum hælisins hreinum og þokkalegum. Þetta eru börn með greindarvísitölu 35 til 50. Þau verða yfirleitt alla æfi á hælinu, nema þau eigi ættingja, sem geta séð fyrir þeim og vilja heldur hafa þáu heima, sem ekki er algengt. NOIÍKUR UTIBU Auk þeirra deilda, sem eru hér í Brejninge, rekur hælið nokkur útibú, sem er stjórnað héðan. Hinum megin við Vejlefjörð er „Skovbrynet“. Það er heimili fyrir 30 ungar vangefnar stúlkur, sem eru að læra hússtörf. í sö- greindarvísitölu en 75. Héðan frá hælinu er haft eftirlit með um 2000 slíkum einstaklingum og þeim veitt aðstoð. Nokkur hluti þess er fullorðið fólk og margt af því hefur áður gengið hér á skól- ann eða verið á hælinu. Margt af því er fært um að vinna fyrir sér að miklu eða öllu leyti, en þarf þó á því að halda, að það sé stutt með góðum ráðum, þvl hjálpað til að finna vinnu við sitt hæfi og fleira þessháttar. MIKIÐ OG ÞARFT STARF Sérstakir starfsmenn heim- sækja það svo eins oft og þurfa þykir. Þarna er unnið mikið og þarft starf, þvi að margt af þessu fólki yrði þjóðfélaginu allt tíð byrði eða mundi leiðast á glap- stigu. Nokkur hluti eru börn, sem foreldrar eða aðstandendur vilja hafa heima og eru færir um að veita góðan aðbúnað. Þessum heimilum eru svo veittar leið- beiningar um uppeldi barnanna var hún við geðveikrahælið í Middelfart. Við Brejningehælið eru 5 læknar, auk yfirlæknisins, 4 deildarlæknar og einn sjúkra- húslæknir. Hefir Ragnhildur að- allega verið sjúkrahúslæknirinn og til aðstoðar þeim deildar- lækninum, sem hefir barna- og sjúkradeildirnar. Hjónin hyggj- ast koma alkomin heim til Islands næsta sumar. Hér hefst svo bréf Björns: Við erum bæði hérna á „Den Kellerske Aandssvageanstalt“ í Brejninge. Það er hæli fyrir van- gefið fólk og fávita frá miðhluta Jótlands og Fjóni, Þetta mun vera stærsta hæli í Evrópu þess- arar tegundar. Ileimili fyrlr konur, sem hafa getað lært vinna önnur störf, flestar rosknar konur. að prjóna en ekki að lund við Skanderborg er hæli fyrir 500 sjúklinga. Það eru aðal- lega hjúkrunardeildir. Auk þess tvær eyjar, Sprogö í Stórabelti , og Livö á Limafirði. Á Sprogö er ] Hjúkrunardeildir fyrir börn og fullorðna. Þær liggja nær firð- inum og skilur skógivaxin bi’ekka þær frá skóladeildunum. Á hjúkrunardeildunum eru nánast tiltekið örvitar um 500 alls. Til hliðar við hjúknxnardeildirnar liggur svo deild fyrir vinnufært kvenfólk og niður við fjörðinn deildir fyrir vinnufæra karlmenn. Eg legg hérna með myridir af nokkrum helztu deildunum. NEMENDAFJÖLDI OG NÁMSTILHÖGUN Skólinn er fyrir 200 börn með greindarvísitölu 50 til 75. Kring- um 15 börn eru í hverjum bekk. Börnin koma í skólann 9 ára og Deild fyrir vangefna berklasjúklinga. sveitastörf og stúlkunum hús- störf. Reynslan hefur sýnt að þau reynast bezt sem vinnumenn og vinnukonur. Þegar ungling- arnir eru 18—20 ára er reynt að koma þeim fyrir á góðum heim- ilum, en fylgst er með*þeim héð- an frá hælinu. Mörg þeirra eru gerð ófrjó áður en þau eru send út af hælinu, Það á einkum við um stúlkúrnar. Ragnhiklur Ingibergsdóttir. Björn Gestsson. LEYSA AF IIENDI LETT STORF Mikill hluti þessara unglinga verður fær um að vinna fyrir sér, en nokkur koma þó inn á hælið aftur. Það eru þau, sem hafa erfitt lundarfar eða skapgerðargalla. Mörg þeirra verða góður vinnukraftur fyrir hælið. hæli fyrir erfiðar vangefnar stúlkur. Þær hafa allar gerzt brot legar við lögin, aðallega fyrir lauslæti og því um líkt. Á Livö eru svo vangefnir karl- menn með glæpahneigð, flestir hafa þeir margsinnis brotið lög, j að skólagöngu lýkur. og mörgum einnig einhver fjár- hagsleg aðstoð. Mörg af börnun- um koma svo síðar í skólann eða inn á aðrar deildir hælisins I HEIMANGÖNGUSKÓLAR OG FRÍSTUNDAHEIMILI j Hælið rekur einnig heiman- gönguskóla fyrir böi-n með 1 greindarvisitölu 50 til 75 í Árhus, Odense, Horsens, Vejle, Randers og Kolding. Kennsla fer þar fi'am með svipuðu sniði og í heimavist- arskólanum hér í Brejninge og skólastjórinn er sá sami fyrir alla skólana. í sambandi við skól- ann í Árósum er einnig rekið frí- stundaheimili fyrir vangefin börn. Byrjað var, á því í fyrra og hefur.það gefist vel og er heim- ilunum mikill léttir. Mörg af börnunum, sem sækja heiman- gönguskólana koma þó inn á heimavistarskólann eða hælið áður en lýkur. Það fer eftir heim- ilunum og getu barnanna. Við Ragnhildur höfum meðal annars unnið að því undanfarið að safna skýrslum og bera saman börn, sem gengið hafa á heiman- göngu- og heimavistarskólann. Heimilisástæður, námsárangur miðaðan við greindai'visitölu og hvernig þau standa sig síðar eftir aðallega með flakki og þjófnaði. Allt er þetta fólk, sem ekki þykir fært að hafa á opinni deild á hælinu og eru þá eyjarnar loka úrræðið. Þaðan á það erfitt með að hlaupast á brott, en er þó ekki lokað inni. Þegar það hefur verið þar nokkurn tima og hagað sér alltaf'tve^ er því útveguð vinna í landi eða það er flutt til hælisins hér í Bejninge. Framfærsla vangefinna (Aands svageforsorgen) hér í Danmörku nær til allra, sem hafa lægri Nýtt leikrit RÓM, 26. október: — Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck hefir búið á Ítalíu í allmarga mánuði. Hann vinnur nú að samningu nýs leikrits. Fjallar það um fljúgandi diska. Steinbeck hefir skýrt svo frá, að hann líti á þessi ókennilegu fyrirbrigði sem tákn um ringulreiðina í ver- öldinni. — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.